Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 26
26 Viðtal 2.–4. mars 2012 Helgarblað Þ að er dálítið dapurlegt að upplifa að maður er alltaf að fjalla um sömu málin,“ segir Pétur H. Blöndal, al­ þingismaður Sjálfstæðis­ flokksins, aðspurður um veru sína á Alþingi. „Ég er búinn að vera allt of lengi á þingi. Ég ætlaði upphaf­ lega að klára nokkur mál en það gengur voðalega illa. Ég er jafnvel í sömu málum og fyrir sautján árum. Þá spyr maður sjálfan sig hvert er eiginlega hlutverk þingmannsins,“ heldur hann áfram og bætir við að hann hafi undanfarið mikið velt því fyrir sér hvort eðlilegt væri að stíga til hliðar. Má greina í þessu einhverja póli­ tíska tilvistarkreppu? „Nei, það segi ég ekki. Ég hef alltaf velt því reglu­ lega fyrir mér hvort ég eigi að vera á þingi eða ekki. Það er fullt annað sem ég get gert. Spurningin er auð­ vitað hvort maður geti ekki gert meira gagn annars staðar.“ Gífurlegir skattar af Kaupþingssölu Pétur hlaut fyrst kjör á Alþingi árið 1995, hann á því nokkuð langan fer­ il að baki. Sjálfur segist Pétur hafa farið á þing svo hann gæti fylgst með að skattgreiðslur hans nýttust sem skyldi. „Það má segja að ég hafi elt peningana,“ segir hann um mál­ ið. „Ég fór fram til þess að elta pen­ ingana og tryggja að vel yrði farið með þessa peninga. Á sínum tíma seldi ég Kaupþing. Var reyndar einn af stofnendum Kaupþings og átti það meira að segja einn í einhverj­ ar sex vikur. Ég seldi það vegna þess að ég var hræddur við áhættuna. Það kom svo í ljós að það var rétt­ mætur ótti, en ekki fyrr en tuttugu árum seinna. Á þeim tíma borgaði ég gífurlega skatta eða helminginn af söluhagnaðinum í skatt. Það þótti mér mjög blóðugt.“ Um árangur Péturs af eftirlitinu, að vandlega sé farið með skattfé hans og annarra, er Pétur ekki orð­ margur. „Það hefur ekki tekist vel,“ segir hann svo blaðamaður kemst vart hjá að greina örlitla uppgjöf í röddinni. Ríkið hirði gróðann Pétur útskýrir frekar hvers vegna honum þyki það „mjög blóðugt“ að greiða svo hátt hlutfall til hins opinbera. „Mér þótti mjög blóðugt að borga svona gífurlega skatta af þessum hagnaði vegna þess að ef það verður tap þá kemur ríkinu það ekkert við. Ríkinu kemur það bara við þegar það verður hagnaður.“ En hafa dæmin ekki einmitt sýnt að þetta er ekki rétt og að tap­ ið verður gjarnan ríkisins? „Það sem ég á við er að það gerist ekkert stórt þótt peningar skattgreiðenda tap­ ist. Það gerist ekki að einhver hætti. Menn segja bara að þarna hafi orðið tap og svo er næsta mál tekið á dag­ skrá. Ef þú tapar aleigunni þá finnur þú fyrir því en ef þú tapar annarra eigum þá finnur þú ekkert fyrir því.“ Lítil áhrif sem þingmaður „Það er svo skrýtið að sem þing­ maður hlustar maður mikið á sér­ fræðinga en í raun tjáir maður sig aldrei sjálfur,“ segir Pétur sem lýsir því hvernig stór hluti af tíma þing­ manna fari í fundi með sérfræðing­ um. Sjálfur er Pétur doktor í líkinda­ fræðum en fyrrihluta námsins lærði hann tryggingafræði, með áherslu á alþýðutryggingar sem og skaða­ bótatryggingar. Pétur segir mikla þekkingu ekki vera þingmönnum til framdrátt­ ar, það sé jafnvel til tjóns. „Það er allavega mín reynsla,“ segir hann. Þegar blaðamaður óskar eftir nán­ ari skýringu á þessum orðum segir Pétur að ef til vill hefði hann meiri áhrif á endanlega gerð laga sem sérfræðingur en sem þingmaður. „Sennilega yrði ég kallaður til sem sérfræðingur ef ég væri ekki á þingi.“ Ekki er ólíklegt að þessi niður­ staða sé rétt enda er hörgull hér á landi á fólki sérmenntuðu í líkinda­ reikningi með þekkingu á trygg­ ingafræðum. Afar líklegt er að hann yrði þannig nokkuð reglulega kall­ aður fyrir þingnefndir, þótt hann sæti ekki sem þingmaður. „Það er dálítið athyglisvert að sennilega væru áhrif mín á endanlega gerð laga meiri ef ég væri ekki á þingi.