Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 2.–4. mars 2012 Helgarblað
Lesendur á
móti brott-
rekstrinum
Tveir af hverjum þremur les-
endum DV eru á þeirri skoðun
að Fjármálaeftirlitið hafi ekki átt
að reka Gunnar Þ. Andersen for-
stjóra úr starfi. Gunnar var rekinn
á fimmtudag og efnahags- og við-
skiptaráðuneytið hefur gefið út
stuðningsyfirlýsingu við stjórn
FME. Lesendur virðast vera á
annarri skoðun því 65 prósent
svöruðu könnun á DV.is á þann
veg að ekki hafi verið rétt að reka
hann. Aðeins fimmtungur segir
ákvörðunina rétta. Þrettán prósent
eru óviss.
Spurt var: Var rétt af stjórn FME
að segja Gunnari Þ. Andersen upp
störfum sem forstjóra FME?
Sammála
ákvörðun
Alþingis
DV spurði einnig á fimmtudag um
afstöðu lesenda DV.is til þess hvort
rétt hefði verið af Alþingi að sam-
þykkja frávísunartillögu á þá tillögu
Bjarna Benediktssonar að draga
ákæru á hendur Geir H. Haarde til
baka. Átta af hverjum tíu þátttak-
endum könnunarinnar eru þeirrar
skoðunar að Alþingi hafi tekið rétta
ákvörðun með því að vísa tillögu
Bjarna frá. Þar með eigi að halda
ákæru á hendur Geir Haarde til
streitu. Spurt var: Var rétt að vísa
tillögu Bjarna frá og halda lands-
dómsmálinu til streitu?
Lögreglan
lagði
slökkviliðið
Lögreglumenn á höfuðborgar-
svæðinu mættu slökkviliðsmönn-
um í sundknattleik í Ásvallalaug í
Hafnarfirði á fimmtudag en viður-
eignin markaði upphaf mottum-
ars, átaks Krabbameinsfélagsins
um karlmenn og krabbamein.
Lögreglan hafði betur, 4–3, eftir
framlengdan, æsispennandi leik
þar sem úrslitin réðust ekki fyrr
en í blálokin. Leikurinn var frábær
skemmtun en þess má geta að lið-
in mættust einnig í fyrra og reyndu
þá með sér í íshokkí. Sú viðureign
markaði upphaf mottumars 2011.
Á myndinni eru sundkapparnir
ásamt Þorsteini Guðmundssyni,
Guðbjarti Hannessyni velferðar-
ráðherra og Stefáni Eiríkssyni lög-
reglustjóra.
T
veggja daga aðalmeðferð í
máli Agné Krataviciuté er
lokið og eru örlög henn-
ar nú í höndum dómara og
tveggja meðdómara, kven-
sjúkdómalæknis og geðlæknis.
Svo má segja að engin niður-
staða hafi fengist um hvers vegna
litli drengurinn, sem fæddist 2. júlí í
fyrra á hótelherbergi á Hótel Fróni,
fékk aðeins að taka örfáa andar-
drætti áður en líf hans fékk snögg-
an og grimmilegan endi. Myrti Agné
drenginn á kaldrifjaðan hátt vegna
þess að það hentaði henni ekki að
eignast barn á þessum tíma, eins og
saksóknari heldur fram, eða var hún
ófær um að stjórna gjörðum sínum
vegna þess áfalls sem skyndileg fæð-
ing olli henni og kom henni í eins
konar hugrofsástand eins og verjandi
vill meina? Enginn gat svarað þeirri
spurningu með afgerandi hætti.
„Afneitun getur verið sterk“
Geðlæknar og sálfræðingur, sem
framkvæmdu geðmat á Agné, ræddu
við hana og lögðu fyrir hana ýmiss
konar sálfræðipróf, settu fram ýms-
ar kenningar varðandi hugsanlegt
hugarástand hennar á meðgöngu og
í fæðingu. Þeir treystu sér ekki til að
fullyrða nokkuð um hvort það væri
raunhæfur möguleiki að Agné myndi
virkilega ekki eftir að hafa fætt og
deytt barnið.
Öllum fannst þeim Agné sann-
færandi í þeim fullyrðingum sínum
að hún hefði ekki verið meðvituð
um að hún væri ófrísk. En hvort það
væri meðvituð eða ómeðvituð bæl-
ing eða afneitun á ástandinu sögðust
þeir ekki geta svarað. Hún hefði eðli-
lega greind en þó hefði borið á smá-
vægilegum misþroska sem kom fram
í prófum.
Einnig kom fram í sálfræðipróf-
um að Agné hefur ríka tilhneigingu
til að fegra sjálfa sig og aðstæður
sínar og á sama tíma afneita vanda-
málum og erfiðleikum. Hugsanlega
hefði hennar leið til að horfast ekki
í augu við óvelkomna þungun verið
að afneita henni algjörlega. „Afneit-
un getur verið mjög sterk,“ hafði einn
geðlæknirinn á orði. Hafi hún ekki
gert sér grein fyrir ástandi sínu af
einhverjum ástæðum telja sérfræð-
ingarnir að hugsanlegt sé að hún hafi
fengið það mikið áfall þegar fæðing
hófst að hún hafi farið í tímabund-
ið hugrof í kjölfarið. „Það er ekki
hægt að fullyrða um ástand hennar á
verknaðarstundu, en svona gæti það
hugsanlega hafa verið,“ sagði sál-
fræðingurinn sem vann seinna geð-
matið á Agné í samvinnu við annan
geðlækninn.
