Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Side 54
Helgarblað 12.–15. september 201454 Fólk Butler þeystist um á hlaupahjóli í Leifsstöð n Komtil þess að skoða eldgosið n Átti að fara heim á þriðjudag en framlengdi S koski leikarinn Gerard Butlerz þeyttist um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á hlaupa- hjóli á dögunum þegar hann brá á leik með Söndru Dögg Tryggvadóttur sem starfar hjá IGS. Butler, sem hefur leikið í kvik- myndum á borð við 300, Law Abi- ding Citizen og RocknRolla, kom til landsins á laugardagskvöldið með áætlunarflugi frá London en með honum í för er kærasta hans. „Hann var rosalega vingjarnlegur en við spjölluðum heilmikið saman,“ segir Sandra Dögg sem hitti Butler við komuna til landsins á laugar- daginn. Meðal þess sem þau ræddu um var eldgosið í Holuhrauni en leik- arinn var mjög hrifinn af þessu til- komumikla gosi. Eldstöðvarnar eru gríðarlega vinsælar meðal fjáðra ferðamanna sem ferðast þangað og eru Hollywood-leikarar þar engin undantekning. Eldgosið vinsælt í Hollywood DV greindi frá því í vikunni að stór- leikarinn Sir Ian Mckellen, sem flest- ir þekkja sem Gandalf úr kvikmynd- unum um Hringadróttinssögu, væri einnig staddur hér á landi í sömu erindagjörð- um; að skoða eldgosið. Báðir hafa þeir flog- ið yfir svæðið á þyrlu sem telst vænsti kostur- inn ef ætlunin er að vera í ná- vígi við þessa kyngimögn- uðu krafta sem leysast þarna úr læðingi. Butler kynntist Ís- landi árið 2005 þegar hann lék í kvikmyndinni Beowulf & Grendel og hef- ur síðan þá heimsótt landið nokkrum sinn- um. Þá hefur Butler margoft talað fallega um Ísland í hinum ýmsu viðtölum og segir hann Skotland og Ísland þau lönd sem eru í mestu uppáhaldi hjá honum. Samkvæmt heimildum DV átti Butler að fljúga aftur til London á þriðjudaginn en ákvað að fram- lengja dvöl sína hér á landi eftir að hafa skoðað eldstöðvarnar í Holu- hrauni. Hann framlengdi dvölina um tvo daga og flaug aftur heim um miðjan dag á fimmtudag. Butler nýtti tíma sinn vel á Íslandi og flaug til að mynda nokkrum sinn- um yfir eldstöðvarnar. Þá sást hann einnig á skemmtistöðum borgarinn- ar, öðrum gestum og gangandi til mikillar gleði. n Atli Már Gylfason atli@dv.is Vingjarnleg stjarna Butler ræddi heilmikið við Söndru Dögg sem sagði leikarann mjög vingjarnlegan. Mynd úr EinkAsAfni Á hlaupahjólinu Butler fannst ekki leiðinlegt að þeysast um flugstöðina á þessu hlaupahjóli sem starfsmenn IGS nota á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr EinkAsAfni Leikari Butler flaug yfir gosið og sjást á djamminu. „Hann var rosa- lega vingjarn- legur en við spjölluð- um heilmikið saman Sestur á skólabekk Rithöfundurinn og fyrrverandi ritstjórinn, Mikael Torfason, er sestur á skólabekk. Mikael, sem var á dögunum settur af sem aðal ritstjóri 365 miðla, er aftur farinn að lesa enskar bókmennt- ir við Háskóla Íslands meðfram bókaskrifum. Mikael var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins í mars í fyrra en þá hafði hann gegnt þeirri stöðu á Fréttatímanum. Á meðal bóka hans eru Falskur fugl, Saga af stúlku og Heimsins heimskasti pabbi. Bauð Hildi Lilliendahl á ball Svo virðist sem einhver óprútt- inn aðili hafi komist í tölvu sjón- varpsmannsins