Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 24
Særún Samúelsdóttir: Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að Íslendingar séu framarlega á sviði jafnréttismála finnst mér við eiga töluvert í land. Hver eru brýnustu málefnin, að þínu mati, á sviði jafnréttismála hér á landi?  Hildur: Stærstu útistandandi jafn- réttismálin að mínu mati snúast um ofbeldi og almennt hugarfar. Þetta tvennt helst í hendur – heimur sem sýnir konum vanvirðingu samþykkir líka að þær séu beittar ofbeldi. Kjartan Kjartansson: Voru það ekki mistök að velja þennan titil á albúmið? Gefur hann ekki þeim sem hefðu orðið óðir yfir þessu hvort eð er vopn upp í hendurnar og dregur þannig athygli frá ummælunum sjálfum?  Hildur: Ég held að það hafi ekki verið mistök. Ef ég hefði sagt „Karlar sem missa stundum frá sér óheppileg ummæli“ hefði enginn tekið eftir þessu og ef ég hefði sagt „Karlar sem láta stundum eins og fávitar“ þá hefði fókusinn farið á orðið fávitar og mér hefði verið brigslað um að kalla alla karlmenn fávita eða eitthvað í þá veru. Emma Ævarsdóttir: Til hamingju með að þora því sem ekki margir hefðu þorað! Hefur þú fengið einhverja óþægilega pósta jafnvel hótanir eftir birtinguna?  Hildur: Tvær hótanir, tiltölulega misheppnaðar, um að ég muni fá að sjá eftir þessu. Annars hef ég ekki meikað að opna Facebook-skila- boðin mín í tæpan sólarhring. Vésteinn Gauti Hauksson: Sæl Hildur. Flest á listanum var réttmætt þó að nokkrar athugasemdir væru að mínu mati ranglega birtar (sem þarf ekki að vera rétt mat). Hvað gerir þig að réttmætum dómara um hvort „karl hati konur“?  Hildur: Ég lít ekki á mig sem dómara. Ég vil benda á það sem mér misbýður sjálfri og láta svo öðrum í té að dæma um það sem þeir sjá. Björn Birgisson: Sæl Hildur, er ekki betra að eyða orkunni í jafnréttisbaráttu í staðinn fyrir að birta lista sem virðist bara stuðla að rifrildi milli hópa?  Hildur: Öll mín orka undanfarna þrjá daga, Björn, hefur farið í jafn- réttisbaráttu. Og það var enginn listi, þetta verður ekki ítrekað nógu oft. Það er myndaalbúm. Sara Hrund: Sæl Hildur. Hefur þú einhverjar kenningar um hver ástæðan er fyrir kvenhatri hjá hópi karlmanna og jafnvel kvenna líka?  Hildur: Halló Sara. Ég held að það skýrist að miklu leyti annars vegar af einhverri fáfræði og skilnings- leysi á stöðu kvenna og hins vegar af miklum ótta ráðandi karla við að stöðu þeirra sé ógnað. Auður Ólafsdóttir: Nú er ég sjálf femínisti en hvernig er þessi listi hluti af jafnréttisbar- áttunni? Skilar þetta einhverju öðru en rifrildi og slæmu orði á femínista?  Hildur: Mér finnst bara í fínu lagi að fólk fái að vita að það sé í sífellu ein- hver á internetinu að tala um konur sem drullupussur og segja að þær eigi skilið kynferðisofbeldi. Skil ekki hvernig það getur orðið til annars en góðs fyrir jafnréttisbaráttuna og þar með lífsgæði okkar allra. Leifi Vest: Finnst þér rétt að setja menn inn á þennan lista og kalla þá „menn sem hata konur“ þegar þú veist fullvel að þeir viðhöfðu ummæli um þig persónulega, bara til að komast á viðkomandi lista?  