Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 12.–15. september 2014 Á 16 ára balli í Hörpu S ú var tíðin að maður sótti sextán ára böllin grimmt á Sjallanum á Ísafirði þegar maður hafði aldur til. Þar upplifði maður margt und- ir áhrifum áfengis, bæði gott og slæmt. Sú minning sem á eftir að lifa hvað lengst með mér er þegar ég var sleginn í andlitið á einu ball- inu. Það var ekki höggið sem lagðist svo þungt á sálina og leið mér í raun ekkert illa. Það var eftirleikurinn sem var sprenghlægilegur. Menn að æsa sig út af ekki neinu inni á klósetti á meðan ég starði grát- bólgnum augum á andlitið í spegl- inum í leit að sjáanlegum áverk- um. Þegar ég kom út af klósettinu var ég spurður hvort ég hefði verið sleginn í andlitið með bjórflösku. Þessu neitaði ég staðfastlega enda ekki sannleikanum samkvæmt. Á leiðinni út af ballinu stigmagnaðist þessi saga þannig að þegar ég var kominn í anddyrið var ég spurður hvort ég hefði verið sleginn í and- litið með kippu af bjór í gleri. Fyrir utan ballið var ég spurður hvort ég hefði verið sleginn í andlitið með „íííískaldri“ kippu af Miller í gleri? Minning sem mun ylja mér um hjartarætur það sem eftir er. En ég er kominn langt út fyr- ir efnið. Ástæðan fyrir því að ég tala um sextán ára böll er vegna endurlits sem greip mig þegar ég var staddur á tónleikum Stuð- manna í Hörpu síðastliðið laugar- dagskvöld. Fyrir tónleikana festi ég kaup á áfengi sem ég hafði ekki klárað áður en ég ætlaði að ganga inn í salinn. Þegar ég nálgaðist inn- ganginn mundi ég að það er strang- lega bannað að fara með drykki inn í Eldborgarsalinn. Því var ekkert annað að gera en að þamba drykk- inn í einum teyg þarna á gangin- um, ekki ósvipað því þegar maður stóð inni í einhverjum runna nærri Sjallanum á Ísafirði forðum daga í felum frá löggunni að klára áfeng- ið áður en maður færi á sextán ára ball með Buttercup og endaði ein- hvers staðar hauslaus af ölvun og afrek ef maður komst hreinlega á áfangastað. Ég varð þó ekki hauslaus í þetta skiptið í Hörpunni, verandi eldri og reyndari, en fílingurinn var sá sami. Þetta varð til þess að mér varð hugsað til bloggs Dr. Gunna sem birtist fyrir tæpum tveimur árum þar sem hann lýsti miklu fylliríi gesta í Eldborgarsalnum í Hörpu. Gunni birti reyndar fyrirvara á þessu bloggi vegna einhverra mót- mæla en ég gat vel ímyndað mér að einhverjir gætu hafa farið of geyst í drykkjunni þegar þeir sjá fram á að þurfa að henda frá sér nánast heil- um drykk, verandi búnir að fá sér nokkra fyrir tónleikana. En þetta er að sjálfsögðu smáborgarinn í manni sem hugsar þannig. Maður á ekkert að húrra í sig heilum drykk í einum rykk af einskærri nísku. Það er bara engum hollt. Eldborgin yrði fáránlega subbuleg ef drykk- ir yrðu leyfðir þar inni. Lausnin er væntanlega fólgin í því að mæta hreinlega fyrr á svæðið og drekka sinn drykk í rólegheitunum, eða já, hætta hreinlega að drekka og sleppa því í kjölfarið að lenda í ein- hverju fáránlegu flassbakki af sext- án ára balli sem skiptir algjörlega engu máli í stóra samhenginu. n „Maður á ekkert að húrra í sig heil- um drykk í einum rykk af einskærri nísku Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Leikarinn Richard Kiel allur Illmennið Jaws látinn Sunnudagur 