Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 20
20 Erlent 2.–4. mars 2012 Helgarblað Standa frammi fyrir stöðnun n Kínversk stjórnvöld verða að taka nýja stefnu H inn gríðarmikli uppgangur sem verið hefur í Kína gæti senn verið á enda runninn. Að mati skýrslu sem Alþjóðabank- inn og Þróunarrannsóknar stofnun Kína unnu saman styttist í að hinn miðstýrði kínverski iðnaður geti ekki vaxið meira nema stjórnvöld í land- inu sleppi klónni og gefi fyrirtækjum lausan tauminn. Til að taka næsta skref þarf tvennt að koma til, að mati skýrsluhöfunda, frjáls markaður og nýsköpun drifin af hugvitssemi. Robert Zoellick, forseti Alþjóða- bankans, segir að kínverskum ráða- mönnum sé þetta ljóst. Hagvöxturinn sem verið hefur í Kína sé ekki sjálfbær. Tímabært sé að grípa til aðgerða til að forðast yfirvofandi stöðnun. Bent er á að uppganginum í Kína svipi til upp- gangsins í Suður-Ameríku og Mið- Austurlöndum á sjöunda og áttunda áratugnum en eins og þar gerðist muni Kína rekast á vegg. Þegar lands- framleiðsla hafi náð hinum þróuðu ríkjunum hafi orðið mikil stöðnun. Fram kemur í skýrslunni að ef Kína takist ekki að auka framleiðni, drifna af hugviti og nýsköpun, verði stöðn- un í landinu. Það sé ekki spurning um hvort það gerist heldur hvenær. Og því er spáð að slíkt sé handan við hornið. Takmörk séu fyrir því hversu lengi sé hægt að drífa hagvöxtinn áfram með ódýru vinnuafli á landsbyggðinni. Það hafi Kínverjar gert undanfarin ár en vinnuaflið sé nú uppurið. Framþróun verði að eiga sér stað. Ríkið losi gripið Ný skýrsla Alþjóðabankans ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá Kínverjum. Bæjarbúar tóku völdin n Íbúar hjálpast að og ganga í störf án þess að þiggja laun fyrir Þ egar Manuel García Mu- rillo tók við embætti bæjar- stjóra í smábænum Higuera de la Serena á suðvestur- hluta Spánar síðasta sumar áttaði hann sig strax á því að staða bæjarins væri erfið. Skuldir bæjar- ins, sem telur rétt rúmlega þúsund íbúa, námu 800 þúsund evrum, eða rúmlega 130 milljónum króna. Ekki voru til peningar til að greiða bæj- arstarfsmönnum laun, halda dag- heimili bæjarins opnu eða íþrótta- miðstöðinni. Allt stefndi á versta veg þegar íbúar, einn af öðrum, hófu að bjóða bænum starfskrafta sína án endurgjalds. Keðjuverkun Allt hófst þetta þegar heilbrigðis- nefnd bæjarins ætlaði að loka dag- heimili bæjarins síðasta sumar. Dag- heimilið þarfnaðist mikilla viðgerða, eldhúsið var ónýtt og þar sem ekki voru til peningar til viðgerða var fátt annað í stöðunni en að loka. Þá bauð einn íbúi, smiðurinn Bernardo Bení- tez, fram aðstoð sína. Hann bauðst til að laga allt sem þurfti að laga án þess að fá borgað. Í kjölfarið bauðst kenn- arinn Maria José Carmona til að þrífa dagheimilið eftir að framkvæmdum lauk – líka án endurgjalds. Þetta kom af stað keðjuverkun góðverka með- al íbúa. Nú, átta mánuðum eftir að García tók við embætti bæjarstjóra, hittast íbúar bæjarins alla sunnu- daga þar sem þeir gera það sem þarf að gera án þess að þiggja greiðslu fyr- ir. Þeir sópa götur, hirða rusl, hreinsa holræsi bæjarins og gróðursetja tré. Margir hefðu eflaust kvartað undan peningaleysinu en íbúar Higuera de la Serena stóðu saman og hefur sam- stillt átak þeirra gert það að verkum að bærinn er ekki enn farinn á haus- inn eins og flest benti til að myndi gerast í fyrrasumar. Að jafnaði hitt- ast hátt í hundrað manns á hverjum sunnudegi. Styrkjum eytt í vitleysu „Íbúar gerðu þetta að eigin frum- kvæði,“ segir bæjarstjórinn García í samtali við The New York Times sem fjallaði um málið á dögunum. Í um- fjöllun blaðsins kemur fram að vandi bæjarins endurspegli í raun vanda fjölmargra smábæja á Spáni. Spán- verjar glíma við miklar skuldir og mikið atvinnuleysi og verða smábæir inni í landi, eins og Higuera de la Se- rena, oft verst úti. Það sem gerir Hi- guera de la Serena sérstakan er sam- heldni íbúa á erfiðum tímum. „Við eyddum um efni fram,“ segir García um ástæður þess að bærinn sé nú tæknilega gjaldþrota. „Við eyddum peningum í óskynsamlega hluti.