Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 12.–15. september 201416 Fréttir „Við erum mörg hrædd“ n Koma sér fyrir í stigagangi á Vesturgötu og neyta fíkniefna n Íbúar óttaslegnir Þ etta er alveg hræðilegt. Við erum mörg hrædd við þetta vegna þess að maður veit ekki í hvernig ástandi þau eru,“ segir eldri borgari sem býr í íbúðum á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Í húsnæðinu er rek- in bæði heilsugæsla, félagsmiðstöð fyrir eldri borgara auk þess að bíla- stæðahús er aðliggjandi húsnæðinu. Ungmenni sem neyta fíkniefna hafast oft við í bílastæðahúsinu og hafa hrellt íbúa þess. Oftast er um yngra fólk að ræða, unglinga og jafnvel börn þótt stundum séu þau í fylgd með eldra fólki. „Það er ítrek- að sem þau skemma og skilja eft- ir sig eyðileggingu. Við höfum oft þurft að kalla á lögregluna,“ seg- ir Halldóra Guðmundsdóttir, verk- efnastjóri hjá félagsstarfi við Vestur- götu 7 í miðborg Reykjavíkur. Hún er í miklum samskiptum við íbúa í húsinu og segir þá oft óttaslegna en einnig langþreytta á ónæði og skemmdarverkum. Megn lykt Unglingarnir sitja í stigagangi bíla- stæðahússins og neyta þar fíkni- efna. Mikil og ítrekuð skemmdar- verk hafa verið unnin á húsnæðinu bæði í sjálfu bílastæðahúsinu og í stigaganginum eins og sést á með- fylgjandi myndum. Megna lykt af fíkniefnum leggur yfir alla efri hæð bílastæðahússins og oft út á götu. Þá má einnig finna hluti sem eru notaðir til fíkniefnaneyslu, afganga af fíkniefnum og áfengi auk þess sem ungmennin skilja eftir sig mik- ið af drasli. Harpa Rún Jóhannsdóttir, for- stöðumaður félagsstarfsins á Vest- urgötu, tekur í sama streng og Hall- dóra. Hún bendir á að á Vestur götu 7 séu bæði heilsugæsla, íbúðir, fé- lagsstarf og fyrirtæki. Þá sé bíla- stæðahúsnæðið opið fyrir almenn- ing og því sé eðli málsins samkvæmt ekki hægt að loka því. Hins vegar sé ljóst að það þurfi að grípa til að- gerða og hafi þau kappkostað að eitthvað yrði að gert. „Íbúarnir eru hræddir,“ seg- ir Halldóra. „Það hefur komið fyrir að krakkarnir reyna að komast inn til íbúanna. Það er ekki sjónvarps- sími og stöku sinnum hefur það gerst að þau opna fyrir krökkunum. Þau þurfa að passa sig á því að opna ekki fyrir hverjum sem er en þetta er samt ekki góð staða. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst,“ seg- ir hún. „Þetta eru þvílík skemmdar- verk, eiginlega alveg ótrúleg. Svo er reynt að laga þetta, en þetta fer allt í sama farið stuttu seinna. Það þarf að grípa til meiri aðgerða vegna þessa,“ segir Halldóra sem er í mikl- um samskiptum við bílastæðasjóð vegna málsins. Hún segist skilja að fólkið leiti í aðstöðu innanhúss, en harmar að það komi svona fram. Engar myndavélar Blaðamaður ræddi við nokkur ung- menni á dögunum sem urðu helst til hvekkt þegar blaðamaður nálgaðist þau. Spurð um hvað þau væru að gera þarna sögðust þau ekki vera að gera neitt sérstakt og földu fíkniefni sem þau höfðu undir höndum. Blaða- maður var vinsamlegast beðinn um að hypja sig þegar hann hóf að spyrja frekari spurninga. Þau bentu blaða- manni á að engar myndavélar væru í stigaganginum þó svo að þær væri að finna í sjálfu bílastæðahúsinu. Halldóra segist hafa bent á það sjálf, en telur þó að ef til vill yrðu unnin skemmdarverk á myndavélunum ef þær yrðu settar upp. Í einu tilfelli voru ungmenn- in að leika sér með brunaslöngu sem endaði með því að vatn barst inn í lyftuhús og af hlutust nokkrar skemmdir. Það atvik náðist á mynd- band í öryggismyndavélum. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af þeim er hafa umsjón með bíla- stæðahúsinu báru ekki árangur. DV hefur þó upplýsingar um að svipuð staða sé komin upp í öðrum bíla- stæðahúsum borgarinnar. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Stigagangurinn Í þessum stigagangi hafast ungmennin við. Það er ekki sami hópurinn sem er á svæðinu alltaf, en svo virðist sem þetta þyki góður staður til að vera á. Eins og sést hafa verið unnin mikil skemmdarverk á húsnæðinu og draslið er mikið. Efrihluti stigagangsins minnir helst til á dópgreni. Myndir ÞorMar Vignir gunnarSSon „Það er ítrekað sem þau skemma og skilja eftir sig eyðileggingu Heimagerð Hér má sjá heimagerða pípu sem fannst í stigaganginum fyrir skemmstu. Bílastæðahúsið Hér sést stigagangurinn utanfrá. Dyrnar á honum eru ólæstar til miðnættis. garður Þessi garður fylgir Vesturgötu 7. Hann nýta íbúar götunnar, en stigagangur- inn vísar að garðinum. Skemmdarverk Mikið hefur verið krotað á veggina. Komu sér makindalega fyrir Krotað hefur verið á veggina og hér má sjá stól sem krakkarnir komu með sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.