Hildur: Vá, ég hafði bara ekki áttað mig á því að svo væri. En já, mér finnst það fullkomlega réttlætan- legt. (Má ég samt segja aftur að það er enginn listi?) Auður Ólafsdóttir: Dregur titillinn á myndaalbúminu ekki einmitt úr því sem þú varst í raun og veru að benda á? Er athyglinni ekki beint í vitlausa átt með þessum titli?  Hildur: Ég held að athyglinni hefði aldrei verið beint í aðrar áttir, sama hvað það hefði heitið. Valdi mér bara catchy titil með mjög augljósa skírskotun í þekkt verk. Atli Fanndal: Er jafnréttisbar- átta, sama ekki í eðli sínu róttæk? Er hægt að heyja orrustu gegn ráðandi gildum á öðrum forsendum en róttækum?  Hildur: Hæ báðir! Hárrétt. Mark- miðin eru bara þess eðlis og hindranirnar svo miklar að mjúkar baráttuaðferðir skila engu. Sbr. hvernig albúmið „Karlar sem sögðu óvart eitt óheppilegt“ hefði aldrei vakið umtal. Svala Jónsdóttir: Finnst þér gróf skrif um konur og þolendur kynferðisofbeldis vera að aukast á netinu, eða hefur þetta alltaf verið til staðar og enginn nennt eða þorað að vekja athygli á því áður?  Hildur: Ég held að Facebook og hraðinn á samskiptunum þar geri okkur öll óheflaðri, sem er slæm þróun að mínu viti. Og ég held að aukinn femínismi kalli alltaf á aukinn mótbyr. Birna Sigurðardóttir: Upplifir þú að íslenskir blaðafrétta- menn vilji þagga niður í femínistum?  Hildur: Ekki vinir mínir hérna á DV allavega. En tjah ... stundum upplifi ég það, já. Stundum finnst mér eins og allir séu með mér í liði. Sennilega bara mismunandi eftir bæði miðlum og starfsfólki. Andrea Myst: Hafa einhverjir haft samband við þig og lýst ánægju með það sem þú ert að gera?  Hildur: Hæ. Flott nafn. Já, það hafa svona milljón manns sýnt mér stuðning. Fjölskyldan mín hefur verið ómetanleg, ég á bestu vini í heiminum og ég er í sjokki yfir því hvað ókunnugir hafa hvatt mig mikið. Jón Aðalsteinsson: Hefur þú óbeit á karlmönnum?  Hildur: Ó, nei. Ég elska karlmenn. Rétt eins og konur. Svala Jónsdóttir: Nú ert þú gift kona og átt börn. Hvernig finnst þér og fjölskyldu þinni að sitja undir opinberum brigslum um að þú sért karlahatari, geðveik og kynsvelt, eftir að þú bjóst til myndaalbúmið?  Hildur: Það getur verið sársauka- fullt. Ég vona að sonur minn hafi ekki tekið þetta nærri sér. Maðurinn minn er reiður. En baráttan er mikilvæg og ég ætla ekki að hætta. Alda Cartwright: Takk fyrir hugrekkið og fyrir að taka kúluna. Róttækar aðgerðir eru stundum þarfar. Ég hef orðið mjög oft vitni að mikilli kvenfyrirlitningu á FB. Sérðu eftir þessu?  Hildur: Nei. Ekki ennþá. En mikið djöfull hefur þetta verið erfitt og mikið hryllilega er ég þreytt. Atli Fanndal: Hvað finnst þér um ákvarðanir Þráins Bertelssonar og Jakobs Bjarnars að hætta á Facebook. Báðir hafa ýjað að því að þar eigir þú þátt?  Hildur: Mér finnst það bara í fínu lagi, það eru þeirra ákvarðanir og ég vona að þeir séu sáttir við það. Facebook er að mörgu leyti mann- skemmandi staður. Franz Gunnarsson: Finnst þér þessi listi og að stimpla karla konuhatara rétt leið til að skapa umræðugrundvöll fyrir jafnrétti?  Hildur: Nei, sennilega ekki. En albúmið vakti athygli á stóru útistandandi vandamáli. Það er allavega af hinu góða. Særún Samúelsdóttir: Nú vilja margir ekki skilgreina sig sem femínista, telja það vera skammaryrði, en segjast vera jafnréttissinnar. Af hverju er það og hver er munurinn á jafnréttissinna og femínista?  