Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 54
Sérstök verðlaun fyrir plötu
n Óður Einars Scheving til föður síns sló í gegn
T
rommuleikarinn Einar Schev-
ing hlaut sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir plötu sína Land
míns föður á íslensku tónlist-
arverðlaununum sem fram fóru á
miðvikudagskvöldið. Platan er eins
konar óður Einars til föður síns, Árna
Scheving. Á plötunni má finna lög
Einars við texta nokkurra af þjóð-
skáldum Íslendinga auk annarra
þekktra íslenskra þjóðlaga. Hann
fékk einvala lið hljóðfæraleikara með
sér og ekki voru söngvararnir af verri
endanum en á plötunni mátti með-
al annars heyra raddir KK, Sigríðar
Thorlacius, Ragnheiðar Gröndal og
Egils Ólafssonar.
„Platan féll víst ekki inn í þessa
þrjá hefðbundnu flokka,“ segir Ein-
ar um ástæðu þessarar sérstöku við-
urkenningar en flokkarnir þrír eru
djass og blús, popp og rokk og svo
sígild og samtímatónlist. Á plagg-
inu sem Einar fékk stendur þó: „Það
er sameiginlegt mat dómnefndar Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna 2011
að Land míns föður falli ekki að
hefðbundnum flokkum en hér sé á
ferð framúrskarandi verk sem hljóta
skuli sérstaka viðurkenningu dóm-
nefndar.“
„Þetta var ofsalega óvænt ánægja,“
segir Einar um viðurkenninguna
en platan fékk samt virkilega góða
dóma, þar á meðal fimm stjörnur
í Morgunblaðinu. „Ég bjóst ekkert
endilega við svona frábærum viðtök-
um en ég var virkilega stoltur af út-
komunni. Það er frábært að fá svona
góða dóma og viðurkenningar,“ seg-
ir Einar sem spilar mikið með Reið-
mönnum vindanna og SS Sól. Hann
segist þó ekki vita hvað taki við hjá
honum þegar kemur að plötuútgáfu.
Land míns föður segir hann hafa
selst ágætlega. „Ég held hún hafi bara
selst mjög vel fyrir svona jaðarplötu.
Maður er ekkert að keppa við Mug-
ison og Pál Óskar,“ segir hann léttur
að lokum. tomas@dv.is
54 Fólk 2.–4. mars 2012 Helgarblað
Knús er bannað
L
ífið er bæði hverfult og dýr-
mætt,“ segir Rakel Garðars-
dóttir, framkvæmdastjóri
Vesturports og stýra fótbol-
taliðsins FC Ógnar sem mun
þann 10. mars næstkomandi etja
kappi við fótboltalið skipað þekktum
konum úr ýmsum áttum. Leikurinn
verður spilaður til styrktar góðum
málefnum.
„Þetta er gleðihátíð FC Ógnar
sem á að verða árlegur atburður. Það
breyttist hjá mér viðhorfið til lífsins
þegar Sjonni dó í fyrra,“ segir Rak-
el. „Það er mikilvægt að gleðjast og
láta gott af sér leiða. Við ákváðum að
gera það í minningu þeirra sem hafa
minnt okkur á það hvað lífið er dýr-
mætt og mér kom til hugar að styðja
við unga konu sem ég hafði heyrt af
sem berst við krabbamein.“
Vilja styðja krabbameinsveika
konu
Unga konan sem um ræðir heitir
Rakel Sara Magnúsdóttir og hefur
barist við krabbamein í fjölda ára.
„Ég vil að hún fái að njóta góðs af
góðgerðinni. Þó að hún fengi ekki
nema einn kjól, þá er það strax eitt-
hvað sem léttir lífið,“ segir Rakel.
Hún hvetur fyrirtæki til að skora
hvert á annað og safna áheitum.
„Við erum þakklátar fyrir hvert
framlag, stórt og smátt. Það kostar
ekkert inn og það eru allir velkomn-
ir í heitt kakó og að styðja við okkur.
Þeir þurfa í raun ekki að gefa neitt
annað en brosið og góða skapið.“
Aumingjar reknir úr liðinu
Fótboltalið Rakelar, FC Ógn, hitt-
ist vikulega og æfir og spilar einnig
reglulega við önnur kvennalið. Rak-
el líður engan aumingjaskap. Aum-
ingjar eru reyndar reknir miskunn-
arlaust úr FC Ógn.
