Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 12.–15. september 201428 Fólk Viðtal J óhann Sigmarsson gat sér gott orð í kvikmyndagerð á tíunda áratugnum en þá komu út kvik- myndirnar hans, Veggfóður: Erótísk ástarsaga, Ein stór fjöl- skylda og Óskabörn þjóðarinnar. Hann segist ekki vera búinn að gefa kvikmyndirnar upp á bátinn þrátt fyr- ir að hafa snúið sér að myndlistinni og húsgagnahönnun á síðustu árum. Jonni samþykkti að hitta blaða- mann, rifja upp ferilinn og rekja at- burði síðustu ára. Við ákváðum að hittast á kaffihúsi við Fógetagarðinn í miðborginni. Blaðamaður gerði strax þau algengu mistök í fyrstu viðkynn- ingu að rétta fram hægri hendi til þess að heilsa. Hægri hönd Jonna sat hins vegar föst í jakkavasanum en þess í stað rétti hann fram þá vinstri. Úr varð klunnalegt handaband, en Jonni er ef- laust ýmsu vanur. Alls staðar í kring- um okkur á Jonni merkar minningar eins og ég átti eftir að komast að þegar líða tók á viðtalið. Við pöntum okkur kaffibolla og setjumst niður. Ekki hugað líf Jonni er Reykvíkingur í húð og hár, alinn upp í Laugarneshverfinu. Fimm ára gamall fékk hann heilahimnu- bólgu, lamaðist öðrum megin í lík- amanum og missti málið. „Læknarn- ir töldu ólíklegt að hann myndi lifa af nóttina. Ég hef hins vegar lifað margar nætur síðan þá,“ segir hann glettinn. Hann segir fólk sem betur fer upp- lýstara um sjúkdóminn í dag held- ur en á þessum tíma. Í dag er það al- kunna að mikilvægt er að meðhöndla heilahimnubólgu sem fyrst eftir að hún greinist, helst á fyrstu tveimur sól- arhringunum eftir að hún kemur upp. Annars getur hún valdið varanlegum skaða, líkt og í tilfelli Jonna, og jafnvel dregið fólk til dauða. „Mamma hélt að þetta væru rauðir hundar og setti mig bara inn í rúm. Þar var ég í hálfan mánuð. Þá var ég loksins færður upp á spítala. Læknarnir sem tóku á móti okkur töldu óhugsandi að ég myndi lifa þetta af í ljósi þess hve langur tími var liðinn.“ Þrátt fyrir ungan aldur segist Jonni muna eftir veikindunum. Einnig man hann eftir tímanum áður en hann veiktist. „Ég þurfti að læra allt upp á nýtt – ganga, tala og skrifa,“ segir hann en við tók stíf þjálfun næstu tvö árin og allt upp undir tíu ára aldur- inn. Hægri hlið Jonna, sem lamaðist, er í dag spastísk og er hægri höndin á honum til dæmis til lítils gagns. Til marks um hversu vel Jonni bar sig eftir veikindin þá var hann mikið í íþróttum á sínum yngri árum og æfði meðal annars langhlaup. Hann keppti í tíu kílómetra hlaupi og hljóp meðal annars eitt sinn hálft maraþon. „En ég get ekki hlaupið neitt í dag, enda borgar það sig ekki,“ segir hann og brosir. Fjörug en erfið æska Ótvíræðir hæfileikar Jonna komu fljótt í ljós en faðir hans, veitinga- maðurinn Sigmar Pétursson, færði honum gjarnan tómar vínflöskur til þess að mála. Hann teiknaði mikið og málaði sem barn og ætlaði sér að verða myndlistarmaður. Faðir Jonna hóf veitingarekstur í Breiðfirðingabúð í lok fimmta áratugarins en tók síðar á leigu salinn í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, síðar þekkt sem NASA, og starfrækti þar skemmtistaðinn Sigtún. Nokkrum árum síðar var starf- semi Sigtúns færð upp á Suðurlands- braut þar sem Sigmar opnaði stærstu danshöll landsins en Sigtún var einn vinsælasti skemmtistaðurinn á þess- um árum. „Ég ólst upp á tvö þús- und manna skemmtistað. Þegar ekki fékkst barnapía var ég tekinn með um helgar og sá margt sem ekki er hollt fyrir börn að sjá. Þetta var á þessum árum sem fólk drakk hvað mest,“ segir Jonni og talar í kjölfarið um víðfræga Hallærisplanið sem var samkomu- staður unglinga á þessum árum og tíð slagsmál á Austurvelli. „Í dag eru breyttir tímar. Þetta var allt annar kúltúr en er núna. Í dag er bærinn full- ur af mörgum litlum börum en þarna voru frekar haldin stór diskótek.“ Jonni segir Laugarneshverfið alltaf hafa verið fullt af fólki á þessum árum. Þá var fiskvinnslu- og frysti- hús Júpiters og Mars á Kirkjusandi, þar sem Íslandsbanki er með höfuð- stöðvar í dag, og aðalskrifstofur SÍS hinum megin við götuna. Hverfið hafi því bókstaflega iðað af mannlífi. „Þarna vorum við alltaf að leika okk- ur. Þá voru tvær ísbúðir í hverfinu og tveir bræður sem áttu hvor sína búð- ina. Þeim var ekki vel til vina og þegar þeir drukku sig fulla þá fóru þeir yfir til hvor annars og gerðu usla og fóru jafnvel að slást,“ minnist Jonni og hlær við tilhugsunina. „Þetta var mjög fjörug en á sama tíma erfið æska.