Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 12.–15. september 20146 Fréttir Rukkaður fyrir notkun á rafrænum skilríkjum n Síminn rukkaði fyrir notkun rafrænna skilríkja þar til í vor n Innleiðing hafin K arlmaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segist hafa verið rukkaður af Síman- um fyrir notkun á rafræn- um skilríkjum í upphafi ársins. Auðkenni ehf., fyrirtækið sem séð hefur um innleiðingu raf- rænna skilríkja á Íslandi, rukkaði manninn ekki fyrir notkunina á raf- rænu skilríkjunum heldur var það aðeins Síminn sem rukkaði vegna sms-skilaboða sem hann fékk send í farsíma sinn í tengslum við auð- kenninguna. Auðkenni ehf. er í eigu Sím- ans auk nokkurra fjármálafyrir- tækja sem sett hafa nokkur hundr- uð milljónir króna inn í fyrirtækið í formi hlutafjár enda er Auðkenni ekki farið að skila hagnaði enn þá þar sem innleiðing rafrænna skil- ríkja stendur enn yfir hér á Íslandi. Maðurinn segir farir sínar ekki sléttar í málinu og segir mjög á reiki hvernig eigi að rukka fyrir notkun rafrænna skilríkja. Hann bendir á að notkun á rafrænum skilríkjum á debetkortum sé ókeypis en að það kosti að nota rafræn skilríki í gegn- um farsíma. Að sögn mannsins hef- ur hann fengið þær upplýsingar frá Auðkenni ehf. að símafyrirtækjun- um sé í sjálfsvald sett hvernig þau rukka fyrir þjónustuna sem tengist rafrænu skilríkjunum. Sagði símafélögin ákveða kostnaðinn Þetta rímar við það sem Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auð- kennis, hefur sagt um málið í fjöl- miðlum. Hann hefur sagt að síma- fyrirtækin sjálf þurfi að ákveða hvernig þau rukka fyrir þjónustuna sem tengist rafrænu skilríkjun- um. „Síðan er það eitthvað sem við erum í viðræðum um við símafé- lögin […] Það eru í rauninni símafé- lögin sem munu ákveða þetta.“ Rafrænu skilríkin hafa verið nokkuð til umræðu síðustu daga í kjölfarið á tilkynningu ríkisstjórn- arinnar þess efnis að til þess að nýta sér skuldaleiðréttinguna þurfi fólk að hafa rafræn skilríki sem sótt sé um hjá Auðkenni ehf. Um 105 þúsund einstaklingar sóttu um skuldaleiðréttinguna og þurfa þess- ir einstaklingar því að sækja um raf- ræn skilríki. Þessi rafrænu skilríki geta bæði verið á debetkortum eða kreditkortum fólks og eins getur það auðkennt sig rafrænt í gegnum farsíma sinn. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, hefur gagnrýnt að einkaaðilar geti hagnast á inn- leiðingu rafrænna skilríkja og hef- ur bent á að heppilegra sé að notast við íslykilinn svokallaða sem gefinn er út af Þjóðskrá. Ísland er eftirbátur nokkurra nágrannalanda hvað varðar inn- leiðingu á rafrænum skilríkjum. Til dæmis er notkun slíkra auðkenna orðin mjög algeng í Svíþjóð þar sem hún kostar ekkert og eru slík rafræn skilríki bæði gefin af þarlendum skattayfirvöldum og eins fjármála- fyrirtækjum. Stefnunni breytt Í svari frá Símanum kemur fram að fyrirtækið hafi breytt um stefnu hvað varðar gjaldheimtu fyrir notk- un á rafrænum skilríkjum í gegn- um farsíma fyrr á þessu ári. „Ekk- ert gjald er tekið fyrir rafræna auðkenningu hjá Símanum. Hvorki greiða viðskiptavinir fyrir SIM- kortaskiptin né notkunina á skilríkj- unum á þessum 70 þjónustuvefjum sem þau ganga að. Þetta á bæði við um frelsisnúmer og þau í áskrift. Þannig hefur það verið frá því í vor. Þá var þjónustunúmerunum sem Auðkenni notar breytt í gjaldfrjáls númer.