Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 2.–4. mars 2012 n Kínversk stjórnvöld verða að taka nýja stefnu K imba Langas var heima- vinnandi húsmóðir í Den- ver í Bandaríkjunum þegar hún hóf að safna notuðum brjóstahöldurum sem eig- endur þeirra höfðu ekki lengur not fyrir. Áður en hún vissi af var heimili hennar barmafullt af brjóstahöldur- um hvaðanæva af úr Bandaríkjunum. Núna vinnur hún að því að flytja her- legheitin til Mósambík. Langas ætl- ar nefnilega að gefa konum, sem náð hafa að losna úr viðjum kynlífsþrælk- unar í landinu, brjóstahaldarana svo þær geti selt þá á mörkuðum sem lúxusvarning í hinu fátæka Afríkuríki. Tekjur af sölunni ættu að tryggja kon- unum betra líf fjarri vændisstarfsemi og kynlífsþrælkun. Fékk símtal frá prestinum Allt byrjaði þetta þegar Langas fékk símtal frá prestinum sínum var á leið til Mósambík til trúboðastarfa. Hann kynnti hana fyrir hugmyndinni að góðgerðarsamtökunum Free the Girls og hún fékk samstundis áhuga á að stýra verkefninu með honum. Söfn- unina hóf hún umsvifalaust, fyrst bár- ust fregnir af henni kvenna á milli í Denver og síðar til heimsbyggðarinn- ar í gegnum Facebook-síðu. „Fyrir utan þetta frábæra nafn, þá var það fyrsta sem heillaði mig sú staðreynd að það ætti að gefa brjósta- haldara. Sjálf átti ég örugglega fimm eða sex brjóstahaldara aftarlega í skúffunni heima sem ég notaði aldrei. Við kaupum brjóstahaldara án þess að máta þá en þegar heim er komið kem- ur í ljós að þeir passa ekki. Þá sitjum við uppi með þá og þetta er sá klæðn- aður sem við viljum geta gefið en erum aldrei vissar. Getur maður gefið brjóstahaldara? Hvað gerir maður við brjóstahaldara?“ segir Langas í sam- tali við Freedom Project CNN-sjón- varpsstöðvarinnar. Hún var greini- lega ekki eina konan í Bandaríkjunum sem stóð frammi fyrir þessu vanda- máli því eftir að hún setti á laggirnar Face book-síðu fyrir söfnunina þá tók brjóstahöldurunum að rigna inn. 25 þúsund brjóstahaldarar „Í byrjun var ég gríðarlega spennt þegar ég fór að sækja kassa, umslög og annað í sumum kössum voru kannski 50 brjóstahaldarar. Og áður en ég vissi af voru þeir allt í einu ríflega þúsund.“ Í Arizona-ríki var staðið fyrir söfn- un í kjölfarið þar sem söfnuðust átta þúsund brjóstahaldarar. Þrjú þúsund til viðbótar komu frá kirkjusöfnuði í Tennessee. Og áður en Langas vissi af var allt pláss í húsi þeirra hjóna búið. Það voru bókstaflega brjóstahald- arar út um allt svo hún varð að leigja geymsluhúsnæði undir þá. Svo vel hefur verið tekið í þessa söfnun að nú stendur hún frammi fyrir þeirri áskor- un að flytja 25 þúsund brjóstahaldara yfir í aðra heimsálfu, um 15 þúsund kílómetra leið. Fyrir grasrótargóðgerðarsamtök er um dýra aðgerð að ræða. Og pening- ar eru af skornum skammti. Það mun kosta hana 6.500 dali að fá gám undir haldarana og hefur hún því hafið söfn- un til að fjármagna það. Ef hún heyrir af fólki á leið til Mósambík biður hún það vinsamlegast að taka með sér auka ferðatösku fulla af brjóstahöld- urum. Og þær stúlkur sem þegar eru farnar að njóta góðs af verkefninu geta þénað allt að fimmföldum lágmarks- launum í landinu með því að selja notaða brjóstahaldara sem munaðar- vöru á mörkuðum. Lítið skref í rétta átt Þangað til verkefnið nær af fullum þunga til Afríku biðlar hún til sjálf- boðaliða og almennings, knúin áfram af raunum hinna ungu fórnarlamba sem hún veit að verkefnið mun bjarga. Free the Girls er aðeins lítið skref í rétt átt að binda enda á hverskonar þrælk- un í veröldinni en Kimba Langas vonast til að lítil þúfa geti velt þungu hlassi. „Á endanum mun þetta breytast. Ég er fullviss um það. Og ef það ger- ist ekki með minni kynslóð þá vona ég að fjögurra ára sonur minn muni sjá stórkostlegar breytingar og ég vona að þegar hann komi úr háskóla og er kannski kominn á aldur við mig muni hann geta sagt: „Þrælkun? Ha? Ó, ég las um svoleiðis í kennslubókum.“ Hægt er að kynna sér verkefnið nánar á vefsíðunni www.freethegirls. com. Notaðir brjóstahaldarar bjarga kynlífsþrælum n Húsmóðir í Denver hóf að safna brjóstahöldurum Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Eldmóður húsfreyju Kimba Langas frá Denver hóf ásamt prestinum sínum söfnunina Free the Girls. Nú bíða 25 þúsund brjóstahald- arar þess að komast til Mósambík. M y n d S K já SK o t a F v EF C n n .C o M „Geta þénað allt að fimmföldum lág- markslaunum í landinu með því að selja notaða brjóstahaldara Skólanum lokað fyrir mistök Klaufaleg mistök og sjálfvirk leið- rétting snjallsíma á textaskila- boðum gerðu að verkum að gagnfræðaskóla í Gainesville í Bandaríkjunum var lokað. Nem- andi í skólanum sendi fyrir mistök skilaboð í rangt númer sem skilja mátti þannig að byssumaður væri í skólanum. Drengurinn ætlaði að skrifa „gunna be at west hall today“ sem gæti útlagst „ætla að vera í west hall í dag“ á íslensku en snjallsíminn hans, sem er með innbyggðri orðabók, leiðrétti slangrið „gunna“ yfir í „gunman“ sem þýðir byssumaður á íslensku. Skilaboðin sendi hann svo óvart í vitlaust númer. Lögregl- an var strax kölluð á staðinn en fljótlega var kominn botn í málið. „Þetta var skrýtin röð tilviljana,“ segir talsmaður lögreglunnar í Gainesville í tilkynningu. „Við vilj- um samt ítreka það að viðtakandi skilaboðanna brást rétt við með því að hafa samband við okkur.“ Hættur hjá News International James Murdcoh er hættur sem stjórnarformaður breska útgáfu- félagsins News International. Fyr- irtækið hefur átt í miklum vand- ræðum undanfarið og hætti félagið útgáfu síns vinsælasta dagblaðs, News of the World, nýverið vegna hlerunarhneykslis. Murdoch er þó ekki horfinn frá fjölmiðlaveldinu News Corporation, sem er móður- félag útgáfufélagsins. Hann mun hefja störf á næstunni á sjónvarps- sviði samsteypunnar. James er sonur Ruperts Murdoch, sem er eigandi News Corporation.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.