„KSÍ er ekki með sérstaka utan-
deild fyrir kvennafótboltalið,“ segir
Rakel, „en við erum þó með Drottn-
ingamótið og ætlum okkur að taka
gullið á því núna í vor.“
Það hefur verið mikil ógnarstjórn
hjá mér í vetur. Ég er búin að reka
fullt af stelpum úr liðinu sem mæta
illa og eru með aumingjaskap. Það
er bara lokað á aumingja í þessu
liði, það verður að vera svoleiðis.
Kollegar mínir í Bretlandi gera þetta
og af hverju ekki ég?
Þegar maður er að æfa íþróttir
þá á maður að æfa þær,“ leggur hún
áherslu á. „Þá er maður ekkert að
mæta illa. Það bara gengur ekki.
Ef þú getur ekki mætt á æfingu, þá
ertu aumingi. Þetta er enginn ógn-
arstjórn svo sem, þetta er bara sjálf-
gefið.“
Ekkert knúsímúsí á vellinum
Ógnarstjórn Rakelar er víðtæk. Hún
hefur mjög ákveðnar hugmyndir um
hvað má og hvað má ekki gera á vell-
inum og meðal þess sem er strang-
lega bannað er knús og að biðjast fyr-
irgefningar.
„Það má ekki segja fyrirgefðu á
vellinum. Allt svona stelpurugl er
stranglega bannað. Þær vita það allar,
það má tudda aðeins og það þarf ekki
að biðjast fyrirgefningar á því.“
Rakel segir Björn Hlyn, kærasta
sinn og fótboltaáhugamann, hafa
mætt á eina æfingu þeirra til að fylgj-
ast með og hann hafi ekki getað gert
að því að hlæja aðeins. „Honum
fannst svo fyndið að við vorum allt-
af að knúsast á vellinum. Ég tók það
til gagngerrar endurskoðunar og
nú erum við að vinna í því að hætta
þessu knúsi. Við erum að reyna að
herða okkur, ekkert knúsímúsí neitt
á vellinum. Hann verður harðari og
harðari hjá okkur boltinn.“
En er alltaf ógnarstjórn?
„Nei, við skemmtum okkur stundum
saman og þá má nú knúsast og vera
með stelpustæla, fara á trúnó og allt
það. Við förum út á lífið og þá gjarn-
an út að borða. Það er einmitt vegna
þessara góðu stunda sem ég raða
vel í liðið, ég er með eigendur Grill-
markaðarins og Fiskimarkaðarins í
liðinu,“ segir hún og hlær. „Það ger-
ist að árshátíðirnar okkar séu haldn-
ar einmitt þar. Hárgreiðslukonan
mín er í liðinu og það er hjúkka líka
í liðinu ef einhver skyldi nú meiðast.
Þetta er klan, eins og mannfræðing-
arnir myndu kalla þetta.“
Leikurinn hefst klukkan 15.00
þann 10. mars, á KR-vellinum og
posi verður á staðnum. Í liði þeirra
þekktu sem keppa á móti FC Ógn eru
meðal annarra, Rikka, Marta María
Jónasdóttir, Björk Eiðsdóttir, Mar-
grét Marteinsdóttir og Tobba Mar-
inósdóttir.
kristjana@dv.is
Rakel Sara skrifaði sjúkrasögu sína fyrir liðsmenn FC Ógnar sem fylgir hér fyrir
neðan:
Hefur greinst 5 sinnum
með krabbamein
„Ég greindist fyrst með eitlakrabba í október 2004. Fór í 8 mánaða lyfjameðferð sem
ég byrjaði í þegar ég var komin 6 mánuði á leið með eldri stelpuna. Var sem sagt ófrísk
þegar ég greindist. Greindist aftur með sama krabbann 3 mánuðum eftir að hafa lokið
meðferð og fór þá í háskammtalyfjameðferð með eigin stofnfrumugjöf hérna heima.
Sú meðferð hófst með nokkrum undirbúningsmeðferðum í apríl 2006. Aukaatriði – en
ég greindist þarna í annað skiptið á 1. afmælisdegi Brynju minnar, vægast sagt súrsætur
dagur! Stóra háskammtameðferðin byrjaði í júní og ég var inniliggjandi þá í 6 vikur og svo
var næsta árið á eftir fullt af endalausum innlögnum og veseni.
Um sumarið 2007 fór ég að vinna og var ekkert smá glöð með það en um haustið
greindist nýtt krabbamein sem er fáránlega sjaldgæft sérstaklega í ungu fólki. Það var
einn gamall karl fyrir einhverjum árum með þetta var mér sagt. Þetta er ólæknandi
krabbamein/hvítblæði eins og Svíarnir kalla þetta en það er alltaf verið að reyna að
halda þessu niðri. Árið 2007 þegar þetta kom fyrst upp fékk ég fullt af lyfjum sem náðu
þessu þokkalega niður í nokkra mánuði. Nógu vel til að ég varð ófrísk sem átti reyndar
ekki að vera hægt eftir stóru meðferðina 2006.
