Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 8
L andsbankinn hefur loks- ins yfirtekið jarðafélagið Lífs- val vegna skuldastöðu þess. Í byrjun febrúar á þessu ári tók starfsmaður Landsbankans, Jón Hólmar Steingrímsson, við pró- kúru Lífsvals fyrir hönd bankans sam- kvæmt tilkynningu sem móttekin var hjá ríkisskattstjóra 8. febrúar. Jón er stjórnarformaður félagsins. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir að bankinn fari nú með meirihlutavald í Lífsvali og staða félagsins verði til skoðunar áfram. Hann segir hins veg- ar ljóst að Landsbankinn stefni ekki að því að eiga félagið til langframa. „Það er ekki stefna Landsbankans að eiga jarðir um landið þvert og endilangt, en það er alltof snemmt að segja ná- kvæmlega um framhaldið.“ Lífsval, sem var stofnað árið 2002, er stærsti einstaki jarðaeigandi lands- ins með um 45 jarðir. Þá hefur félagið einnig rekið kúabú í Flatey í Austur- Skaftafellssýslu, tvö sauðfjárbú auk þess sem félagið á um eitt prósent af mjólkurkvóta landsins. Aðstandendur félagsins fyrir hrun voru Jón Björns- son, Jón Þorsteinn Jónsson, kennd- ur við fjárfestingafélagið Saxhól, Ing- var Jónadab Karlsson, Guðmundur Birgis son á Núpum, Ólafur Werners- son, eldri bróðir Karls, Ágúst Sindri Karlsson, kenndur við Exeter Holding, og Gunnar Þorláksson, annar af eig- endum verktakafyrirtækisins BYGG. Milljarður í höfuðstóls- leiðréttingu Í ársreikningi Lífsvals fyrir árið 2010 kemur fram að endurútreikn- ingur á láni félagsins með erlendu gengisviðmiði hafi leitt til þess að sú skuld félagsins við Landsbank- ann hafi lækkað um rúman milljarð króna. Eftirstöðvar þessa láns félags- ins nema tæplega 1.300 milljónum króna. Milljarðurinn er bókfærður sem tekjur í ársreikningi félagsins. Heildarskuldir félagsins nema rúmlega 2,6 milljörðum króna í árs- lok 2010. Á móti þessum skuldum voru eignir upp á nærri 5,2 millj- arða króna. Eigið fé félagsins nam því rúmlega 2,6 milljörðum króna. Þess ber þó að geta að verðmatið á eign- um Lífsvals, aðallega bújörðum víða um landið, endurspeglar líklega ekki raunvirði þeirra. Staða félagsins er því ekki eins góð og hún virðist. Gjaldfallnar afborganir af láni og yfirdráttarláni félagsins við Lands- bankann námu 691 milljón króna. Þá kemur fram að fjórar af jörðum félagsins hafi verið í uppboðsmeð- ferð vegna skulda Lífsvals við Lands- bankann. Á síðasta ári bættust við einar sex jarðir í eigu Lífsvals sem settar hafa verið á uppboð vegna skulda félagsins við Landsbankann. Í ársreikningnum kemur fram að Lífs- val hafi átt í viðræðum við Lands- bankann um endurfjármögnun á skuldum félagsins. Líkt og áður segir er Landsbankinn stærsti hluthafi og prókúruhafi Lífsvals þannig að fram- tíð félagsins er í höndum bankans. Miðað við ársreikning félagsins hefur Landsbankinn þó ekki farið þá leið að leysa allt hlutafé félagsins formlega til sín. Rúmlega 110 milljóna tap Í ársreikningnum kemur fram að Lífs- val hafi tapað rúmlega 110 milljónum króna árið 2010. Rekstrartekjur námu nærri 218 milljónum en rekstrar- gjöld námu rúmlega 329 milljónum króna. Lífsval skilaði þó hagnaði upp á meira en 640 milljónir króna í ljósi höfuðstólsleiðréttingarinnar sem var færð til bókar sem hagnaður, líkt og áður segir. Staðan á rekstri Lífsvals virðist því vera sú að Landsbankinn heldur líf- inu í félaginu með því að greiða niður taprekstur þess. Rekstrartap félagsins nam sambærilegri upphæð, rúmum 100 milljónum króna, árið 2009. Í svari frá Landsbankanum um hvað bankinn hyggist fyrir með Lífs- val kemur fram að bankinn hyggist ekki eiga félagið til langframa en að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvernig sölu þess verði háttað. 