Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 19
Helgarblað 12.–15. september 2014 Fréttir 19 Einkabílaleiga eins og völundarhús og Viking Cars og Carrenters fara, og forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að um leigu í eigin þágu væri að ræða en ekki í atvinnuskyni. Blaða- maður sendi Janusi Guðmundssyni, stjórnarformanni Integral Turing, sem rekur Caritas, spurningar um þeirra fyrirtæki í síðustu viku. Þar var sagt frá afstöðu Samgöngustofu og spurt var hvort fyrirtækið væri ekki að hvetja til ólöglegs athæfis með því að útvega einstaklingum bílaleigu- samninga og auðvelda þeim að aug- lýsa bílana sína á heimasíðu sinni. Svarið, sem barst skriflega, hljóðaði svo: „Nei. Einstaklingur sem veitir öðrum aðila tímabundin afnot af bif- reið sinni gegn gjaldi þarf ekki starfs- leyfi, enda sé ekki um atvinnustarf- semi af hans hálfu að ræða og leigan er auk þess í eigin þágu, sbr. 1. gr. laga nr. 64/2000 um bílaleigur.“ Í svar- inu kom jafnframt fram að fyrirtækið væri aðeins milligönguaðili og hljóm- uðu svörin mjög lík þeim sem fengist höfðu frá Viking Cars og Carrenters. Annað hljóð kom þó í strokkinn þegar leið á vikuna og tveimur dög- um eftir að þetta svar barst hafði fyr- irtækið breytt um stefnu og ákveðið að fara aðra leið, sem er sú sama og forsvarsmenn Rentit höfðu ákveðið að fara nokkru áður. Hún gengur út á það að fyrirtækið er bílaleiga en ekki aðeins miðlun. Einstaklingar geta auglýst bílana sína á síðum fyrirtækj- anna, ráðið verði og hverjum þeir leigja. Caritas og Rentit leigja hins vegar sjálfir bílana af eigendum þeirra og áframleigja síðan til viðskiptavina sinna. Þannig er bílaleigusamningur- inn sjálfur tvíþvættur, annars vegar á milli eiganda og fyrirtækis og hins vegar á milli fyrirtækis og leigutaka. Þetta er eitthvað sem hefðbundnar bílaleigur hafa gert og er þekkt í þess- um geira. „Viljum fylgja túlkun Samgöngustofu“ „Þetta var það sem við ætluðum upp- haflega að gera. Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta ekki svona strax voru meðal annars upplýsingar frá tryggingafélögum. Við viljum leggja okkur fram um að fara að lögum og þess vegna breyttum við þessu, eft- ir að hafa ráðfært okkur við okkar lögmenn,“ segja þeir Janus og með- eigendur hans í fyrirtækinu, þeir Vignir Már Lýðsson og Þengill Björns- son. Þeir taka undir það sem áður hefur komið fram, um að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá Sam- göngustofu þegar blaðamaður spyr hvers vegna þeir hafi ekki sjálfir sent inn þá sömu einföldu spurningu til Samgöngustofu og blaðamaður gerði: Er leiga á bíl í eigin þágu ef þriðji að- ili hagnast? „Við gerðum það. Fyrirtækið er nýtt og ekki langt síðan við fórum í loftið. Okkar skilningur var sá að vafi væri á því hvort slík leiga væri í eig- n Ný lög banna leigu á einkabílum n Löglegt samkvæmt núgildandi lögum n Telja stóru bílaleigurnar á móti einkabílaleigu in þágu og það sögðu lögmenn okk- ar líka. Engin reglugerð eða lög fjalla nákvæmlega um þessa starfsemi því hún er ný og þess vegna eru fyr- irtækin að gera þetta með mismun- andi hætti. Enginn veit í raun hvernig á að gera þetta. Við viljum fylgja túlk- un Samgöngustofu nú en við fengum hins vegar önnur svör frá þeim upp- haflega. Fyrst þegar við töluðum við þá virtust þeir ekki átta sig á þessari hugmynd. Þeirra svör voru því byggð á misskilningi,“ segir Vignir Már. Eft- ir að þeir fengu spurningar frá blaða- manni ráðfærðu þeir sig við lögmenn sína og breyttu skilmálum fyrirtæk- isins um útleigu á bílum á þann veg sem greint er frá hér að ofan. Fyrir- tækið er því orðin hefðbundin bíla- leiga í skilningi laganna, líkt og Rentit. Vilja stofna samtök Þeir Janus, Vignir og Þengill vilja stofna samtök þessara fjögurra fyrir- tækja sem hér eru til umfjöllunar til þess að hafa