Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 2.–4. mars 2012 Helgarblað „Enn sannfærður um sýknu Geirs“ n Sigmundur Ernir segir stjórnskipunarnefnd hafa fært sér rök með frávísun. Þ etta var sitthvor frávísunin,“ segir Sigmundur Ernir Rún­ arson, þingmaður Samfylk­ ingarinnar, aðspurður hvers vegna hann hafi nú stutt frávís­ un á afturköllun ákæru gegn Geir H. Haarde, þvert á atkvæði hans í fyrri umræðu málsins. „Ég var ekki hlynntur að vísa málinu frá þing­ legri meðferð,“ segir Sigmundur. Það er mat hans að við meðferð nefndarinnar hafi klárlega komið í ljós að réttarfarsleg óvissa sé mikil í málinu og því sé þinginu ekki stætt að grípa inn í málið. „Þar fyrir utan kom ítrekað fram í meðferð nefnd­ arinnar um málið að ekki þykir málefnaleg ástæða til að Alþingi gripi inn í málið. Í þessu ljósi tel ég eðlilegt að ákæra standi.“ Sigmundur segist enn hafa sömu afstöðu gagnvart ákærunni á hendur Geir Haarde. „Upphaflega taldi ég meiri líkur á sýknu en sekt í tilfelli fjórmenninganna. Ég er enn sannfærður um sýknu Geirs, en með inngripi þingsins fengist sú niðurstaða aldrei. Hann hefði því aldrei verið hreinsaður af sakar­ giftum.“ Hann neitar því að þrýstingur úr eigin kjördæmi hafi haft áhrif á af­ stöðu hans. „Ég útskýrði mitt mál í kjördæminu og lýsti þar hvers vegna ég vildi málið í þinglega meðferð. Ég tel enn rétt að málið hafi verið tekið til umræðu á þingi. Þingnefndir eiga að skoða hvaða mál sem er. Stjórnskipunar­ og eft­ irlitsnefnd færði mér rök í málinu og ég kaus eftir því.“ Honum er létt að málinu sé lok­ ið, enda segir hann ömurlegt fyrir þá sem trúi á þrískiptingu valds­ ins að vera setta í stöðu ákæranda. „Það á ekki að vera í verkahring þingmanna að ákæra menn.“ atli@dv.is Vond staða „Það á ekki að vera í verkahring þingmanna að ákæra menn,“ segir Sigmundur Ernir. Gunnar rekinn frá FME: Ráðuneytið styður stjórnina „Að mati ráðuneytisins hefur stjórn FME gert það sem henni bar við þær aðstæður sem komið höfðu upp og nýtur stjórnin fulls trausts ráðuneytisins.“ Þetta segir í tilkynningu efnahags­ og við­ skiptaráðuneytisins um mál Gunnars Andersen, sem rek­ inn var úr starfi forstjóra FME á fimmtudagsmorgun. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, afhenti Gunnari uppsagnarbréfið. Hann sagði að Gunnar væri van­ hæfur til að gegna starfinu. Gunnar kom að stofnun afla­ ndsfélaga þegar hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra alþjóða­ sviðs í Landsbankanum fyrir 11 árum, þegar bankinn var í eigu ís­ lenska ríkisins. Stjórn FME telur að Gunnar hafi á þessum tíma tek­ ið þátt í að veita eftirlitinu villandi eða rangar upplýsingar um tilvist félaganna. Í hádegisfréttum RÚV á fimmtudag kom fram að það væri mat stjórnarinnar að viðbrögð Gunnars vegna rannsóknar á hæfi hans hafi enn aukið á vanhæfi hans til að gegna starfinu. Gunnar skorti starfsgengisskilyrði til að takast á við mörg af þeim verkefn­ um sem FME hafi á sínu borði. Til að mynda þau að meta hvort ein­ staklingar séu hæfir til þess fara með stjórnendastöður í fjármála­ fyrirtækjum, sitja í stjórn þeirra eða fara með virkan eignarhlut. Þá hafi það komið fram í við­ tölum við Gunnar að hann telji að þær upplýsingar sem hann veitti stjórn FME við ráðningu hans, hafi verið réttar og að það hefði verið rangt af honum að gefa FME upp­ lýsingar um aflandsfélögin. Sú af­ staða sé í hrópandi andstöðu við stefnu FME um að fylgja eftir heið­ arlegum og eðlilegum viðskipta­ háttum á fjármálamarkaði. Stjórnin geti ekki unað við að Gunnar lýsi yfir afstöðu sem sé al­ gjörlega á skjön við afstöðu FME. Gunnar segist saklaus: „Í dag sigraði Gamla Ísland“ „Gögn frá Landsbankanum um umræddan stjórnamálamann hefur umbjóðandi minn aldrei séð þrátt fyrir fullyrðingar fjölmiðla nú í dag um hið gagnstæða.