Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 12.–15. september 2014 Menning 45 Bókmenntir á baðstofukvöldi Ástralski rithöfundurinn Hannah Kent verður gestur á baðstofu- kvöldi Forlagsins á Café Rosen- berg á Klapparstíg mánudaginn 15. september. Hún er höfundur metsölu- bókarinnar Burial Rites, eða Náðarstund, sem fjallar um eitt alræmdasta sakamál Íslands- sögunnar; Agnesi Magnúsdóttur, Natan Ketilsson og síðustu aftök- una á Íslandi. Samkvæmt tilkynn- ingu frá Forlaginu dregur bókin upp ,,ótrúlega mynd af íslenskum veruleika, harðri lífsbaráttu, heit- um tilfinningum og hörmuleg- um örlögum“. Náðarstund, sem er fyrsta verk höfundarins, hefur vakið mikla athygli víða um heim. Bókinni verður dreift í verslanir síðar í vikunni, en tíu fyrstu sem mæta á baðstofukvöldið á Rosen- berg fá frítt eintak. Þjóðlög á Kjarvalsstöðum Tríó Reykjavíkur flytur íslensk þjóðlög og eitt þekktasta píanó- tríó Beethovens á ókeypis hádeg- istónleikum á Kjarvalsstöðum föstudaginn 12. september. Tónleikarnir eru hluti af há- degistónleikaröð Listasafns Reykjavíkur og Tríós Reykjavík- ur sem hefur verið haldin á Kjar- valsstöðum frá árinu 2008. Tríóið er skipað Guðnýju Guðmunds- dóttur á fiðlu, Gunnari Kvaran á selló og Peter Máté á píanó. Þau munu flytja íslensk þjóðlög í út- setningum Herberts H. Ágústs- sonar og Píanótríóið op. 70 nr. 1 (Geister tríóið) eftir Ludwig van Beethoven, en það er eitt þekktasta píanótríó tónskálds- ins. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 og aðgangur er ókeypis. Lagabálkur Þorvaldar endurfluttur Þorvaldi Gylfasyni, hagfræðipró- fessor og stjórnlagaráðsmanni, er margt til lista lagt, en í frítíma sínum semur hann meðal annars tónlist. Nú á dögunum voru frumflutt tónverk eftir Þorvald við ljóðaflokkinn Söngvar um svíf- andi fugla eftir Kristján Hreins- son, skáld og heimspeking. Vegna mikillar eftirspurnar verð- ur lagabálkurinn endurfluttur í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 14. september klukkan 16. Það eru Kristinn Sigmundsson bassi, Jónas Ingimundarson píanóleik- ari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari sem sjá um flutning verksins en skáldið flytur stuttar skýringar milli laga. Ljóðaflokk- urinn verður svo endurfluttur í Bergi á Dalvík 21. september. Þ að er eitthvað kósí og hlýtt hljóð í þessu. Svo er líka bara athöfn og stemning að setja kasettu eða vínyl á fóninn, maður er ekkert að hoppa á milli laga eða eitt- hvað svoleiðis,“ segir Dagur Gísla- son, annar þeirra sem stendur á bak við íslensku svartmálmsútgáfuna Vá- nagandr. ,,Þetta er lítið verkefni sem við byrjuðum á snemma árs. Við erum tveir á bak við þetta. Við höfum ver- ið saman í ýmsum tónlistarverkefn- um og áttum svo mikið af efni frá alls konar hljómsveitum að við ákváðum að koma okkur bara í útgáfu og fara að henda dótinu frá okkur,“ segir Dagur. Vánagandr gefur fyrst og fremst út kasettur með blackmetal-tónlist. ,,Það hefur alla tíð verið svolítil hefð innan þessarar tónlistarstefnu að gefa út á kasettum og vínyl. Geisladiskar eru eiginlega orðnir úreltir strax með öllu því digital-dóti sem er að gerast. En þetta hefur meira safnaragildi og okk- ur finnst þetta skemmtilegra útgáfu- form.