Hildur: Að fólkið sem kennir sig við jafnréttisbaráttu fremur en femínisma vilji ekki standa í þeirri baráttu sem ég stend í. Munurinn, ef einhver er, felst kannski í að vilja og þora að gera eitthvað í málinu. Eyþór Jóvinsson: Hvað heldur þú að mörg ummæli þín ættu heima í albúmi sem ber nafnið: „Konur sem hata menn“ ef slíkt albúm væri til?  Hildur: Vonandi engin. Bryngerður Guðmundsdóttir: Sæl Hildur, frábært framtak. Hafa einhverjir mannanna sem eiga ummælin í albúminu haft samband við þig til að afsaka ummæli sín eða draga þau til baka?  Hildur: Takk fyrir það. Já, mér sýnist ég hafa fengið skilaboð frá nokkrum en Facebook-bannið hefur komið í veg fyrir að ég geti beinlínis aðhafst alveg í bili. Sjáum hvað setur. Hanna Ólafsdóttir: Stríða sílikon-brjóst gegn hugmynda- fræði femínismans?  Hildur: Já, minni hugmyndafræði í það minnsta. Það er ekki þar með sagt að ég dæmi konur fyrir að taka slíkar ákvarðanir en ég þoli ekki að samfélagið skuli virka þannig að þeim finnist það nauðsynlegt. Róbert Reynisson: Heldur þú að fólk væri minna brjálað út af þessu ef albúmið hefði borið titilinn „Karlar sem nota internetið sem skólprör fyrir ræpu hugans“?  Hildur: Hahahahaha! Það hefði verið ógeðslega gaman. Hvar varst þú í síðustu viku þegar ég bjó albúmið til? Birgitta Sigurðardóttir: Hæ Hildur og takk fyrir púlið fyrir okkur. Heldur þú að það sé algengt að fólk átti sig ekki á því að karl- menn geti verið og séu femínistar, alveg eins og við konur?  Hildur: Hæ og takk. Já, ég óttast að það sé algengt. Sem er synd, ég á strákavini sem eru á topp fimm yfir flottustu femínista sem ég þekki. Björn Birgisson: Á ekki þá að birta myndir í fjölmiðlum af öllum sem eru kærðir? Það gæti leitt til þess að menn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir brjóta af sér.  Hildur: Ég veit ekki hvort það þjónar tilgangi. Það er eitthvað sem við verðum að reyna að treysta fjöl- miðlum til að meta, er það ekki? Lilja Sigurðardóttir: Hver heldur þú að sé rót þess að margir sem vilja klekkja á konum, grípa til persónulegra svívirðinga s.s. að viðkomandi fái það ekki reglulega, sé á túr, sé loðin og feit o.s.frv.?  Hildur: Málefnafátækt og ofsa- hræðsla við uppgang femínismans. Helga Jónsdóttir: Heldur þú að það hefði jákvæð áhrif á íslenskt samfélag ef fjölmiðlastjörnur á borð við Egil Helgason myndu fjalla meira um jafnréttismál?  Hildur: Já. Auðvitað. Andri Valur: Er einhver mynd sem hefur birst í albúminu (ekki listanum) sem þú sérð eftir að hafa birt? M.ö.o. hefur einhver mynd farið þarna inn sem átti ekki heima þarna?  Hildur: Í ljósi upplýsinga sem bárust mér síðar hef ég tekið tvær myndir út. En eins og ég segi, ákvörð- unin um að birta þær var tekin á grundvelli takmarkaðra upplýsinga. Óli Gunnarsson: Hver heldur þú að viðbrögðin hefðu orðið ef að sams konar listi hefði verið gerður af karlmönnum um konur? Meiri viðbrögð eða minni?  Hildur: Margfalt minni. Ekki í sömu vídd einu sinni. Sveinn Björnsson: Hvað er það sem bregst? Er það skólakerfið? Uppeldið? Fjölmiðlarnir?  