Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 12.–15. september 2014 Skrýtið Sakamál 39 Í dag, föstudaginn 12. septem- ber, verður tekinn af lífi Surind- er nokkur Koli, indverskur mað- ur sem dæmdur var til dauða 13. febrúar 2009. Mál Surinders var kallað „mál hryllingshússins“ og voru hvor tveggja Surinder og vinnu- veitandi hans, Moninder Singh Pandher, dæmdir til dauða fyrir morð á 14 ára stúlku, Rimpa Hald- ar. Moninder var síðar sýknaður af morðinu. Þeir voru handteknir árið 2007 eftir að líkamshlutar fund- ust skammt frá heimili Moninders, í Noida í grennd við Nýju-Delí, þar sem Surinder hafði einnig aðsetur, árið 2006. Líkamsleifar finnast En málið var viðameira og varðaði mun fleiri fórnarlömb og skuggalegt athæfi sem þeir höfðu stundað um árabil. Um tveggja ára skeið höfðu ungar stúlkur, allt niður í þriggja ára aldur, horfið úr þorpinu Nithari og í desember 2006 höfðu tveir íbúar þorpsins samband við lögregluna. Sögðust þeir vita hvar væri að finna líkamsleifar einhverra þeirra stúlkna sem horfið höfðu; í vatnstanki á bak við hús D5. Hvor tveggja mannanna var fað- ir stúlkna sem horfið höfðu og grun- aði þá báða að Surinder Koli, heim- ilishjálp Moninders, væri viðriðinn hvarf dætranna. Þeir sögðu enn fremur að þeir hefðu ítrekað komið að lokuðum dyrum hjá lögreglunni og því leitað á náðir S.C. Mishra, fyrr- verandi forseta velferðarráðs íbúa í Nithari. Mishra og feðurnir tveir höfðu rannsakað tankinn og fundið rotnandi hönd. Að minnsta kosti 19 fórnarlömb Þegar upp var staðið taldi lögreglan að fórnarlömb tvímenninganna væru að minnsta kosti 19, hvort tveggja konur og börn. Surinder, sem hafði hrökklast úr námi og að lok- um orðið heimilishjálp hjá Monind- er, hafði lokkað börnin með sælgæti. Innan veggja heimilis Moninders nauðgaði Moninder fórnarlömbun- um og Surinder fékk „leifarnar“. Þegar Surinder hafði lokið sér af myrti hann fórnarlömbin og sundur- limaði. Líkamsleifar sumra fórnar- lambanna fundust í pokum sem höfðu verið faldir. Að sögn íbúa í hverfinu hafði lög- reglan, þrátt fyrir þrýsting af hálfu foreldra, látið undir höfuð leggjast að rannsaka mannshvörfin vegna þess að um var að ræða börn úr fátæk- um fjölskyldum. „Af hverju ert þú að ónáða okkur með svona smámáli?“ var svarið sem eitt foreldri fékk frá lögreglunni sem fullyrti að umrætt barn hefði bara hlaupist að heiman. Indælis náungi Hvað þátt Moninders Singh Pand- er varðaði var fólk slegið, hvort tveggja ættingjar og vinir. Hann var hæglætisnáungi og hvers manns hugljúfi. Þeir sem hann þekktu kölluðu hann „Goldy“ en hann hafði fengið fjölskyldufyrirtæki í arf. En ekki er allt sem sýnist því við rannsókn kom í ljós að bernska Moninders hafði verið lituð erfið- leikum. Hjónaband hans var einnig í molum og eiginkona hans og son- ur bjuggu ekki hjá honum og lítið samband á milli hans og þeirra. Moninder lifði lúxuslífi; drakk eðalvín, spilaði golf og hafði gam- an af hryllingssögum. Hlutir sem lögreglan fann á heimili hans stað- festu þetta, en einnig dökka hlið til- veru hans; myndir af honum með nöktum börnum. Moninder hefur verið sýknað- ur af einhverjum morðanna, en bíður dóms hvað önnur varðar. En sem fyrr segir mun skósveinn hans, Surinder Koli, safnast til feðra sinna í dag. n HRYLLINGSHÚS Í NITHARI „Af hverju ert þú að ónáða okkur með svona smámáli? n Myrkraverk auðkýfings og skósveins hans n Skósveinninn mætir skapara sínum í dag Húsbóndinn Moninder hefur verið sýkn- aður af sumum morðanna, sýkn eða sekt í öðrum liggur ekki fyrir. Hjúið Surinder verður, samkvæmt indverskum miðlum, sendur yfir móðuna miklu í dag. Þóttist vera látinn tvíburabróðir sinn Svívirðilegur sorphirðumaður sveik út bætur fyrir tugi milljóna í tuttugu ár T homas Murphy, sorphirðu- maður frá Queens í New York, á yfir höfði sér allt að 19 ára fangelsi eftir að hann var ákærður fyrir umfangsmikil bótasvik og persónuþjófnað. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann þóttist vera látinn tví- burabróðir sinn til að svíkja út nærri 600 þúsund dali, rúmar 70 milljón- ir króna, í örorkubótum. Murphy- tvíburarnir fæddust árið 1962 en daginn eftir lést annar þeirra, sem hafði fengið nafnið Robert. En ára- tugum síðar átti Thomas eftir að vekja hann aftur til lífsins, í það minnsta á pappír. Svikamyllan var flókin og umfangsmikil en Thomas þóttist vera bróðir sinn með því að falsa meðal annars ökuskírteini og bankareikning í nafni bróður síns. Hann leigði sér meira að segja auka- íbúð í nafni bróður síns og kynnti sig fyrir nágrönnum sem Robert. Og í nærri tuttugu ár hafði Thomas inn- heimt örorkubætur í nafni bróð- ur síns á grundvelli þunglyndis sem hann sagðist þjást af. Á grundvelli örorkubótanna innheimti Thomas meðal annars niðurgreiðslu á hús- næði og matarmiða á tímabilinu. Eitt af því sem kann að hafa hjálp- að Thomas í svikamyllunni er sú staðreynd að faðir hans hafði sótt um persónuskilríki (social security cards) fyrir syni sína árið 1973, rúm- um ellefu árum eftir fæðingu þeirra og andlát Roberts. Ekki er vitað hvers vegna hann gerði það né hvernig en það varð til þess að Thomas gat stundað bótasvik sín. „Þetta hljóm- ar eins og skáldsaga, ekki satt?“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins í Queens vegna málsins sem fjallað er um í New York Post. Yfirvöld segja að engin takmörk séu fyrir því hversu lágt Thomas Murphy sé reiðubúinn að leggjast fyrir peninga. En svika- myllan komst ekki upp fyrr en and- litsauðkennistækni bandaríska bif- reiðaeftirlitsins (e. DMV) greindi að myndirnar á ökuskírteinum Thom- asar og Roberts væru í raun af sama manninum. n mikael@dv.is Engin takmörk sett Yfirvöld segja að engin takmörk séu fyrir því hversu lágt Thomas Murphy sé reiðubúinn að leggjast fyrir peninga. Hann notaði látinn tvíburabróður sinn til að svíkja út tugmilljónir í bætur. Mynd SHuttErStock
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.