Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 2.–4. mars 2012 Helgarblað Lagersala Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is LAGERSALA allt að 80% afsláttur Opið laugardag & sunnudag 11-16 Rúmfatnaður, handklæði, dúkar, rúmteppi & barnarvörur Erum á Lau gaveg i 178 næ sta hú si við vers lun Lí n Des ign Þ akka þér fyrir athyglisverða spurningu en ég hef aldrei þekkt Jón Baldvin persónu­ lega og get því ekki hjálpað þér í þessu máli,“ svarar Urmas Reinsalu þingmaður fyrirspurn eist­ neska blaðsins Espress, sem leitaði upplýsinga um afskipti forsetaskrif­ stofu Eistlandsforseta af ferðalagi Jóns Baldvins til landsins í apríl 2001, fyrir hönd DV. Reinsalu var skrifstofustjóri forseta Eistlands á þeim tíma sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, ritaði bréf til Guðrún­ ar Harðardóttur, ungrar systurdóttur Bryndísar Schram eiginkonu sinnar, og lýsti samskiptum sínum við vænd­ iskonur í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Reinsalu er nú þingmaður fyrir íhalds­ sama miðjuflokkinn, Res Publica, sem er einn ríkisstjórnarflokka landsins. Jón Baldvin sagðist í samtali við DV ekki hafa verið í opinberum erinda­ gjörðum. Hann hafi verið í heimsókn hjá Lennart Meri, forseta Eistlands. „Ég var ekki í Talinn í opinberum er­ indum, ég var gestur hjá vini mínum sem var forseti Eistlands,“ sagði Jón Baldvin aðspurður um heimsókn sína til Tallinn. „Það segi ég ekki“ Nokkur vinskapur var á milli hans og Meri sem var forseti Eistlands þar til snemma í október árið 2001. Blaða­ maður spurði hvort Meri hafi verið með honum þegar atvikið sem lýst er í bréfinu átti sér stað. „Ekki á þessum bar, nei, en það var fólk frá honum,“ svaraði Jón Baldvin en neitaði að gefa nánari upplýsingar um meðfylgdarlið sitt. „Það segi ég ekki,“ sagði hann að­ spurður hverjir frá forseta Eistlands hafi verið með honum á bar þar sem þjónusta vændiskvennanna var seld. Heimsókn Jóns Baldvins til Meri er lýst á vefsíðu forseta Eistlands. Þar segir að Jón Baldvin hafi heimsótt Meri á einkaheimili hans í Viimi, út­ hverfi Tallinn. Þá segir ennfremur að Meri hafi hrósað Íslendingum og Jóni Baldvini fyrir það hugrekki að hafa við­ urkennt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Þá segir að heimsókn Jóns Baldvins hafi verið í anda fyrstu heimsóknar hans sem utanríkisráðherra árið 1991, þegar bæði Jón Baldvin og Meri voru utanríkisráðherrar landa sinna. Jón og Bryndís áttu þátt í forseta- framboði Meri „Ég var í aðdáendaklúbbi Lennarts Meri,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið, stuttu eftir andlát hans árið 2006. „Lennart Meri var óvenju­ legur stjórnmálamaður og kannski var hann aldrei stjórnmálamaður,“ hélt Jón Baldvin áfram. Lýsti hann Meri sem hinum miðevrópska mennta­ manni holdi klæddum, þekking hans hafi verið óvenju mikil, með rætur í að minnsta kosti fjórum málsvæðum; eistneskri þjóðtungu Meri, rússnesku, þýsku og frönsku. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði þessi maður líklega aldrei orðið stjórnmálamaður,“ sagði Jón Baldvin við blaðið. Meri var gerður að sendiherra Eist­ lands í Finnlandi 1992. „Þá heimsótt­ um við Bryndís Lennart Meri og konu hans í einhverju voða fínu húsi sem átti að heita sendiráð Eistlands,“ sagði Jón Baldvin við blaðið. Þá lýsti hann kvöldverði þeirra hjóna með Meri og Helle, konu hans, í rafmagnslausri sendiráðsbyggingu. „Maður númer tvö í danska sendiráðinu bjó í næsta húsi og ég var sendur þangað til að banka upp á og biðja auðmjúklega um það hvort við gætum ekki fengið lánað kerti. Við fengum tólf kerti og Bryndís eldaði máltíð yfir þessum kertum, eitt­ hvert fondue, og við sátum lengi fram­ eftir. Meri vitnaði oft í þetta samtal, sagðist hafa gert upp við sig á þessu kvöldi að hann ætti að fara í forseta­ framboð.