Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 2.–4. mars 2012 Ektafiskur hefur ætíð og eingöngu notað vottað matvælasalt frá Salt- kaupum í allar sínar vörur! Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is virðing gæði Þessigamligóði Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. Útsalan stendur aðeins frá 2.-10. mars ÚTSALA Á HREINLÆTISTÆKJUM AÐ BÆJARLIND 6 KÓPAVOGI Handlaugar WC Innréttingar KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP S:HELGASON 10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Vandaðir legsteinar á betra verði!!! - Sagan segir sitt - Skemmuvegur 48 s: 557 66 77 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson í sundur, en þó var naflastrengsbút- urinn á barninu um tíu sentimetrar og því talsvert frá munnvikunum. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað hefur aldrei fundist þrátt fyrir ítarlega leit lögreglunnar. Læknirinn sagði erfitt að segja hvernig eggvopn var notað en það hefði hugsanlega ekki verið mjög beitt. Aðspurð hversu lengi hún teldi að barnið hefði lifað sagði hún að lungun hefðu verið búin að opna sig að fullu og það hefði því augljóslega verið búið að taka nokkra andar- drætti. „En það hefur sennilega látist innan nokkurra mínútna.“ Lögregluleit í Litháen Agné kom til Íslands frá Litháen í októ- ber 2010. Hún hafði búið í foreldrahús- um í Litháen og stundað nám í mark- aðsfræði í framhaldsskóla þar í landi. Við þinghaldið kom fram að hún stal peningum frá bróður sínum til að fjár- magna ferð sína til Íslands. Þrátt fyrir að vera mjög náin og í raun háð móð- ur sinni, lét hún hana ekki vita af fyr- irætlunum sínum. Foreldrar hennar urðu eðlilega mjög áhyggjufullir þegar Agné hvarf og í tvær vikur fór fram lög- regluleit að henni í Litháen. Leitinni var hætt þegar Agné hringdi tveimur vikum eftir að hún kom til landsins og lét vita af sér. Fram kom að foreldrar hennar höfðu væntingar til Agné um að hún kláraði nám sitt og því vildi hún ekki láta þau vita að hún væri hætt í skóla og á leið til Íslands af ótta við að þeim tækist að telja henni hughvarf. Það var augljóslega erfitt fyrir Agné að ræða um móður sína þegar hún bar vitni við þinghaldið, en það voru í raun einu skiptin sem hún átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar eða halda aftur af tárunum þegar móður hennar bar á góma. Lygar Agné Móðir barnsföður og fyrrverandi kærasta Agné, sem hún bjó hjá hér á landi, sagði frá því að hún hefði sett sig í samband við móður Agné í Litháen, eftir að málið kom upp. Konan er einnig litháísk. Þá komu í ljós atriði sem Agné hafði sagt tilvonandi tengdaforeldr- um sínum sem ekki voru rétt. Sem dæmi hafði Agné sagt að hún hefði þurft að hætta námi vegna peninga- leysis foreldra sinna en móðir henn- ar sagði það ekki rétt. Búið hefði verið að borga skólann að fullu. Hún sagð- ist áður hafa dvalið á Íslandi í sex mánuði hjá frænku sinni sem byggi á Selfossi og ætti fatlað barn með ís- lenskum manni. Þegar tengdamóðir hennar hvatti hana til að heimsækja frænku sína fór Agné undan í flæm- ingi og sagði það ekki vera hægt því fatlaða barnið þyrfti að fara í flókna aðgerð á eyrum sem einungis væri hægt að framkvæma í Litháen. Móð- ir Agné sagði það ekki eiga við nein rök að styðjast. Þegar móðir hennar bað hana um að vera í meira sambandi við sig frá Íslandi sagði hún að það væri eldgos á Íslandi og vegna mikillar ösku væri ekkert internetsamband. Tengda- móðir Agné sagðist ekki geta fundið ástæðu fyrir því að Agné hefði átt að ljúga um þessa hluti. Vanlíðan og sorg Tengdamóðirin sagði málið hafa haft mikil áhrif á sig og fjölskyldu sína. Sjálf hefði hún þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna afleiðinga sem mál- ið hafði á heilsu hennar. Hún sagð- ist syrgja barnabarnið sem hún fékk aldrei að kynnast en þráði að eignast og erfitt væri að horfa upp á vanlíð- an sonar síns. Barnsfaðir Agné sagði að sér liði mjög illa vegna málsins og efaðist um að hann myndi nokkurn tíma jafna sig að fullu. Hann forð- aðist að hugsa um Agné og barnið. Hann gæti ekki ímyndað sér hvers vegna Agné gerði það sem hún gerði. Samstarfsfús og stöðug í framburði Í munnlegum málflutningi verj- anda Agné gerði lögmaður hennar athugasemd við myndbirtingu sak- sóknara af líki barnsins við þinghald- ið. Hann sagði hana vera sýningu sem þjónaði engum tilgangi. Sak- sóknari svaraði því til að það mætti ekki gleyma fórnarlambinu sjálfu í málinu, drengnum sem gæti ekki tal- að sínu máli. Verjandi Agné benti á að fram- burður hennar hefði alla tíð ver- ið mjög stöðugur og sannfærandi. Hún hefði verið mjög samstarfs- fús við rannsókn málsins og nefndi sem dæmi að hún hefði alltaf til- kynnt sig á réttum tíma til lögregl- unnar, en það þurfti hún að gera þrisvar í viku. Einnig hefði hún far- ið að eigin frumkvæði á lögreglu- stöðina þegar farbann rann út og beðið þar í þrjá klukkutíma á með- an þeir útbjuggu nýtt plagg um far- bann. Það hefði hún ekki þurft að gera. Sækjandi spurði meðal annars í munnlegum málflutningi sínum hvert hið raunverulega fórnarlamb í þessu máli væri. „Það er ekki þessi unga kona. Þetta snýst um lítinn dreng sem átti allt lífið fyrir sér. Sem fæddist inn í þennan heim og hefði átt að njóta verndar móður sinn- ar. Hann átti allan möguleika á að eiga gott líf hér á landi en hún myrti hann. Það sem er óhugnanlegt við þetta mál er að þetta er móðir barns- ins. En það er móðir sem á að hlífa, ekki höggva.“ „Móðir á að hlífa, ekki höggva“ n Aðalmeðferð í máli Agné Krataviciuté lokið n Deilt um ástand hennar á verknaðarstundu Fyrir dómi Á næstu vikum verður kveðinn upp dómur í máli Agné. Aðalmeðferð málsins fór fram í vikunni og lauk á miðvikudag. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.