Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 46
Helgarblað 12.–15. september 201446 Menning Skrifar handrit um ævi heimspekings n Óttar Norðfjörð skrifar handrit um Wittgenstein n Sjálfsmorð og snilligáfa Ó ttar M. Norðfjörð rithöfund- ur vinnur þessa dagana að handriti að kvikmynd um ævi eins áhrifamesta heim- spekings 20. aldarinnar, Austurríkismannsins Ludwigs Witt- genstein. „Ég heyrði fyrst um hann sem unglingur þegar ég las grein um hann í Lesbókinni. Þegar ég fór síð- an í heimspeki við Háskóla Íslands óx áhugi minn á honum. Þótt ég hafi vitað af Wittgenstein og stórkostlegri ævi hans í næstum 20 ár var það ekki fyrr en fyrir svona 2 til 3 árum sem ég fékk fyrst þá hugmynd að líf hans væri alveg svakalega flott efni sem bíó- mynd,“ segir Óttar. Stríð og peningar Ævi Wittgensteins var skrautlegri en gengur og gerist meðal fræðimanna. Hann var kominn af forríkri fjöl- skyldu, gaf frá sér allan auð í þung- lyndiskasti, átti þrjá bræður sem féllu fyrir eigin hendi, barðist í tveimur heimsstyrjöldum og gerðist barna- skólakennari þegar hann taldi sig hafa leyst öll vandamál heimspek- innar. Óttar segist hafa ákveðið í vor að taka sér hlé frá skáldsögu sem hann var að skrifa og kynna sér ævisöguna almennilega. Í kjölfarið hófst hann svo handa við að skrifa kvikmynda- handrit upp úr bókinni Ludwig Witt- genstein: The Duty of Genius eftir Ray Monk. Svokallað „treatment“, stutt út- gáfa af bíóhandriti, endaði í höndum Monks í gegnum tvo íslenska kunn- ingja Óttars. „Ray Monk var hrifinn af því og vildi fá að vinna handritið með mér og síðan þá höfum við verið að skrifa handritið í sameiningu,“ útskýr- ir Óttar sem heimsótti Monk til Eng- lands á dögunum til að vinna í verk- inu. Hann segir að óhjákvæmilegt sé að fjalla um hugmyndir Wittgensteins í myndinni, þó að áherslan verði á viðburðaríkt lífshlaupið. „Í sem allra stystu máli setti Wittgenstein sér það verkefni að reyna að leysa öll vanda- mál heimspekinnar. Og hann áleit sem svo að honum hefði tekist það, að minnsta kosti á vissu tímabili í lífi sínu. Þetta er að hluta til það sem ger- ir Wittgenstein svona áhugaverðan – hann var heimspekingur sem ákvað að klára heimspeki í eitt skipti fyrir öll,“ segir Óttar um heimspekinginn. Ekki heimildamynd „Ætli það megi ekki segja að þetta sé svona 80 prósent um ævi Wittgen- steins og 20 prósent heimspeki hans, en það er auðvitað erfitt að skilja þetta að, því líf Wittgensteins var heimspeki hans og öfugt. Það eru eflaust fáir heimspekingar sem lifðu jafn mikið heimspeki sína. Við erum ákveðnir í því að reyna að gera hluta af heim- speki hans skiljanlega í myndinni, en þetta er auðvitað fyrst og fremst kvik- mynd, ekki heimildamynd, svo líf hans er í algjörum forgrunni.“ Ein kvikmynd hefur nú þegar verið gerð um ævi heimspekingsins, Wittg- enstein, frá árinu 1993 eftir breska kvikmynda- gerðarmanninn Derek Jarman. „Mynd Jarmans, eins ágæt og hún er, er tilrauna- kenndari og varla hægt að segja að sé venjuleg ævisögu- leg mynd, sem er okkar markmið.“ Óttar og Monk eru í sambandi við Íslendinga sem hafa áhuga á að koma að fram- leiðslu myndar- innar. „Svona verkefni er af þeirri stærðargráðu að það þurfa erlend framleiðslufyrirtæki að koma inn í dæmið. Það verður farið af stað til að skoða það um leið og við Ray erum búnir að skrifa handrit sem við báðir erum sáttir við.“ Fyrir utan handritsskrifin hefur Óttar haft nóg fyrir stafni. „Ég er með nokkur önnur bíó verk efni á ólíkum stigum og svo skáldsögu sem ég er hálfnaður með og get ekki beðið eftir að komast aftur í.“ n Spekingslegur Rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð er heimspekimenntaður og skrifar nú handrit að bíómynd um einn áhrifamesta heimspeking 20. aldarinnar. Mynd ÁSgEir M. EinarSSon Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Sápukonurnar í Sanmatenga Það eldar af degi úti á þurr- um sléttum Sanmatenga-hér- aðsins norður af Ouagadou- gou, höfuðborg Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Eftir sand- mjúkum stígnum kjaga kon- urnar í litríkum klæðum sín- um með nýja sól í bakgrunni. Þær ganga til vanalegra verka sinna undir krónumiklum trján- um sem skýla þeim fyrir áger- andi flugnasveimnum – og það er söngur með í för, eins og margan fyrri daginn, söngur- inn um rausn og mildi móður jarðar. Yfir öllu saman hangir harmatt- an, sú heita og þurra móða sem sandstormarnir norðan úr Sahara ausa út um grundirn- ar á þessum slóðum árla vetrar