Hildur: Þróunin er of hæg og við getum öll gert betur. Skólakerfi, foreldrar, fjölmiðlar og stjórnvöld. Ef allir væru að gera nóg væri ekkert vandamál til staðar. Heiða Heiðars: Hefur þú engar áhyggjur af því að róttæknin geti gengið það langt að hugmyndafræðin líði fyrir?  Hildur: Hæ! Ég er að reyna að sjá fyrir mér aðgerðir sem væru nægilega róttækar til þess. Jú – tæknilega væri það örugglega hægt. En ég sé ekki stefna í það. Leifi Vest: Mér sýnist ljótleikinn í kringum myndaalbúmið yfirgnæfa málefnið. Finnst þér þessi nornabrenna hafa verið þess virði ef þú pælir í öllum ljótleikanum sem hefur spunnist upp eftir að það kom á netið?  Hildur: Já, mér finnst það. Fólk er að tala um vandamálið. Það skiptir máli. Gróa Gunnars: Finnst þér að „kvennahatur“ og almennir fordómar í garð skoðana kvenna hafi aukist á síðustu misserum?  Hildur: Ég held að það aukist alltaf í takti við uppgang í femínismanum og minnki að sama skapi þegar femínisminn liggur meira niðri. Internetið gerir það svo sjáanlegra og Facebook gerir fólk óheflaðra. Birna Sigurðardóttir: Þú ert frábær og almennt standa konur með þér. Heldur þú að viðhorf þitt komi niður á möguleikum þínum til að hafa góða vinnu?  Hildur: Hæ og ástarþakkir fyrir frábærar spurningar og fallegt hrós. Ég vil ekki vinna fyrir fólk sem vill ekki ráða femínista í vinnu. Gunnar Þórðarson: Ertu meðvituð um undirgreinar femínismans sem bera nöfnin, lesbian feminism, political lesbianism, radical feminism og seperatist feminism og marxist feminism? Finnst þér ekkert af þessu greinum öfgar?  Hildur: Ég er fyrir það fyrsta menntuð í kynjafræði. Ég átta mig á því að fólk hefur sett fram alls konar hugmyndir sem ég tek ekki undir og þykir jafnvel ósmekklegar. Þess vegna vil ég ræða mínar hugmyndir. Guðlaugur Hermannsson: Hatar þú karla sem hata konur?  Hildur: Nei, Guðlaugur, ég reyni að lifa án haturs. Það er ljótt og lýjandi að hata og verst fyrir þann sem hatar, ekki þann sem er hataður. Lilja Sigurðardóttir: Heldur þú að fólki hafi komið á óvart hvað viðhorf eins og er lýst í athugasemdunum í albúminu þínu eru í raun algeng, og ekki þá bara hjá ungum óþroskuðum einstaklingum?  Hildur: Já. Ég held að mörgum hafi brugðið illa við að sjá þessu safnað saman. Sem var jú pointið. Þór Jóhannesson: Fyrst Lisbeth Salander (sem var jú, meira en bara pínu töff í sænsku myndunum – en það er annað mál), hver eða hverjir/hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir í jafnréttisbaráttu- málum?  Hildur: Foreldrar mínir hafa staðið sig óheyrilega vel (þótt ég sé orðin miklu betri en þau núna) en annars er ég líklegri til að verða fyrir áhrifum af hugmyndum og eigin- leikum fremur en einstaklingum. Halldór Bjarnason: Munt þú í framtíðinni endurskoða forsendur þínar fyrir myndbirtingum þarna í kjölfarið af því að hafa þurft að fjarlægja myndir?  Hildur: Nei, ég held ekki. Kríterían var sú að þetta hefði birst opinber- lega. Hafsteinn Árnason: Hvers vega birtir þú svar Hannesar Hólmsteins við spurningu Láru Hönnu í albúminu þínu? Hann talaði um að bitrar konur endurtækju sig og flestir kærðu sig ekki um nöldur í henni og hennar líkum.  