Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 26
26 Umræða Helgarblað 12.–15. september 2014 Róum okkur aðeins! Umsjón: Henry Þór Baldursson Könnun Ertu ánægð/ur með þær skatta- breytingar sem birtast í fjárlaga- frumvarpi Bjarna Benediktssonar? Sögublinda Ólafs Ragnars R æða Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, við setningu Alþingis á þriðju- daginn var einstaklega inni- haldsrýr. Mér finnst eins og forsetinn sé ekki í tengslum við nú- tímann; hann talar um og inn í for- tíðina og bjagar yfirleitt söguna með þjóðernisrómantík eða jafnvel hreinu falsi. Saga Íslands virðist hafa hafist í aðdraganda og með lýðveld- isstofnuninni árið 1944. Svo endar sagan eiginlega. Atburðir sem á und- an komu og eftir eru eiginlega bara neðanmálsgreinar við þennan stór- atburð í Íslandssögunni. Meira að segja bankahrunið árið 2008, sem verður að teljast miklu stærri og afdrifaríkari atburður í heimssögulegum skilningi og jafnvel Íslandssögulegum, verður að aukaat- riði í söguskýringum forsetans. Lýð- veldisstofnun á Íslandi skiptir litlu máli í heimssögulegum skilningi á meðan Ísland mun eiga sinn pínlega stað í sögubókum framtíðarinnar um alþjóðlegu fjármálakreppuna árið 2008 sem eitt versta dæmið um þjóð- ríki sem fór fram úr sér. Þáttur forset- ans í því hruni er auk þess sannarlega tryggður, að minnsta kosti í íslensk- um sögubókum. Ólafur Ragnar segir að Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveld- isins, hafi verið „fyrsti þjóðhöfð- inginn í veröldinni sem kosinn var með beinu lýðræðislegu vali þjóðar“. Þetta er rangt. Sveinn var fyrst kjör- inn ríkisstjóri af Alþingi árið 1941 og svo forseti af Alþingi árið 1944. Eft- ir þetta var hann tvívegis þjóðkjör- inn án atkvæðagreiðslu. Ekki var um að ræða neitt beint „lýðræðislegt val þjóðar“. Fyrsti forsetinn sem íslenska þjóðin kaus í beinum lýðræðislegum kosningum var eftirmaður hans, Ás- geir Ásgeirsson. Ólafur Ragnar seg- ir að stofnun lýðveldisins hafi ver- ið „byltingarkennd“ og að það hefði tekið nágrannaþjóðir Íslendinga í Evrópu mörg ár að virða þjóð- höfðingjann sem var „tákn þessara þáttaskila“. Forsetinn lætur þess ekki getið að Íslendingar slitu stjórnarsambandi við Danmörku einhliða og á meðan síðari heimsstyrjöldin gekk yfir og Danmörk var hernumið land. Dan- mörk hafði ekki miklar forsendur til að mótmæla sjálfstæðisyfirlýsingu og lýðveldisstofnuninni á Íslandi enda áttu sér þá stað atburðir í heima- landinu og Evrópu sem verða að telj- ast hafa verið meira aðkallandi en sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Her- nám Danmerkur var sannarlega Ís- lands brauð. Forsetinn lætur þess heldur ekki getið að Ísland var það land í Evrópu sem fékk hlutfallslega mesta Mars- hall-aðstoð frá Bandaríkjunum per capita af öllum löndum Evrópu. Ís- lendingar fengu þessa aðstoð þrátt fyrir að áhrifa seinni heimsstyrj- aldarinnar hafi gætt í miklu minna mæli hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Ísland var aldrei stríðshrjáð þó að seinni heimsstyrjöldin hafi sett í strik í reikninginn hvað varð- ar siglingar til og frá landinu, inn- og útflutning og þó hér hafi verið fyrst breskur og síðar bandarískur her til að verja landið, og vegna hernað- arlega mikilvægrar legu landsins í Norður-Atlantshafi. Íslendingar not- uðu Marshall-aðstoðina hins vegar til að byggja upp innviði samfé- lagsins, og eins atvinnutæki eins og Áburðarverksmiðju ríkisins, og naut þjóðin aðstoðarinnar fram yfir 1970. Þá eru ótaldir allir þeir fjármunir sem bandaríski herinn kom með inn í ís- lenska efnahagskerfið og skildi eft- ir sig í formi launa og annarra efn- islegra gæða allt fram á síðasta áratug þegar hann hvarf af landinu. Í staðinn fyrir að tala um Marshall- aðstoðina, og jákvæð efnahagsleg áhrif af veru breska og bandaríska hersins á Íslandi – víða í bæjum og sveitum var fyrsta launavinna ungra Íslendinga hjá hernum – talar Ólaf- ur Ragnar um það hvernig erlendar þjóðir hafi á fyrstu árum lýðveldisins arðrænt fiskiveiðiauðlindir þjóðar- innar. „Í þessum efnum var Alþingi mikill vandi á höndum á fyrstu ára- tugum lýðveldisins því erlend ríki tóku sér stóran hluta aflans, sendu togara og fiskiskip upp að ströndum landsins.