Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 2.–4. mars 2012
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
G
lórulaus stórhríðin hafði tekið
við af blíðviðrinu neðar þenn-
an sunnudagsmorgun. Þegar
grillti í klettana við efstu brún
var á köflum ekki stætt. Hrakinn
hópurinn var ekki ólíkur því sem
gerist í hænsnahópi þar sem refur
hefur gert sig heimakominn. Fólk
bókstaflega feyktist til og sumir
runnu niður hlíðina. Fararstjórar
æptu skipanir út í rostann um að
snúa strax við.
Þ
ar sem vindurinn æddi áfram
á hraða sem nam 20 metrum
á sekúndu velti ég fyrir mér
hvern andskotann ég væri að
þvælast uppi á fjalli í bandbrjál-
uðu veðri á meðan stærstur hluti
þjóðarinnar væri ýmist sofandi
eða að maula sætabrauð við bestu
aðstæður. ,,Hvern fjandann er ég
að gera hérna,“ sagði ég stundar-
hátt við sjálfan mig.
Þetta var bein-
línis furðulegur
hugsanagangur
sem hafði orðið
þess valdandi
að ofsaveðrið
var valið umfram
rjómalognið og hlýjar
sængurvoðirnar á jörðu niðri.
K
erhólakambur var beinlínis
ógurlegur í veðrinu. Helgrá-
ir hamrarnir blöstu við þeim
sem á annað borð sá út úr aug-
um í hríðinni. Ástandið var erfitt.
Fararstjórarnir í 52ja fjalla klúbbn-
um lögðu áherslu á að sameina
hjörðina í stefnu á blíðviðrið neðar.
Spurnir höfðu borist af því að ein
konan í hópnum hefði fallið illa og
slasast. Félagar hennar studdu hana
áleiðis niður. Þá var einn fararstjór-
anna einnig slasaður á fæti eftir að
einn félaganna hafði runnið niður
hlíðina og lent á honum. Þetta leit
ekki vel út.
Þ
ar sem hríðinni sleppti mátti
sjá fararstjórann sem hafði
klætt sig úr skónum á slasaða
fætinum. Hann tók til teygju-
bindi og reyrði legginn. Ferða-
félagarnir horfðu stórum augum á.
Þetta var eins og atriði úr Rambó-
kvikmynd þar sem hetjan var að
sauma sjálfa sig. Það rumdi í farar-
stjóranum þegar hann gekk af stað
niður snarbratt fjallið. Hann var
með hörkusvip og stakk við. Hann
lét þess getið að marrið sem hann
fyndi fyrir í fætinum væri vísbend-
ing um að hann væri brotinn. Svo
hélt hann áfram, skref fyrir skref.
H
undblautur og hrakinn komst
ég niður úr veðurofsanum. Ég
var gegnblautur. En eftir því
sem mér hlýnaði færðist meiri
ævintýrablær yfir hrakningana. Ég
fór að vorkenna lina fólkinu sem
var heima hjá sér máttlaust af sleni
eftir að hafa sofið úr sér augun. Allt
í einu birtust tveir menn á harða-
hlaupum með sjúkrabörur. Björg-
unarsveitin var mætt til að ná í kon-
una sem hafði fallið efst í fjallinu.
U
m kvöldið var óveðrið, í minn-
ingunni, orðið að áhugaverðri
lífsreynslu. Vondu fréttirnar
voru þær að bæði fararstjór-
inn og konan sem féll reyndust vera
fótbrotin. Það komu ekki allir heilir
heim. En þrátt fyrir að hafa slasast
sendu þau bæði þau boð út að eftir
tvo mánuði myndu þau bæði ganga
á Hvannadalshnjúk.
U
m helgina mun ég vakna eld-
snemma til að ganga á Stóra-
Meitil. Kannski verður vitlaust
veður en það gerir þá ekkert
til. Þetta er háskablandið ævintýri á
gönguför. Á meðan þeir mjúku sofa
eru harðjaxlar á fjöllum.
Fótbrotið
hörkutól
Á
rlega greinast að meðal-
tali 716 karlmenn á Ís-
landi með krabbamein.
Á hverju ári deyja um
250 karlmenn úr krabba-
meini. Rannsóknir sýna að koma
megi í veg fyrir að minnsta kosti 1 af
3 krabbameinum. Líkur á krabba-
meini aukast þegar menn eru
komnir yfir fertugt. Þá er mikilvægt
að vera vakandi fyrir einkennum og
leita til læknis ef þeirra verður vart.
MAGI OG ÞARMAR
• Breytingar á starfsemi þarmanna
(t.d. þrálátur niðurgangur, harðlífi eða
vindgangur)
• Blóð eða slím í saur
• Ógleði og uppköst
• Lystarleysi
• Þú léttist að ástæðulausu
• Erfiðleikar með að kyngja
• Sársauki, t.d. að aflokinni máltíð
• Óeðlilegur þrýstingur í kvið
HÚÐIN
• Fæðingarblettir sem eru óreglulegir að lit
eða lögun
• Fæðingarblettir sem breyta um lit eða
lögun
• Fæðingarblettir sem þig klæjar í eða
blæðir úr
• Sár sem ekki gróa
• Þrálát útbrot sem minna á exem
BLÖÐRUHÁLSKIRTILL
• Blóð í þvagi
• Vaxandi erfiðleikar við þvaglát
• Sársauki í baki eða mjaðmagrind
BRJÓST OG LUNGU
• Mjög þrálátur hósti
• Þrálát hæsi
• Mæði
• Þrálátur sársauki fyrir brjósti
• Bólgur á eða við háls
• Blóð í munnvatni
• Slappleiki og þreyta
EISTU
• Þrálát eymsli eða bólgur
• Stærðarbreytingar á eista
• Eista virðist harðna
• Afmörkuð kúla á eista
• Bólgur í fótum
• Þyngslatilfinning í pungi
• Lærðu að þreifa á pungnum
ÖNNUR HÆTTUMERKI
• Blóð í þvagi, sæði eða saur
• Aumar eða bólgnar geirvörtur
• Þrálát bólga í eitlum
• Nýir bakverkir sem ekki hverfa
• Óeðlileg þreyta eða slappleiki
• Lystarleysi
• Þú léttist að ástæðulausu
• Undarlegar kúlur og bólgur
• Endurteknar sýkingar
Hafir þú einhver einkenni eða hefur grun
um að eitthvað sé að þá getur þú leitað
til eftirtalinna aðila:
• Heimilislæknis
• Næstu heilsugæslustöðvar/læknavaktar
• Sérfræðings eins og þvagfæraskurðlækn-
is, meltingarsérfræðings, húðlæknis o.s.frv.
