Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 2.–4. mars 2012 Helgarblað
Ein milljón nýrra notenda á dag
n Twitter vex og vex
S
amskiptavefsíðan Twitter
stækkar gríðarlega ört en sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum
bætist við ein milljón nýrra
notenda á degi hverjum. Ellefu bæt-
ast við á hverri einustu sekúndu.
Samkvæmt viðskiptaáætlun Twitter
er reiknað með að veltan verði 259
milljónir dollara í ár og að hún verði
orðin 540 milljarðar eftir tvö ár.
Þessi einfalda síða hefur náð langt á
skömmum tíma.
Twitter var stofnað árið 2006 af
þeim Jack Dorsey, Biz Stone og Evan
Williams. Síðan hét upphaflega Twttr
en því var breytt sama ár. Ári síðar var
síðan metin á 5 milljónir dollara og
tveimur árum síðar var sú tala orðin
35 milljónir. Tölurnar eru ekki í lík-
ingu við Facebook enda Twitter tölu-
vert einfaldari og minni síða. Í dag
eru þó 500 milljónir skráðar á síð-
una, 100 milljónir nota síðuna á degi
hverjum og eru tístin samtals 33 billj-
ónir á dag.
Twitter er hvað mest notað í
Bandaríkjunum en þar eru ríflega
107 milljónir skráðar á Twitter. Næst-
flestir nota Twitter í Brasilíu eða 33
milljónir og Japan er í þriðja sæti
með 30 milljónir skráða notendur.
Það var einmitt japanskur sjón-
varpsþáttur, Castle in the Sky, sem
olli mestu látunum á Twitter en á
meðan hann var í gangi flugu ríflega
25.000 tíst á sekúndu. Lokamínút-
ur Ofurskálarinn í Bandaríkjunum
þann 5. febrúar koma næst en á þeim
voru send yfir 10.425 tíst á sekúndu.
Misheppnað
forrit
Samstarf Skype og Microsoft bar
sinn fyrsta ávöxt í vikunni þegar
smáforrit fyrir Skype varð nothæft
á Windows-símann. Forritið var
skotið niður á öllum helstu tækni-
síðum Bandaríkjanna þar sem það
virkaði ekki nægilega vel í bið-
stöðu eða þegar var verið að nota
önnur forrit. Ekki er hægt að taka
á móti Skype-símtölum og tala í
þeim nema forritið sé sjáanlegt á
símanum, það er að segja ekki í
bakgrunni. Sömu vandræði voru
með Skype á iPhone áður en það
lagaðist við útkomu iOS 4-stýri-
kerfisins. Búist er við að þetta
verði lagað hið snarasta og eru
fleiri samstarfsverkefni Skype og
Microsoft á leiðinni.
Fyrirtæki fá
tímalínuna
Tímalínan á Facebook eða „Time-
line“ verður nú aðgengileg fyrir
„Pages“ jafnt og venjulega notend-
ur. Það þýðir að fyrirtæki og aðrir
sem notast við „Pages“ geti skoðað
söguna aftur í tímann og notað allt
það sem tímalínan býður upp á.
Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að
notast við tímalínuna geta strax
hafist handa við að sníða hana
að sínum þörfum í dag og er ekki
seinna vænna því nýja útlitið verð-
ur komið í skyldunotkun þann
30. mars. Tímalínan býður upp á
tveggja dálka súlu þar sem meðal
annars myndir eru mun meira
áberandi.
25 handteknir
Tuttugu og fimm manns, grun-
aðir um aðild að hinum róttæka
tölvuhóp Anonymous, hafa verið
handteknir í verkefni sem kall-
ast: „Operation Unmask“. Það var
Interpol sem sá um að gera ras-
síuna en hún fór fram í Evrópu
og Suður-Ameríku. Var rassían
gerð til að svara samrýmdum net-
árásum Anonymous gegn stórum
heimasíðum. Mennirnir 25 eru á
aldrinum sautján ára til fertugs en
þeir voru handteknir í Argentínu,
Síle, Kólumbíu og Spáni.
