Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 2.–4. mars 2012 Helgarblað
Fékk 826 milljóna afskrift
n Skiptum lokið á kúlulánafélagi Glitnisstarfsmanns
R
úmlega 826 milljónir króna
hafa verið afskrifaðar af skuld-
um eignarhaldsfélags Magn-
úsar Pálma Örnólfssonar,
fyrrverandi forstöðumanns gjald-
eyrismiðlunar Glitnis. Þetta kemur
fram í Lögbirtingablaðinu. Eignar-
haldsfélagið heitir Langidalur ehf.
og var stofnað til að halda utan um
hlutabréf í Glitni sem Magnús Pálmi
keypti í bankanum.
Langidalur var tekinn til gjald-
þrotaskipta í lok árs 2010. Skiptum
á búinu lauk í mars 2011 en skipta-
lokin voru ekki auglýst fyrr en nú.
Ekkert fékkst upp í þessar rúmlega
826 milljóna króna kröfur sem var
lýst í bú félags Magnúsar. Magnús er
einna þekktastur fyrir aðkomu sína
að málum Jakobs Valgeir Flosason-
ar hjá Glitni fyrir hrun, meðal ann-
ars eignarhaldsfélaginu Stími. Þá
var hann framkvæmdastjóri BÍ/Bol-
ungarvíkur sem meðal annars réð
Guðjón Þórðarson til starfa hjá lið-
inu síðla árs 2010.
Í viðtali við DV í maí 2005 greindi
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður
Íslandsbanka, frá því að til stæði að af-
skrifa kúlulán sem starfsmenn bank-
ans höfðu fengið til hlutabréfakaupa í
bankanum. „Þetta er dálítið ömurleg
staða fyrir þetta fólk sem á þessi félög.
Það veit að félögin verða gjaldþrota
því það liggja milljarða króna skuld-
ir inni í þeim og eignirnar eru engar.
Gjaldþrot þeirra er því óumflýjanlegt.
Okkur fannst þetta bara þrifalegast
svona. Þetta er bara hreinsunarstarf,“
sagði Friðrik. Búið er að ganga frá
skiptum á búum margra þessara fé-
laga. ingi@dv.is
Starfsmannalánin afskrifuð Líkt og
komið hefur fram ákvað stjórn Íslandsbanka
að afskrifa hlutabréfalán sem starfsmenn
Glitnis fengu fyrir hrunið 2008. Magnús
Pálmi var einn þessara starfsmanna.
Þ
etta er auðvitað mjög þung-
bært fyrir mann eins og
hann sem hefur aldrei
áður komist í kast við lögin
og er bara venjulegur gæi
og fjölskyldumaður,“ segir Ómar
Örn Bjarnþórsson, lögmaður Sæv-
ars Sverrissonar, eins sakborninga
í Straumsvíkurmálinu svokallaða.
Sævar hefur setið í gæsluvarðhaldi
vegna málsins í þágu almannahags-
muna í á fimmta mánuð. Fallist var
á það í Héraðsdómi Reykjavíkur á
þriðjudag, þegar hlé var gert á að-
almeðferð málsins, að framlengja
gæsluvarðhaldsúrskurðinn um fjórar
vikur. Ómar er búinn að kæra þann
úrskurð til Hæstaréttar og býst við
niðurstöðu fyrir helgina.
Framburður í samræmi við gögn
lögreglu
Sævar er meðal annars ákærður fyr-
ir stórfellt fíkniefna-, tolla-, lyfja- og
lyfjasölulagabrot með því að hafa
staðið að innflutningi á tæpum 10
kílóum af amfetamíni, 8.100 e-töfl-
um, rúmum 200 grömmum af kóka-
íni, mörg þúsund steratöflum og
steralyfjum í vökvaformi. Hann ját-
ar að hafa flutt inn sterana en neit-
ar að hafa vitað af fíkniefnunum.
Ómar segir framburð Sævars hafa
verið eins frá upphafi og ekkert í frá-
sögn vitna bendi til að atburðarásin
hafi verið önnur en hann lýsir. Þá sé
ekkert í rannsóknargögnum lögreglu
sem bendi til þess að hann hafi vitað
af fíkniefnunum.
Fíkniefnin og sterarnir fundust í
gámi í Straumsvíkurhöfn sem kom
hingað lands frá Hollandi þann 10.
október síðastliðinn. Gámurinn var
merktur innflutningsfyrirtækinu
Nokk ehf. sem Sævar starfaði hjá.
Hann lýsti því fyrir dómi á þriðju-
dag að hann hefði nýtt fjölskyldu-
ferð til Hollands til að sækja pakkana
með efnunum og koma þeim í um-
ræddan gám.
Er í Kópavogsfangelsinu
Dómar í fíkniefnamálum eru iðulega
mun þyngri en dómar fyrir innflutn-
ing á sterum. Verði Sævar aðeins
fundinn sekur um að hafa staðið að
innflutningi á sterunum þarf hann
því ekki að búast við þungri refsingu.
„Hann er örugglega nú þegar búinn
að taka út þann dóm með þeim dög-
um sem hann hefur setið í gæslu-
varðhaldi,“ segir Ómar.