“ Hann bendir á að fyrir löngu sé búið að eyða styrk sem bærinn fékk frá Evrópusambandinu og átti að end- ast fram yfir árið 2013. Styrknum var meðal annars eytt í endurmenntun- arnámskeið fyrir íbúa en námskeið- in voru illa sótt. Þá var hluta eytt til að greiða tónlistarmönnum sem spiluðu á bæjarhátíðum laun. Vinnur launalaust Þó svo að skuldastaðan sé erfið er það ekki svo að engir opinberir starfsmenn séu við vinnu í bænum. Til dæmis er hálft stöðugildi á bókasafninu og eitt stöðugildi í hreinsunardeild bæjarins. Þá fær ritari bæjarins laun en García, bæjarstjórinn sjálfur, þiggur engin laun og ekki heldur tveir bæjarfulltrú- ar sem kosnir voru í fyrrasumar. Hefð er fyrir því að kjörnir fulltrúar bæjar- ins fái bíl til umráða en García og koll- egar hans í bæjarstjórn afsöluðu sér þeim réttindum í viðleitni sinni til að koma bænum aftur á réttan kjöl. Bærinn treystir nú á að ríkisstjórn Spánar komi honum til aðstoðar. Rík- isstjórnin tilkynnti í síðustu viku að fjárframlög til lítilla og mjög skuld- settra bæja yrðu stóraukin á næstu árum. García varar þó við mikilli bjart- sýni. „Það gætu liðið mörg ár þar til við leysum þetta klúður.“ „Við eyddum pen- ingum í óskyn- samlega hluti. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Allir leggjast á eitt Íbúar taka meðal annars fram kústa á hverjum sunnudegi og hreinsa götur bæjarins án endurgjalds. Bæjarstjórinn Manuel García afsalaði sér launum og ýmsum fríðindum þegar hann tók við embætti bæjarstjóra. Gat á kínverska eldveggnum Eldveggur kínverskra stjórnvalda gagnvart öllum nettengingum í landinu bilaði í vikunni og gátu áhugasamir kínverskir netverjar heimsótt margar af vinsælustu vefsíðum heims sem þeir hafa ekki getað hingað til. Mikill fjöldi Kínverja flykktist fyrir vikið á Face- book, YouTube, Twitter og Go- ogle+. Samkvæmt fréttastofu Reu- ters er nú búið að gera við þessa bilun og eru vefirnir aftur orðnir óaðgengilegir í Kína. Margir Kín- verjar settu inn skilaboð á vegg Barack Obama Bandaríkjaforseta á Google+ og hvöttu hann til að bregðast við mannréttindabrotum Frumbyggjar í mál við Urban Outfitters Stærsti þjóðflokkur frumbyggja í Norður-Ameríku hefur höfðað mál gegn fatakeðjunni Urban Outfit- ters. Þeir vilja að keðjan hætti að nota nafn þjóðflokksins, Navajo, á vörur sínar. Verslanakeðjan hefur haft rúmlega tuttugu vörur í versl- unum sínum sem annaðhvort eru merktar með nafninu Navajo eða Navaho. Nafnið er skráð vöru- merki í eigu þjóðflokksins og telja leiðtogar hans að Urban Outfit- ters brjóti gegn því með markaðs- setningu á vörunum. Málið hefur staðið í nokkurn tíma og var það á síðasta ári sem fyrstu kvartanir bárust en þá hafði fataverslana- keðjan meðal annars markaðs- sett nærbuxur undir nafni þjóð- flokksins. Systir Castro látin Angela Castro, eldri systir komm- únistaleiðtoganna Fidels og Rauls Castro, er látin, 88 ára að aldri. Hún skilur eftir sig fimm börn. Castro lést í höfuðborg Kúbu, Ha- vana, og er hún sú fyrsta af Castro- systkinunum til að falla frá þrátt fyrir mikil veikindi innan fjöl- skyldunnar. Fidel bróðir hennar, sem er orðinn 85 ára, varð forseti á Kúbu eftir byltingu kommún- ista í landinu um miðja síðustu öld. Bróðir hans Raul stjórnar nú landinu. Samkvæmt systur þeirra, Juanitu Castro, hafði Angela barist við Alzheimer undanfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.