“ Hann segir hljómgæðin alls ekki vera verri á þessu gamla útgáfuformi. ,,Þetta eru meiri gæði. Kasettur og vín- yll eru analog-hljóðbylgjur sem eru óskertar á meðan digital er alltaf í bit- um,“ útskýrir Dagur. ,,Það kemur ný útgáfa í næstu viku, með hljómsveitinni Carpe Noctem. Svo er alveg hellingur á leiðinni sem við treystum okkur ekki til að opin- bera eins og er, en það eru örugglega um það bil tíu útgáfur á planinu.“ Vánagandr heldur tónleika föstu- dagskvöldið 12. september á Gamla Gauknum klukkan 22. Fram koma Misþyrming, Naðra, Mannvirki og Úr- hrak. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og Vánagandr verður með kasettur og annan varning til sölu á staðnum. n Kósí að hlusta á djöflarokk á kasettu Vánagandr gefur út íslenskar svartmálmskasettur Djöfullegt Mikið er lagt í útgáfurnar, bæði hvað varðar tónlist og útlit. Vánagandr Dagur og Tómas eru með fjölmargar kasettur í pípunum. MynDir ÞorMar Vignir gunnarsson Noregur Bretland Írland Frakkland Svíþjóð Þýskaland Ísland Finnland Danmörk 20% 23% 19% 24% 25% 25% 10% 0% 0% 0% 0% 5,5% 5% 6% 6% 7% 7% 7% Bækur Bækur Bækur Bækur Bækur Bækur Bækur Bækur Bækurrafbækur rafbækur rafbækur rafbækur rafbækur rafbækur rafbækur rafbækur rafbækur Virðisaukaskattur á bókum og rafbókum Dýrar bækur, ólæs börn n Hærri skattur á bækur n Kvikmyndagerðarmenn ósáttir Katrín Jakobsdóttir, sem hefur sagt að ný frjálshyggjutilraun sé hafin með frumvarpinu, sagði meðal annars á Alþingi á miðvikudag: ,,Hæstvirtur menntamálaráðherra ferðast nú um landið og segir að það sé nauðsynlegt að fleiri geti lesið sér til gagns. Og ég er svo hjartanlega sammála honum um það. En samt styður hæstvirtur menntamálaráðherra þá aðgerð sem lögð er til í fjárlagafrumvarpinu að hækka skatt á bækur.“ Þvert á þróunina í Evrópu Hærri virðisaukaskattlagning bóka gengur þvert á þróunina víðast hvar í Evrópu, þar sem virðisaukaskattur á bækur hefur verið að lækka á undan- förnum árum eða hann jafnvel afn- uminn algjörlega. Bækur eru undan- þegnar virðisaukaskatti í Noregi, Færeyjum, Írlandi og Bretlandi. En víðs vegar annars staðar er skatturinn á bilinu 5 til 10 prósent. Með hækkun- inni verður Ísland komið í hóp þeirra fimm Evrópulanda sem setja mestan virðisaukaskatt á bækur. Í Evrópu eru það einungis Búlgaría, Tékkland og Danmörk með hærri en 12 prósenta virðisaukaskatt á prentaðar bækur. ,,Bókaútgefendur hafa frá upp- hafi talað fyrir því að bækur skuli helst ekki vera skattlagðar, eða séu þá í lægstu mögulegu þrepum. Að færa bókaskattinn í 12 prósent kemur okk- ur í hóp þeirra fimm þjóða í heimin- um sem mest skattleggja bækur. Það finnst okkur mjög öfugsnúið, á íslensk- um örmarkaði þar sem tungumálið er ein okkar dýrmætasta eign. Þessum sjónarmiðum höfum við haldið ít- rekað á lofti,“ segir Egill Örn Jóhanns- son, formaður Félags íslenskra bóka- útgefenda. ,,Nú ætti að vera lag fyrir ríkisstjórnina að afnema bókaskatt- inn með öllu og styðja þannig við tungumálið okkar, læsi og lesskilning og fjölbreytta útgáfu bóka. Þær tekj- ur sem myndu tapast eru óverulegar, enda er íslenskur bókamarkaður ör- markaður og hefur afar lítil áhrif á rík- iskassann. Afleiðingar þess að hækka á okkur skattinn geta hins vegar orðið miklar og jafnvel óafturkræfar í ein- hverjum tilvikum.