Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 19
vERTU KURTEIS EFTIR NAUÐGUN hún, „eru það ekki mannleg viðbrögð að segja þeim fyrst frá sem þú þekk- ir og treystir? Mikið af þeim kröfum sem við gerum til kvenna sem hefur verið nauðgað ganga þvert á það sem við vitum um mannlega hegðun og aðstæður sem valda streitu.“ Réttlætið felst líka í aðgerðinni Réttlætið felst í því að viðurkenna að brotið hafi verið á rétti þolandans og líkama, sagði Liz. „Þegar nauðg- ari nauðgar tekur hann stjórnina á líkama fórnarlambsins og brýtur á sjálfsákvörðunarrétti þess. Valda- leysið virðist algjört. Önnur mann- eskja hefur tekið stjórn á líkama manns, stýrir honum líkt og leikja- brúðu, kemur fram við fórnarlamb- ið sem hlut, leikmun í veröld hans.“ Þannig líkti Jan Jordan upplifuninni í bók sem hún skrifaði um reynslu 27 kvenna sem allar urðu fyrir barðinu á sama nauðgaranum. Liz sagði að allir sem kæmu að þessum málum yrðu að vera með- vitaðir um þessa upplifun. „Við get- um aukið á þessa tilfinningu og tekið völdin enn frekar frá þeim eða hjálp- að þeim að endurheimta stjórnina.“ Það gerist þegar fórnarlömbum er mætt á þeim stað sem þau eru og þau fá upplýsingar, val og stuðning þegar þau þurfa á honum að halda. „Aðeins einn liður í réttlætinu felst í niðurstöðu sakamálsins. Margar aðr- ar leiðir eru færar til að fullnægja rétt- lætinu. Viðbrögðin skipta til dæmis máli og að réttarkerfið tengist stuðn- ingsneti. Réttlætið getur falist í ferl- inu sem fer í gang, í aðgerðinni. Og því að fórnarlömbin hafi aðgang að góðum úrræðum.“ Þarft að útrýma staðalmyndum Sagði hún jafnframt að nú stæðum við frammi fyrir veigamiklum verk- efnum. Þó að mikið hafi verið reynt til að útrýma staðalmyndum, með vitundarvakningu og breyttum laga- ákvæðum, hefði það því miður ekki tekist. Nú væri kominn tími til að auka skilning fólks á því að nauðg- anir séu alls konar. Sagði hún að barist hefði verið fyrir breytingum á hegningarlögum um kynferðisglæpi, sem víðast hvar hefðu verið með þeim hætti að sönnunarkrafan var ríkari en í öðrum málum. Því hefði þurft að afnema það misrétti og von- andi meðferðina gagnvart þolendum um leið. Sagði hún að algengast væri að skilgreina nauðgun sem kynlíf sem tekið er með valdi, líkt og gert er í ís- lenskum hegningarlögum. Hér væri samt búið að teygja skilgreininguna á kynlífi sem tekið er með valdi þann- ig að hún á einnig að ná utan um kynlíf án samþykkis og kynlíf í að- stæðum þar sem annar aðilinn getur ekki spyrnt við verknaðinum. „Marg- ir telja að það sé nóg, það sé nánast það sama og að þurfa að veita sam- þykki. Ég er því ósammála,“ sagði Liz. Það væri mikilvægt að styrkja sjálfs- ákvörðunarréttinn og breyta bæði hegningarlögum og viðhorfum sam- félagsins á þann veg að það þurfi samþykki fyrir kynlífinu, vonandi ákaft já! Ef það tekst er mikill sigur unninn. Ef það tekst einnig að tryggja þolend- um sanngjarna meðferð í réttarkerfinu er árangurinn þess virði. Eins og sjá má á orðum fimmtugrar breskrar konu sem lýsir reynslu sinni af réttar- kerfinu: „Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér, en þegar einhver sýndi mér svo mikla virðingu og vinsemd fór ég að hugsa, ég er ekki slæm manneskja, ég er ekki þessi skítuga manneskja sem ég hélt ég væri, gölluð, svívirt. Þeir koma fram við mig sem eðlilega manneskju. Eitt- hvað hræðilegt kom fyrir en þeir koma eðlilega fram við mig! Og þú færð sjálfstraust og þér finnst þú hafa stjórn á hlutunum.“ Sakfelld eftir frávísun Ef það tekst ekki getur upplifunin hins vegar verið önnur, líkt og Anna Bent- ína Hermansen benti réttilega á á ráð- stefnunni, en hún stóð upp að erind- um loknum og deildi sinni reynslu með salnum: „Það hefur verið talað mikið um tölfræði í dag sem er vissu- lega nauðsynleg en mér finnst gleym- ast að á bak við hverja tölu er mann- eskja sem ber nafn og á sitt líf. Ég heiti Anna Bentína og er ein af þeim manneskjum sem þessi töl- fræði vísar til þar sem ég kærði nauðgun fyrir 14 árum síðan. Það gerði ég í þeirri trú að réttarkerfið verndaði mig og að það væri bannað samkvæmt lögum að nauðga annarri manneskju. En þrátt fyrir áverkavottorð, vitnis- burð fagfólks neyðarmóttöku, og sál- fræðinga um áfallastreituröskun var máli mínu vísað frá. Gerandinn veif- aði frávísun ríkissaksóknara sem stað- festingu á eigin sakleysi. Frávísun kærunnar varð mín sakfelling. Ég varð konan sem laug nauðgun upp á sak- lausan mann. Það er nauðsynlegt að mynda mannúðlegt réttarkerfi, þar sem mannréttindi allra samfélagsþegna eru virt. Því staðreyndin er sú eins og kom hér fram að flestir brotaþol- ar kynferðisofbeldis eru konur. Þær hafa lítinn hvata til að kæra. Bæði vegna þess að flestum málum er vís- að frá og þær eru iðulega sakaðar um lygar. Í 70% tilvika fá þær ekki einu sinni áheyrn dómstóla, það eitt er brot á mannréttindum. Hver einasta mann- eskja á rétt á að fá áheyrn dómstóla. Réttarkerfið getur ekki virkað ef það verndar ekki alla samfélagsþegna sína. Hingað til hefur það gjörsam- lega brugðist brotaþolum kynferðis- ofbeldis og þar af leiðandi er ótækt að halda því fram eins og hér hefur verið gert að við búum í réttlátu réttarríki, þegar svona miklar brotalamir eru í kerfinu.“ n Fréttir 19Helgarblað 2.–4. mars 2012 n Oftast er kært, ákært og sakfellt í nauðgunarmálum sem líkjast staðalmyndum af nauðgunum n Framkoma fórnarlamba skiptir máli við meðferð naugðunarmála „Mikið af þeim kröf- um sem við gerum til kvenna sem hefur verið nauðgað ganga þvert á það sem við vitum um mannlega hegðun og að- stæður sem valda streitu. Nauðganir á Íslandi 129 Nauðganir tilkynntar til neyðarmóttöku 65 Nauðganir kærðar til lögreglu 42 Nauðgunarmál áfram til ríkissaksóknara 14 Nauðgunarmál fyrir dóm 8 Menn sakfelldir Kærði nauðgun Anna Bentína Hermanssen trúði því að réttarkerfið myndi vernda hana en málinu var vísað frá. Hún segir það mannréttindabrot hversu fáir fá áheyrn dómstóla. Fimm ára fangelsi fyrir mansal Þessir menn tengdust eina mansalsmálinu sem hefur komið upp á Íslandi en þeir fengu fimm ára fangelsisvist fyrir vikið. Dóminn afplána þeir í heimalandi sínu, Litháen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.