“ Að tapa almannafé „Það er miklu auðveldara að tapa almannafé en eigin fé,“ segir Pétur þegar talið berst að því sem hann hefur sjálfur lýst sem fé án hirðis. „Þau orð hafa líka verið misskilin enda kom þetta mikið upp í kring­ um sparisjóðina. Þá var ég auð­ vitað að berjast við stjórnir spari­ sjóðanna sem mér þóttu frekar vera í því að sverta mig en hitt. Það sem ég á við þegar ég tala um fé án hirð­ is er einmitt að það er alltaf hætta á því að það fé sem enginn á raun­ verulega, verði notað fyrir þá sem halda utan um það. Þá koma upp önnur sjónarmið en arðsemi. Fólk sem er að fara með mikla peninga getur farið að ráðstafa þeim til ætt­ menna með því að ráða þau í vinnu eða stunda viðskipti við vini,“ segir Pétur sem segir að ummælin hafi verið tekin úr samhengi og þau vilj­ andi misskilin. „Flestir sem komast í þá stöðu að fara með annarra manna fé eru vandað fólk og vanda sig mikið. Svo koma alltaf einhverjir þrjótar og þeir fara ekkert aftur. Þrjótarn­ ir sjúga sig fasta og eru bara í sinni stöðu. Það er það sem ég var að reyna að vara við.“ Hann segir gríðarlega sjóði í samfélaginu sem raunar enginn á. Það sé ekki jákvæð þróun og geti ekki af sér ábyrgð og aga. „Það er ört vaxandi í þjóðfélaginu, miklir sjóðir sem enginn á. Ég nefni ríkis­ sjóð sem dæmi, lífeyrissjóðina og sparisjóði sem og risafyrirtæki. Þau geta þróast út í að verða fé sem eng­ inn raunveruleg á. Þau geta þróast út í að hinn venjulegi hluthafi hefur ekkert að segja. Stjórn fyrirtækisins fer með gífurlegt fé. Mér finnst að menn verði að gæta að þessu.“ Skattlaus forseti „Frá því að ég settist á þing hef ég flutt fullt af frumvörpum. Þau eru samt bara tvö sem hafa verið sam­ þykkt,“ segir Pétur um þingferil sinn. „Annars vegar á ég við þings­ ályktun um að Ísland verði skuld­ laust árið 2015, í það stefnir nú ekki beint, og hins vegar lögin um að for­ setinn og hans maki greiddu skatt.“ Árið 2000 lagði Pétur Blön­ dal, ásamt þingmönnum úr Framsóknar flokknum, VG og Frjálslyndum frumvarp um afnám á skattfrelsi forseta Íslands. „Þetta er það eina sem ég get sagt að ég hafi náð fram. Ég hef flutt frumvarp um kvótann, tekjuskatt og eignaskatt og barnabætur og er með mjög mörg frumvörp í gangi og smíðum en ekkert gerist,“ segir Pétur. Aldrei ætluð staða innan flokksins „Ég veit það nú ekki, nei, ekki endi­ lega en það er ekki mikil akadem­ ísk umræða á Alþingi,“ segir Pétur spurður hvort rangt sé að álykta af orðum hans að sjálfur upplifi hann sig afskiptan á þingi. Aðspurður hvort hann telji ítök sín minni nú þegar hann er í stjórnarandstöðu, segir hann: „Ég hugsa að það breyti voðalega litlu,“ Hann bætir við að hann sé ekki viss um að nokkurn tímann hafi staðið til að hann fengi frama innan flokksins. „Ég kem utan frá og hef enga hagsmuni að baki mér. Það þýðir líka að hags­ munirnir passa mig ekki heldur.“ Pétur segir mikla hagsmuni að baki stjórnmálaflokkunum. „Sumir flokkar mega ekki segja styggðar orð um Alþýðusambandið, aðrir geta ekkert sagt um Samtök atvinnulífs­ ins og þriðji flokkurinn má ekkert segja um sjávarútveg. Það eru hagsmunir úti um allt og ég áttaði mig á því fljótlega eftir að ég kom á þing að ekki stæði til að ég fengi mikinn frama í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ég vonaði að ég gæti samt haft áhrif. Þótt ég yrði aldrei ráðherra eða slíkt þá gæti ég haft áhrif með því að koma með hugmyndir sem fengjust ræddar en það gerist ekki heldur. Mér var til dæmis kerfisbundið haldið utan við samninga við opin­ bera starfsmenn þegar lífeyrisrétt­ indi opinberra starfmanna voru aðlöguð. Þá vildi ég að opinberir starfsmenn gætu fengið hærri laun og venjuleg lífeyrisréttindi,“ segir Pétur sem dæmi um hvernig hon­ um sé haldið utan stórra ákvarðana. „Hagsmunirnir passa sína menn og passa að réttir menn komist áfram innan flokkanna og hindra aðra. Þetta er svona mín tilfinning og hún kann að vera röng. Ég held að þetta eigi við um alla flokkana.