14. september Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (17:26) 07.04 Kalli og Lóla (9:26) 07.15 Tillý og vinir (19:52) 07.26 Kioka (36:52) 07.32 Ævintýri Berta og Árna 07.38 Sebbi (24:28) 07.49 Pósturinn Páll (8:13) 08.04 Ólivía (21:52) 08.15 Kúlugúbbarnir (2:26) 08.38 Tré-Fú Tom (19:26) 09.00 Disneystundin (36:52) 09.01 Finnbogi og Felix (6:13) 09.24 Sígildar teiknimyndir 09.30 Nýi skólinn keisarans 09.53 Millý spyr (57:78) 10.00 Chaplin (5:50) 10.06 Undraveröld Gúnda 10.20 Bráðskarpar skepnur (3:3) (Inside the Animal Mind) Geta dýrin hugsað og dreg- ið ályktanir? Brápskarpar skepnur eru vandaðir heimildaþættir frá BBC. e 11.10 Kastanía: Hetja Miðgarðs e 12.35 Nautnir norðursins 888 e 13.05 Laxness og svarti listinn 888 e 14.05 Ó borg mín borg Chicago e 15.05 Hrúturinn Hreinn 15.15 Taka tvö (4:6) e 16.05 Chopin til bjargar e 17.00 Táknmálsfréttir (14:365) 17.10 Vísindahorn Ævars e 17.20 Stella og Steinn (13:42) 17.32 Hrúturinn Hreinn (2:5) 17.39 Stundarkorn (2:4) 17.56 Skrípin (21:52) 18.00 Stundin okkar 888 e 18.30 Camilla Plum - kruð og krydd (10:10) (Camilla Plum - Krudt og Krydderi) Camilla Plum stundar lífrænan búskap ásamt manni sínum. Í þáttaröðinni notar Camilla fjölbreyttar kryddjurtir til að töfra fram sérkenni ýmissa þjóðarrétta. 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn (1) 888 20.10 Vesturfarar (4:10) 20.50 Stóra lestarránið 22.25 Hamarinn (3:4) 888 e 23.20 Alvöru fólk 8,0 (9:10) (Äkta människor II)Sænskur myndaflokkur sem gerist í heimi þar sem ný kynslóð vélmenna hefur gerbreytt lífi fólks og vart má á milli sjá hverjir eru mennskir og hverjir ekki. Aðalhlutverk: Pia Halvorsen, Lisette Pagler, Andreas Wilson og Eva Röse. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 00.20 Njósnarar í Varsjá e 01.50 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 08:40 Undankeppni EM 2016 10:20 Spænski boltinn 14/15 12:00 Moto GP B 13:00 Spænski boltinn 14/15 14:45 Spænski boltinn 14/15 16:30 Undankeppni EM 2016 18:15 Meistaradeild Evrópu 18:45 Moto GP 19:45 Pepsí deildin 2014 (Stjarnan - Keflavík) B 22:00 Pepsímörkin 2014 23:15 Pepsí deildin 2014 01:05 Pepsímörkin 2014 08:50 Premier League 2014/2015 10:30 Premier League 2014/2015 12:10 Enska 1. deildin 2014/2015 (Nottingham Forest - Derby) B 14:20 Match Pack 14:50 Premier League 2014/2015 (Man. Utd. - QPR) B 17:00 Premier League 2014/2015 18:40 Enska 1. deildin 2014/2015 20:20 Premier League 2014/2015 22:00 Premier League 2014/2015 23:40 Premier League 2014/2015 08:00 Everything Must Go 09:35 Mirror Mirror 11:20 Story Of Us 12:55 Stepmom 15:00 Everything Must Go 16:35 Mirror Mirror 18:20 Story Of Us 19:55 Stepmom 22:00 Charlie Wilson's War 23:40 Game of Death 01:15 Dredd 02:50 Charlie Wilson's War 16:00 Top 20 Funniest (16:18) 16:45 The Amazing Race (10:12) 17:30 Friends With Benefits 17:50 Silicon Valley (3:8) 18:15 Guys With Kids (10:17) 18:40 Last Man Standing (6:18) 19:00 Man vs. Wild (12:15) 19:40 Bob's Burgers (9:23) 20:05 American Dad (17:19) 20:30 The Cleveland Show 20:55 Chozen (12:13) 21:20 Eastbound & Down 4 (2:8) 21:50 The League (3:13) 22:15 Almost Human (3:13) 23:00 Graceland (2:13) 23:40 The Vampire Diaries 00:20 Man vs. Wild (12:15) 01:00 Bob's Burgers (9:23) 01:20 American Dad (17:19) 01:45 The Cleveland Show 02:05 Chozen (12:13) 02:25 Eastbound & Down 4 02:50 The League (3:13) 03:10 Almost Human (3:13) 03:55 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 16:35 Strákarnir 17:00 Frasier (18:24) 17:25 Friends (5:24) 17:45 Seinfeld (1:5) 18:10 Modern Family (21:24) 18:35 Two and a Half Men (17:24) 18:55 Viltu vinna milljón? 