Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Side 37
Kynlíf, blóð og blótsyrði 37Helgarblað 2.–4. mars 2012 „Hér er vel að verki staðið.“ „Gott en gæti verið betra.“ Gulleyjan Leikfélag Akureyrar Dagleiðin langa í Þjóðleikhúsinu Uppáhaldsbókin? „Það er bókin The Power of Now. Ég þurfti oft að kasta henni frá mér við lesturinn og segja: Haltu kjafti hvað þetta er satt!“ Helgi Jean Claessen, ræstitæknir, rithöfundur og ritstjóri. Tímalína The Charlies 2004 – Einar Bárðarson setur upp áheyrnarprufur í leit að stelpum til að mynda stelpnahljómsveit og velur Ölmu, Klöru og Steinunni úr stórum hópi. Stuttu seinni bætir hann Emilíu í hópinn. 2004 – Platan 100% Nylon kemur út og inniheldur meðal annars Lög unga fólksins, Allstaðar, Fimm á Richter og Einhvers staðar einhverntíma aftur. 2005 – Platan Góðir hlutir kemur út. Upptökur fóru að mestu fram í London. 2005 – Martin O’Shea er ráðinn umboðsmaður Nylon-flokksins í Bretlandi. 2005 – Bókin 100% Nylon fær Bókaverðlaun barnanna 2005. Marta María Jónasdóttir skrifaði bókina. 2006 – Sveitin fer í túr um Bretland með hljómsveitunum Girls Aloud, Westlife og McFly. 2006 – Þriðja platan kemur út. Platan heitir Nylon og inniheldur meðal annars lagið Losing a friend en lagið náði 29. sæti breska vinsældalistans. Lagið Sweet Dreams fór í efsta sæti poppdanslistans í Bretlandi. 2007 – Nylon sendir frá sér lagið Holiday en lagið var unnið og hljóð- blandað í Murlyn en fyrirtækið hefur unnið með Jennifer Lopez, Enrique Iglesias og Britney Spears. 2007 – Best of Nylon kemur út. 2007 – Emilía segir skilið við sveitina. 2008 – Einar Bárðarson hættir sem umboðsmaður sveitarinnar. 2009 – Stelpurnar breyta nafninu í The Charlies. 2010 – Stelpurnar flytja til Ameríku í leit að frægð og frama. Þær fara beint í stúdíó og næla sér í plötusamning. 2010 – Stelpunum er boðið í partí í Playboy-setrinu. 2010 – Fighter on the Dancefloor kemur út en lagið er endurgerð af eitís- smellinum Eye of the Tiger. 2011 – Klara, Alma og Steinunn senda frá sér mixteipið Start a Fire. 2011 – MTV-bloggarinn Bradley Stern velur lagið Let That Body Breathe sem eitt af lögum vikunnar en þar með eru stelpurnar komnar í hóp með Britney Spears og Rihönnu. 2011 – Lagið Fighter on the Dancefloor er spilað í raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars. 2011 – Myndband við lagið Monster (Eat Me)! vekur mikla athygli enda ljóst að sveitin hefur skipt um gír og siglir nú á djarfari slóðir. 2012 – Stelpurnar gera myndband við lagið Tickin’ Like A Bomb. n Stelpusveitin vinnur að nýju myndbandi n Gáfu sakleysið upp á bátinn n Sá sem hættir að reyna slær ekki í gegn, segir Einar Bárðarson Verða að vera frægir Frægðarsól íslensku kvenna- sveitarinnar heldur áfram að rísa. Alma, Klara og Stein- unn virðast alveg jafn stað- ráðnar í að slá í gegn og þær voru þegar þær kölluðu sig Nylon. Leyndarmálið er lík- lega hvað þeim kemur vel saman. Steinunn orðaði það vel í viðtali við DV árið 2007. „Ég geri mér svo vel grein fyrir hvað ég er heppin. Það vildu margar stúlkur vera í mínum sporum. Ég er að upplifa drauminn minn. Ég er að syngja með bestu vin- konum mínum. Þessar stelpur eru það yndislegasta sem ég veit um. Ég efast um að þær geri sér grein fyrir því hvað þær eru stór hluti af mínu lífi. Við búum að sterku vináttu- sambandi sem er öðruvísi en allt annað,“ sagði Steinunn sem hafði þetta um frægð- ina að segja: „Tónlistarmað- ur sem vill lifa á tónlistinni verður að vera frægur. Ég er ótrúlega, ótrúlega venjuleg stelpa. Frægðin gerir mig bara sterkari.“ Hægt er að hlusta á og hala niður Tickin’ Like A Bomb á vefnum thecharliesofficial. com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.