Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 12.–15. september 201414 Fréttir Embættið lík- lega lagt niður Gert er ráð fyrir því að rekstrar- gjöld sérstaks saksóknara lækki um 281,9 milljónir á komandi ári. Í upphafi var ljóst að verkefni embættisins yrðu tímabundin og ráðherra hefur nú heimild til að leggja embættið niður að undan- gengnu frumvarpi þess eðlis. Ekki liggur fyrir endanleg útfærsla á framtíðarskipulagi efnahags- brotarannsókna og munu endan- legar fjárveitingar ekki vera fast- ákveðnar fyrr en þær niðurstöður liggja fyrir. Innanríkisráðuneytið mun, samkvæmt frumvarpinu, vinna náið með sérstökum sak- sóknara að fjárhagslegu uppgjöri embættisins með það að mark- miði að vel takist að ljúka þeim verkefnum og rannsóknum sem liggja fyrir. Lækka framlög til að styrkja Gangi tillögur í fjárlagafrum- varpi eftir mun framlag til Lista- háskóla Íslands lækka um 24,5 milljónir króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Í fyrsta lagi er lagt til að framlag til skólans lækki vegna aðhalds- markmiða um 15,5 milljónir. Í öðru lagi er lagt til að 10 millj- óna króna tímabundið húsnæð- isframlag verði fellt niður, en í fjárlögum 2012 var samþykkt að framlengja það um þrjú ár. Í þriðja lagi er lagt til að framlag til skólans hækki um 1,5 milljón- ir vegna breytinga reikniflokka í reiknilíkani, en þær breytingar eru sagðar hluti af áformum um að styrkja rekstrargrundvöll skól- ans í áföngum á næstu árum. Í fjórða lagi er lagt til að framlag til skólans lækki um 0,5 milljónir í samræmi við fjölda ársnemenda og brautskráninga. Ekki gert ráð fyrir flutningum Gert er ráð fyrir því að fjárframlög til Fiskistofu lækki að raungildi um 4,3 milljónir króna. Um er að ræða 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum en á móti kemur 5,7 milljóna króna hækkun í sam- ræmi við endurskoðaða áætlun um ríkistekjur stofnunarinnar. Í heildina er að ræða um fjárfram- lög upp á 861,2 milljónir króna. Til stendur að flytja Fiskistofu til Akureyrar og á flutningum að vera lokið í lok næsta árs ef allt gengur eftir. Ekki virðist vera gert ráð fyrir auknu fjármagni til stofnunarinnar vegna yfirvofandi flutninga. Vilja draga úr notkun lífsnauðsynlegra lyfja n Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í lyfjum eykst n Þurfa að greiða fyrir S-merkt lyf V erði fjárlagafrumvarp- ið samþykkt í núverandi mynd mun greiðsluþátt- taka sjúklinga í lyfja- kostnaði aukast til muna og í fyrsta skipti munu sjúklingar þurfa að bera hluta kostnaðar af svokölluðum S-merktum og leyfis- skyldum lyfjum. Um er að ræða lyf sem gjarnan eru mjög dýr, allt upp í að ársmeðferð kosti um 100 milljónir króna, en jafnframt lífs- nauðsynleg. Sjúklingar munu þó aðeins taka þátt í kostnaði vegna S-lyfja sem ávísað er til notkunar utan sjúkrahúsa og annarra heil- brigðisstofnana, en ekki á meðan sjúkrahúsdvöl stendur. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er til dæmis um að ræða gigtarlyf sem sjúklingar á dagdeildum geta sjálfir tekið heima hjá sér. Munu S-lyfin koma til með að falla undir greiðsluþátttökukerfi almennra lyf- ja en þak á viðmiðunarfjárhæðum mun einnig hækka. Um er að ræða 305 milljóna króna lækkun á fjár- heimild til Sjúkratrygginga Íslands vegna aðhaldsaðgerða ríkisstjórn- arinnar. Auðveldar eftirlit „Þessi tala er fundin niðri í ráðu- neyti og væntanlega eru einhverjir útreikningar af þeirra hálfu þarna að baki sem við höfum ekki séð,“ segir