Loga Bergmann á fimmtudag og valdið usla í hans nafni á Facebook. Þannig bauð hann meðal annars Hildi Lilli- endahl, ásamt fleirum, á ball með Skítamóral á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi á laugardag. Þá spurði hann Facebookvini sína hvort hann væri meira sexý með skegg eða án, boðaði sig á fund hjá samtökum um glúteinfrítt líf og skaut hörðum skotum á rauð- hærða. Samkvæmt frétt Nútímans var það sjónvarpskonan Sigríð- ur Elva Vilhjálmsdóttir sem stóð á bakvið hrekkinn en Logi hefur hrekkt hana með margvíslegum hætti síðustu ár. Eins og flestir vita er Logi Bergmann alræmdur hrekkjalómur sjálfur og lætur sér þetta kannski að kenningu verða. Klukka og syngja með rauð nef Mikið um dýrðir á degi rauða nefsins Á takið dagur rauða nefsins, ver- kefni UNICEF, nær hámarki í kvöld í skemmti- og söfnunar- þætti á RÚV. Útsendingin hefst strax að loknum kvöldfréttum og mun fjöldinn allur af listamönnum koma fram og skemmta landsmönn- um. UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) hefur í tæpa sjö áratugi ver- ið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum og treysta á frjáls framlög fjár til að viðhalda starfi sínu í 190 ríkj- um heimsins. Einnig verður sýnt frá ferð Ólafs Darra Ólafssonar, leikara og heims- foreldris til Madagaskar en þangað fór hann til að kynna sér baráttu UNICEF fyrir velferð barna, baráttu sem heims- foreldrar UNICEF taka virkan þátt í, líkt og DV greindi frá á miðvikudag. „Það eru alltaf forréttindi að fá að koma í aðra menningu og sjá hvað fólk í öðrum löndum býr við. Madagaskar er afskaplega fátækt land en stór- kostlegt á sinn hátt og það var mjög forvitnilegt að fá að fara þangað og fá að kynna sér starf UNICEF,“ sagði Ólafur Darri, en hann er að störfum í Bandaríkjunum um þessar mundir. Allir sem koma að verkefninu á föstudag gera það í sjálfboðavinnu. Aðalkynnar kvöldsins eru þau Ein- ar Þorsteinsson og Guðrún Dís Emils- dóttir sem halda um taumana í stúdíói en í símaveri Vodafone munu Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Benedikt Valsson standa vaktina. Fannar Sveinsson og Jóhann Alfreð Kristinsson munu bregða á leik og klukka mann og annan til að vekja athygli á fjáröflunarverkefninu. Páll Óskar Hjálmtýsson mun vera með tónlistaratriði auk þess sem þeir Kenneth Máni, Björn Bragi, Þor- steinn Guðmundsson og Dóri DNA munu vera með uppistand. Þá hafa Pollapönksmeðlimir og Reykjavíkur- dætur samið saman lagið Tabula rasa sem þau munu flytja í útsendingunni sem hefst klukkan 19.30 í kvöld. n klukk Hluti af fjáröflun fyrir dag rauða nefsins er að klukka fólk til að taka þátt. Hér klukkar Páll Óskar. Krefst kjúklinga- dansins Flestir þeirra sem tekið hafa að sér að þeyta plötum í margmenni kannast við þann hvimleiða og þreytandi sið sumra að biðja um óskalag. Plötuspilarinn Marge- ir Ingólfsson, betur þekktur sem einfaldlega DJ Margeir, hefur komið með skothelt ráð til að fækka beiðnum um „Nínu“ eða „Bat out of Hell“. „Viltu óskalag? Þá bið ég í staðinn um óskadans ... t.d. kjúklingadansinn. Allir sáttir og massa stuð á dansgólf- inu! með vinsemd og virðingu,“ skrifaði Margeir í stöðuuppfærslu á Facebook á dögunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.