19:40 Suits (1:12) 21:00 Homeland (7:12) 21:55 Crossing Lines (6:10) 22:40 Shameless (7:12) 23:25 Sisters (16:22) 00:10 Viltu vinna milljón? 00:55 Suits (1:12) 02:15 Homeland (7:12) 03:10 Crossing Lines (6:10) 04:00 Shameless (7:12) 04:45 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Mamma Mu 08:25 Könnuðurinn Dóra 08:50 Grallararnir 09:10 Tommi og Jenni 09:30 Villingarnir 09:55 Ben 10 10:20 Hundagengið 10:45 Kalli kanína og félagar 10:50 Scooby-Doo! Mystery Inc. 11:10 Lukku láki 11:35 iCarly (15:25) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:45 Nágrannar 13:05 Nágrannar 13:25 Nágrannar 13:50 Mr. Selfridge (9:10) 14:35 Gatan mín 14:55 Veistu hver ég var ? (3:10) 15:30 Léttir sprettir (5:0) 15:50 Louis Theroux: The Ret- urn of America's Most Hated Family 16:45 60 mínútur (49:52) 17:30 Eyjan (3:16) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (55:60) 19:10 Ástríður (5:12) til að ganga of langt. 19:35 Fókus (5:6) 20:00 The Crimson Field (6:6) 20:55 Rizzoli & Isles (9:18) 21:40 The Knick (5:10) 22:25 The Killing (2:6) 23:10 60 mínútur (50:52) 23:55 Eyjan (3:16) 00:45 Daily Show: Global Edition 01:10 Suits (6:16) 01:55 The Leftovers (10:10) Lokaþátturinnn í þessari spennuþáttaröð frá HBO en skyndilega hverfur hópur af fólki sporlaust af jörðinni og við fylgjumst með þeim sem verða eftir. Þættirnir eru byggðir sögu Tom Perotta frá árinu 2011. 02:50 Boardwalk Empire 8,7 (1:8) Fimmta og jafnframt síðasta þáttaröðin af Boardwalk Empire. Núna verða þættirnir sýndir á mánudagskvöldum, innan við sólarhring á eftir frum- sýningu á HBO. Boardwalk Empire gerist í Atlantic City í kringum 1920, við upphaf bannáranna í Bandaríkj- unum, þegar sala áfengis varð ólögleg um allt land og mörg glæpagengi spruttu fram. Steve Buscemi leikur aðalhlutverkið og Martin Scorsese er framleiðandi þáttanna. 03:40 Green Hornet Hasar-grín- mynd frá 2011 með Seth Rogen, Jay Chou, Christoph Waltz og Cameron Diaz í aðalhlutverkum. Glaumgosinnn Britt Reid erfir fjölmiðlaveldi föður síns og ákveður að venda sínu kvæði í kross og segja glæpum stríð á hendur. Með aðstoð hins bráðsnjalla uppfinningamanns Kato setja þeir upp grímur og hefja kostuglega baráttu gegn vondu körlunum. 05:35 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:20 The Talk 14:00 The Talk Skemmtilegir og líflegir spjallþættir þar sem fimm konur skiptast á að taka á móti góðum gestum í persónulegt kaffispjall. 14:40 Dr. Phil 15:20 Dr. Phil 16:00 Dr. Phil 16:40 Kirstie (9:12) 17:00 Catfish (12:12) Í samskiptum við ókunnuga á netinu er oft gott að hafa varann á vegna þess að fæstir eru í raun þeir sem þeir segjast vera. Þáttaröðin fjallar um menn sem afhjúpa slíka notendur. 17:45 America's Next Top Model (13:16) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en 14 þátttakendur fá að spreyta sig í keppninni enda taka piltar líka þátt í þetta sinn. 18:30 Reckless 7,0 (2:13) Bandarísk þáttaröð um tvo lögfræðinga sem laðast að hvort öðru um leið og þau þurfa að takast á sem and- stæðingar í réttarsalnum. 