Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 36
Kynlíf, blóð og blótsyrði Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 3 mar 2 mar 4 mar Svartur á leik Kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Svartur á leik, var frumsýnd á fimmtudag við góðar undir- tektir gesta. Myndin er ekki sögð fyrir viðkvæma! Tectonics Tectonics-tónlistarhátíðin er haldin dagana 1.–3. mars í Hörpu undir listrænni stjórn Ilans Volkov en þá leiða saman hesta sína Sin- fóníuhljómsveit Íslands og ungir íslenskir tónlistarmenn úr raf- og spunageiranum. Auk þess stíga á svið þekktir erlendir tónlistarmann úr heimi samtímatónlistar, þeirra á meðal breski píanóleikarinn John Tilbury, einn virtasti túlkandi heims á sviði nýrrar og nýlegrar píanótónlistar, sem og ástralski tónlistarmaðurinn Oren Ambarchi. Bítlalögin sungin til styrktar krabbameinsveikum Hljómsveitin Baldur leikur og syngur Bítlalög, ásamt Karlakór Oddfellowbræðra. Stúlknakvar- tett syngur, auk þess verður stiklað á sögu Bítlanna. Strákarnir úr hljómsveitinni Pónik sem gerðu garðinn frægan á síðari hluta liðinnar aldar með bestu hljómsveitum þess tíma, rifja upp gamla takta, segja sögur, grípa í hljóðfæri eða taka lagið með sínu nefi. Auk þess koma að skemmtuninni vel þekktir og minna þekktir söngvarar og hljóðfæraleikarar sem tengjast innbyrðis með einum eða öðrum hætti Les Misérables – frumsýning Hið umfangsmikla verk Vesaling- arnir verður frumsýnt á aðalsviði Þjóðleikhússins á laugardaginn. Leikstjóri verksins er Selma Björns- dóttir og með aðalhlutverk fara Þór Breiðfjörð, Egill Ólafsson, Val- gerður Guðnadóttir, Örn Árnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Atli Þór Albertsson. 45 ára afmælistónleikar Skólahljómsveit Kópavogs heldur um þessar mundir upp á 45 ára starfsafmæli sitt. Tónleikar verða haldnir til hátíðarbrigða í Eld- borgarsal Hörpu. Hljómsveitin sem var stofnuð haustið 1966 miðar afmæli sitt ávallt við fyrstu tón- leikana sem haldnir voru við Kárs- nesskóla 22. febrúar 1967. Þá komu fram um 50 börn og unglingar en nú 45 árum síðar eru alls um 150 hljóðfæraleikarar á aldrinum 9–19 ára sem stíga á svið í Eldborgarsal Hörpu í tilefni tímamótanna. Herranótt í Norðurpólnum Kolbrún Halldórs- dóttir leikstýrir nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem setur upp sýninguna Rökkurrymur sem byggð er á Grimmsævintýrum. 36 2.–4. mars 2012 Helgarblað „Gott og vel sagt ævintýri í fyrirrúmi.“ „Kröftug og ógnvekjandi frásögn.“ Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Skrímslið litla systir mín 1Q84 Haruki Murakami n Stelpusveitin vinnur að nýju myndbandi n Gáfu sakleysið upp á bátinn n Sá sem hættir að reyna slær ekki í gegn, segir Einar Bárðarson M yndbandið mun innihalda sprengj- ur, svínið Winston, mann í fjötrum, partí á ströndinni, rosalega dansara, The Char- lie’s Angels og okkur í gervi slökkviliðsmanns, hermanns og einkaþjóns auk 1964 mód- els af eldrauðum Ford Must- ang,“ segir Alma Guðmunds- dóttir úr hljómsveitinni The Charlies en sveitin mun senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum við lagið Tickin’ Like A Bomb. Amerísk nöfn Sveitina The Charlies er skip- uð þeim Klöru Ósk Elíasdótt- ur, Ölmu Guðmundsdóttur og Steinunni Þóru Camillu Sigurðardóttur en stelpurn- ar hafa tekið upp nöfnin Klara Elias, Alma Goodman og Ca- milla Stone og búa nú úti í Los Angeles þar sem þær vinna hörðum höndum að því að koma sér og tónlist sinni á framfæri. The Charlies hefur gert samning við plötufyrirtækið Hollywood Records en fyrir- tækið hefur meðal annars stórstjörnuna Miley Cyrus, strákabandið Jonas Brothers og goðsagnakennda band- ið Queen á sínum snærum. Fyrsta lagið eftir Ameríku- flutningana sem kom út með sveitinni var Fighter on the Dancefloor en lagið er endur- gerð af Survivors eitís-smell- inum Eye of the Tiger. Lagið var spilað í raunveruleika- þættinum Dancing with the Stars sem er einn sá heitasti í Bandaríkjunum en það er heilmikill heiður að vera part- ur