“ Í svarinu frá Símanum kemur fram að áður en þessi breyting var gerð og þjónustan var gerð gjald- frjáls hafi þrjú smáskilaboð þurft fyrir hverja auðkenningu en tvö þeirra voru greidd af viðskiptavin- inum og eitt af Auðkenni: „Fram að því voru sms-in þrjú. Eitt greitt af Auðkenni, tvö af viðskiptavinum, rúmuðust oftast þó innan fjölda þeirra smáskilaboða sem innifalin eru í áskriftarleiðum viðskiptavina.“ Frelsiskortið tæmdist Viðmælandi DV segir að hann hafi fengið sér rafræn skilríki og notað þau í gegnum síma sinn. Hann seg- ir að það hafi verið á reiki hversu mikið þjónustan kostaði og því hafi hann viljað ganga úr skugga um það. Orðrétt segir maðurinn í tölvupósti að hann hafi fengið sér frelsiskort og að inneignin á því hafi eyðst upp í kjölfarið. „Ég ákveð að fá mér frelsiskort hjá Símanum í febrúar og prufa og þó að Auðkenni hafi sagt mér að þessi auðkenning væri ókeypis þá tæmist inneignin mín því hver auðkenning er þrjú sms-skeyti. Ég kvarta í Símann og þeir segja ekkert athugavert við að ég hafi verið rukk- aður. Ég kvarta í Auðkenni og þeir segjast ætla að athuga (enn þá ekki fengið svar). Ég kvarta í fjármála- ráðuneytið og er bent á að tala við einn aðila hjá Símanum sem segir að um galla hafi verið að ræða (þó að þetta sé mörgum mánuðum eft- ir að farið var að bjóða upp á auð- kenningu á sim-korti) og búið sé að lagfæra hann núna (fékk aldrei inn- eignina sem spændist upp endur- greidda).“ Síminn hefur nú breytt þessari stefnu hjá sér, líkt og fram kemur hér að ofan er notkunin á rafræn- um skilríkjum í gegnum farsíma nú gjaldfrjáls. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ekki á þeirra valdi Auðkenni ehf., sem sér um innleiðingu rafrænna skilríkja á Íslandi, ræður ekki hvernig símafyrir- tækin rukka fyrir þjón- ustuna. Félaginu er stýrt af Haraldi Bjarnasyni og er að hluta til í eigu Símans. Mynd FréttablaðIð Símafyrirtækin ráða Símafyrirtækj- unum er í sjálfsvald sett hvernig þau rukka fyrir notkun á rafrænum skilríkjum í gegnum farsíma. Orri Hauksson er forstjóri Símans sem nú rukkar ekki lengur fyrir þjónustu sem tengist notkun rafrænna skilríkja. „Ég kvarta í Símann og þeir segja ekk- ert athugavert við að ég hafi verið rukkaður. Þorsteinn Evrópumaður ársins Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ver- ið valinn Evrópumaður ársins af Evrópusamtökunum. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá sam- tökunum en valið var tilkynnt á aðalfundi Já Ísland á fimmtudag í síðustu viku. „Góður rómur var gerður að þessu vali á fundinum og var klappað vel og lengi fyrir Þorsteini,“ segir í tilkynningunni. Í rökstuðningi valnefndar seg- ir að Þorsteinn hafi um árabil bæði rætt og ritað um Evrópumál á vandaðan og yfirvegaðan hátt. Hann hafi með greinum sínum varpað skýru ljósi á þá valkosti sem lítið land hafi í alþjóðamál- um. Þorsteinn, sem er 66 ára, hef- ur meðal annars verið forsætis-, sjávarútvegs-, iðnaðar og dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann var einnig sendiherra í London og Kaupmannahöfn og ritstjóri Fréttablaðsins. Hryssa féll í vatnsból Meðlimir Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi björguðu hryssu sem fallið hafði í vatnsból við bæinn Kagaðarhól í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu á mið- vikudag. Sex björgunarsveitarmenn komu hryssunni til bjargar og tók björgunin um tuttugu mínútur. Ekki er víst hvenær hryssan féll í vatnsbólið, en girða á í kring- um bólið um helgina svo atvikið endurtaki sig ekki. Hryssan var ekki alvarlega slösuð, en hafði sjálf reynt að komast upp úr vatninu. Hún mun hafa jafnað sig ágætlega eftir óhappið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.