“ Einungis eitthvað slæmt kom að utan frá öðrum löndum, ekk- ert gott, og Íslendingar þurftu að verj- ast öðrum kúgandi þjóðum. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar var sannarlega mikilvæg fyrir Ísland en að ætla að segja söguna af lýð- veldisstofnuninni án þess að setja hana í samhengi við seinni heims- styrjöldina, hernám Danmerkur, komu bandaríska hersins til Íslands og veitingu Marshall-aðstoðarinn- ar er vægast sagt villandi. Eins og Ís- lendingar hafi, einir og óstuddir og án þess að atburðir í öðrum löndum hafi skipt máli, öðlast formlegt sjálf- stæði og komið undir sig fótunum í efnahagslegum skilningi algjörlega af sjálfsdáðum. Þegar forsetinn loksins ver örfá- um orðum í að tala um samtímann og framtíðina þá hlýtur lesandinn að staldra við þær skýringar hans að verstu afleiðingar bankahrunsins hafi verið þær „harkalegu tilraun- ir annarra til að beygja okkur“. Með þessum orðum á forsetinn vænt- anlega við Icesave-skuldirnar, sem hann átti þátt í að koma í veg fyrir að lentu á þjóðinni. Icesave-málið er hins vegar ekki sjálft bankahrunið á Íslandi heldur aðeins ein afleiðing þess. Að ætla að einfalda bankahrunið niður í óvin- veittan vilja erlendra þjóða í Icesave- málinu í garð Íslendinga er beinlín- is rangt. Forsetinn gerir lítið úr eigin ábyrgð Íslendinga á bankahruninu; þeirri staðreynd að íslenska þjóðin, stjórnmálaflokkar, ríkisvaldið og eft- irlitsstofnanir leyfðu íslenska banka- kerfinu að verða tólf sinnum stærra en þjóðarbúið. Erlendir aðilar bera ekki ábyrgð á þeirri staðreynd held- ur Íslendingar. Stærð bankakerfisins á Íslandi var helsta ástæða hruns- ins. Skuldinni af þessari stækkun bankakerfisins, og á endanum hruni þess, verður eingöngu skellt á Ís- lendinga sjálfa þó að fall Lehman hafi haft keðjuverkandi áhrif. Ís- lenskra bankakerfið gat ekki ann- að en hrunið á endanum því það var orðið allt of stórt. Svo segir forsetinn að þótt banka- hrunið hafi „um tíma“ ógnað þeim „árangri“ sem íslenska þjóðin hefur náð frá lýðveldisstofnun þá sé þeirri baráttu lokið með hjálp þingheims. „Heiðurinn er við lok þessar- ar glímu alls þingheims og það ber í senn að virða og þakka,“ segir Ólafur Ragnar og talar eins og glímunni við bankahrunið sé lokið. Hann lítur því framhjá gjaldeyr- ishöftunum, beinni afleiðingu af bankahruninu og falli krónunnar, sem sennilega er mest aðkallandi og stærsta vandamálið í íslenskum sam- tíma. Hvernig losa á um gjaldeyris- höftin og hvaða afleiðingar það mun hafa kann að að hafa grundvallar- áhrif á lífsskilyrði á Íslandi á næstu árum. Þá gleymir forsetinn líka smærri stórum vandamálum eins og fjármögnuninni á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem ennþá er ekki í hendi og gæti lent beint á ríkissjóði ef 80 milljarða bankaskatturinn reyn- ist ekki lögmætur. Þá má ekki gleyma öðrum dómsmálum sem snerta hrunið, hvort sem um er að ræða op- inber mál eða einkamál, sem enn eru ekki komnar niðurstöður í. Forsetinn hefur því rangt fyrir sér þegar hann talar eins og hægt sé að setja punkt aftan við bankahrunið og að afleiðingar þess liggi nú fyr- ir. Rykið er hvergi nærri sest eftir bankahrunið fyrir tæpum sex árum og þjóðin er enn að takast á við af- leiðingar þess og mun líklega gera um ókomin ár. Þær söguskýringar henta Ólafi Ragnari hins vegar ekki. Rétt eins og söguskýringar forsetans um lýðveldisstofnunina og fyrstu ár sjálfstæðs Íslands eru einnig bjagað- ar, jafnvel falskar. Ég held að íslenska þjóðin þurfi aðra vita og betri til að rýna í og greina Íslandssöguna og samtímann en forseta Íslands. Sögu- skýringar hans miða allar ranglega að því að Ísland sé sjálfstæð og keik þjóð sem berjist ein gegn óvinveittum ytri öflum og geti aðeins, og hafi aðeins, treyst á sjálfa sig og sína á síðustu 70 árum. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari „Heiðurinn er við lok þessarar glímu alls þingheims og það ber í senn að virða og þakka. 94,1% 3,8%2,2% n Já n Nei n Hvorki né
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.