Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 12.–15. september 2014 Sport 43 Úrvalslið Norðurlandanna Kasper Schmeichel Land: Danmörk Aldur: 27 ára Félag: (leikir/mörk) Leicester City (140/0) Landsleikir/mörk: 3/0 n Kasper er, eins og flestir sparkspekingar vita, sonur hins goðsagnakennda Peters Schmeichel, sem er í hópi bestu markvarða sögunnar. Þó að Kasper eigi langt í land með að feta í fótspor föður síns hefur hann staðið sig vel. Schmeichel er eini Norðurlandabúinn sem á fast markmannssæti hjá liði í ensku úrvalsdeildinni og það segir ýmislegt um gæði hans. Þá byrjaði Schmeichel í markinu hjá Dönum gegn Armenum í undankeppni EM á dögunum og virðist hann vera búinn að festa sig almennilega í sessi með landsliðinu. Daniel Agger Land: Danmörk Aldur: 29 ára Félag (leikir/ mörk): Bröndby (0/0) Landsleikir/mörk: 65/12 n Daniel Agger er án nokkurs vafa einn allra besti varnarmaður Norðurlandanna. Agger, sem er 29 ára, ákvað að fara aftur heim til Bröndby í Dan- mörku í sumar eftir að hafa leikið með Liverpool undanfarin ár við góðan orðstír. Agger hefði í raun getað farið í hvaða lið sem er og hafði Barcelona til að mynda áhuga á að landa honum í sumar. Ragnar Sigurðsson Land: Ísland Aldur: 28 ára Félag (leikir/mörk): Krasnodar (9/0) Landsleikir/mörk: 37/0 n Frammistaða Ragnars Sigurðssonar með íslenska landsliðinu tryggir honum sæti í úrvalsliði Norðurlandanna. Ragnar hefur spilað stórkostlega í hjarta varnarinnar með íslenska liðinu, fyrst í undankeppni HM og svo átti hann frábæran leik gegn Tyrkjum í vikunni. Ragnar er ekki bara góður með landsliðinu því hann var lykilmaður í vörn FC Kaupmannahafnar, besta liði Norðurlanda, áður en hann samdi við rússneska liðið FC Krasnodar fyrr á árinu. Jonas Olsson Land: Svíþjóð Aldur: 31 árs Fé- lag (leikir/mörk): WBA (207/12) Landsleikir/mörk: 24/1 n Jonas Olsson hefur verið lykil- maður í vörn West Brom í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum árum. Þó að Olsson sé orðinn 31 árs lék hann ekki sinn fyrsta landsleik fyrr en árið 2010. Áður en hann gekk í raðir West Brom árið 2008 lék hann með NEC Nijmegen í Hollandi. Olsson er gríðarlega sterkur í loftinu og þá les hann leikinn einkar vel. Hann hefur á undanförnum árum skipað sér sess meðal öflugustu varnarmanna ensku úrvals- deildarinnar. Kolbeinn Sigþórsson Land: Ísland Aldur: 24 ára Félag (leikir/mörk): Ajax (126/46) Landsleikir/mörk: 24/16 n Kolbeinn þykir mikið efni en tíð meiðsli hafa að líkindum tafið það að stórlið hafi keypt hann. Kolbeinn spilar þó með stærsta liðinu í Hollandi og hefur þar staðið sig vel, þegar hann hefur verið heill. Árangur hans með landsliðinu er líka eftirtektarverður. Ljóst er að Kolbeinn hefur allt það til að bera til að verða sóknarmaður í heimsklassa. Þá er aðeins tímaspursmál hvenær hann slær markamet íslenska landsliðsins, met sem Eiður Smári Guðjohnsen hefur átt um langt skeið. Zlatan Ibrahimovic Land: Svíþjóð Aldur: 32 ára Félag (leikir/mörk): Paris Saint-Germain (94/83) Landsleikir/mörk: 100/50 n Zlatan hefur undanfarin ár verið einn allra besti knattspyrn- umaður í heimi. Hann er í algjörum sérflokki, enn sem komið er, þegar horft er til leikmanna á Norðurlöndunum, enda