Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 12.–15. september 20144 Fréttir Quality power tools since 1919 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Hrærður en ekki hristur Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Drive-HM-140 1600W - 14cm hræripinni - 2 hraðar 22.990 Drive-HM-160 Tvöföld 1600W 2 hraðar 27.990 Eibenstock EHR 20/2,5 1300W 49.900 Drive-HM-120C 1200W - 12cm Hræripinni - 2 hraðar 17.990 Eibenstock 1300W 0-580 snúningar Þyngd 4,9 kg 140 mm 39.900 20 ára reynsla af Eibenstock vélum á Íslandi! Ásbjörg Margrét hefur loksins fengið félagslegt húsnæði eftir sjö mánuði í bílnum É g er að koma mér fyrir, en þetta er allt annað og hér líð­ ur mér vel,“ segir Ásbjörg Mar­ grét Emanúelsdóttir. Í sumar greindi DV frá því að Ásbjörg Margrét hefði búið í smábíl sínum frá því í febrúar. Nú hefur hún fengið íbúð á vegum félagsþjónustu. Íbúðina fékk hún í lok síðasta mánaðar og hafði þá verið í tæpa sjö mánuði á vergangi, lengst af í bifreið sinni. Ásbjörg Margrét er í hópi fjöl­ margra heimilislausra einstaklinga sem DV hefur rætt við á undanförn­ um mánuðum. Ítarlegar fréttir hafa verið sagðar af húsnæðisvanda fólks, sem margt hvert er á vergangi milli vina og vandamanna en aðrir bregða á það ráð að flytja í bíla sína. Skömmin var verst Ásbjörg, sem er 67 ára öryrki, keypti sér íbúð árið 2007. Í maí í fyrra var íbúðin seld ofan af henni þar sem Ásbjörg var tæknilega gjaldþrota og hafði ekki bolmagn til að standa undir afborgunum. 1. febrúar flutti hún svo í bílinn. Meðalhiti í Reykjavík í febr­ úar síðastliðnum var 1,7°C en lægst fór hitinn niður í sex stiga frost. Við tók löng bið eftir félagslegu húsnæði í bílnum. Ásbjörg hafðist við á rólegum stað í Breiðholtinu, en dvaldi á daginn í Elliðaárdalnum. Hún komst á salerni á bensínstöð kvölds og morgna. „Mér finnst skömmin eiginlega verst. Mað­ ur skríður beint inn í skelina og það er erfitt að rjúfa þá einangrun,“ sagði Ás­ björg við DV í júní. Einangrunin var enda mikil og hafði Ásbjörg lítið við að vera á morgnana annað en lesa dagblöð og gera krossgátur. Hún fékk stundum inni hjá vinkonu sinni þar sem hún komst í sturtu og í þvottavél. Fékk gistingu, fór svo á flakk Ásbjörg fékk inni hjá tónlistarmann­ inum Rúnari Þór Péturssyni sem átti laust herbergi í íbúð sinni og ákvað að bjóða henni þak yfir höfuðið á með­ an hún kæmi undir sig fótunum. Rún­ ar Þór sagði ekki hægt að horfa upp á stöðuna eins og hún var. Ásbjörg var um tíma hjá Rúnari, en ákvað svo að fara í vesturátt á ferðalag og fór með­ al annars á handverkshátíð á Hellis­ sandi þar sem hún sýndi málverk sín og fékk mikið hrós fyrir vinnu sína. Í kjölfarið fór hún á Ísafjörð og dvaldi þar um tíma, alltaf í bifreiðinni. „Ég var hrædd um að ég yrði sett aftar á biðlistana vegna þess að ég var komin með tímabundið húsnæði hjá Rúnari Þór. Það var gott að vera hjá honum og ég er honum mjög þakklát,“ segir Ás­ björg. Hefur pláss fyrir listina Nú eru bjartari tímar fram undan. Ásbjörg segist hlakka mikið til að hitta fólkið í blokkinni. „Ég bý í íbúð fyrir 55 ára og eldri. Þetta er ljómandi gott,“ segir hún. Hún hefur rými til að sinna listinni, en það hafði hún ekki í bílnum. Ásbjörgu, sem aldrei fell­ ur verk úr hendi, gengur vel að koma sér fyrir. „Það er æðislegt og það sem ég þurfti. Að fá líka félagsskap eldra fólks skiptir mig miklu máli.“ n Komin heim Ásbjörg hefur nú komist í sitt eigið húsnæði í íbúðum fyrir einstaklinga sem eru eldri en 55 ára. Hér líður henni vel. Mynd ÞorM- ar Vignir gunnarSSon Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Bjó í smábíl Ásbjörg bjó í smábíl sínum í sjö mánuði. Í aftursætinu geymdi hún rúm- fötin sín, fatnað og aðrar eigur sem skiptu hana miklu máli. „Fyrstu nóttina þá dúðaði ég mig bara vel og hitaði bílinn áður en ég fór að hátta. Svo tók ég svefntöflu og lagðist til svefns,“ segir Ásbjörg. Mynd Sigtryggur ari Mótmælti Ásbjörg tók sér stöðu með mótmælendum við þingsetningu Alþingis á þriðjudag. Hér má sjá hana með mynd sem hún málaði þegar hún bjó enn í bílnum. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Hefur pláss fyrir listina Geymslurými í íbúðinni hefur Ásbjörg nýtt til listsköpunar. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon „Hér líður mér vel“ „Mér finnst skömmin eiginlega verst Kynfærasýning ekki rannsökuð frekar Kæra á hendur séra Ninnu hefur verið felld niður L ögreglan á Selfossi hefur lok­ ið rannsókn vegna kæru gegn presti í sókninni. Presturinn hafði verið kærður til lögreglu fyrir að hafa leyft sýningu mynda af kynfærum í kynfræðslustund. Lög­ reglan hefur nú hætt að rannsaka málið og telur ekki ástæðu til frekari ráðstafana. Presturinn sem var kærður er æskulýðspresturinn í Selfosskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir. Hún hafði verið kærð til lögreglu fyrir brot á barnaverndarlögum og brot á al­ mennum hegningarlögum er varða blygðunarsemi. Það var raunar Sig­ ríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur sem sýndi myndirnar í kynfræðslu­ tíma í kirkjunni. Sigríður Dögg hafði verið fengin til að fræða fermingar­ börnin um samskipti kynjanna og nánd og var hluti af fræðslunni sýn­ ing ljósmynda af mismunandi útliti kynfæra. Samkvæmt heimildum DV var kæran lögð fram á hendur Ninnu Sif og öðrum sem hugsanlega kunna að bera ábyrgð á sýningu myndanna. Heimildarmaður DV, sem tengist kærendum, segir sýningu slíkra mynda sambærilega því ef einhver berar sig á almannafæri og gerist með því brotlegur við lög. Í umfjöllun Fréttatímans um mál­ ið í síðasta mánuði kom fram að tek­ ið hefði verið fram, áður en erindi Sigríðar hófst, að fermingarbörn mættu fara út ef þau vildu. Tvær stelpur gerðu það skömmu eftir að Sigríður Dögg hóf fyrirlestur sinn og þrír strákar í kjölfarið. Haft var eftir Ninnu að það hafi komið einhverjum foreldrum á óvart þegar þeir fréttu af því að börnunum hefði verið sýndar ljósmyndir af kynfærum í kirkjunni en enginn hefði kvartað. Þá er haft eftir Sigríði Dögg að upplifun henn­ ar væri sú að fermingarbörnin væru ánægð með erindið. n Selfosskirkja Málið hefur nú verið fellt niður og ekki þykir frekari ástæða til rannsóknar. Sérfræðingar funda um mænuskaða Mænuskaði, forvarnir, gagnasöfnun og rannsóknir og meðferð og umönnun þeirra sem hlotið hafa mænuskaða er umfjöllunarefni þriggja daga fundar helstu sérfræðinga heims á þessu sviði sem funda í Reykjavík dagana 11.–13. sept­ ember. Fundurinn er liður í þeirri dagskrá sem efnt er til á veg­ um velferðarráðuneytisins á sviði heilbrigðis­ og félagsmála í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherra­ nefndinni árið 2014. Alþingi samþykkti í maí síðastliðn­ um þingsályktun um aðgerð­ ir í þágu lækningar við mænu­ skaða. Var ríkisstjórninni falið að fylgja eftir vitundarvakn­ ingu um mænuskaða á al­ þjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferð­ aröryggi. Einnig var kveðið á um að stjórnvöld skyldu beita sér á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni þannig að áherslu á mænu­ skaða á formennskuárinu verði fylgt eftir á næstu árum í nor­ rænu samstarfi. Meðal gesta á sérfræðinga­ fundinum verður fulltrúi al­ þjóðlegu bifreiðasamtakanna; International Federation of Automobiles, en þau sam­ tök gegna lykilhlutverki í inn­ leiðingu verkefna fyrir Sam­ einuðu þjóðirnar á þeim áratug sem helgaður er bættu um­ ferðaröryggi. Á fundinum sitja einnig sérfræðingar frá Íslandi og fundinum stjórnar Kristján Tómas Ragnarsson, yfirlækn­ ir á Mount Sinai­sjúkrahúsinu í New York, sem hefur sinnt þessum málum um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.