Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 2.–4. mars 2012 Helgarblað Björgólfur aftur ríkastur Björgólfur Thor Björg­ ólfsson, fjárfestir og eigandi sam­ heitalyfjafyrir­ tækisins Actavis, skoðar nú mögu­ leikann á því að selja fyrirtækið til bandaríska lyfja­ fyrirtækisins Watson. Þetta kom fram í DV á mánudag. Ef Björg­ ólfur Thor nær að selja Actavis fyrir meira en fimm milljarða evra, rúmlega 832 milljarða króna, mun hann persónulega, ásamt lykil­ starfsmönnum Actavis, fá 30 pró­ senta hlutdeild í þeim hagnaði. Björgólfur Thor mun persónulega fá 80 prósent af þessum 30 pró­ senta hagnaði ef það næst að selja Actavis fyrir meira en fimm millj­ arða evra. 94 ára í fangelsi „Á með­ an hvorki elliheimilin né önnur úrræði á vegum heil­ brigðisyfirvalda geta gert neitt þá sitjum við bara uppi með þetta og við verðum bara að gera það sem við getum.“ Þetta sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri í DV á mánu­ dag þegar hann var spurður um það að 94 ára karlmaður hafi hafið afplánun á Kvíabryggju í síðustu viku. Páll sagði að aldrei áður hafi svo gamall fangi komið til afplán­ unar. Maðurinn er fæddur árið 1918. Hann var árið 2008 dæmd­ ur í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu. Agné fyrir dómi Aðalmeð­ ferð í máli Agné Krata­ viciuté, sem ákærð hefur ver­ ið fyrir að bana nýfæddu barni sínu, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Agné neitar staðfastlega sök og segist aldrei hafa haft vitn­ eskju um að hún væri með barni. Þá sagðist hún ekki muna eftir að hafa fætt barn. Í von um viðbrögð sýndi saksóknari Agné blað þar sem voru fjórar myndir sem tekn­ ar voru af nýfæddu barni hennar látnu. „Vekur þetta ekki upp nein­ ar minningar,“ spurði saksóknari og hélt myndunum á lofti. Agné sat, horfði svipbrigðalaus á blaðið og svaraði neitandi. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 - getur m.a. hjálpað ef þú finnur fyrir: Sjúkraþjálfari framkvæmir göngugreiningu hjá Heilsulandi Aumum hælum Beinhimnubólgu Verkjum í iljum Þreytuverkjum og pirring í fótum Verkjum í hnjám Verkjum í baki eða mjöðmum Hásinavandamálum Sérfræðingar Heilsulands eru Ásmundur Arnarsson og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfarar GÖNGUGREINING Hreindýrakvótinn eykst um 300 dýr Þ að besta er að þetta er sam­ bærilegt við hreindýraveið­ ina hér heima þegar kem­ ur að verði,“ segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri og einn eigenda Lax­á ehf. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í sölu veiðileyfa á Íslandi og raunar víða um heim, hefur undir­ ritað samning við Stefán Magnússon, hreindýrabónda á Grænlandi, um einkarétt á hreindýraveiði við Qaersu­ arsuuk á suðvesturströnd Grænlands. Samningurinn er til 20 ára. Færri komast að en vilja Í samningnum felst að veiðimenn á vegum Lax­á hafa heimild til að fella allt að 300 dýr árlega. Með því fjölgar þeim hreindýrum sem Íslendingum stendur til boða að fella umtalsvert, eða um 30 prósent. Á þessu ári er leyfilegt að fella rétt ríflega eitt þús­ und dýr úr íslenska hreindýrastofn­ inum; 558 tarfa og 421 kú. Áhugi íslenskra veiðimanna á hreindýra­ veiðum er gríðarlegur því alls bár­ ust 4.328 umsóknir um leyfi til að fella hreindýr á þessu ári. Því liggur fyrir að ríflega þrjú þúsund og þrjú hundruð veiðimenn fá ekki að veiða hreindýr á Íslandi á árinu. Hóflegt verð Á heimasíðu Lax­á kemur fram að þriggja til fjögurra nátta túr til Græn­ lands, þar sem allt nema fæði er innifalið, þar á meðal eitt veiðileyfi á hreindýr, kostar um þrjú hundruð þúsund. Í því samhengi má benda á að veiðileyfi á hreindýrstarf á Íslandi kostar eitt og sér 135 þúsund krón­ ur. Við þann kostnað bætist greiðsla til leiðsögumanns í einn eða fleiri daga, ferðakostnaður, gisting og ann­ að uppihald. Þá greiða menn oft fyrir aðstoð við að gera að hreindýrinu að veiði lokinni. Þó kostnaðurinn við hreindýraveiðar á Íslandi geti verið misjafn eftir því hvernig veiðin sæk­ ist og um hversu langan veg menn þurfa að fara, er ljóst að ferðirnar sem Lax­á býður upp á til Grænlands eru á sanngjörnu verði. Hugsað til framtíðar Lax­á, sem hefur verið starfrækt í um 25 ár, hefur reynslu af því að skipu­ leggja ferðir sem þessar því fyrirtæk­ ið bauð upp á ferðir til hreindýra­ veiða til Grænlands fyrir um áratug. „Við hugsum þetta til framtíðar. Við ætlum að byggja upp miklar veiði­ búðir á svæðinu fyrir veiðimennina okkar, bæði fyrir þá sem koma til að renna fyrir silung og hreindýr. Svo er eitthvað um rjúpu þarna á svæðinu og við munum athuga hvort