standast honum fáir varnarmenn snúning þegar sá gállinn er á honum. Zlatan býr yfri einstökum hæfileikum og getur búið til mörk upp úr engu. Hann hefur orðið meistari með öllum þeim liðum sem hann hefur leikið með og er jafnan í hópi markahæstu leikmanna. Christian Eriksen Land: Danmörk Aldur: 22 ára Félag (leikir/mörk): Tottenham (36/10) Landsleikir/mörk: 46/5 n Eriksen er líklega besti knattspyrnumaðurinn sem Danir eiga um þessar mundir. Hann komst á kortið hjá Ajax þar sem hann spilaði í um fjögur ár. Erik- sen er afar skapandi sóknarþenkjandi miðjumaður og líður best í sömu stöðu og Gylfi, fyrir aftan framherja. Hann var valinn bestur leikmanna Tottenham á síðustu leiktíð – og segir það nokkuð um þá hæfileika sem hann býr yfir. Sebastian Larsson Land: Svíþjóð Aldur: 29 ára Fé- lag (leikir/mörk): Sunderland (125/12) Landsleikir/mörk: 67/6 n Larsson hefur undanfarin ár verið lykilmaður í ágætu liði Sunderland. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp annað í fyrstu þremur leikjum úrvarls- deildarinnar í haust. Larsson er góður alhliða miðjumaður; getur haldið boltanum, varist vel og er stórhættulegur í föstum leikatrið- um. Hann á að baki 210 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hefur skorað í þeim 24 mörk. Larsson er óumdeilanlega í hópi bestu leikmanna Norðurlandanna undanfarinn áratug eða svo. Gylfi Þór Sigurðsson Land: Ísland Aldur: 25 ára Félag (leikir/mörk): Swansea (22/8) Landsleikir/mörk: 25/6 n Gylfi Þór hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er tímabilinu. Hann hefur farið á kostum með Swansea og var frábær í landsleikn- um við Tyrki í vikunni. Hafi einhver efast, eftir veruna hjá Tottenham, hefur Gylfi sýnt það á tímabilinu að hann er stórkostlegur leikmaður – skapandi og síógnandi. Lasse Schöne Land: Svíþjóð Aldur: 28 ára Fé- lag (leikir/mörk): Ajax (88/25) Landsleikir/mörk: 20/3 n Lasse Schöne var lykil- maður í liði Ajax sem varð Hollandsmeistari á síðustu leik- tíð. Þessi öflugi leikmaður, sem getur spilað bæði á miðjunni og á hægri vængnum, hefur farið frábærlega af stað með Ajax á tímabilinu, skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í fyrstu fjórum leikj- unum. Á síðustu leiktíð skoraði hann 9 mörk og lagði upp 8 í 25 leikjum í hollensku deildinni. Schöne hefur ekki alltaf átt fast sæti í danska landsliðinu og til marks um það hefur hann aðeins leikið 20 landsleiki. Frammi- staða hans undanfarin misseri hefur þó tryggt honum sæti í byrjunarliði danska liðsins. Kim Kallström Land: Svíþjóð Aldur: 32 áraFélag (leikir/mörk): Spartak Moskva (39/3) Landsleikir/mörk: 112/16 n Kim Kallström hefur um árabil verið lykilmaður í sænska landsliðinu og farið með liðinu á fjölmörg stórmót. Þessi öflugi miðjumaður hefur komið víða við á ferli sínum en lengst af lék hann með Lyon í Frakklandi. Þó að Kallström sé orðinn 32 ára er hann hvergi nærri hættur og hann var á sínum stað í byrjun- arliði Svíþjóðar gegn Austurríki í undankeppni EM á dögunum. Margir komu til greina í þessa stöðu, meðal annars William Kvist, leikmaður Dana, og Aron Einar Gunnarsson. Reynsla og gæði Kallström koma honum þó í liðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.