áhrif á nýja frumvarpið um bílaleigur. Þeir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og segja að allir muni hagnast á því. „Við viljum hafa áhrif eftir hefðbundnum leið- um og höfum þess vegna ákveðið að stofna svona samtök. Okkar trú er sú að öll þessi fyrirtæki muni lifa ef þau munu geta starfað eftir lögum. Ef ekki, þá segir það sig sjálft að þau lifa ekki og þeim verður lokað,“ segir Janus og Vignir bætir við: „Stórir aðilar sem eru að velta milljörðum á ári eru að reyna að koma því í lög að svona starfsemi sé bönnuð,“ og þá tekur Þengill við: „Það sem mun gerast ef þetta verð- ur ólöglegt, þá fer þetta eitthvað ann- að og fólk mun halda áfram að gera þetta. Markaðurinn er til staðar,“ seg- ir Þengill og Janus botnar setninguna með því að segja að þessi leiga muni fara á svarta markaðinn. Víst er að margt er til þeim orðum og þeir félagar hitta þarna á mjög mik- ilvægan punkt. Þessi starfsemi mun ef til vill að endingu verða að svartri at- vinnustarfsemi ef ekkert breytist og ekki verður ráð fyrir henni í lögum. Þá er einnig ljóst af þeirra orðum að þeir eru ekki að stefna að samkeppni við hefðbundnar bílaleigur, heldur vilja þeir nýta bílaflota landsins betur með jafningaleigu. Segja þeir að hún hafi betri áhrif á umhverfið og samfélag- ið í heild. „Markmiðið ekki að tjalda til einnar nætur“ Fjórði aðilinn, Rentit, hefur frá upp- hafi viljað fara þá leið sem Caritas hefur nú ákveðið að fara. Fyrirtæk- ið er hefðbundin bílaleiga en félag- ið sem rekur starfsemina er Kaldalón ehf. Eigandi þess er Jóhann Jóhanns- son sem segir að hugmyndin um jafn- ingaleigu geti vel gengið upp miðað við núverandi lög, sé fyrirtækið rekið á þennan máta. „Þegar ég lagði af stað var hug- myndin sú að vera bara með miðl- un, svipað og Carrenters er að gera í dag. Fljótt sá ég að það var ólög- legt, þar sem ég þurfti að vera að- ili að bílaleigusamningnum. Í febr- úar 2013 var sú leið sem ég ætlaði að fara samþykkt af Samgöngustofu en um vorið fóru Carrenters af stað með sína síðu og allt fór í uppnám. Þeir sem ég hafði rætt við héldu þá að myndi fara sömu leið en það stóð aldrei til. Í kjölfarið hélt ég áfram minni vinnu til að gera þetta sem best og markmiðið var ekki að tjalda til einnar nætur, heldur að fyrirtæk- ið gæti starfað allan ársins hring og samkvæmt lögum. Á leiðinni hafa orðið margir árekstrar og stóru bíla- leigurnar hafa gagngert unnið að því að reyna að skrifa þessa starfsemi út úr lögunum,“ segir Jóhann og sparar ekki stóru orðin. Vill hafa áhrif í gegnum SAF Honum líst þó ekki vel á þá hugmynd að stofna samtök þessara fyrirtækja eingöngu. „Rétti vettvangurinn fyr- ir þetta er að skrá sig hjá Samtök- um ferðaþjónustunnar og taka þátt í heildarvinnunni. Við erum ekk- ert öðruvísi en aðrar bílaleigur og af hverju ættum við að taka okkur út úr því? Eðlilegasti vettvangurinn fyrir okkur væri hjá SAF,“ segir Jó- hann. Kaldalón er nú þegar skráð í SAF og sendi hann sjálfur inn um- sögn um nýja frumvarpið í sumar á meðan það var hægt. Þar gagnrýndi hann það harðlega að tekið væri fyrir starfsemi fyrirtækja í jafningjaleigu. Jóhann segir þó að hugsanlega væri það sniðugra að stofna regnhlífar- samtök fyrir öll fyrirtæki sem starfa í jafningjaleigu, hvort sem þau eru með bíla, íbúðir eða hvað annað. „Hver er réttur neytandans?