Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 29
Helgarblað 12.–15. september 2014 Fólk Viðtal 29 – sem er að hluta til innblásin af því umhverfi sem Jonni ólst upp við. „Ég kem upp úr þannig æsku að mér þótti eðlilegt að drekka og láta eins og fífl. Ég hef lært ýmislegt í lífinu á því að hafa svona neikvæðan byr í baki mér en á tímabili drakk ég sjálfur mjög illa. Í mörg ár hélt ég að ég væri þunglynd­ ur. Ég stóð í þeirri trú að lífið væri bara fyrir suma, en sumir gætu bara átt sig,“ segir Jonni og tekur fram að hann hafi talið sig vera í seinni hópnum. Hann lifði því svo til á brúninni og óttaðist ekkert. Þegar hann var síðan að taka upp þriðju kvikmyndina sína, Óska­ börn þjóðarinnar, varð hann fyrir reynslu sem kollvarpaði sýn hans á lífið. Sjálfur besti læknirinn Þessi vitrun átti sér stað við tökur á lokaatriði myndarinnar, með Pálínu Jónsdóttur og Óttari Proppé. „Við vorum að skjóta fyrir utan McDon­ ald’s, sem þá var þar sem Hressó er í dag. Það var rosalegur vindur þenn­ an dag og við vorum í krana sem fór allt upp í 210 metra hæð. Við þurftum að fara fimm sinnum í kranann áður en skotið tókst. Plássið sem við höfð­ um í körfunni var ekki meira en tve­ ir fermetrar. Á leiðinni upp sveiflaðist armurinn á körfunni til í rokinu og þegar ég leit niður sá ég bara pínulítið fólk langt fyrir neðan mig. Ég áttaði mig ekki strax á tilfinningunni sem kom yfir mig.“ Jonni segist hafa hugsað um þessa skrítnu tilfinningu á hverjum einasta degi í marga mánuði þegar hann áttaði sig á því að þetta var hræðsla við að detta nið­ ur og deyja. „Þá áttaði ég mig á því að ég gat ekki verið þung­ lyndur,“ bætir hann við. „Núna lifi ég eftir þeirri speki að vakna á hverjum ein­ asta morgni og vera forvitinn um daginn. Hvernig dagurinn muni verða, hvað hann muni gefa af sér og hverja ég eigi eft­ ir að hitta. Ég held að þetta sé ágæt lífsspeki fyrir þunglyndis­ sjúklinga. Hins vegar er erfitt að segja þunglyndissjúkling­ um hvernig þeir eigi að hegða sér því þeir eru yfirleitt mjög áhuga­ lausir um allt. En ef þú reynir sjálf­ ur að sporna við sjúkdómnum þá kemstu að því að þú ert sjálfur lang­ besti læknirinn. Enginn annar get­ ur komið þér upp úr þunglyndi. Það er enginn staður sem þú getur flutt á til þess að losna. Þú verður bara að höndla aðstæður þínar.“ Þrisvar lært að ganga Eins og fyrr segir hefur Jonni þrisvar lært að ganga um ævina. Fyrsta skiptið var líkt og hjá okkur flest­ um í kringum fyrsta afmælisdaginn. Annað skiptið var eftir heilahimnu­ bólguna. Þriðja skiptið var fyrir fimm árum. Á þriðjudagskvöldi í byrjun mars­ mánaðar lenti Jonni í fólskulegri og tilefnislausri líkamsárás. „Ég var að hjóla yfir götuna á gatnamótum Laugavegs og Snorrabrautar þegar allt í einu kemur bíll sem fer yfir á rauðu ljósi og beygir í átt að mér. Bíl­ stjórinn þeytir flautuna stanslaust. Ég stoppaði hjólið því mér fannst eins og eitthvað væri að hjólinu. Þá steig þessi rumur út úr bílnum og öskraði: „Drullaðu þér frá!