af þættinum sem milljónir horfa á í hverri viku. Breytt um stefnu Stelpurnar gáfu saklausa ímynd sína upp á bátinn þegar myndband þeirra við lagið Monster (Eat me!) kom út fyrir stuttu. Í myndbandinu eru meðal annars berbrjósta kon- ur, kynlíf, blóð og blótsyrði. Leynd liggur yfir nýja mynd- bandinu en samkvæmt Ölmu verður það ekki síðra. „Sögu- þráðurinn mun koma á óvart,“ segir Alma í viðtali við DV og bætir við að myndbandið hafi verið tekið upp á RED-upp- tökuvél, þá sömu og Ridley Scott notaði til að taka upp myndina Prometheus sem var að mestu leyti tekin upp á Ís- landi síðasta sumar. „Við vorum að vinna með frábæru fólki, her af hár- og förðunarfólki, stílistum og dönsurum sem vann linnu- laust að undirbúningsvinnu marga daga og vikur og síðan stóðu tökur yfir í tvo daga. Við vorum í frægu stúdíói á vegum The Notion studios og keyrð- um svo The Pacific Highway alla leið til Malibu þar sem við tókum upp senur á ströndinni fram eftir kvöldi,“ segir Alma. Emilía og Einar kveðja The Charlies hét upphaflega Nylon. Sveitin var stofnuð árið 2004 og var hugarfóstur Einars Bárðarsonar athafna- manns en Einar starfaði lengi sem umboðsmaður sveitar- innar. Fyrirtæki Einars, Con- cert, stóð fyrir áheyrnarpruf- um fyrir stúlkur þar sem þær Alma, Klara Ósk og Steinunn Camilla voru valdar úr hópi fjölda ungra stúlkna sem áttu sér stóra drauma um frægð og frama. Stuttu síðar bætti Einar hinni ljóshærðu og sætu Emilíu Björg Óskarsdóttur við hópinn. Fyrsta plata sveitarinn- ar hét 100% Nylon og önnur platan, Góðir hlutir, kom út ári síðar. Sveitin varð fljótt vinsæl hjá yngri kynslóðinni og stelp- urnar fengu sinn eigin sjón- varpsþátt á Skjá einum. Í júlí árið 2007 ákvað Emilía að helga sig fjölskyldu sinni, gifti sig og sagði skilið við sveitina. Í fyrstu var ætlunin að gera sjónvarpsþátt um leit- ina að fjórðu söngkonunni en stelpurnar ákváðu að lokum að vera tríó. „Það hefur auðvi- tað mikið breyst eftir að Emilía hætti en þetta er bara nýtt upphaf fyrir Nylon og spenn- andi og krefjandi tímar fram undan,“ sagði Klara í viðtali við DV. Eftir velheppnaðan Bret- landstúr sveitarinnar þar sem Nylon túraði með sveitum á borð við Take That og Girls Aloud sagði Einar skilið við stelpurnar. Í kjölfarið fóru að stað sögusagnir um að sveitin væri að leggja upp laupana. „Við erum alls ekki hættar, langt í frá. Okkur langar að skoða stefnu sveitar- innar og pæla í þessu á eigin tíma. Við erum í raun að elta það sem okkur finnst flott,“ lét Steinunn hafa eftir sér. Þrátt fyrir ævintýri vinkvennanna hefur Emilía látið hafa eftir sér að hún sjái ekki eftir ákvörðun sinni. „Þetta er ákvörðun sem ég er búin að velta fyrir mér lengi. Þetta var æðislegur tími og ég vil takast á við eitthvað nýtt. Það er mikill skilningur hjá Einari og stelp- unum og við erum og verðum áfram bestu vinkonur. Við höfum alltaf talað um að ef einhver okkar vilji breyta til að þá verði 100% skilningur þar á. Við erum búnar að færa miklar fórnir undanfarin ár og það standa allir á bak við mig,“ sagði Em- ilía í viðtali við DV á sínum tíma. Nýju lögin fersk og flott Einar Bárðarson hefur ennþá fulla trú á stelpunum sem hann „uppgötvaði“ á sínum tíma. „Mér finnst nýju lögin mjög spennandi og fersk. Flottar melódíur og flott pró- dúksjón,“ segir hann og bætir aðspurður við að það sé erfitt að segja hver slái í gegn og hver ekki. „En sá sem hættir að reyna slær klárlega ekki í gegn. Þær eru ofboðslega duglegar, ofboðslega trúar sjálfum sér og fylgnar sér og á meðan þær vinna svona vel og samvisku- samlega þá eru allar líkur á því að þær nái að slá í gegn. Ég dáist að því á hverjum degi hvað þær berjast og ég er stoltur af þeim. Ég vona að þær sanni það fyrir heiminum að ég hafði rétt fyrir mér þegar ég valdi þær til að vinna saman. Þær eru poppstjörnur og heimurinn á skilið að fá að syngja og dansa með þeim.“ Umkringdar fagfólki Stelpurnar ásamt Jennifer Nappi sem er danshöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.