Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 12.–15. september 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Fjölskylduveikindi sögð ástæða hvarfsins Sendiherra Íslands í Kína hefur ekki meiri upplýsingar um málið en utanríkisráðuneytið V ið hér í Peking höfum svo sem ekki aðrar upplýs- ingar en utanríkisráðu- neytið sjálft í Reykjavík,“ segir Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Kína, í skrif- legu svari við fyrirspurn DV, að- spurður hvað hafi orðið um Ma Jis- heng, sendiherra Kína á Íslandi. Kínverska utanríkisráðuneytið til- kynnti því íslenska í maí að Ma myndi ekki snúa aftur til starfa á Íslandi en ástæður þess voru ekki skýrðar frekar. Ma fór af landi brott þann 23. janúar síðastliðinn en hugðist snúa aftur í mars. Ekkert varð af heimkomu og engin svör fást frá kínverska sendiráðinu um afdrif hans. Fjölskylduveikindi eða spill- ingarmál hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegar ástæð- ur en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar út vegna starfs- loka sendiherrans. Viðmælendur DV hafa lýst yfir furðu vegna máls- ins. Sendiherra Íslands í Kína segir hvarf sendiherrans úr embætti ekki tengjast spillingarmálum, sam- kvæmt bestu upplýsingum sendi- ráðsins. „Fjarveran mun stafa af fjölskylduástæðum eingöngu, erf- iðs heilsufars aldraðra foreldra sendiherrans og óskar hans um leyfi frá störfum til að sinna þeim,“ segir enn fremur í svarinu. Flókið ferli Eins og kom fram hér að fram- an segist sendiherrann ekki hafa frekari upplýsingar um málið en íslenska utanríkisráðuneytið. Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn DV í síðustu viku, að ráðuneytið byggi ekki yfir upplýsingum um ástæður þess að Ma hefði ekki snúið aftur til starfa: „Við búum ekki yfir frekari upplýsingum, öðr- um en þeim að staðgengill sendi- herra sé Chen Laiping.“ Stefán segir algengt að kínversk- ir embættismenn fái leyfi við slíkar aðstæður og þá séu aðrir settir til að gegna störfum í þeirra stað. „Þetta verður snúnara þegar um sendi- herra er að ræða vegna þess að ferlið til að skipa nýjan er flókið og tímafrekt og tekur að lágmarki hálft ár og oftast eitthvað lengri tíma. Þetta ferli er búið að vera í gangi í nokkra mánuði og er von á beiðni um samþykki fyrir nýjan sendi- herra innan tíðar, ef hún hefur ekki þegar komið.“ Þá segir hann ljóst að fjarvera sendiherrans hafi ekkert að gera með samskipti Íslands og Kína sem séu góð. Engin opinber svör DV hafði samband við kínverska sendiráðið í síðustu viku og spurði um afdrif sendiherrans. Ritari sendiráðsins bað blaðamann um að senda skriflega fyrirspurn. Sú fyrirspurn hljóðar svo: „Ma Jisheng, sendiherra Kína á Íslandi, fór frá Ís- landi þann 23. janúar síðastliðinn. Hann hugðist koma heim í mars en gerði ekki, og það er engin leið að ná í hann. Hvar er sendiherrann?“ Engin svör höfðu borist seinni part fimmtudags þrátt fyrir að fyr- irspurnin hefði verið ítrekuð marg- sinnis í síma og í tölvupósti. Þegar blaðamaður náði aftur sambandi við ritara sendiráðsins fékkst eftir- farandi svar: „Ég er búinn að tala við fólkið sem stýrir svona löguðu og svarið er að þessu verður ekki svarað á þessum tímapunkti.“ Átti að fá heiðursnafnbót DV greindi frá því á miðvikudaginn að Kínversk-íslenska menningar- félagið (KÍM) hefði undanfar- ið haldið uppi fyrirspurnum um kínverska sendiherrann. Arnþór Helgason, formaður KÍM, ræddi við Ma í síma þann 20. janúar eða þremur dögum áður en hann fór af landi brott. Þar var sendiherran- um tilkynnt að félagið hygðist gera hann að heiðursfélaga. „Hann var mjög glaður og sagði að þetta væri mjög gott fyrir feril- skrána sína og að sér hefði aldrei verið sýndur slíkur heiður,“ sagði Arnþór sem hugðist funda með Ma þegar hann kæmi aftur til landsins í mars. Þá kom fram að hann hefði engar spurnir haft af sendiherran- um síðan þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Arnþór segist nú hafa fengið upplýsingar um að alvarleg veik- indi hafi komið upp í fjölskyldu sendiherrans: „Sagt er að þetta hafi ekkert að gera með störf hans hér á landi eða annars staðar.“ n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Sagt er að þetta hafi ekkert að gera með störf hans hér á landi eða annars staðar. Engin svör Hjá kínverska sendiráðinu fást þær upplýsingar að spurningum vegna málsins verði ekki svarað. Mynd Sigtryggur Ari Fór í janúar Ma Jisheng fór af landi brott í janúar og hugðist koma aftur í mars. Sendiherra Stefán Skjaldarson, sendi- herra Íslands í Kína, segir sendiráðið hafa fengið þær upplýsingar að Ma Jisheng hafi fengið leyfi frá störfum vegna fjölskyldu- veikinda. Ölvaður og dópaður Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði bifreið í Skipasundi í Reykjavík rétt fyrir klukkan sjö að kvöldi miðvikudags. Ökumaður- inn var grunaður um akstur und- ir áhrifum fíkniefna og var farþegi í bifreiðinni grunaður um vörslu fíkniefna. Þetta kemur fram í dag- bók lögreglu. Þá var tilkynnt um ölvaðan ökumann í Öskjuhlíð aðfaranótt fimmtudags. Bifreiðin var stöðv- uð í Suðurhlíð og er ökumaður- inn talinn hafa verið undir áhrif- um áfengis og fíkniefna. Þá hefur ökumaðurinn aldrei öðlast öku- réttindi. Auk þess var farþegi í bifreiðinni grunaður um vörslur fíkniefna. Vilja sam- þykkisskrá Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu á Alþingi um stofn- un sérstakrar samþykkisskrár. Með henni væri innanríkisráð- herra falið að láta hefja skráningu á óskum einstaklinga varðandi brottnám líffæra og nýtingu skýrt afmarkaðra persónugagna til vís- inda og fræðirannsókna. Einnig væri hægt að setja þar fram aðr- ar óskir sem snúa að persónu- réttindum. Óska þingmennirn- ir eftir því að innanríkisráðherra standi að ítarlegri kynningu á slíkri skrá og þeim tilgangi sem hún myndi þjóna og að frumvarp til laga um hana liggi fyrir haustið 2015. Þannig geti skráning hafist í janúar 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.