Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 12.–15. september 2014 Mest lesið á DV.is 1 Réðst á öldung með heykvísl „Ég nötra allur og skelf,“ sagði Hörður Sverrisson, 74 ára Akureyringur, en Böðvar Birgisson réðst á hann með heykvísl á heimili Harðar síðastliðinn miðvikudag. Böðvar var í viðtali við DV á dögunum þar sem hann lýsti því hvernig það væri að búa í tjaldi. Böðvar á að baki langa sögu fíkni- efnaneyslu og geðveilu, að eigin sögn. 13.336 hafa lesið 2 Erpur svarar fyrir sig vegna Flensborgarmáls- ins: „Meiri spurning um tepruskap“ „Hvað Blazroca varðar – þótt ég rífi alveg kjaft og noti klúr orð þá hef ég samt verið yfirlýstur femínisti í 14 ár,“ segir Erpur Eyvindarson, sem er þekktur undir nafninu Blazroca, í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag vegna Flensborgarmálsins svokallaða. DV.is greindi frá því á miðvikudag að skólayfirvöld í Flensborgarskóla hefðu lagst gegn því að Dj Muscleboy og Dj Óli Geir spiluðu á nýnemaballi Flensborgar og voru þeir Erpur og Friðrik Dór Jónsson fengnir í staðinn. 11.025 hafa lesið 3 „Veit hvernig ég mun borga leiguna í næsta mánuði“ Margrét Erla Maack er komin með dagvinnu, eins og hún orðar það sjálf, en hún hóf nýlega störf sem afgreiðsludama í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. „Mér fannst eitthvað svo fullorðins að fara í dagvinnu,“ sagði hún kímin í samtali við DV. „Þetta er ákveðið akkeri. Ég veit hvernig ég mun borga leiguna í næsta mánuði. Það er mikill lúxus.“ 8.877 hafa lesið 4 Rory sleit sambandinu í gegnum síma Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki segist hafa verið brugðið þegar þáverandi unnusti hennar, kylfingurinn Rory McIlroy, sleit sambandi þeirra í gegnum síma. Hún horfir þó á björtu hliðarnar og segist nú ætla að leita að manni sem er hærri en hún svo hún geti verið í háum hælum. 6.468 hafa lesið 5 Borðaðu fitu til að léttast Neytir þú eingöngu fitulausrar fæðu en tekst samt ekki að léttast? Það er vegna þess að unninn matur, á borð við hvítt brauð, hvít hrísgrjón og pasta, er vanalega sykurríkur og hefur áhrif á efnaskiptin svo það verður erfiðara að brenna hitaeiningum. 5.288 hafa lesið Þ að er nokkuð til í því sem bloggarinn Jón Daníels- son bendir á varðandi VSK- breytingarnar, þ.e. að það verði aðalfjölmiðlamálið og svo eftir mikið leikrit sem fjölmiðlar spila ákaft með þá verði hin endan- lega niðurstaða 11prósenta skattur á mat, hita og rafmagn en 24,5 prósent á Lexusa og Rolexa. Og það verður látið sem að rík- isstjórnin sé að gefa eftir af góð- mennsku þegar í raun hún er að hækka álögur á almenning en lækk- ar veiðigjöld og afleggur auðlegðar- skatt sem merkilega nokk skilar jafn miklu í tekjur fyrir ríkissjóð og það sem virðisaukaskattshækkuninni er ætlað að skila. Eftir þetta leikrit, sem allir munu taka þátt í, svo sem verkalýðsfé- lög, þingmenn og fleiri þá mun al- menningur sitja eftir frekar ringlaður með skrítna tilfinningu og ekki viss um hvað gerðist eftir að ríkisstjórn- in byrlaði honum rófí í hinu árvissa leikriti sem gekk yfir. Og verður búinn að gleyma ári síðar þegar uppfærslan á Alþingi hefst að nýju. Þó er samt búið að bæta við smá tilbreytingu á leikritinu í ár. Karl Garðarsson og fleiri fram- sóknarmenn hafa tilkynnt að þeir séu á móti þessu og segja að það