“ Þetta segir Gunnar Andersen, fráfar­ andi forstjóri FME um brottrekst­ ur sinn. Hann hefur verið kærður til lögreglu fyrir að afla gagna sem varða Guðlaug Þór Þórðarson þingmann með ólögmætum hætti. Gunnar segist saklaust af öllum sakargiftum og sakar stjórn FME um útúrsnúninga. Hann segist í yfirlýsingu hafa trúað því í eitt augnablik að „réttlætið myndi sigra og Nýja Ísland rísa,“ eins og hann orðar það. Hann segir að samskiptum sín­ um við FME sé lokið en að hann muni opinbera heildstæða sýn sína á málið. Málinu muni ljúka fyrir dómstólum. „Í dag sigraði Gamla Ísland Nýja Ísland,“ segir hann í yfirlýsingu sinni. Hörð átök hafa verið í stjórn hins ný­ stofnaða stjórnmálaflokks Samstöðu að undanförnu. Hefur deilan meðal annars haft þær afleiðingar að Sig­ urður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, hótaði að segja sig úr stjórninni, samkvæmt heimildum DV. Sigurður er varaformaður flokks­ ins. Hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Deilan snýst meðal annars um að innan stjórnar eru aðilar sem telja að hallað sé á sig í umfjöllun fjölmiðla þegar kastljósinu er beint að Sam­ stöðu. Þannig hafi Lilja Mósesdóttir, þingmaður og formaður Samstöðu, fengið langmestu athyglina. Sigurður Þ. hefur einnig fengið dágóða athygli fjölmiðla. Það hefur valdið ósætti inn­ an stjórnarinnar samkvæmt heimild­ um DV. Sáttanefnd virkjuð Auk þess að deilurnar snúist um pers­ ónulegan metnað stjórnarmanna um athygli, þá hefur valdið ósætti inn­ an stjórnarinnar að stofnun flokks­ ins hefur dregist á langinn. Málefna­ vinna hafi ekki gengið nægilega hratt. Grunnstefnuskrá flokksins hefur verið mótuð en að undanförnu hefur verið unnið í málefnavinnu sem hefur það að markmiði að móta stefnu flokksins enn frekar. Ekki hefur verið deilt hart í málefnavinnunni sjálfri og virðist því vera samstaða um meginstefnu hins nýstofnaða stjórnmálaflokks. Ósam­ staðan felst fyrst og fremst í því hverjir eru í forsvari flokksins og hvernig fjöl­ miðlar sýna stjórnarmönnum mis­ mikinn áhuga. Í kjölfarið af deilunum var sátta­ nefnd virkjuð til þess að lægja öldurn­ ar innan stjórnarinnar. Eftir því sem DV kemst næst hefur tekist að lægja öldurnar að mestu, en eins og einn heimildarmaður orðaði það, þá er enn „núningur“ í stjórninni. „Við leyfum okkur að vera ósammála“ Lilja Mósesdóttir segist í samtali við DV kannast við að átök hafi verið innan flokksins að undan­ förnu. Hún vill þó ekki fara nán­ ar ofan í saumana á því hvað hafi gengið á. „Það eru skiptar skoðanir á mönnum á málefnum inni í Sam­ stöðu eins og í öðrum flokkum. Við leyfum okkur að vera ósammála og ræða það, síðan leitumst við við að ná niðurstöðu sem við getum flest verið sammála um. Við telj­ um að það sé mjög mikilvægt að öndverðar skoðanir komi fram á mönnum og málefnum svo það sé hægt að leita sátta og lausna sem flestir geta sætt sig við. Við erum bara á fullu að kynna Samstöðu um allt land,“ segir Lilja í samtali við DV. Aðspurð hvað tekist hafi verið á um, svarar hún: „Við vorum mjög ósammála um hvers konar lífeyr­ issjóðskerfi við vildum, það voru heitar umræður um það og síðan um menn og málefni sem ég vil ekki fara neitt út í á þessari stundu. “ Aðildarfélög velji frambjóðendur Samstaða stefnir að því að stofna að­ ildarfélög um allt land og verða fram­ bjóðendur flokksins í hverju kjördæmi valdir af þessum aðildarfélögum. Hins vegar eru heimildir fyrir því að sumir stofnenda hreyfingarinnar hafi sýnt meiri persónulegan metnað en aðrir til þess að fara í framboð og framkoma þeirra hafi litast af því. Sem fyrr segir hefur deilan þó ekki farið í þann far­ veg að menn gengju út úr stjórninni. Samstaða hefur fengið góðar mót­ tökur eftir að flokkurinn var stofn­ aður og mældist með nærri 20 pró­ senta fylgi í einni skoðanakönnun. Eitt helsta baráttumál flokksins er róttæk skuldaniðurfelling, sem myndi kosta á þriðja hundrað milljarða króna. Ósamstaða Í Samstöðu n Siggi stormur hótaði að ganga úr stjórn n Tekist á um menn og málefni „Það voru heitar umræður um það og síðan um menn og málefni sem ég vil ekki fara neitt út í á þessari stundu. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Lilja Mósesdóttir „Það eru skiptar skoðanir á mönnum á málefnum inni í Samstöðu eins og í öðrum flokkum. Við leyfum okkur að vera ósammála og ræða það, síðan leitumst við við að ná niðurstöðu sem við getum flest verið sammála um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.