Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 18
vERTU KURTEIS EFTIR NAUÐGUN 18 Fréttir 2.–4. mars 2012 Helgarblað L iz Kelly, prófessor í kynbundnu ofbeldi við London Metropo- litan University, var með er- indi á ráðstefnu um meðferð kynferðisglæpa í réttarvörslu- kerfinu sem innanríkisráðuneyt- ið stóð fyrir ásamt fleirum í janúar. Sagðist hún vera komin til landsins til að deila þeirri þekkingu sem hefur myndast með rannsóknum í Evrópu. „Sumt eru ekki góðar fréttir en slæm- ar fréttir geta hjálpað okkur að skilja hvað þarf að gera,“ sagði hún þegar hún steig í pontu og ávarpaði salinn. Enda sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann setti ráðstefnuna, að kynferðislegt ofbeldi væri ein stærsta ógn við líf og heilsu barna og kvenna á Íslandi í dag. „Við vitum að tilvikin eru ekki teljandi á fingrum annarrar handar eða beggja. Þau skipta ekki tugum, heldur hundr- uðum á ári hverju. Aðeins hluti kyn- ferðisbrotamála ratar inn á borð lög- reglu og afar fá mál rata í gegnum allt réttarkerfið. Brotaþolarnir eru alltof margir og það sem enn verra er, of- beldismennirnir eru alltof margir. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við veruleikann og reyna að skilja hvað það er í samfélagsgerðinni sem gerir að verkum að allt þetta of- beldi þrífst,“ sagði ráðherrann enn- fremur. Neyðarmóttaka vegna nauðgana og Stígamót taka árlega að meðaltali á móti 230 manneskjum sem leita sér aðstoðar eftir nauðgun eða nauðgun- artilraun. Áhyggjur af ástandinu UNICEF, sem gaf út skýrslu um stöðu barna á Íslandi árið 2011, komst að sömu niðurstöðu og Ögmundur – að kynferðisofbeldi sé ein mesta ógn við réttindi og velferð barna á Íslandi. Í þeirri skýrslu kom fram að tæplega þrettán prósent stúlkna undir átján ára aldri eiga á hættu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og 2,8 prósent drengja á sama aldri. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu mála á Íslandi. Mannréttind- aráð Sameinuðu þjóðanna gerði til að mynda tugi athugasemda við ástandið í skýrslu ráðsins sem var birt fyrr í vikunni. Þar kemur fram að vægir dómar og fáar kærur í kyn- ferðisglæpamálum séu áhyggjuefni. Ástralar og Norðmenn lýstu ásamt fleirum áhyggjum af því að vægir dómar virkuðu letjandi á konur til að kæra afbrot til yfirvalda. Fulltrúar frá Íran létu einnig í ljósi áhyggjur sínar af kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Árið 2004 var einnig hart deilt á íslensk stjórnvöld fyrir að taka of- beldi gegn konum ekki föstum tök- um í skýrslu sem eftirlitsnefnd Sam- einuðu þjóðanna birti. Vægir dómar vöktu furðu. Kærum fjölgar Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2009 tilkynna aðeins þrettán prósent þeirra sem verða fyrir kyn- ferðisofbeldi á Íslandi brotið til lög- reglu. Engu að síður er það aðeins í Svíþjóð sem hlutfallslega fleiri kærur miðað við íbúafjölda eru lagðar fram. Víðast hvar í Evrópu er kærum þó farið að fjölga. Hér á landi hefur kær- um til lögreglunnar fjölgað stöðugt frá árinu 2002 samkvæmt upplýsing- um Liz Kelly. Og samkvæmt skýrslu um konur í kreppu fjölgaði kynferð- isglæpum á landsbyggðinni verulega árið 2009 og voru hlutfallslega flest í Vestmannaeyjum eða 54 brot á hverja tíu þúsund íbúa. Til saman- burðar voru brotin