slíkar veiðar koma til greina,“ segir Stefán en fyrirhugað er að byggja 12 svefn­ skála ásamt eldunaraðstöðu, matar­ skála og bryggju. Stórir tarfar Veiðisvæðið sem um ræðir spannar 400 ferkílómetra og dýrin eru að sögn dreifð um marga dali, eyjar og firði. Um er að ræða einu hreindýrahjörð­ ina í þessum landshluta. Fram kem­ ur á heimsíðu Lax­á að Grænland sé þekkt fyrir stóra og fallega tarfa sem mikið sé um á svæðinu. Leiðsögu­ menn og bátar verði til taks í búðun­ um og þeir flytji veiðimenn á milli eyja og fjarða, bæði til skot­ og stangveiða. Veiðimenn geti tekið með sér kjöt til baka að fengnu leyfi frá landbúnað­ arráðuneyti og uppfylltum skilyrðum og muni Lax­á annast milligöngu um það sé eftir því óskað. „Þegar veiði­ menn hafa fellt sitt dýr er upplagt að renna fyrir bleikju í einhverri af þeim óteljandi ám og vötnum sem eru á svæðinu eða fara á sauðnautaveiðar,“ segir á heimasíðunni. Stefán segist strax finna fyrir mikl­ um áhuga íslenskra veiðimanna, brjálað hafi verið að gera frá því fyrst var greint frá samningnum. „Þetta er sannkölluð ævintýraferð,“ segir hann. Virðast vera að tryggja gæði „Það sem ég hef heyrt af hreindýra­ veiðum á Grænlandi í gegnum tíð­ ina hefur verið svolítið misjafnt. Margir eru mjög ánægðir en aðr­ ir hafa sagst hafa haldið sig vera að kaupa betri pakka. Það sem Lax­á virðist vera að gera er að stíga skref að því að tryggja gæði í þessum ferð­ um,“ segir Elvar Árni Lund, formað­ ur Skotveiðifélags Íslands. Honum líst vel á það sem Lax­á hefur upp á að bjóða og segir að eftirspurnin um veiðar utan Íslands hafi verið vax­ andi. „Þetta er mjög spennandi. Við höfum fundið fyrir því að menn eru að fara í auknum mæli til útlanda í alls konar veiðar; bæði hreindýra­ veiðar og annað.“ Spurður hvort hann hafi sjálfur veitt hreindýr utan Íslands segir hann svo ekki vera. „En það gæti alveg orðið af því,“ segir hann léttur í bragði. n Lax-á hefur samið við Stefán Magnússon á Grænlandi um veiðar „Það sem Lax-á virðist vera að gera er að stíga skref að því að tryggja gæði í þessum ferðum. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Með góðan feng Ánægður rússneskur veiðimaður eftir vel heppnaða veiði á Grænlandi. Þar er að finna stóra og fallega tarfa. Mynd Lax-á Mikil eftirspurn Stefán segir Lax-á horfa til framtíðar enda er samið til 20 ára. Mynd Úr einkaSaFni Öryggisvörður ársins: „Bjargaði lífi mínu“ „Hann bjargaði lífi mínu,“ segir Helga Harðardóttir um Daníel Þór Ingólfsson sem er einn af öryggis­ vörðum ársins 2011 hjá Öryggis­ miðstöðinni. Daníel sinnti útkalli 4. nóvember síðastliðinn en þá hafði neyðarkall borist stjórnstöð rétt eftir miðnætti. Í tilkynningu um val öryggisvarðar ársins kem­ ur fram að Daníel Þór hafi verið mættur á staðinn fáeinum mín­ útum síðar. „Hún hafði dottið og gat ekki komist á fætur af sjálfsdáðum. Nokkur reykur hafði myndast í íbúðinni frá potti sem var á hellu,“ er haft eftir Daníel í tilkynning­ unni en þar segist Helga hafa verið að flóa mjólk. „Ég hafði engan kraft til að koma mér á fætur eða hreyfa mig til. Þarna bjargaði hnappurinn og öryggisvörðurinn lífi mínu. Ég hafði áður látið taka rafhlöðuna úr reykskynjaranum hjá mér þar sem hann var sífellt að fara í gang þegar ég eldaði. Þannig að enginn hefði komið mér til aðstoðar ef ég hefði ekki haft ör­ yggishnappinn á mér,“ er haft eftir Helgu. Í samráði við hjúkrunarfræðing á stjórnstöð Öryggismiðstöðvar­ innar var sjúkrabíll kallaður til og Helga færð til öryggis til skoðunar á sjúkrahús. Daníel Þór færði pott­ inn út á svalir og opnaði glugga til að reykræsta íbúðina. Daníel Þór var valinn öryggis­ vörður ársins ásamt Sigurði E. Kristjánssyni og Þorsteini R. Ing­ ólfssyni, sem allir komu að þessu útkalli.  Ásamt blómvendi var Helgu færður sérstakur reykskynjari sem er beintengdur öryggishnappn­ um þannig að hann sendir boð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvar­ innar samstundis þegar hann fer í gang. Slíkur reykskynjari er nú staðalbúnaður og fylgir án auka­ gjalds með öllum nýjum öryggis­ hnöppum frá Öryggismiðstöðinni, að því er fram kemur í tilkynningu. Á hverju ári vinna öryggisverðir frábær afrek, oft við erfiðar að­ stæður. Í tilkynningu frá Öryggis­ miðstöðinni kemur fram að oft á tíðum sé þjónusta sem þeir veita langt umfram það sem telja má að rúmist innan hefðbundinna starfsskyldna. Eru verðlaunin meðal annars veitt til að rifja upp einstök afrek ársins og verðlauna það sem vel er gert. Á myndinni að ofan eru Daníel og Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.