“ „Aldrei þekkt Jón BAldvin“ n Var skrifstofustjóri forseta þegar Jón Baldvin heimsótti vændiskonur Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Aldrei þekkt Jón Urma Reinsalu var skrifstofustjóri forseta Eistlands á þeim tíma sem Jón Baldvin átti samskipti við vændiskonur á meðan hann var í heimsókn hjá Meri, forseta Eislands. Lennart Meri Ljósmynd af forseta Eist- lands í opinberri heimsók í Bandaríkjunum árið 1998. Jón Baldvin heiðursgestur Umfjöllun Morgunblaðsins af ferð Jóns Baldvins til Tallinn, frá 19 apríl 2001: „Ógleymanlegir endurfundir með Lennart Meri,“ er yfirskrift umfjöll- unar Morgun- blaðsins af ferð Jóns Baldvins vegna tíu ára afmælis opnunar upplýsingaskrif- stofu norræna ráðherraráðsins í Eistlandi. Í blaðinu segir að Jón Baldvin hafi verið heiðursgestur á hátíðinni. „Efnt var til sérstakrar hátíðarsamkomu þar sem nokkrir vel valdir ræðumenn töluðu, Jón Baldvin þar á meðal, en yfirskrift dagskrárinnar var „Eistland – hluti af Norðurlöndum?“. Auk Jóns töluðu þar Lauristin, varaforseti finnska þingsins, Toomas Hendrik Ilves, utanríkisráðherra Eistlands, og fræðimenn við Tartu-há- skóla þar sem samkoman fór fram. Flestir boðsgesta munu þó hafa verið úr menningargeiranum, frá Norðurlönd- unum og Eistlandi.“ Sagði Jón Baldvin endurfundi þeirra hafa verið ógleyman- lega. „Það var alveg stórkostleg stund að hitta hann. Segi ég ekkert frá því frekar fyrr en í ævisögu,“ hefur blaðið eftir Jóni Baldvini. Reyndar fór það svo að bókin Tilhugalíf, endurminningar Jóns Baldvins eftir Kol- brúnu Bergþórsdóttur, kom út árið eftir en þar er lítið fjallað um ferðina frægu. Stýrimaður biðst afsökunar: Vigtin var biluð „Með þessari færslu langar mig að biðja alla vini mína á Facebook, alla framleiðendur þeirra vara sem ég benti á í gær, sem og alla þjóðina afsökunar á færslunni í gær.“ Þetta sagði stýrimaðurinn Friðrik Hös­ kuldsson á Facebook­síðu sinni á fimmtudag. Friðrik olli talsverðum usla þegar hann greindi frá því á miðvikudag að fjölmargar matvörur sem hann keypti hefðu reynst léttari og þar með innihaldsrýrari en upp­ lýsingar á umbúðum þeirra gáfu til kynna. Í uppfærslu á Facebook á fimmtudag greindi Friðrik hins veg­ ar frá því að vigtin sem hann notaði hafi reynst vitlaus. „Það varð allt vitlaust í þjóðfélag­ inu út af færslunni og runnu nú á mig verulega margar grímur vegna þessa. Ég svaf illa, og hef ekki getað hugsað um annað síðan. Fór mig að gruna að ég væri úti í mýri með þetta,“ sagði Friðrik meðal annars og bætti við: „Málið er, að ég náði mér í aðra vigt til að sannreyna að ég hefði rétt/rangt fyrir mér. Sú vigt segir mér aðra sögu og tel ég þyngd­ irnar innan skekkjumarka. Áður en lengra verður haldið, ætla ég að trúa þeirri vigt og láta staðar numið. Þetta er semsagt „egg í andlitið“ á mér, en þó vil ég biðja fólk um að halda vöku sinni yfir málefninu,“ sagði Friðrik sem hefur ákveðið að draga sig í hlé. „Og bið alla viðkomandi inni­ legrar afsökunar. Þetta var sem betur fer ekki svona slæmt, en al­ farið mín sök að þetta lagði allt á hliðina. Sorrí. Ég ætla samt að vera á vaktinni áfram, það er víst. En geri „vísindalegri“ kannanir næst, áður en ég set inn færslu á Facebook,“ sagði Friðrik sem biðlaði til allra um að dreifa þessari afsökunarbeiðni sem víðast.  „Ég er leiður yfir þessu írafári sem ég olli.“ Skemmdir eftir skjálfta Jarðskjálfti, sem var 4,2 að stærð og átti upptök sín suð­ austan við Helgafell, olli skemmdum á húsum í Valla­ hverfi í Hafnarfirði. Á fimmtu­ dag var tilkynnt um sprung­ ur í veggjum nokkurra húsa. Skjálftinn varð skömmu eftir miðnætti aðfaranótt fimmtu­ dags og fannst hann vel í höf­ uðborginni. Svæðið sem um ræðir er þekkt skjálftasvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.