• Bráðamóttöku sjúkrahúsa
Ráðgjöf:
Hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags-
ins er hægt að leita svara við spurningum
af öllu tagi um krabbamein, bæði ókeypis
og nafnlaust. Hringdu í síma 540 1916, 540
1912 eða 540 1900.
Nánari upplýsingar er að finna inni á
krabbameinsfelagid.is
Vertu vakandi fyrir
einkennum krabbameins
1
2
3
5
6
4
Þ
að er bara að taka því, maður
sleppur ekkert undan þessu
og verður bara að taka þessu
eins og það er,“ segir Sigurður
Knútsson húsgagnasmiður
en hann greindist með krabbamein
fyrir ári.
„Ég greindist með æxli í lunga og
höfðinu. Þetta í höfðinu var eins og
hænuegg að stærð,“ segir Sigurður í
léttum tón en hann segist ekki taka
veikindunum of alvarlega. „Þá fyrst
verður maður veikur ef maður fer að
hugsa of mikið um þetta. Ég hef sem
betur fer sloppið við miklar kvalir en
aðallega þurfti ég bara að sofa mik-
ið,“ segir hann. „Það héldu allir að
ég væri niðurdreginn yfir þessu en
ég hef ekkert of miklar áhyggjur af
þessu,“ segir hann.
Varð var við einkenni
Sigurður varð var við einkenni sem
honum þóttu ekki eðlileg og leitaði
þess vegna til læknis. „Það lömuðust
hjá mér tveir fingur, mér leist nú ekki
alveg á það þar sem ég hafði fengið
blóðtappa áður en þá lamaðist tungan
í mér og ég þagnaði í þrjá tíma, það er
ekki algengt,“ segir hann og skellir upp
úr. „Ég hélt ég væri að fá blóðtappa
aftur en þá reyndist það vera krabba-
mein. Þetta var pínulítið í lunganu en
æxlið í höfðinu var út frá því.“
Ekki áfall að missa hárið
Æxlið í höfðinu var fjarlægt og Sig-
urður fór í geislameðferð. Í kjölfarið
missti hann hárið. Hann segir það ekki
hafa verið áfall. „Nei, ég vissi alveg að
ég myndi missa það. Síðan var ég að
klóra mér í hausnum og þá tók ég bara
handfylli af hári og svo aftur. Ég rakaði
svo restina af í sturtu. Ég er með gott
höfuðlag þannig að þetta sleppur al-
veg. Ég var alltaf með hrokkið sítt hár
og þegar ég fór á ball voru kerlingarn-
ar alltaf að kippa í hárið á mér. Þegar
ég sagði við konuna að nú myndi það
stoppa þá sagði hún: Nei, nú strjúka
þær bara skallann,“ segir hann hlæj-
andi og augljóst er að hann tekur líf-
inu ekki of alvarlega. „Hárið er komið
aftur og vex núna sem aldrei fyrr. Ég er
bara að bíða eftir að fá bringuhár líka,“
segir hann hlæjandi.
Sonarmissirinn erfiðari en
krabbameinið
Sigurður vildi ekki fara í lyfjagjöf
eftir geislameðferðina. „Ég held að
þessi lyf séu djöfulsins eitur. Ég hef
horft upp á tvo vini mína veslast
upp í þessari lyfjagjöf. Frekar drepst
ég bara af hinu. Ég held það drepi
mann líka.“
Sigurði finnst krabbameinið lít-
ið mál miðað við annað sem hann
hefur reynt í lífinu. „Ég hef stund-
um sagt að ég hafi níu líf. Ég hef einu
sinni dáið, það var hnoðað í mig lífi
á síðustu stundu. Þá fékk ég krans-
æðastíflu.“ Allra mesta áfallið í hans
lífi var þó þegar hann missti son sinn
í bílslysi. „Það var miklu verra en
þetta. Það var svakalegt, ég var alveg
í þrjú ár að jafna mig eftir það. Hann
var yngsti kokkur á Hótel Borg frá
upphafi og var ekki nema 25 ára þeg-
ar hann dó. Það var svakalegt alveg.
Maður venst því að lifa með þessu
en jafnar sig sjálfsagt aldrei af því.
Það kemur stundum upp í hausinn
á manni: Hvernig skyldi hann líta út
í dag hefði hann lifað?“ segir Sigurð-
ur alvarlegur og bætir við að lokum:
„Miðað við allt sem ég er búinn að
lenda í finnst mér þetta krabbamein
ekki mikið mál.“ Viktoría @dv.is
Hef stundum sagt
að ég Hafi níu líf
n Fékk krabbamein í lunga og höfðii n Ekki mikið mál að missa hárið
Ekki með áhyggjur Sigurður segist ekki
hafa miklar áhyggjur af krabbameininu.
n Hægt er að koma í veg fyrir 1 af 3 krabbameinum