“ Síðan hljóp hann að mér og kastaði mér af hjólinu með þeim afleiðingum að ég lenti á steypusúlu þarna á Laugaveg­ inum,“ rifjar Jonni upp. Hann hlaut töluverðan skaða við árásina. Hann mjaðmagrindarbrotnaði og urðu læknar að setja í hann stálplötu, þrjár festingar við fótinn og aðra í bakið. Alls voru saumuð 27 spor í mjöðm­ ina á Jonna og var hann rúmfastur um langa hríð. Hann gat ekki geng­ ið og varð því að styðjast við hjóla­ stól til þess að komast leiðar sinnar. „Ég hugsaði með mér að ég hefði ver­ ið lamaður hálfa ævina og það kæmi ekki til greina að ég yrði í hjólastól hinn helminginn.“ Á morfíni í fjórtán mánuði „Það fylgdi þessu mjög mikill sársauki en þetta gerðist náttúrlega á spastísku hliðinni. Þegar þú ert spastískur þá ertu með vöðva til þess að gera hreyf­ inguna en vöðvarnir taka ekki á móti skilaboðunum. Þú festist því oft í sömu stellingunni og þegar þú finnur svona mikinn sársauka er ekki þægi­ legt að halda spennunni. Þeir urðu að sprauta mig niður,“ segir Jonni er hann rifjar upp mínúturnar eft­ ir árásina. Þar sem hann var nýbú­ inn að borða þegar þetta gerðist varð hann að bíða í átján klukkustund­ ir þar til hann gat farið í aðgerð. „Ég var vakandi í uppskurðinum og fékk því að sjá þegar þeir boruðu og skrúf­ uðu í mjöðmina á mér. Mér var nátt­ úrlega alveg sama því ég var á svo miklu morfíni. Þetta var bara eins og að horfa á splattermynd í næsta her­ bergi.“ Jonni ákvað að líta jákvæðum aug­ um á atvikið og datt aldrei í sjálfsvor­ kunn eða biturleika. „Ég ákvað strax að ég ætlaði ekki að verja hinum helmingnum af ævinni í hjólastól. Ég bað því fljótlega um grind sem ég gæti ýtt og gekk með hana í smá stund og fékk að lokum fimm punkta staf. Alls þurfti ég að fara í þrjár aðgerðir og var á morfíni í alls fjórtán mánuði þar til ég ákvað sjálfur að hætta.“ Lán í óláni Jonni fór oft í sund og í gufu á milli uppskurða og trúir því að það sé lækningamáttur bæði í íslenska vatn­ inu og jákvæðu hugarfari. Í þriðju og síðustu aðgerðinni var rétt úr hægri fætinum. „Í dag geng ég örlítið betur en ég gerði fyr­ ir árásina. Þannig þetta var eig­ inlega hálfgert lán í óláni,“ seg­ ir hann og hlær. Hann segist ekki vera reiður manninum sem réðst á sig. „Ég fór ekki í sakbendingu fyrr en tveimur árum eftir þetta og man í rauninni ekkert hver gerði þetta. Ég gat ekki einu sinni bent á réttan mann. Síðar frétti ég reyndar að hann hefði setið inni út af öðru máli.“ Jonni gekk með staf í nokkurn tíma eftir árásina. Þegar hann var síðan á leiðinni til Berlínar í eitt skiptið ákvað hann að segja skilið við stafinn og skildi hann eftir á flugvellinum. Setti lífið í forgang Jonni bjó í Berlín frá árinu 2001 til 2011. „Ég var í Berlín með þriðju kvikmyndina mína á kvikmyndahá­ tíð þegar ég kynntist þýskri leikkonu. Mánuði seinna var ég fluttur til henn­ ar,“ segir hann en hann var með um­ ræddri leikkonu í á þriðja ár. Þegar sambandinu lauk var hann hins vegar orðinn hugfanginn af Berlín og ákvað að vera þar áfram. „Þetta var mjög þroskandi tími. Drykkjan hélt hins vegar áfram, en varð öðruvísi. Það sem hjálpaði mér við að ná tökum á drykkjuvandamálinu var að hugsa öðruvísi um það. Áður þá hugsaði ég alltaf fyrst um áfengið og síðan um allt annað sem ég ætlaði að gera í líf­ Hefur þrisvar lært að ganga Stormasöm ævi Jonni átti að eigin sögn erfiða en fjöruga æsku. Mynd Sigtryggur Ari Hlaut verðlaun Hér er Jonni á alþjóðlegu hönnunarkeppninni í Mílanó. „Hann reyndi þrettán sinnum að fremja sjálfsmorð áður en það tókst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.