“ Erfiður föðurmissir Diskótekin tóku að lokum enda og faðir Jonna varð gjaldþrota. Í kjölfarið glímdi hann við mjög alvarlegt þung- lyndi. Jonni var á aldrinum sextán til nítján ára þegar þetta gekk yfir en hinn 18. desember árið 1988 batt fað- ir hans enda á líf sitt. „Hann var bú- inn að vera þunglyndur í þrjú ár og á þessum tíma reyndi hann þrettán sinnum að fremja sjálfsmorð áður en það tókst. Fjórtánda skiptið bar tilætl- aðan árangur. Á þessum tíma voru þunglyndis- sjúklingar og geðsjúkir settir eitt- hvert fyrir aftan fjölskyldur sínar. Þú skammaðist þín fyrir það ef pabbi þinn, eða einhver í fjölskyldunni, var andlega veikur. Fólk vissi ekki bet- ur. Þjóðfélagið er sem betur fer bet- ur upplýst og tekur betur á málunum í dag heldur en það gerði á þessum árum. En ef þú veist ekki hvað er að, þá geturðu ekki yfirstigið það.“ Á þessum tíma var Jonni í námi, bæði í Iðnskólanum í tækniteiknun og kúrsum í Myndlistaskólanum og vann með skólanum við að ryksuga hjá sjónvarpsframleiðslufyrirtækinu Plús Film. Þess á milli hugsaði hann um fársjúkan föður sinn en foreldr- ar hans voru skilin að borði og sæng. Kvöldvinnan átti hins vegar eftir að beina honum inn á nýja braut – kvik- myndagerðina. Kynntist Friðriki Þór í jólaglöggi Einn daginn settist Jonni niður á kaffi- húsi með tóma stílabók og byrjaði að skrifa kvikmyndahandrit. „Handritið var að mestu skrifað á Kaffi Hressó og Kaffi Strætó í Lækjargötu,“ segir hann og bendir í átt að þessum sögulegu kaffihúsum. „Á þriðjudagskvöldum vorum við félagi minn, Júlíus Kemp, síðan að ryksuga hjá Plús Film en við vorum náttúrlega ekkert að ryksuga heldur stálumst við í tölvurnar og skrifuðum upp handritið sem ég hafði skrifað í stílabækurnar. Síðan fór ég að teikna svokallað „storyboard“ fyrir kvikmyndina á kaffihúsunum og fékk oft nemendur úr Myndlistaskólanum til þess að aðstoða mig við það. Þeim borgaði ég svo í drykkjum á barnum um mánaðamót þegar ég fékk örorku- bæturnar,“ segir hann og hlær. „Nokkru síðar fór ég í jólaglögg í miðbænum og hitti þar Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmann. Hann sagðist hafa heyrt sögur af því að ég væri góður málari og spurði hvort ég væri til í að mála upp úr myndunum hans. Ég sagði honum í kjölfarið frá þessari kvikmynd sem við Júlli Kemp ætluðum að fara að gera. Hann spyr hvort við séum komnir með eitthvert fjármagn og ég segist vera með styrktaraðila upp á hundrað þúsund krónur. Þá fór hann að hlæja og sagði: „Þið gerið enga kvikmynd fyrir hundrað þúsund kall!“ Hann bað mig um að koma til sín í næstu viku til þess að velja atriði úr myndunum hans til þess að mála. Ég hef ekki enn málað þessi atriði úr myndunum en Friðrik Þór sýndi handritinu hins vegar mikinn áhuga. Þá fyrst fóru hjólin að snúast. Sumar- ið eftir hófust tökur á kvikmyndinni Veggfóður og var Friðrik Þór með- framleiðandi myndarinnar. Ég var í raun togaður inn í kvikmyndagerð en ætlaði alltaf að verða myndlistarmað- ur.“ Lífið bara fyrir suma Svona kviknaði áhuginn á kvikmynd- um og var Jonni á leiðinni í fram- haldsnám í kvikmyndagerð í Brussel þegar faðir hans lést. Þá hætti hann við námið og fór þess í stað í ferðalag um Evrópu. Jonni komst einnig inn í Royal Collage of Art en hætti líka við að fara þangað og gerði þess í stað aðra kvikmynd – Ein stór fjölskylda Hefur þrisvar lært að ganga Jóhann Sigmarsson hefur átt fjöruga en oft á tíðum erfiða ævi. Hann greindist með heilahimnubólgu fimm ára gamall og lamaðist öðrum megin í lík- amanum. Fyrir rétt rúmum fimm árum varð hann síðan fyrir fólskulegri líkams- árás sem varð til þess að hann þurfti að læra að ganga í þriðja sinn um ævina. Í kjölfarið hellti kvikmyndagerðarmaðurinn sér á kaf í myndlist og húsgagnasmíð og hlaut nýverið viðurkenningu á alþjóðlegri hönnunarkeppni í Mílanó. Áslaug Karen Jóhannsdóttir settist niður með Jóhanni, eða Jonna eins og hann er best þekktur, og ræddi um lífshlaupið, erfiðleikana og hugsjónir hans í listinni. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Pabbi framdi sjálfsvíg „Á þessum tíma voru þung­ lyndissjúklingar og geð­ sjúkir settir eitthvert fyrir aftan fjölskyldur sínar.“ Mynd Sigtryggur Ari „Ég ólst upp á tvö þúsund manna skemmtistað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.