Þurfti hugsun og útsjónarsemi
Það sem olli sérfæðingum helst hug-
arangri var það flókna ferli sem fór
í gang eftir fæðinguna. Það stang-
aðist í raun á við þær ályktanir að
Agné hefði verið í hugrofsástandi.
Þeir voru allir sammála um að hæp-
ið væri að einstaklingur gæti fram-
kvæmt þá flóknu röð atburða sem
áttu sér stað í kjölfar þess að barnið
fæddist. Það hefði krafist hugsunar
og útsjónarsemi. Er hægt að verða
sér úti um eggvopn, skera í sundur
naflastreng, veita barninu áverka í
andliti, hugsanlega með eggvopni,
deyða það með því að þrengja að
hálsi þess, setja það því næst í þrjá
plastpoka, hvern á eftir öðrum,
binda fyrir hvern og einn, setja það
síðan í stóran svartan sorppoka sem
var frammi á gangi hótelsins og gera
tilraun til að þrífa blóðið sem var
umtalsvert, í einhvers konar hugrofi
og muna ekki eftir því?
Einn þeirra geðlækna sem ræddu
við Agné og framkvæmdu fyrsta geð-
matið á henni sagðist ekki geta fært
rök fyrir því hvers vegna minnistap
hennar afmarkaðist algjörlega við
fæðingu og deyðingu barnsins. „Það
sem er flókið er að hún segist ekki
muna fæðinguna eða að hafa kom-
ið barninu fyrir. Ég get ekki séð að
algjört minnisleysi geti staðist fyrir
svona flókið ferli.“ Þegar saksóknari
spurði hann hvort Agné væri þá að
ljúga um minnisleysið var svarið: „Ég
myndi halda að einhvers staðar und-
ir niðri vissi hún af þessu.“
Döpur með sjálfsvígshugsanir
Geðlæknarnir voru spurðir út í and-
lega líðan Agné. Sá geðlæknir sem
framkvæmdi fyrra geðmatið hitti
hana fyrst þegar hún lá inni á kvenna-
deild Landspítalans, sama dag og hún
hafði fætt og deytt barnið, eins og sak-
sóknari vill meina.
„Ég sá hana um áttaleytið það
kvöld að beiðni kvennadeildar. Þá var
barnið fundið. Hún var stressuð en
bar sig mjög vel.“ Geðlæknirinn benti
á að Agné hefði verið komin í gæslu-
varðhald á þeim tímapunkti og lög-
reglumaður hefði setið yfir henni og
því verið eðlilegt að sýna merki um
stress. „Hún var eðlileg miðað við að-
stæður og það voru engin merki um
geðsjúkdóm.“ Sami læknir og vann
fyrra geðmatið var síðar dómkvaddur.
Hann tók þá nokkur viðtöl við hana
á skrifstofu sinni með aðstoð túlks.
Hann sagði Agné hafa verið sam-
vinnuþýða, kurteisa og vel til hafða í
þau skipti sem hann hitti hana. Hann
sagði að hann hefði merkt breytingu á
líðan Agné frá því hann sá hana fyrst,
hún hefði sýnt meiri depurðarmerki.
Vanlíðanin tengdi hún við þær að-
stæður sem hún var komin í; að vera í
farbanni og undir lögreglurannsókn. Í
byrjun hafði hún verið með sjálfsvígs-
hugsanir en þó engar áætlanir um að
framkvæma slíkt. Hún hefði síðar far-
ið að hugleiða þá staðreynd að hún
hefði í raun fætt barn sem hefði síðan
fundist myrt, en hún hefði ekki get-
að tengt það við sjálfa sig og væri enn
ekki komin á þann stað að ná að með-
taka það.
Hafði dregið andann
Réttarmeinafræðingur gaf síma-
skýrslu fyrir dómi með aðstoð túlks,
en um var að ræða þýska konu sem
talaði frá Þýskalandi. Það var hún
sem framkvæmdi krufninguna á
barninu og staðfesti það fyrir dóm-
inum að barnið hefði látist af völd-
um kyrkingar. Aðspurð um áverk-
ana á andliti barnsins sagði hún þá
vera skurðáverka báðum megin við
munnvikin með skörpum útlínum
og þeir hefðu verið veittir barninu á
meðan það var enn á lífi. Möguleiki
væri á að áverkarnir hefðu komið
þegar naflastrengurinn var skorinn
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Móðir á að hlífa, ekki höggva“
„Ég myndi halda að ein-
hvers staðar undir niðri
vissi hún af þessu
n Aðalmeðferð í máli Agné Krataviciuté lokið n Deilt um ástand hennar á verknaðarstundu