8 Fréttir 2.–4. mars 2012 Helgarblað Ráðið án auglýsingar á RÚV n Íþróttafréttamaður ráðinn í stað Hjartar Júlíusar R áðið var í starf íþróttafrétta- manns á RÚV á dögunum án þess að starfið væri auglýst. Páll Magnússon útvarpsstjóri svar- aði fyrirspurn DV um málið á þann veg að oftast væru lausar stöður hjá stofnuninni auglýstar. Þeim sé það hins vegar ekki skylt. Hjörtur Júlíus Hjartarson íþrótta- fréttamaður hætti störfum á RÚV um áramótin eftir að upp úr sauð á milli hans og Eddu Sifjar Pálsdóttur, dóttur útvarpsstjóra, sem starfar á RÚV. Edda Sif lagði fram kæru á hendur Hirti vegna meintrar líkamsárásar en kær- an var svo dregin til baka. Atvikið sem leiddi til kærunnar átti sér stað kvöld- ið sem RÚV var með beina útsendingu frá kjöri á íþróttamanni ársins. Hans Steinar Bjarnason, áður íþróttamaður á Stöð 2, var á dögunum ráðinn í stað Hjartar Júlíusar. Staðan var ekki auglýst. „Oftast eru störf hjá RÚV auglýst laus til umsóknar – þó ekki alltaf og það er ekki lagaskylda,“ segir Páll í svari við fyrirspurn DV. Að- spurður hvers vegna það hafi ekki ver- ið gert í þetta sinn svaraði hann því til að þetta réðist af því sem best væri talið þjóna hagsmunum RÚV hverju sinni. „Og núna þótti hagsmuna RÚV best gætt með því að gera þetta með þeim hætti sem fyrir liggur.“ Nokkuð fjaðrafok varð sumarið 2010 þegar Sigrún Stefánsdóttir var ráðin til að gegna stöðu dagskrár- stjóra sjónvarps og útvarps í stað Ernu Kettler sem hafði verið ráðin í starfið en gat ekki tekið það vegna veikinda. Þá sagði Ari Skúlason, stjórnarmaður í RÚV, að ekki væri eðlilegt að ráðið væri í stöður án auglýsingar. n Lífsval í stórfelldum vanskilum n Landsbankinn greiðir niður tapið„Staðan á rekstri Lífsvals virðist því vera sú að Landsbank- inn heldur lífinu í félaginu með því að greiða niður taprekstur þess. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Mál Lífsvals til saksóknara n Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Lífsvals, seldi sparisjóðnum Byr hlutabréf í jarðafélaginu Lífsvali að upphæð 65 milljónir króna í nóvember 2007. Jón var hluthafi í Lífsvali en meðeigandi hans að félaginu og annar stjórnarformaður í því var stjórnarformaður Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson. Núverandi stjórn Byrs sendi þetta mál til Fjármálaeftirlitsins og sér- staks saksóknara í mars árið 2010 vegna gruns um að Byr hefði verið misnotaður í viðskiptunum. n Ákveðið var að kaupa bréfin í Lífsvali á fundi í stjórn Byrs þann 23. nóvember árið 2007. n Heimildir DV herma að stjórn Byrs hafi metið það sem svo að greitt hefði verið yfirverð fyrir bréf Jóns en samkvæmt sölunni til Jóns átti Lífsval að vera um 7 milljarða króna virði þegar salan átti sér stað því Jón seldi um eins prósents eignarhluta. Ætla má að verðmæti Lífs- vals hafi þó ekki verið meira en 3,5 til 5 milljarðar króna. Einnig þóttu tengsl Jóns Björnssonar og Jóns Þorsteins Jónssonar ekki vera heppileg vegna tengsla þeirra í gegnum Lífsval. n Lífsvalsmálið er eitt af nokkrum málum úr sparisjóðnum Byr sem hafa verið send til eftirlitsaðila eftir hrunið. Þekktasta málið er líklega það sem tengist eignar- haldsfélaginu Exeter Holding en tveir af sakborningunum í því máli voru sýknaðir í fyrra. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Landsbanki stærsti jarðaeigandi ÍsLands Stórtækt í jarðakaupum Fyrirtækið Lífsval var stórtækt í jarðakaupum á Íslandi á árunum fyrir hrunið. Félagið hefur nú verið yfirtekið af Lands- bankanum. Jón Björnsson var framkvæmdastjóri þess en meðal hluthafa voru Guðmundur Birgisson, Gunnar Þorláksson og Jón Þorsteinn Jónsson. Með reynslu Hans Steinar var áður íþróttafréttamaður á Stöð 2. Jón Baldvin Hannibalsson: Vill ekki birta afsökunarbréfið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi ráðherra og sendiherra, vill ekki birta opinberlega afsökunar- bréf sem hann skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryn- dísar Schram, eiginkonu sinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ svaraði hann aðspurður um það hvort hann væri til í að birta bréfið. Jón Baldvin sendi Guðrúnu nokkur bréf á árunum 1998 til 2001 þegar hún var á aldrinum 14 til 17 ára. Sum bréfanna voru kynferðis- leg og í einu þeirra lýsti hann með- al annars kynlífi sínu og Bryndísar.  Guðrún steig fram í viðtali í tímaritinu Nýju Lífi í síðustu viku og greindi frá bréfaskriftum Jóns Baldvins. Nokkur bréfanna voru jafnframt birt í tímaritinu. Guðrún kærði málið til lög- reglu árið 2005 og þegar Jón Baldvin var kallaður til yfirheyrslu vegna málsins neitaði hann að hafa haft nokkuð kynferðislegt í huga gagn- vart henni. Hann sagðist hafa beðist afsökunar um leið og honum bárust kvartanir vegna bréfanna. Lagði hann meðal annars fram afsökunar- bréf því til stuðnings. Málið var látið niður falla hjá lögreglu. Í samtali við DV sagði Jón Bald- vin bréfið vera einkabréf á milli hans og Guðrúnar. Fjöldi óhappa í umferðinni Tuttugu umferðaróhöpp voru til- kynnt til lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu á aðeins þremur klukku- stundum síðdegis á miðvikudag, eða frá klukkan 16 til 19. Óhöppin voru sem betur fer flest minni- háttar og er lögreglu ekki kunnugt um alvarleg slys á fólki. Þetta voru aðallega árekstrar en eitthvað var um útafakstur. Akstursaðstæður versnuðu mikið síðdegis á miðviku- dag en þá gekk á með snjóéljum og spilltist færð fljót. Dráttarbíll var kallaður til í einhverjum tilfellum til að fjarlægja ökutæki af vettvangi og því ljóst að eignatjón var talsvert. Lögðu hald á MDMA-duft Lögreglan á Akureyri lagði hald á um 300 grömm af ætluðu MDMA- dufti við húsleit á miðvikudag. MDMA, sem er virka efnið í e-töfl- um, er nú  farið að finnast í aukn- um mæli í duftformi og er iðulega sterkara en í töfluformi að því er fram kemur í tilkynningu frá lög- reglu.  Einnig var framkvæmd húsleit í íbúð á Akureyri þar sem hald var lagt á lítilræði af fíkniefnum, lyfjum og tæki og tól til fíkniefnaneyslu. Þann 26. febrúar síðastliðinn lagði lögreglan einnig hald á um 100 grömm af kannabisefnum og hand- tók í tengslum við það pilt um tví- tugt sem játaði að eiga efnin og að hafa ætlað þau til sölu. Lögreglu- menn í eftirliti veittu piltinum at- hygli og er hann varð þeirra var tók hann á rás en náðist eftir nokkra eftirför. Á flóttaleið hans fundust síðan fíkniefnin falin í sandkassa. Götuandvirði þessara haldlögðu efna nemur allt að nokkrum millj- ónum króna. Málin eru í rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.