Sex vikum eftir að Svanhildur yngri stelpan mín fæddist byrjaði ég aftur í meðferð
því krabbinn var kominn aftur á fullt skrið.
Þá var tekin ákvörðun um að senda mig til Stokkhólms ári seinna. Ég þurfti alls konar
undirbúning og að jafna mig eftir meðgönguna. Ég fór svo 2 dögum eftir 5 ára afmæli
Brynju út til Svíþjóðar og var þar í 4 mánuði í mergskiptameðferð og geislum.
Tveimur mánuðum eftir að ég kom heim kom krabbaskrattinn upp í 3 skiptið og síðan þá
er ég búin að vera í geislum og á óteljandi lyfjum. Er núna á krabbalyfi sem er að virka vel
á krabbann en hefur ansi miklar og ömurlegar aukaverkanir.
Nú er planið að ég fari aftur til Stokkhólms í meðferð, kannski önnur beinmergskipti
eða þá að ég fæ stofnfrumur frá litla bróður mínum sem gaf mér beinmerginn 2010.
Þessar meðferðir eru báðar hættulegar og mjög erfiðar og þess vegna þarf ég að bíða og
bíða eftir að læknarnir treysti mér líkamlega í þennan pakka – aftur.
Þetta eru sem sagt 5 greiningar, 4 sinnum misst allt hárið, eignast samt tvö börn á
tæpum 8 árum.“
n Fótboltaliðið FC Ógn er rekið áfram af hörku n Aumingjar eru reknir úr liðinu
„Það breyttist hjá
mér viðhorfið til
lífsins þegar Sjonni dó í
fyrra.
Vel heppnuð plata
Einar Scheving fékk góðar
viðtökur við Land míns
föður
Börnin á brjóstið
Frjálsíþróttagarpurinn Sveinn
Elías Elíasson kom unnustu sinni,
fyrirsætunni Ósk Norðfjörð, held-
ur betur á óvart á dögunum. Hann
lét húðflúra nafn Óskar á hand-
legg sinn og barnanna hennar
fimm á brjóstkassann. Þetta kom
fram í Séð og heyrt. Sveinn og Ósk
tóku saman á síðasta ári en hann
er ellefu árum yngri en hún. Sam-
an eiga þau von á sínu fyrsta barni
en Ósk á eins og fyrr segir fimm
börn fyrir.
Stjörnurnar
truflaðar
Boladagurinn er í dag, föstudag, á
örbloggsíðunni Twitter en íþrótta-
fréttamaðurinn Henry Birgir
Gunnarsson er á meðal upphafs-
manna hans. Hann gengur út á að
fá „retweet“ eða eins konar endur-
varp á skilaboð sem send eru
skærustu stjörnum heims hvort
sem er í íþróttalífinu, tónlist eða
kvikmyndum. Sá sem fær svar frá
stærstu stjörnunni að mati dóm-
nefndar er sigurvegarinn. Í fyrra
var það körfuboltaspekingurinn
Baldur Beck sem heldur úti hinu
vinsæla körfubloggi NBA Ísland
sem vann. Hann fékk svar frá Fred
Durst, söngvara Limp Bizkit, og
körfuboltamanninum Ron Artest.
Íþróttabuxur
og bindi
Knattspyrnukappinn Arnar Gunn-
laugsson, sem starfar sem um-
boðsmaður knattspyrnumanna
hjá umboðsskrifstofunni Total
Football, var aðeins of seinn fyrir
þegar stjörnuljósmyndarinn Bald-
ur Kristjánsson mætti til að smella
myndum af eigendum stofunnar.
Arnar hafði bara tíma til að skella
sér í skyrtu og setja á sig bindi en
er aftur á móti í íþróttabuxum.
Total Football er stærsta knatt-
spyrnuumboðsskrifstofa á landinu
en hana eiga bræðurnir Arnar og
Bjarki Gunnlaugssynir, knatt-
spyrnugoðið Arnór Guðjohnsen
og ofurumbinn Magnús Agnar
Magnússon. Á mála hjá þeim
eru margir efnilegustu leikmenn
landsins.
Líður engan aumingjaskap Rakel Garðarsdóttir
rekur fótboltafélagið FC Ógn áfram af hörku.