Sævar situr í gæsluvarðhaldi í
fangelsinu í Kópavogi og segir Ómar
það heyra til undantekninga að
menn séu hafðir þar í haldi. Hann
telur skýringuna á því vera að Sævar
hafi ekki verið dæmdur til refsingar
áður og hafi engan sakaferil. Hann
sætir svokallaðri lausagæslu sem
þýðir að hann býr við svipaðan kost
og fangar í afplánun.
Óeðlilegar tafir
Ómar vonast til að úrskurði hér-
aðsdóms, um framlengingu gæslu-
varðhalds yfir Sævari, verði hnekkt í
Hæstarétti, enda séu forsendur þess
brostnar vegna tafa á aðalmeðferð
málsins. Hann yrði þá látinn laus
og færi í afplánum síðar fengi hann
dóm. Vegna kröfu um aðgang að
öllum hlerunarupptökum í málinu,
sem ná yfir sex mánaða tímabil, og
köllun vitna frá Hollandi mun mun
málið að öllum líkindum tefjast tölu-
vert.
„Mér finnst nú þegar orðnar
óeðlilegar tafir á málinu. Það er mjög
óeðlilegt að það sé búið að fresta
aðalmeðferðinni í tvígang og það er
ekki einu sinni búið að ákveða hana í
dag. Í dag er framhald aðalmeðferð-
ar ekki á dagskrá.
Einhverjar vikur eða mánuðir
breyta kannski ekki öllu þegar svona
mál eru rekin fyrir dómstólum, en
þau breyta hins vegar miklu þeg-
ar menn sitja í gæsluvarðhaldi. Því
menn eru þar auðvitað saklausir
þangað til sektin hefur verið sönn-
uð,“ segir Ómar.
Sævar var því ekkert sérstaklega
kátur yfir því þegar gantast var með
það eftir að þinghaldi lauk á þriðju-
dag að fresta þyrfti málinu til hausts-
ins. Þegar hann spurði hvort hann
ætti að sitja í gæsluvarðhaldi þangað
til var fátt um svör.
Gæsluvarðhaldið
sævari þunGbært
„Einhverjar vikur eða
mánuðir breyta
kannski ekki öllu þegar
svona mál eru rekin fyrir
dómstólum, en þau breyta
hins vegar þegar menn
sitja í gæsluvarðhaldi.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
n Er bara venjulegur gæi og fjölskyldumaður, segir lögmaðurinn
Í Kópavogsfangelsinu Samkvæmt Ómari Erni Bjarnþórssyni, lögmanni Sævars, heyrir
það til undantekninga að menn séu látnir sitja í gæsluvarðhaldi í Kópavogi.
S N Y R T I S T O F A N
Alhliða snyrting
fyrir konur og karla
Dekur á Valentínusardaginn
Hamraborg 10
Sími 554 4414
Tryggvagötu 28
Sími 552 5005
www.snyrtistofa.is
Tveimur snerist hugur:
Jóhanna
studdi
frávísun
Frávísunartillaga á þingsályktun-
artillögu Bjarna Benediktssonar
um að draga til baka ákæru á
hendur Geir H. Haarde var sam-
þykkt á Alþingi á fimmtudags-
morgun. 33 studdu frávísunar-
tillöguna en 27 höfnuðu henni.
Tveir voru fjarverandi, Björgvin G.
Sigurðsson og Kristján L. Möller,
og einn greiddi ekki atkvæði, Árni
Páll Árnason.
Í þessu felst að þingmenn
munu ekki greiða atkvæði um
hvort ákæran verði afturkölluð.
Aðalmeðferð í málinu hefst á
mánudaginn.
Athygli vakti að Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra
studdi frávísunartillöguna en hún
hefur talað gegn því að Geir verði
dreginn fyrir landsdóm.
Þá má nefna að Sigmundur
Ernir Rúnarsson greiddi atkvæði
með frávísunartillögunni, þrátt
fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við
tillögu Bjarna í desember og að
hann hefði á sínum tíma greitt at-
kvæði gegn því að ákæra ætti Geir.
Eins og DV greindi frá í lok
janúar eru fjölmargir þjóðþekktir
menn á vitnalistum í málinu. Á
lista ákæruvaldsins eru til dæmis
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri, Davíð Odds-
son, fyrrverandi seðlabankastjóri,
Björgvin G. Sigurðsson og Árni
M. Mathiesen og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, fyrrverandi ráðherrar,
bankastjórar allra stærstu bank-
anna, Steingrímur J. Sigfússon,
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna
Sigurðardóttir ráðherrar og Styrm-
ir Gunnarsson, fyrrverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins.
Á vitnalista verjanda eru þing-
mennirnir
Atli Gísla-
son, Birgitta
Jónsdótt-
ir og Eygló
Harðardóttir,
svo fáeinir séu
nefndir. Allir
þessir, og miklu
fleiri, munu
bera eiðsvar-
inn vitnisburð
um atburðina
í aðdraganda
íslenska efna-
hagshruns-
ins haustið
2008.