Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 12.–15. september 2014 Nýr veruleiki NATO n Hætta á langvarandi togstreitu milli NATO og Rússlands árið 1994, eða fyrir 20 árum. Fjöl- mörg ríki A-Evrópu og Balkanskaga taka þátt í þessu samstarfi, sem miðar að því að auka samvinnu og byggja upp traust milli þessara að- ila. Þá hafa fjölmörg ríki A-Evrópu gengið í NATO, síðast Króatía árið 2009 sem gekk einnig í Evrópu- sambandið í fyrra. Orsök átakanna í Úkraínu liggur meðal annars í því að ný stjórnvöld þar í landi, sem eru ekki hliðholl Moskvu (les: Vladimír Pútín), vilja horfa í vesturátt. Ef Úkraína myndi til dæmis sækja um aðild að ESB eða NATO, yrði Rússland komið með þessi tvö fyrirbæri alveg upp að sínum landamærum. En slíkt er kannski ekki alveg á dagskránni, sérstaklega í ljósi þess að talið er að ESB taki ekki við nýjum umsóknar- ríkjum á næstu árum. Ekki má gleyma því að Úkraína var annað mikilvægasta lýðveldi gömlu Sov- étríkjanna á eftir sjálfu rússneska lýðveldinu og var oft nokkur tog- streita þeirra í millum. Vaknað af þyrnirósarsvefni Ástandið í Úkraínu er verulega óstöðugt og vopnahlé sem lýst var yfir fyrir síðustu helgi, hefur ekki haldið. Einnig kann að vera að fylkingarnar séu að reyna að koma sér í góða stöðu á vígvellin- um áður en vetur gengur í garð. Slíkt getur verið mjög mikilvægt út frá „taktísku“ sjónarmiði. Þetta ástand er líka nýr veruleiki fyrir NATO, sem segja má að sé kannski að vakna af einhverskon- ar þyrnirósarsvefni. Það er mikil spenna í alþjóðakerfinu og alvar- legar styrjaldir í gangi á nokkrum stöðum, ekki bara í Úkraínu. Því mun örugglega reyna á nýjan aðal- ritara bandalagsins, Jens Stolten- berg, í nýju starfi. n Nýr Norðurlandabúi í NATO-brúnni n Þykir lipur samningamaður n Var einu sinni á móti NATO Um næstu mánaðamót tekur fyrrver- andi forsætisráðherra við af fyrrverandi forsætisráðherra. Báðir eru grannir og dökkhærðir og báðir eru frá Norður- löndum. Sá sem hættir er Anders Fogh Rasmussen, sem einu sinni var á toppi stjórnmálanna í Danmörku og var leiðtogi mið-hægriflokksins Venstre. Við honum tekur jafnaðarmaðurinn Jens Stoltenberg, sem einnig var forsætisráðherra síns heimalands, Noregs. Stoltenberg er því vinstra megin við miðju ef svo má segja og var eitt sinn á móti NATO. Þjappaði Norðmönnum saman eftir Útey Mikið mæddi á Stoltenberg í kjölfarið á hinum hræðilega atburði í Útey þegar hinn morðóði Anders Breivik gekk þar berserksgang og myrti tugi ungmenna í sumarbúðum norskra jafnaðarmanna árið 2011. Stoltenberg sýndi þar mikla festu og ábyrgð og sameinaði norsku þjóðina í sorginni. Stoltenberg er 55 ára, er kvæntur og á tvö börn. Það vekur óneitanlega athygli að nýr Skandinavi taki við keflinu í NATO, en eitt er víst; mörg erfið vandamál bíða Stoltenbergs og gæti hann varla tekið við á erfiðari tímum hjá bandalaginu. Úkraínumálið er þar ef til vill efst á listan- um, en einnig má nefna Mið-Austurlönd, sem og Írak og Sýrland í þessu samhengi. Þúsundir í nýjum viðbragðssveitum NATO hefur ákveðið að mynda nýjar „hraðsveitir“ sem talið er að í verði allt að 4.000 hermönnum með tilheyrandi búnaði. Talið er að Bretland muni láta þessum sveitum í té allt að 1.000 hermönnum, ef ekki meira. Talið er að til að byrja með verði sveitirnar staðsettar í Eystrasaltsríkjunum. Er þetta gert til þess að dempa ótta manna við „rússneska björninn“ en athygli vakti að Pútín lét þau ummæli falla í samtölum við leiðtoga ESB (og ummælunum var lekið í fjölmiðla) að hann gæti hernumið Úkraínu á tveimur vikum. Fleiri lönd hafa aukið viðbúnað sinn vegna aðgerða Rússa, til að mynda Pólland, en þar eru nú þegar nokkur hundruð bandarískir NATO-hermenn. Einnig hafa Svíar ákveðið að auka viðbúnað sinn og auka framlag til varnarmála. Þá hefur ESB ákveðið að herða enn á viðskipta- þvingunum gagnvart Rússum. Minkurinn í hænsnabúinu Því má eiginlega segja að Rússar séu eins og minkur í hænsnakofa, sem gerir alla vit- lausa í kringum sig. En aðgerðir Rússlands hafa aflað Pútín gríðarlegra vinsælda og er þá verið að tala um vinsældatölur í kringum 80% ánægju með aðgerðir hans meðal almennings. Má segja að í Rússlandi sé ekki Bítlaæði í gangi, heldur „Pútín-æði.