19:15 King & Maxwell (9:10) 20:00 Gordon Ramsay Ultima- te Cookery Course (11:20) Frábærir þættir þar sem Gordon Ramsey snýr aftur í heimaeldhúsið og kennir áhorfendum einfaldar aðferðir við heiðarlega heimaeldamennsku. 20:25 Top Gear Festival Speci- al: Sydney 21:15 Law & Order: SVU (5:24) 22:00 Revelations (5:6) 22:45 Californication (12:12) 23:15 Ray Donovan (2:12) Vand- aðir þættir um harðhausinn Ray Donovan sem reynir að beygja lög og reglur sem stundum vilja brotna. 00:05 Agents of S.H.I.E.L.D. 7,4 (22:22) Hörkuspennandi þættir úr smiðju teikni- myndarisans Marvel. Bandaríska ríkisstjórnin bregður á það ráð að láta setja saman sveit óárenni- legra ofurhetja til að bregð- ast við yfirnáttúrulegum ógnum á jörðinni. Frábærir þættir sem höfða ekki bara til ofurhetjuaðdáenda. Allir þættirnir eru aðgengilegir í SkjáFrelsi og SkjáFrelsi á netinu á heimasíðu Skjásins. Í lokaþættinum leggja Coulson og félagar allt undir þegar hópurinn tekst á við krafta HYDRA og reyna að stöðva Garret í hinsta sinn. 00:50 Marvel: Assembling a Universe 01:35 Scandal (12:18) 02:20 Revelations (5:6) 03:05 The Tonight Show 03:45 Pepsi MAX tónlist L eikarinn Richard Kiel, sem varð frægastur fyrir hlutverk sitt sem Jaws í tveimur James Bond- myndum, lést á miðvikudaginn á sjúkrahúsi í Fresno í Kaliforníu, þremur dögum fyrir 75 ára afmælið sitt. Leikarinn fótbrotnaði nokkrum dögum fyrir andlátið en ekki er vitað hvort brotið tengist andlátinu. Kiel lék á móti Roger Moore í The Spy Who Loved Me og Moon- raker auk þess sem hann lék í Adam Sandler-grínmyndinni Happy Gilmore. Hann talaði einnig inn á James Bond-tölvuleik árið 2003 og talaði fyrir Vlad í teiknimyndinni Tangled sem kom út árið 2010. Illmennið Jaws varð svo vinsæll á meðal aðdáenda James Bond eft- ir myndina The Spy Who Loved Me að karakterinn var gerður geðfelldari í Moonraker. Fyrir James Bond- ævintýrið hafði Kiel leikið í Burt Reynolds-fangelsismyndinni The Longest Yard og í nokkrum þáttum af The Wild Wild West. Ævisaga leikarans, Making It Big in the Movies, kom út árið 2002. n indiana@dv.is Jaws Illmennið sló í gegn á meðal aðdáenda James Bond. Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Helgarpistill E llen Pompeo, sem er best þekkt fyrir hlutverk Mer- edith Grey í sjónvarpsþátt- unum Grey‘s Anatomy, seg- ist mögulega ætla að hætta að leika þegar þættirnir renna sitt skeið. Þess má geta að tíu þáttaraðir hafa nú verið gerðar af læknaþáttunum vinsælu og verður fyrsti þátturinn í þeirri elleftu frumsýndur síðar í þessum mánuði. Pompeo talaði opinskátt um ferilinn og framtíðina á viðburði á vegum BuzzFeed á dögunum en þar var hún ásamt leikkonunni Kerry Washington sem leikur aðal- hlutverkið í þáttaröðinni Scandal. „Mig langar til þess að sjá hvort ég geti gert eitthvað annað og náð árangri í einhverju öðru. Mér finnst ég hafa náð góðum árangri í leik- listinni,“ segir hún. n Ellen hættir eftir Grey‘s Anatomy Ellen Pompeo vill snúa sér að öðru en leiklist Ellen Pompeo Grey's Anatomy-leik- konan hefur misst áhugann á leiklistinni og vill snúa sér að öðru. MyND REUTERS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.