níu á hverja tíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar hefur sakfellingum ekki fjölgað í takt við þessa þróun, hvorki hér á landi né annars staðar. Samkvæmt skýringarmynd sem Liz birti á ráðstefnunni voru til dæmis lagðar fram tólf kærur á Íslandi árið 2001 en 112 árið 2002. Ákært var í sex málum árið 2001 en í níu málum árið 2002. Sakfellt var í fjórum málum bæði árið 2001 og 2002. Þannig hrap- aði hlutfall sakfellinga úr 33 prósent- um árið 2001 niður í fjögur prósent árið 2002. Ranghugmyndir um nauðganir Í rannsókn sem gerð var kom í ljós að í sextán löndum hefur kærum fjölgað en hlutfall sakfellinga lækk- að. Aðeins í þremur löndum hefur fjöldi sakfellinga haldist í hendur við fjölgun kæra. Liz hefur reynt að kom- ast að því hvað veldur þessu með því að ræða við fagaðila og mætir oftar en ekki ranghugmyndum um nauðganir fyrr og nú. Henni er tjáð að hér áður fyrr hafi málin verið einfaldari. Að flestar nauðganir sem framdar voru fyrir 1980 hefðu verið framdar af nauðgurum. Það er rangt, segir hún. Á tuttugustu öldinni kærðu konur menn sem þær þekktu, yfirmenn og jafnvel fjölskyldumeðlimi. Að nauðganir sem eru framdar af ókunnugum eru yfirleitt ofbeldis- fullar, þeir noti frekar vopn, og þar af leiðandi sé auðveldara að sanna brotið. Liz segir hins vegar að fyrrver- andi makar séu líklegastir til að beita ofbeldi og valda áverkum. Að nauðganir sem eru framdar af manni sem fórnarlambið þekkir valdi minni skaða. „Það er ekki það sem flestar konur munu segja ykkur. Flest- ar konur munu segja að það hefur áhrif á getu þeirra til að treysta öðr- um að einhver sem þær hafa treyst fyrir sér geti gert þeim þetta og oft með svo hrottafengnum hætti. Að vandamálið séu stefnumót- anauðganir þar sem aðeins er hægt að byggja á orði gegn orði. Liz segir hins vegar að nánast engar kærðar nauðganir hafi verið framdar á stefnumóti. Nauðganir eru framdar af mökum, vinum og kunningjum en nánast aldrei á stefnumóti. Fæstar sakfellingar í Belgíu Þegar 899 kynferðisglæpamálum frá níu Evrópulöndum var fylgt eftir í kerfinu kom á daginn að mál eru lát- in niður falla á öllum stigum ferlisins. Ástæðurnar eru flóknar, því þetta ger- ist á mismunandi stöðum í ferlinu og mismunandi aðilar koma að þessari ákvörðun. Sums staðar getur þoland- inn dregið kæruna til baka en ann- ars staðar er það ekki hægt. Í sum- um löndum getur lögreglan látið mál niður falla en annars staðar getur að- eins ákæruvaldið gert það. En þó að kerfin séu mismunandi þá er niður- staðan svipuð. Að meðaltali enda fimmtán pró- sent mála með sakfellingu, lægst er hlutfallið í Belgíu þar sem það er fjög- ur prósent en hæst er það í Þýskalandi þar sem það er 23 prósent. Frá 20 til 68 prósenta mála eru lát- in niður falla á rannsóknarstigi, með- al annars vegna ónægra sannanna, vegna þess að fórnarlambið dregur samstarf sitt til baka – sem Liz túlk- ar sem skort á trausti á réttarkerfinu. „Það sem konur eru að segja er, ég treysti ykkur ekki til að vernda mig og virða í gegnum þetta ferli. Þess vegna ætla ég að fara úr þessum aðstæð- um.