Steingrímur Ari Arason, for- stjóri Sjúkratrygginga Íslands, að- spurður út í aukna þátttöku sjúk- linga í lyfjakostnaði. Ljóst er að hækkun á viðmiðunarfjárhæðum og greiðsluþátttaka á S-merktum lyfjum mun koma sér illa við marga sem þurfa á lífsnauðsynlegum lyf- jum að halda. Meðal þeirra raka sem velferðarráðuneytið gefur upp fyrir breytingunni eru þau að hún muni auðvelda eftirlit með notk- un og kostnaði lyfja. Þá er áætlað að breytingin dragi úr notkun um- ræddra lyfja, en það hafi sýnt sig að séu lyf ókeypis sé þeim frekar ávís- að í of miklum mæli og oft valin frekar en ódýrari úrræði sem sjúk- lingar greiða fyrir, segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Kom á óvart Steingrímur segir umrædda breytingu hafa komið sér á óvart. „Þetta gerði það reyndar. Við feng- um ekki að vita af því að þetta stæði til fyrr en rétt í aðdraganda fram- lagningar frumvarpsins. Þetta er alfarið ákvörðun ráðuneytisins og ég veit ekki hvað útfærslan er kom- in langt.“ Aðspurður hvort stofn- unin hafi einhvern tíma fengið að gefa sitt álit eða fengið upplýsingar í aðdraganda breytinga á kostn- aðarþátttöku sjúkratryggðra, segir Steingrímur það misjafnt. „Margt sem er gert á sér langan aðdraganda og þar með eru menn búnir að fara yfir hluti og útfæra þegar gert er grein fyrir því, en í þessu tilfelli var það ekki gert.“ Hann segir útfærsl- una skipta miklu máli og að ráðu- neytið verði að ganga frá því þannig að fjárhagsmarkmið náist. „Það má auðvitað gera með ýmsum hætti, sérstaklega þegar hvoru tveggja er undir. Þessi lyf sem á að færa yfir og útfærsla á því hvernig þetta á að ganga fyrir sig, hvenær og hvaða lyf nákvæmlega. Síðan er þá undir líka að endurskoða þessar þrepa- fjárhæðir, hvað lyfjakostnaður get- ur orðið mestur,“ segir Steingrímur. Má ekki mismuna sjúklingum Önnur rök fyrir breytingunni eru þau að hún styðji upphaflegt markmið greiðsluþátttökukerf- isins um að mismuna ekki sjúk- lingum í kostnaði eftir sjúkdóm- um og tegundum lyfja. Áætlað er að útgjöld ríkisins vegna þessarar breytingar lækki kostnað ríkisins um 145 milljónir króna en heildar- kostnaður S-merktra og leyfis- skyldra lyfja eru rúmir 6,4 milljarð- ar á ári. Áfram verður hægt að sækja um lyfjaskírteini fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrofssjúkdóm, nýrnabilun á lokastigi og í meðferð við lok lífs, sem veitir þeim tiltekin lyf án greiðsluþátttöku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefði í raun ekki verið hægt að út- færa breytinguna þannig að hún næði yfir S-merkt lyf sem gefin eru inni á sjúkrahúsum og heilbrigð- isstofnunum, nema með miklum tilkostnaði. Enda hefði þá þurft að innleiða nýtt kerfi til að halda utan um slíkt inni á spítalanum. En í frumvarpinu sjálfu er ekki tek- ið fram að eingöngu sé átt við S-lyf sem gefin eru utan sjúkrahúsa. Þær upplýsingar komu frá ráðuneytinu eftir að stjórnarandstaðan hafði gagnrýnt breytinguna og fjölmiðlar fjallað um hana. n „Þessi tala er fundin niðri í ráðuneyti og væntanlega eru einhverjir útreikningar af þeirra hálfu þarna að baki sem við höfum ekki séð. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Forstjóri Sjúkratrygginga Steingrímur Ari segir stofnunina stundum hafa komið að breytingum á kostnaðarþátttöku sjúklinga. Aukinn kostnaður Breytingin kom Stein- grími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, á óvart. Mynd ÁSgeiR M einARSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.