“ Og á meðan vinsældir Pútíns eru með þessum hætti, þarf hann ekki að hafa miklar áhyggjur og getur í raun gefið stjórnvöldum og almenningsáliti á Vesturlöndum fingurinn. Ísland ætlar að auka framlag sitt til NATO Í framhaldi af fundi NATO í Wales, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, voru, birtist frétt á vef utanríkisráðuneytisins. Í henni segir meðal annars: „Á fundum aðildarríkja fyrr í dag tilkynnti forsætisráðherra um þær fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins. Hyggjast stjórnvöld fjölga borgaralegum sérfræðingum í störfum bandalagsins og auka fjárframlög í einstök verkefni þess, þar á meðal í Úkraínu. Þá munu stjórnvöld auka stuðning við loftrýmisgæslu hér á landi, þ.m.t. við þyrlubjörgunarþjónustu. Á fundunum voru leiðtogar aðildar- ríkjanna sammála um að snúa af braut lækkandi framlaga til varnarmála og samþykktu meðal annars sérstaka við- bragðsáætlun sem gerir ráð fyrir auknum viðbragðsflýti herafla og aukinni viðveru í austanverðri Evrópu.“ Ekki kemur fram hve miklum peningum íslensk stjórnvöld hyggjast veita í aukin verkefni hjá NATO, en velta má upp þeirri spurningu hvort þetta þýði aukna út- þenslu í utanríkisþjónustunni? Ljóst er að ástandið í Úkraínu mun leiða til aukinna hernaðarútgjalda hjá mörgum ríkjum en árið 2013 er talið að 15 útgjaldahæstu ríkin hafi eytt um 1.700 milljörðum dollara til hernaðarmála. Spurningin er því hvort Úkraínumálið setji aukna pressu á fjárlög einstakra aðildarríkja NATO (og annarra), með vaxandi hernaðarútgjöldum. Hress með þetta Verðandi aðalritari NATO, Jens Stoltenberg, brosir eftir að hafa verið tilkynnt að hann fengi starfið. Klárir í slaginn NATO hefur ákveðið að mynda hraðsveitir með þús- undum hermanna vegna ástandsins í Úkraínu. Tóbaksverð tvöfaldast Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að skera upp herör gegn tóbaksreykingum. Liður í við- leitni stjórnvalda til þess er að hækka álögur og gjöld á tóbak sem gæti þýtt að verð mun allt að því tvöfaldast. Þetta er sam- kvæmt frumvarpi sem liggur fyr- ir í suður-kóreska þinginu. Verði það samþykkt myndu lögin taka gildi í byrjun næsta árs. Ef þetta verður að veruleika gæti sígar- ettupakki kostað tæpar sex hund- ruð krónur eftir breytingarnar miðað við rúmar 300 krónur í dag. Suður-kóreskir karlar reykja mikið, en talið er að um 41 pró- sent karlmanna þar í landi séu reykingamenn. Til samanburðar er meðaltalið 26 prósent í ríkjum OECD. Suður-Kóreumenn hækk- uðu verð á tóbaki verulega árið 2004 og dróst þá mjög úr reyk- ingum. Frumvarpið hefur mætt töluverðri andstöðu í þinginu og gætu þó nokkrar breytingar orðið á því áður en greidd verða atkvæði um það. Þá hefur verið lagt til að sígarettupakkar verði merktir sérstaklega líkt og þekkist víða, meðal annars á Íslandi, og að tóbaksauglýsingar verði bann- aðar að hluta til. Losnar ekki við leðurblökurnar Dönsk kona er í bobba þessa dagana. Ástæðan er sú að 200 leðurblökur hafa komið sér kirfi- lega fyrir á heimili hennar í Árós- um, en þar sem leðurblökur eru friðaðar í Danmörku er lítið sem konan getur gert. „Skyndilega sá ég eitthvað fyrir ofan mig. Þegar mér varð litið upp sá ég að þetta var leð- urblaka,“ segir konan, Helle Tryggedson, í samtali við danska ríkisútvarpið, DR. „Þetta var ekki bara ein leðurblaka heldur margar,“ segir hún. Sem fyrr segir eru ekki margir möguleikar í stöðunni fyrir Helle þar sem leðurblökurnar eru frið- aðar sem þýðir meðal annars að ekki má eitra fyrir þeim og í raun ekki heldur fjarlægja þær. Ástæð- an fyrir því að leðurblökurnar komu sér fyrir á heimili Helle er sú að gat var á þaki húss hennar. Helle deyr þó ekki ráðalaus og möguleiki er á að hún geti losn- að við leðurblökurnar án þess að brjóta nein lög. Hafist verð- ur handa við að búa þannig um gatið á þakinu að leðurblökurnar geti flogið út en ekki komist aftur inn. Þetta er ferli sem gæti tek- ið einhverja daga. Vonast Helle til þess að leðurblökurnar, ein af annarri, muni fljúga út. „Ég vil bara að þær fari,“ segir hún hreinskilin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.