Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 12.–15. september 201440 Lífsstíll Lágvaxnir karlar þéna meira Þrátt fyrir að margar konur lýsi draumaprinsinum sem hávöxn- um, dökkhærðum og myndar- legum ættu kannski fleiri konur að líta niður. Samkvæmt nýlegri rannsókn þéna karlmenn í lægri kantinum meira en þeir hávöxnu auk þess sem þeir eru ólíklegri til að halda framhjá og reynast oftar betri kærastar og eiginmenn. Vísindamenn við New York- og Michigan-háskóla skoðuðu gögn þúsunda karlmanna út frá hæð þeirra. Í ljós kom að lág- vaxnari karlmenn voru ólíklegri til að skilja, líklegri til að taka þátt í heimilisstörfunum og lík- legri til að þéna meira en þeir menn sem voru hærri í loftinu. Samt sem áður voru þeir ólík- legri til að ganga út. Efnameiri börn óþekkari Sú kenning að skilnaður foreldra hafi slæm áhrif á hegðun barna þyrfti ef til vill að uppfærast. Alla- vega ef marka má nýja rann- sókn sem birtist í fagritinu Child Development en samkvæmt henni hefur skilnaður meiri og neikvæðari áhrif á börn þeirra tekjuháu en hinna tekjulágu. Vísindamenn við Georgetown- háskólann í Washington skoðuðu 4.000 börn á aldrinum 3–12 ára og flokkuðu eftir fjárhag fjölskyldna. Í ljós kom að börn þeirra tekju- hæstu voru líklegri til að sýna af sér verri hegðun eftir skilnað for- eldra en börn annarra, sér í lagi ef börnin voru fimm ára eða yngri þegar skilnaðurinn átti sér stað. Karlmannlegt útlit tengt lélegu sæði Karlmennlegt útlit á borð við sterka kjálka og áberandi kinn- bein gætu heillað konur upp úr skónum en slíkir karlar bjóða ekkert endilega upp á besta sæðið. Ekki ef marka má nýja rannsókn sem fjallað var um í Medical Daily. Vísindamenn rannsökuðu sæði úr 62 körlum og greindu svo útlit þeirra. Í ljós kom að sæði karla sem flokkaðir voru sem myndarlegir en ekki karlmann- legir reyndist koma best út úr rannsókninni. Einhverjir útskýra niðurstöð- una þannig að dimm rödd og stæltir upphandleggir sé tilkom- ið á kostnað kynferðislegrar getu eða með öðrum orðum að hátt testósterón komi í veg fyrir há- gæða sæðisframleiðslu. „Líkamsstaðan verður fallegri“ Antigravity Aerial Yoga er nýjasta æðið í líkamsræktinni Þ etta er klárlega nýjasta æðið,“ segir jógakennarinn Anna Rós Lárusdóttir sem kennir Antigravtiy Aerial Yoga í Sporthúsinu. Sam- kvæmt Önnu Rós er um að ræða blöndu af hinum hefðbundnu jóga- æfingum þar sem lögð er áhersla á að tengja saman líkama, huga og sál með hugleiðslu og slökun. Einnig er þetta blanda af öðrum æfingum eins og leikfimi, pilates og dans. Jóga, leikfimi og dans „Við erum þó ekki beint að dansa heldur notum ákveðnar dansstöð- ur og hreyfingar. Þetta er því mjög fjölbreytt,“ segir Anna Rós, sem segir eiganda Antigravity Yoga, Christopher Harrison, hafa verið í um átta ár að þróa tæknina. „Harri- son er mjög hæfileikaríkur mað- ur sem hefur meðal annars keppt á heimsmælikvarða í fimleikum, dansað á Broadway og leikið í bíó- myndum. Hann hefur því prófað ýmislegt. Hann fór svo til Indlands og þróaði þessa aðferð sem hann í kjölfarið opinberaði árið 2007. Síð- an hefur þetta farið um heiminn eins og eldur í sinu,“ segir Anna Rós sem fór til New York til að læra af kennurum Harrisons. Spurning um traust Anna Rós segir aerial jóga fyrir alla. „Það geta allir verið með en að sjálf- sögðu þurfa allir að hlusta á lík- ama sinn, við þekkjum okkur best sjálf,“ segir hún og játar að margir séu hræddir við að hvolfa sér í fyrstu. „Margir eru hræddir við að treysta hengirólunni og fyrstu tím- arnir snúast um að læra að treysta og læra undirstöðuatriðin. Þetta er bara spurning um að treysta og læra tæknina, um leið og fólk hefur gert þetta einu sinni verður þetta ekk- ert mál. Það er ótrúlega gaman að sjá stoltið í andliti þeirra sem voru vissir um að geta þetta ekki en gátu samt.“ Fyrir bæði kynin Aerial jóga er fyrir bæði kynin en Anna Rós segir konur í meirihluta í tímunum hjá henni. „Eins og er er aðeins einn strákur hjá mér en hann kemur úr crossfit og vildi auka liðleika sinn. Þetta er samt alls ekki bara fyrir konur. Það vill bara oft verða þannig að strákar eru lengur að meðtaka og þora að prófa. Þetta verður eflaust bara eins og með hot jóga. Þegar það byrjaði voru nánast bara konur en í dag eru allir í hot jóga.“ Lengist fyrir vikið Anna Rós segir ávinninginn af því að stunda jóga í þyngdarleysi marg- þættan. „Við komumst í dýpri teygj- ur en í hefðbundnu jóga ásamt því að hægt er að halda hverri stöðu leng- ur án þess að setja aukið álag á lík- amann þar sem hann nýtur stuðn- ings frá Harrison-hengirólunni. Hryggurinn fær tækifæri til að rétta sig af án þrýstings og þetta opnar pláss á milli hryggjarliða, það verð- ur hreinlega eins og þú lengist. Það réttist úr þér svo líkamsstaðan verð- ur fallegri. Einnig er mikill ávinning- ur fyrir blóðrásar- og sogæðakerfið og heilinn fær aukið súrefnisflæði, við losum um gleðihormón og meltingin batnar. Þetta frískar bara upp á allt kerfið,“ segir hún og bæt- ir við að það sé sérstaklega gott fyrir þá sem sitja mikið við vinnu. „Sjálf er ég í námi og sit því mikið. Það er yndislegt að geta stundað þetta á hverjum degi til að opna axlir, brjóstkassa og mjaðmir en það eru einmitt þessir staðir sem eiga til að safna upp spennu. Þetta er því til- valið fyrir skrifstofufólk, og bara alla aðra sem vilja styrkja og liðka lík- amann á skemmtilegan hátt.“ n Anna Rós Anna Rós reynir að gera jógaæfingar á hvolfi á hverj- um degi. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Þegar það byrjaði voru nán- ast bara konur en í dag eru allir í hot jóga. Óhefðbundin líkamsstaða Anna Rós segir að allir geti verið með en að fólk þurfi að sjálfsgöðu að hlusta á líkama sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.