sé alveg hryllilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að hækka matarskattinn. Nokkuð sem Karl Garðarsson orðar á þann hátt að þetta sé „done deal“ sem hann sem stjórnvald, það er þingmaður, getur engin áhrif haft á. Og kemur óvart með freudíska játningu um að búið sé að ákveða hlutina fyrirfram, ráðherraræðið sé það sem gildir við færibandið sem kallast Alþingi sem sé í raun þá óþörf stofnun í stjórnkerfinu. Væntanlega yrði hægt að spara talsverða fjármuni ef það yrði ein- faldlega lagt niður, svo gagnslítið og tilgangslítið fyrirbæri er það orðið undir núverandi ríkisstjórn, en nóg um það því það er önnur flétta í gangi. Með andmælum Karls og Vigdís- ar Hauks þá er einfaldlega verið að leika eina fléttu í þessu leikriti sem gengur út á það markmið að sýna að Framsókn berjist fyrir hag almenn- ings þegar í raun þetta er „done deal“. Þau fá að þenja sig ásamt ein- um eða tveimur framsóknarmönn- um til viðbótar og þessu verður svo slegið fram að samkomulag hafi náðst meðal ríkisstjórnarflokkanna vegna andstöðu Framsóknar, sem mun samt samþykkja fjárlagafrum- varpið, um að ganga ekki svona langt í skattahækkunum á mat, hita og rafmagn. Tilgangurinn: auka fylgi Fram- sóknar sem er búið að vera í frjálsu falli og mun falla enn meira þegar fólk fattar að matarskattshækkuninn étur upp skuldaleiðréttinguna. Semsagt, engin prinsipp, engar hugsjónir, annars yrði sagt þvert nei við að hækka neðra þrep virð- isaukaskattsins og ekki sætt sig við annað en að það verði óbreytt. Og ef raunverulegur áhugi væri hjá Framsókn að berjast fyr- ir hag almennings þá yrði ekki tek- ið í mál að láta sjúklinga borga lyfin á sjúkrahúsunum heldur yrði ein- blínt á að sækja peningana til hinna raunverulegu og forríku hrægamma í gegnum auðlegðarskatt, hækkun veiðigjalds og því til viðbótar yrði fjármagnstekjuskattur rukkaður inn með sömu skattprósentu og tekju- skatturinn. Svona verður leikritið og leikfléttan í uppfærslu hins ógeðs- lega samfélags Alþingis. Vitið til, þessi spádómur minn mun rætast og fólk jafnvel ganga til liðs við Framsókn að nýju vegna „hetjulegrar frammistöðu þeirra í þágu almennings“ með því að tryggja að skattur á hita, rafmagn og mat mun „aðeins hækka um 4 pró- sent en ekki 5 prósent“. Það er eiginlega jafn fyrirsjáan- legt og að Björt framtíð verður með eina af bestu ræðunum í framhaldi af stefnuræðu forsætisráðherra. Og jafn fyrirsjáanlegt að svo mun sama og ekkert heyrast og sjást til Bjartrar framtíðar fyrr en það kemur að næstu Morfís-keppni Alþingis er Eldhúsdagsumræður kallast. n Fjárlagaleikrit ríkisstjórnarflokkanna Mynd dV Sigtryggur Ari Agnar Kristján Þorsteinsson Af blogginu „Maður er farinn að þekkja þetta Myndin Skólaverkefni Verlsunarskólanemendur vinna að skólaverkefni í Grasagarðinum í Reykjavík Mynd ÞorMAr Vignir gunnArSSon Ekki til að skamm- ast sín fyrir thelma Einarsdóttir hefur glímt við fæðingarþunglyndi. – DV Umræðuhefð sem sífellt beinir spjótum sínum að hinu neikvæða Sigmundur davíð gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra er ekki ánægður með umræðuhefðina í landinu. – Alþingi Þegar fólk dansar þá sleppir það sér og slappar af Sigvaldi Þorgilsson 81 árs danskennari hefur kennt eldri borgurum dans í mörg ár. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.