E
kki er langt í að þú getir geng-
ið um með borðtölvuna þína
í vasanum. Bandaríska fyrir-
tækið Canonical hefur nefni-
lega tilkynnt um útgáfu á
Android-snjalltækjaforriti sem ger-
ir notendum kleift að setja upp
Ubuntu-stýrikerfið á farsíma. Það
virkar þannig að þegar símanum er
stungið í samband við tölvuskjá, með
símavöggu, umbreytist síminn í Ub-
untu-borðtölvu. Þannig hefur not-
andinn aðgang að öllum helstu þæg-
indum borðtölvu í símanum.
Notendur þurfa auðvitað ennþá
að hafa skjá, lyklaborð og mús til-
tæka en þessi nýja tækni gerir not-
endum kleift að nota sömu tölvuna
á mörgum mismunandi stöðum.
Þannig gætu notendur farið heim
með vinnutölvuna og svo framvegis.
Mun ekki kosta krónu
Eins og allur hugbúnaður sem
Canonical framleiðir kostar þetta
nýja snjallsímaforrit ekki neitt.
Það sama á við um Android-snjall-
tækjastýrikerfið, sem framleitt er af
Goo gle. Notendur munu þó líklega
vera meðvitaðri um að Ubuntu sé
ókeypis frekar en Android þar sem
snjallsímar með Android-kerfinu
kosta allt upp í hundruð þúsunda
króna. Ubuntu mun vera hægt að
sækja endurgjaldslaust á tækið sem
notendur eru þegar búnir að fjár-
festa í.
Þrátt fyrir að kerfið kosti ekki
neitt þýðir það ekki að kerfið sé
lélegt. Ubuntu fyrir hefðbundnar
tölvur nýtur mikilla vinsælda og er
Ubuntu vinsælasta Linux-stýrikerf-
ið sem er í boði í dag. Android-kerf-
ið byggir í raun á sama grunni og
Ubuntu gerir og gefur það ákveðna
von um að kerfin eigi eftir að virka
vel saman.
Sömu eiginleikar
Þegar notendur setja upp Ubuntu
á Android-snjallsímana sína finna
þeir ekki mun á símunum fyrr en
þeir stinga þeim í samband við
vöggu. Þegar símanum er svo stung-
ið í samband missir hann ekki þá
eiginleika sem gera hann að síma.
Notendur geta áfram tekið við skila-
boðum og símtölum þrátt fyrir að
síminn sé í notkun sem tölva og er
í raun búið að búa svo um hnútana
að hægt er að sinna skilaboðum og
öðru beint af tölvuskjánum.
Til þess að geta sett upp Ubuntu
á Android þarf síminn að vera „dual
core“, eða með tvöfaldan örgjörva.
Þetta þýðir að ekki er gert ráð fyrir
því að hægt sé að setja upp Ubuntu
á ódýr Android-símtæki sem búin
eru lágmarks búnaði.
Gakktu með borð-
tölvu í vasanum
n Canonical ræðst inn á snjalltækjamarkaðinn með Ubuntu fyrir Android
Þarf góðan síma
Það þarf öflugan
síma til að geta notað
Ubuntu fyrir Android.
Fuglinn frægi Það eru
allir að tísta í dag.
Ókeypis stýrikerfi
Hvað er Ubuntu?
Ubuntu er stýrikerfi sem byggir á Linux.
Um er að ræða opinn hugbúnað sem
þróaður er af notendum hugbúnaðarins
í samvinnu við Ubuntu. Verkefnið er leitt
af bandaríska fyrirtækinu Canonical
sem hefur starfsstöðvar víðsvegar um
heim. Ástæðan fyrir því að fyrirtækið
er enn starfandi þrátt fyrir að hreinlega
gefa aðalvöruna sína er að það veitir
góða og umfangsmikla þjónustu í við-
haldi og uppsetningu á Ubuntu-kerfis-
lausnum.