“ En hvaða áhrif getur slík hækkun haft? ,,Það hefur meðal aannars sýnt sig í nýlegum dæmum sem við höfum kynnt okkur að afleiðingar hækkunar sem þessi geti haft margvísleg áhrif, og þá kannski ekki síst þau að útgefn- um titlum fækki verulega, og þá veikt grundvöll bókamarkaðarins með alvarlegum hætti,“ segir Egill. Kristján Freyr Halldórsson bók- sali, sem segist bjartsýnn að eðlisfari, er ekki síður uggandi yfir þróuninni. Hann segist óttast að sala bóka muni minnnka sem nemur skattahækkun- inni og muni þar með þrengja enn fremur að bóksölum, en lífróður sér- hæfðra bókabúða hefur verið erfið- ur á undanförnum árum. Á mestu sölutíðinni í kringum jólin eru þeir í samkeppni við stórar matvöruversl- anir sem keppast við að selja met- sölubækur langt undir kostnaðarverði bóka frá útgefanda. Bókasafnssjóður hækkaður á ný Kristín Helga Gunnarsdóttir, formað- ur Rithöfundasambands Íslands, tek- ur í sama streng. ,,Þetta kemur okk- ur verulega á óvart, vegna þess að við höfum kynnt fyrir ráðamönnum stöðu bókmenntanna og mönnum var það alveg ljóst hversu alvarlegt þetta er fyrir greinina.“ Framlög til bókasafnssjóðs eru hækkuð aftur eftir mikinn niðurskurð að undanförnu. Kristín Helga segir rithöfunda vissulega gleðjast yfir því, en fyrirkomulag sjóðsins sé engu að síður meingallað. ,,Vandamálið við bókasafnssjóð er fyrst og fremst það að hann er utan við alla lagasetningu. Þannig að hann er háður geðþótta hverju sinni. Það er náttúrlega óviðun- andi starfsumhverfi fyrir rithöfunda, því bókasafnssjóði er ætlað að greiða fyrir afnot hins opinbera af textum höfunda. Það er ótækt með öllu að annar aðilinn geti bara algjörlega upp á sitt einsdæmi, án nokkurra samn- inga eða laga, tekið ákvörðun um það hverju sinni hvernig þeirri greiðslu er háttað.“ Hún segir helsta baráttumál rithöfunda hvað það varðar sé að setja öruggari umgjörð og skýrari lagara- mma um sjóðinn og greiðslur úr hon- um, enda treysti margir rithöfundar, sérstaklega höfundar barna- og ung- lingabóka, á sjóðinn fyrir lífsviðurværi sitt. Ódýrari flatskjáir Mikið hefur verið gert úr þeirri stað- reynd að verð á raftækjum muni lækka vegna afnáms vörugjalda sam- fara hækkuninni á verði bóka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók dæmi af mikilli verðlækkun á flatskjá- um í kjölfar afnámsins – dæmið hefði varla getað verið óheppilegra, enda flatskjárinn nokkurs konar táknmynd góðæris fyrir-hruns-áranna. Egill Örn telur ólíklegt að lægra verð á raftækjum, meðal annars les- brettum og spjaldtölvum, muni skila sér í meiri sölu rafbóka. ,,Kannan- ir hafa nú þegar sýnt að flest íslensk heimili eiga nú þegar bæði spjald- tölvur og snjallsíma, þannig að lækk- un verðs á slíkum tækjum mun engin áhrif hafa á sölu rafbóka að mínu mati. Virðisaukaskattshækkunin mun hins vegar að öllum líkindum hækka verð rafbóka, sem getur orðið til þess að við seljum færri rafbækur en við gerum í dag.“ ,,Ég held að við þurfum að fara að íhuga það alvarlega hvort við ætlum að halda áfram að kalla okkur bóka- þjóð," segir Kristín Helga. ,,Við verð- um kannski bara bóklausar búttað- ar nammiætur í sófanum að horfa á ódýra flatskjái. Það er kannski ágætt að hafa þannig sofandi þjóð.“ n Kári Finnsson Segir langtímaáætlana- gerð skorta í íslenska menningarpólitík. Kristín Helga gunnardsóttir spyr hvort við getum kallað okkur bókaþjóð áfram. Hilmar sigurðsson Kvikmyndaframleið- endur eru ekki sáttir við nýtt fjárlagafrumvarp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.