“ Vill breyta lífeyrissjóðakerfinu „Ég er núna með frumvarp um stjórnun lífeyrissjóðanna. Annars vegar gengur það út á að sjóðsfélag­ ar eigi lífeyrissjóðina og hins vegar að fólki verði gefið upp hvað það á mikið í lífeyrissjóðunum. Að með­ altali á hver maður í kringum tíu til ellefu milljónir í lífeyrissjóðunum. Meðaltalseign hverrar fjölskyldu er um sautján milljónir í lífeyris­ sjóðunum. Fólk bara veit það ekki. Þess vegna er þetta almenna áhuga­ leysi gagnvart lífeyrissjóðunum. Ef fólk fengi að vita um eign þess í sjóðunum þá myndi það vekja áhuga þess. Þá snýr frumvarpið að því að sjóðsfélagar kjósi í stjórn. Ég vill breyta kerfinu.“ Hugsaði um að hætta „Ég fór í gegnum það hvort ég ætti að hætta, á þessum tíma,“ svarar Pétur þegar hann er spurður út í orð sem hann lét falla vegna lífeyris­ sjóðaskýrslunnar. Þá sagði hann við DV að hann myndi ef til vill hætta á þingi til að axla ábyrgð á sínum gjörðum. „Þá kom Lilja Mósesdóttir allt í einu fram og fann út að ég ætti sök á hruninu. Af því að ég hafði verið í þessari nefnd.“ Þar á hann við nefnd sem vann lagabreytingar á Alþingi sem juku heimildir lífeyrissjóða til að kaupa hlutabréf. „Svo fór ég í gegnum það og í fyrsta lagi var það þannig að öll nefndin samþykkti þetta, svo allt Al­ þingi, og meira að segja Steingrím­ ur J. Sigfússon, tók sérstaklega und­ ir að þetta væri nú mjög gæfulegt. Þannig að ég fór í kjölfarið að hug­ leiða mína ábyrgð – hvort hún væri raunar mín og hvort það væri yfir­ leitt skynsamlegt að ég tæki þetta einn á mig. Hrunið var galli Pétur segir galla í hlutabréfaform­ inu vera meðal ástæðna hrunsins, sem opni fyrir endalausa hringrás peninga, sem um leið sé metið sem aukið eigið fé. Þetta ættu þingmenn að sameinast um að lagfæra enda sé gallinn enn til staðar. „Ég nefni Haga hér sem dæmi, af því að nýbúið er að selja það fyrir­ tæki. Ef eitthvert fyrirtæki í Lúxem­ borg hefði keypt í Högum og það fyrirtæki í Lúxemborg verið keypt af fyrirtæki í Þýskalandi. Svo dettur stjórn Haga í hug að kaupa í þessu fyrirtæki í Þýskalandi þá fer pening­ urinn frá Lúxemborg til Haga, það­ an til Þýskalands og aftur til Lúxem­ borgar. Hann er búinn að fara hring en um leið hefur eigið fé hvers fyrir­ tækis aukist. Þá skiptir það ekki máli – þú get­ ur bara sent milljónkallinn aftur og aftur. Það sem gerist er að þarna eru þrjár kynslóðir, endurskoðandi þýska fyrirtækisins sér ekki tengslin á milli. Sama er að segja um endur­ skoðanda Haga og endurskoðanda Lúxemborgarfyrirtækisins. Það er enginn sem hefur yfirsýn yfir hring­ inn og peningarnir fara hring eft­ ir hring og í hvert skipti eykst eigið fé í fyrirtækjunum. Þetta er enn til staðar.“ Var hrunið þá bara galli, sem engum var að kenna? „Sumt er ef til vill engum að kenna heldur bara galli. Eins og þetta með krosseignatengslin, það er alþjóðlegur galli í hlutabréfakerf­ inu og menn eiga að sameinast í að laga hann,“ segir hann. „Ég er að vona að sérstakur sak­ sóknari finni samt út úr þessu en það gengur voðalega hægt. Það getur líka vel verið að þessi veila hafi Pétur Blöndal settist á þing árið 1995, eftir að hafa selt Kaupþing en hann er einn stofnenda fyrirtækisins. Kaupþing seldi hann að eigin sögn vegna þess að hann vildi lágmarka eigin áhættu. Í kjölfar sölunnar hafi hann farið á þing til þess að ganga úr skugga um að skattgreiðslum hans vegna sölunnar yrði skynsamlega varið. Það segir hann ganga illa. Hann lýsir því hvernig sjálf þing- manna minnkar vegna starfsins og ræðir stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn fórna sjálfinu Atli Þór Fanndal atli@dv.is Viðtal „Þótt ég yrði aldrei ráðherra eða slíkt þá gæti ég haft áhrif með því að koma með hugmyndir, en það gerist ekki heldur. Hefur lítil áhrif Pétri segist snemma hafa verið ljóst að hann myndi ekki hljóta frama innan Sjálfstæðisflokksins. Honum hafi til dæmis kerfis- bundið verið haldið utan við samninga við opinbera starfsmenn þegar hann hafi viljað að þeir gætu fengið hærri laun og venjuleg lífeyrisréttindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.