þegar lofthitinn fellur niður í fimmtán gráður undir morgun, en skríður svo rólega upp í þrjátíu stigin þegar skírnar til á himni. Fíngerð móstan smýgur inn í sérhver vit á mönnum jafnt sem dýrum. Vanalegur rakinn í loftinu hefur vikið fyrir hin- um þurrfussulega rykmekki sem ætlar allt og alla að kæfa á þessum kyrkingslega árstíma. Konurnar smyrja andlit sitt og hendur með hvítgljáandi hnet- usmjörinu sem þær geyma í fal- lega útskornum öskjum sínum sem þær hafa litað hver að sín- um hætti. Smjörið er vörn þeirra og sókn á svona dögum þegar smáfellt ímið hvolfist yfir hér- aðið eins og samfelldur og óslit- inn himnaskúr. Það viðheldur raka húðarinnar og kemur í veg fyrir skyndilega ofþornun sem á stundum sækir að eins og högg- ormur úr launsátri. Því, það er svo, að engin þurrkatíð jafnast á við harmattan. Að svo búnu byrja þær að tína. Og það er tínt allan daginn. Dýrmætum hnetunum er safn- að í hauga undir trjánum – og annar hópur kvenna hefur þann starfa að bera dágóðan slatta af hnotunum í strigaskjóðum inn í skýli þar sem gamalli og nokkuð stórslæptri handpressu er juðað sína slóð fram eftir öllum degin- um. Það er safnað allan daginn. Og pressað eins og kraftarn- ir leyfa. Og alltaf fylgir einhver söngur hverju verki eins og hann sé partur af andardrætti tímans. Konurnar í Sanmatenga vita sem er að það sem best gefur af sér í þessum efnum er að steypa föngin í form – og búa til nátt- úrulegar sápur sem alltaf selj- ast við góðu verði inni í Kaya, höfuðstaðnum í héraðinu. Það- an skilst þeim að sápurnar séu fluttar um enn lengri veg, lík- lega alla leið til Evrópu þar sem enn aðrar konur eigi ekki til orð yfir áhrifamætti þessa einstaka efniviðar úr afrískum trjám. Ég keypti nokkrar sápur á með- an ég horfði á sápukonurn- ar í Sanmatenga sinna sínum starfa. Mér reiknaðist til að hver þeirra kostaði tæplega 50 krón- ur íslenskar. Þegar ég millilenti í París, á langri leið minni frá Búrkína Fasó til Íslands, gat ég ekki á mér setið að skoða verð- lagið á þessum frægu sápum í hátimbraðri fegrunarversl- un á velli Charles de Gaulle. Og enginn þeirra kostaði minna en 5.000 krónur íslenskar. Kristján guðjónsson kristjan@dv.is „…en þetta er auð- vitað fyrst og fremst kvikmynd, ekki heimildamynd, svo líf hans er í algjörum for- grunni Æsileg ævisaga Óttar byggir kvikmyndahandritið um ævi Wittgensteins á bókinni The Duty of Genius eftir Ray Monk. Þ að hljómaði eins og hálfgert örþrifaráð hjá Marvel að gera mynd um persónur sem enginn þekkir úr teiknimyndablöðum sem enginn hefur lesið, til að halda áfram að græða á velgengni Avengers- hetjanna. Í fyrstu virtist sem verið væri að skrapa botninn, en eftir að myndin birtist komst sú saga á kreik að hér væri komin einhver skemmtilegasta ofurhetjumyndin til þessa. Það er ef til vill ofsögum sagt. Eins og búast mátti við er myndin afar fal- leg áferðar. Helsti kostur hennar er þó sá hvað hún tekur sig mátulega alvarlega, án þess þó að gera grín að efninu. Þetta er heimur sem húmor á heima í, frekar en að gert sé grín að honum sem slíkum. Og ef til vill er þetta besta leiðin til að blása lífi inn í heim ofurhetja. Í stað hinna þung- brýndu DC mynda, þar sem eng- um stekkur bros gefur skopskynið tækifæri á að koma á óvart og stöku sinnum víkja frá formúlunni. Helsti galli hennar er þó sá að persónurn- ar, þótt þær séu skemmtilegar, eru afar auðgleymanlegar, og á þetta við um myndina alla. Það er kannski til of mikils ætlast að ofurhetjumyndum takist alltaf að vekja upp tilvistarlegar spurningar, en Guardians skortir bæði persónugallerí og, já, dýpt X- Men myndanna. Nú þegar vertíðinni er opinberlega lokið stendur því X- Men: Days of Future Past enn uppi sem besta ofurhetjumynd ársins. En Guardians of the Galaxy er eigi að síður hin fínasta skemmtun svona undir lok sumars. Og sérstaklega ber að mæla með því að fólk sitji kyrrt í sætunum sín- um þar til kreditlistanum lýkur, en þar birtist aftur fyrsta Marvel-hetj- an sem mynd var gerð um í fullri lengd. Og verður að teljast hugrakkt að tefla henni fram, því myndin um hana er talin ein sú alversta sem gerð hefur verið. n Bjargvættir síðsumarsins Valur gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Guardians of the Galaxy iMdb 8,6 Leikstjórn: Kevin Feige aðalhlutverk: Chris Pratt og Zoe Saldana Handrit: Kevin Feige og Nicole Pearlman 121 mínútur Fín bíómynd Guardians of the Galaxy er ágætlega heppnuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.