Hildur: Af hverju sagði hann bitrar konur en ekki biturt fólk? Það var ömurleg athugasemd og ég er ótrúlega þreytt á að hlusta á það að konur séu bitrar. Ég er eiginlega að verða frekar bitur út af því (nei, djók) Dagur Thomas: Hvaða skilaboð ert þú í raun að setja fram? Finnst þér þessir karlmenn sem tala svona skjóta sig sjálfir í lappirnar hvort sem er?  Hildur: Skilaboðin eru þau að ég ætla aldrei að sætta mig við hvernig sumir karlar tala opinberlega um konur án þess að uppskera gagnrýni. Herdís Brynjarsdóttir: Nú er það helst karlmönnum sem finnst vændi og strippstaðir vera bara eðlilegir þættir tilverunnar (verja það jafnvel) – af hverju heldur þú að það séu einmitt ekki konur sem verja þessa starfsemi?  Hildur: Það er ógeðslega góð spurn- ing. Ég held t.d. að konur eigi mikið til auðveldara með að setja sig í spor kvenna í slíkum aðstæðum. Við vitum hversu illa við getum hugsað okkur að vera í þeirra sporum. Arnaldur Grétarsson: Nú hefur þú verið spurð sömu spurningarinnar 300 sinnum í nokkrum formum, (um hatrið á karlmönnum) finnst þér taka því að svara þessu ítrekað? Hvernig er hægt að koma umræðunni á réttan kjöl?  Hildur: Ég er blessunarlega óþreytandi. Og ég held að eftir því sem fleiri karlar leggja femínisma opinbert og hávært lið verði auðveldara að rétta þetta af. Astridur Jonsdottir: Albúmið þitt er afar gott innlegg inn í þarfa umræðu, að fólk taki ábyrgð á því sem það segir á netinu. Hvernig telur þú að megi hvetja til ábyrgari netumræðu og virðingar á netinu?  Hildur: Oh, ég veit það ekki. Ég held kannski bara að við þurfum öll að hugsa það upp á nýtt hvernig við viljum nálgast hvert annað og hvað við viljum láta liggja eftir okkur opinberlega. Þetta er erfitt. Leifi Vest: Ég tek ofan hattinn fyrir þér, fyrir að vaða út í þennan ljótleika netheima og viljann til að fá fólk til að vanda orðalag sitt hvert til annars. Sérðu eftir einhverju varðandi þetta málefni?  Hildur: Takk, Leifi. Nei, ekki ennþá allavega. Þessi málstaður er sá mál- staður sem mér er allra kærastur og mikilvægastur og ég píni mig áfram í baráttunni jafnvel þótt ég treysti mér ekki vel í hana. Ármann Jakobsson: Þegar ég sé þessa umræðu velti ég því fyrir mér hvort „karlar sem óttast konur“ væri ekki betri titill; minnimáttarkenndin skín í gegn hjá svo mörgum. Hvað heldur þú um það?  Hildur: Ég er ekki frá því, jú. Mér finnst umræðan – sérstaklega kannski hjá menntuðu og miðaldra körlunum, valdastéttinni – vera ótrúlega afhjúpandi fyrir ótta þeirra við konur og ótta við eigin hug- myndir. Alma Guðmundsdóttir: Þakka þér fyrir þína djörfung Hildur og ég skil að þú sért örþreytt. Vangavelta til okkar allra. Erum við ekki betur sett að sjá og skynja viðhorf fólks hér á fési í stað þess að loka augunum fyrir því?  Hildur: Jú, það held ég. Það er nú tilgangurinn með þessu veseni á mér. Það sem við sjáum ekki fær auðvitað að grassera í friði. Nafn: Hildur Lilliendahl. Aldur: 30 ára. Starf: Starfsmaður Reykjavíkurborgar. Menntun: Hefur stundað nám í íslensku- og kynjafræðum. Ég elska karlmenn 24 Umræða 2.–4. mars 2012 Helgarblað Femínistinn Hildur Lilliendahl sat fyrir svörum á Beinni línu DV á miðvikudag en í vikunni tók hún saman og birti á Facebook niðrandi ummæli karlmanna um konur. Hér er hluti spurninga og svara birtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.