“ Framkvæmdastjóri Hölds, sem mik- ið hefur verið vísað til hér, er Berg- þór Karlsson. Hann er fulltrúi SAF í starfshópi sem útbjó ný lög um bíla- leigur ásamt fulltrúa ráðherra, Sam- göngustofu og Ferðamálastofu. „Það sem ég persónulega hef áhyggjur af vegna svona jafningaleigu er að þar er mikið um eldri bíla og jafnframt hef ég áhyggjur af orðspori ferðaþjón- ustunnar. Hver er réttur neytandans ef eitthvað kemur upp á, til dæmis úti á landi, hvernig verður honum sinnt? Ég lít ekki á þessi fyrirtæki þannig að þau séu í samkeppni við okkur, venju- lega bílaleigu eða önnur sem eru að leigja nýja bíla. Það er frekar að þau séu að keppa við bílaleigur með lak- ari bíla, sem stundum eru kallaðar „druslubílaleigur“. Fólkið sem leigir hjá þeim fer hugsanlega yfir í þetta. Það að ein- hver einstaklingur sjái um þetta, hvernig á hann að upplýsa kaupend- ur um hættur og annað? Það er bara einhver úti í bæ sem afhendir bílinn, hvernig upplýsir hann fólk? Að sama skapi, hver er réttur neytandans? Hver bjargar honum á Hornafirði ef hann er saklaus og það er keyrt aft- an á hann? Hvað gerist?“ segir Berg- þór. Hann segir muninn liggja í því að einstaklingurinn eigi bara einn bíl og geti ekki tryggt að leigutakinn geti haldið áfram ferð sinni með því að fá nýjan bíl. Hafa fundað um málið Nýju lögin setja því ekki einhver við- mið sem hægt er að fara eftir, heldur banna starfsemi jafningjaleiga alfar- ið. Var ekkert tillitið tekið til þess að hægt væri að fara þessa leið með lög- legum hætti samkvæmt nýjum lög- um? „Þessi hugmynd var rædd á síð- asta fundi okkar fyrir stuttu og það er á dagskránni að hittast aftur til að ræða einmitt þetta mál. Frumvarp- ið er auðvitað ekki fullunnið og það er í höndum ráðherra að breyta ein- hverju áður en það fer í sitt ferli hjá Alþingi. Við ræddum meðal annars hvernig við sæjum það fyrir okkur að þetta gæti gengið. Fyrst og fremst viljum við tryggja öryggi og hags- muni neytanda og bíleiganda. Mið- að við druslubílaleigur þá er erfiðara að koma böndum á svona starfsemi, en þegar við byrjuðum á því að semja lögin þá var aðeins rætt um miðlun. Ljóst var frá upphafi að slíkt gæti ekki gengið, sem eðlilegt er,“ segir Bergþór. „Erum ekki að koma í veg fyrir samkeppni“ Hann tekur undir þau orð blaða- manns að hugtakið um jafningjaleigu sé svo nýtt að erfitt hafi reynst að finna út um hvað sú hugmynd snýst og hvernig hún er útfærð. „Þetta þarf að skoða. Við erum ekki að reyna að koma í veg fyrir samkeppni, það þurfa allir að passa sig á slíku,“ segir Berg- þór og ítrekar að hann telji þessi fyrir- tæki ekki vera í samkeppni við stærri bílaleigur, heldur frekar þær sem eru með eldri bíla. Ekki náðist í ráðherra iðnaðar og viðskipta, Ragnheiði Elínu Árnadót- ur, við vinnslu fréttarinnar til að fá hennar viðbrögð. Fróðlegt verður að fylgjast með frumvarpinu á leið sinni í gegnum þingið, en eins og staðan er í dag er málið einfalt. Einstaklingar sem vilja leigja bílana sína löglega geta ekki gert það nema með því að verða sér sjálfir úti um bílaleiguleyfi og tryggja og skrá bílinn sinn rétt. Þannig geta þeir nýtt sér þjónustu bæði Carrenters og Viking Cars. Að öðrum kosti geta þeir leigt bílana sína til Rentit eða Caritas, sem sjá um rétta skráningu og tryggingar fyrir eiganda bílsins. n Tvær leiðir til að leigja út einkabíl Sa m nin gu r Samningur Sam ningur Au glý sin g Au glý sin g Auglýsing Auglýsing Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er þessi leið lögleg miðað við núverandi lög. Bílaleigan leigir einkabíl af einstaklingi og leigir hann svo áfram til leigutakans. Eigandi bílsins getur þó ráðið því hver fær að leigja bílinn og á hvaða verði. Sé leigusamningurinn eins og í þessu dæmi, beint á milli eiganda bílsins og leigutaka, þá verður bílaeigandinn að hafa bílaleiguleyfi og vera með skráningu bílsins og tryggingar í lagi. Annars er samningurinn ólöglegur. Fyrirtækið sem á miðlunarsíðuna er ekki bílaleiga. A B „Þeir vita ekki hvernig þeir eiga að taka á þessu Fjögur fyrirtæki og tvær leiðir Hægt er að leigja út bílinn sinn í gegnum fjögur vefsvæði, með mismunandi aðferð. Tvö þeirra líta aðeins á sig sem miðlun, en hin tvö eru bílaleigur. Eins og sjá má á þessum skjáskotum eru síðurnar afar áþekkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.