“ Eða vegna falskra ásakana sem átti við í einu til níu prósenta tilvika, en aðeins í einu landi var talið að hlutfall falskra ásakana væri svo hátt. Alla jafna var hlutfall falskra ásak- ana að mati lögreglu og saksóknara í kringum fjögur prósent. Raðnauðgari gekk laus Liz benti þó á að það getur verið vara- samt að afskrifa kæru um nauðgun sem falska ásökun án þess að rann- saka málið. Máli sínu til stuðnings tók hún dæmi af Malcolm Rewa, manni sem talið er að hafi nauðg- að að minnsta kosti fimmtíu konum í Nýja-Sjálandi á fimmtán ára tíma- bili. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir árásir á 27 konur. En Malcolm var kærður fyrir fyrstu nauðgunina sem hann framdi. Fórn- arlambið var ung stúlka sem var í glæpagengi sem hann stýrði en þar sem hún var á jaðri samfélagsins þótti hún ekki trúverðug og lögreglan trúði ekki frásögn hennar. Félagi Mal- colms í genginu veitti honum falska fjarvistarsönnun sem var tekin gild og málið var aldrei rannsakað. „Það þýddi ekki aðeins að hann hefði frelsi heldur fékk hann einnig sjálfstraustið til að nauðga mun fleiri konum. Það sem er svo áhugavert við þetta mál er að lögreglan í Nýja-Sjá- landi sagði að þetta hefði kennt þeim lexíu, – að trúa alltaf þar til annað kemur í ljós.“ Sagði hún að þetta væri ekki eins- dæmi. Á síðustu þremur árum hefði það gerst þrisvar sinnum að kon- ur í Bretlandi hefðu lagt fram kæru á hendur nafngreindum manni en þeim hefði ekki verið trúað og mað- urinn hefði haldið áfram og nauðgað fleiri konum. Hún sagði því mikilvægt að draga úr tortryggni gagnvart konum sem leggja fram kærur og breyta hug- myndum okkar um nauðganir. Við yrðum að opna augu okkar fyrir því að nauðganir ættu sér stað í hvers- dagsleikanum og ættu lítið skylt við almennar staðalmyndir af nauðgun- um, nauðgurum og fórnarlömbum þeirra. Sakfellt þegar mál líkjast staðalímyndum Hins vegar var það niðurstaða rann- sóknarinnar að þegar menn eru sak- felldir fyrir nauðgun eru málin oft líkari staðalmyndunum en almennt gengur og gerist. Til dæmis voru 32 af þessum 899 málum brot gegn karl- mönnun en aðeins einu sinni var sakfellt vegna nauðgunar sem var framin á karlmanni. Konur sem hafa farið í réttarlæknisskoðun, eru með áverka og stríða ekki við geðræna kvilla eiga mestan séns. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var einnig með erindi á ráðstefnunni þar sem hún fjallaði um þróun refsinga og nauðgunarákvæðis í hegningar- lögum en greint var frá erindi hennar í síðasta helgarblaði DV. Þar tók hún í sama streng og Liz og sagði að þeg- ar brotin væru í takt við staðalmynd- ir af nauðgunum væru refsingarnar þyngri. „Það er að segja ef karlmaður ræðst á konu, ókunnugur karlmaður á afviknum stað, þau þekkjast ekki neitt, og nauðgar henni.“ Sömuleiðis eru meiri líkur á að nauðgunin sé kærð ef hún líkist stað- almyndum af nauðgunum. En eins og Sigríður benti á á hún sér ekki allt- af stoð í raunveruleikanum þar sem það eru yfirleitt einhver tengsl á milli gerenda og þolenda. Oftast sé um kunningjanauðganir að ræða, ætt- ingja, sambýlismenn, eiginmenn eða barnsfeður. Þó að sjaldnar sé sakfellt í slíkum málum geta tengslin orðið til refsi- þyngingar. Það átti til dæmis við í dómi Hæstaréttar frá árinu 1999 þar sem maður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðis- glæpi gagnvart konu sem hann hélt nánast í gíslingu en tæplega ársgam- alt barn þeirra var einnig á heimilinu. Í því máli var einnig sakfellt fyrir lík- amsárás en samkvæmt Sigríði get- ur stórfellt ofbeldi og brot sem eru framin á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt orðið til refsiþyng- ingar. Óttast vantrú Í erindi sínu velti Liz því upp hvað réttlæti þýðir í raun og veru fyrir fórnarlömb nauðgara. Því að á með- an fólk veit að það á á hættu að fá á sig fórnarlambsstimpil og framkom- an gangvart því taki mið af því, það þurfi jafnvel að bera skömm eða þola fordæmingu, munu margir kjósa að segja ekki frá ofbeldinu. „Fullorðnar konur eru almennt meðvitaðar um möguleikann á að þeim verði ekki trúað eða að þeim verði kennt um fyrir það sem kom fyrir þær.“ Sem er miður því rannsóknir hafa sýnt fram á að það að einhver trúi og hlusti á þegar fórnarlömb kynferð- isglæpa segja frá ofbeldinu er það sem skiptir allra mestu máli. Þar af leiðandi eru þeir líklegri til að segja þeim frá sem er líklegur til að hlusta, vini, einhverjum sem þær þekkja og er þeim náinn, einhverjum sem þær telja að muni trúa þeim og styðja. Sá sem verður fyrir valinu ber mikla ábyrgð því viðbrögð hans geta opnað á möguleikann á að fara lengra með málið eða dregið kjarkinn úr þoland- anum. Benti Liz hins vegar á að réttarkerfið gerði þá kröfu að kon- ur færu strax á lögreglustöðina og leggðu fram kæru. „Af hverju?“ spurði n Oftast er kært, ákært og sakfellt í nauðgunarmálum sem líkjast staðalmyndum af nauðgunum n Framkoma fórnarlamba skiptir máli við meðferð naugðunarmála„Karlmaður ræðst á konu, ókunnug- ur karlmaður á afviknum stað, þau þekkjast ekki neitt, og nauðgar henni. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Hvernig á að fá nauðgara dæmdan? Í bandarískri rannsókn frá árinu 1998 á trúverðugleika í réttarsal kemur fram að staðalmyndir af nauðgunum birtast í spurningum sem lagðar eru fyrir fórnarlömb kynferðisglæpa. Áhersla var lögð á að fötin væru ekki rifin, áverkar væru ekki til staðar, hegðun eftir árásina væri ekki í samræmi við það sem hún ætti að vera, viðkomandi hefði ekki veitt nægilega viðspyrnu auk þess sem kynferðisleg og heilsufarsleg saga viðkomandi var dregin fram Til að stemma stigu við þessu þurftu fórnarlömbin að færa sannfærandi rök og fullgildar sannanir fyrir því að nauðgunin hefði ekki verið framin með þeirra vilja ef málið átti að enda með sakfellingu. Fórnarlömb áttu einnig … n … að vera kurteis en ekki eftirlátssöm n … að vera samvinnuþýð en ekki undirgefin n … ekki að ýkja en segja skýrt frá án þess að hika n … að svara umsvifalaust og nákvæmlega n … að tala án þess að skammast sín Þeir eru dæmdir Mestar líkur eru á að menn séu dæmdir fyrir nauðgun ef þeir falla undir þessar skilgreiningar: n Eru af erlendu bergi brotnir n Eru ókunnugir eða nýlega kunnugir þolandanum n Eru ekki núverandi eða fyrrverandi maki þolandans n Hafa verið kærðir áður eða fengið á sig dóm Sjaldan sakfellt fyrir nauðgun á karli Átta karlar leituðu til neyðarmót- töku vegna nauðgana árið 2010 og er það metfjöldi karla sem leita þangað eftir nauðgun. Árið 2009 var aðeins einn karlmaður sem gerði það. Í evrópskri rannsókn var 899 nauðgunarmálum í níu löndum fylgt eftir. Í 32 tilvikum var um nauðgun á karlmanni að ræða og í þeim málum var aðeins sakfellt í einu tilviki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.