Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Síða 18
Helgarblað 12.–15. september 201418 Fréttir Einkabílaleiga eins og völundarhús Ó löglegt er fyrir einstaklinga að leigja einkabíla sína út til fólks ef þeir hafa sjálfir ekki bílaleiguleyfi og ef þriðji aðili hagnast á leigunni. Þetta kem- ur fram í svari Samgöngustofu við fyr- irspurn blaðamanns, sem fór á stúf- ana vegna allra þeirra nýju vefsvæða sem bjóða fólki að auglýsa bílana sína til leigu og taka gjald fyrir þjónustuna. Í dag eru fjögur fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu: Caritas, Viking Cars, Rentit og Carrenters. Á öllum þessum síðum er hægt að skrá bílana sína til útleigu, en þó er munur á því hvernig það er gert. Nýtt frumvarp um bílaleigur verð- ur lagt fram að nýju á haustþingi en það náði ekki fram að ganga á síð- asta þingi. Nokkur fyrirtækjanna vilja stofna samtök til að berjast gegn því að starfsemi þeirra verði gerð ólögleg, líkt og segir í núverandi frumvarpi, og eru hrædd um að afleiðingarnar verði þær að leiga á einkabílum færist alfar- ið á svartan markað. Starfsemin ekki ólögleg Í tilfellum Caritas og Rentit starfa fyr- irtækin í raun sem hefðbundnar bíla- leigur. Þau leigja bílana af einstak- lingum og leigja þær síðan áfram til einstaklinga sem finna bílana á vef- svæðum þeirra. Löglegt er að leigja bílinn sinn til bílaleiga og þekkt í þessum geira. Eigandi bílsins ræð- ur þó verðinu og hverjum hann vill leigja, en sjálfur leigusamningurinn er gerður annars vegar á milli eiganda bílsins og fyrirtækisins og hins vegar á milli fyrirtækisins og leigutakans. Í tilfellum Viking Cars og Carrenters horfir málið öðruvísi við, þar sem sjálfur leigusamningurinn tengist fyrirtækjunum ekki beint. Starfsemi þeirra er ekki ólögleg, en hún ger- ir það að verkum að leigusamningar sem verða til í gegnum síður þeirra eru ólöglegir, þar sem fyrirtækin fá hlutfall af leigugjaldinu í þóknun. Það er í það minnsta túlkun Samgöngu- stofu á lögum um bílaleigur. Leiga í eigin þágu Leiga á bílum er jafnan nokkuð flók- ið mál og í mörg horn þarf að líta, sér- staklega ef tekið er tillit til trygginga og laga. DV hefur áður fjallað um bæði Viking Cars og Carrenters, en forsvarsmenn fyrirtækjanna líta bæði svo á að um leigu í eigin þágu sé að ræða. Í lögum um bílaleigur segir að þau nái ekki til leigu í eigin þágu eða til tengdra aðila. Svo einfalt er málið ekki, því samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þurfa bílaleiguleyfi að vera fyrir hendi ef þriðji aðili hagnast. Um þetta var fjallað í grein DV í júlí, þar sem sagt var frá því að þriðji aðilinn þyrfti að hafa bílaleiguleyfi. Það átti við hjá Viking Cars, sem greinin fjallaði um. Samkvæmt nýju- stu upplýsingum frá Samgöngustofu er það þó ekki svo, því sá aðili sem leigir út bílinn og skrifar undir leig- usamninginn er sá sem þarf að hafa leyfið. Í tilfelli Viking Cars er það því sá sem auglýsir bílinn sinn hjá þeim sem þarf að hafa leyfið. Hans skiln- ingur, eftir að hafa rætt við Sam- göngustofu í kjölfar umfjöllunar DV, var sá að nóg væri að fyrirtækið hefði bílaleiguleyfi. Ekki samræmi í svörum Samgöngustofu „Þessi útfærsla er sú útfærsla sem Samgöngustofa leggur til. Ég fór á fund þar sem þetta var lagt til að fer- illinn sé þannig að ef ég er með bíla- leiguleyfi þá má einstaklingur leigja út bílinn sinn í gegnum mig, þar sem hann í raun nýtir mitt leyfi og ég sé um tryggingamál,“ segir Sölvi Melax, annar eigandi Viking Cars. Hann seg- ist hafa farið á fundi með Samgöngu- stofu og vinni samkvæmt því sem honum hafi verið ráðlagt þar. Svör- in sem blaðamaður hefur fengið frá Samgöngustofu eru hins vegar ekki þau sömu. Sölvi segir að aldrei hafi verið samræmi í svörum frá Sam- göngustofu. „Við stóðum í einhverj- um ábyrgðarmálum í sumar og nú erum við komnir á annað stað. Það er heldur ekki samræmi í því, þeir vita ekki hvernig þeir eiga að taka á þessu. Þetta er allt í þróun,“ segir Sölvi. Hann hafi ákveðið eftir fundi með Samgöngustofu að fylgja frekar þeirra leiðbeiningum en fara í eitthvert „lög- fræðistríð“ eins og hann orðar það. Túlkunin á lögunum er skýr af hálfu Samgöngustofu en ekki taka all- ir undir að þessi starfsemi falli undir leigu í eigin þágu ef þriðji aðili hagn- ast. Ljóst er hins vegar að þriðji að- ili hagnast alltaf af slíkri leigu, þegar bíllinn er leigður í gegnum miðlun á borð við þær sem hér er fjallað um. „Bara bókunarþjónusta“ Eigandi Carrenters er lögfræðingur- inn Guðmar Valþór Kjartansson og hann segist túlka lög um bílaleigur á þann veg að leiga í gegnum heima- síðu fyrirtækisins sé í eigin þágu. „Það stendur bara í fyrstu greininni. Við erum bara bókunarþjónusta, eins og Airbnb er til dæmis. Þeir eru ekki með hótelrekstrarleyfi, held- ur eru bara bókunarþjónusta. Sjálf- ir erum við ekki með bílaleiguleyfi,“ segir Guðmar. Hann segir það fara eftir viðskiptavininum hvort að fyrir- tækið ráðleggi viðkomandi að verða sér úti um bílaleiguleyfi. „Við erum með bílaleigur sem viðskiptavini sem auðvitað hafa leyfi og svo eru einstak- lingar sem hafa sótt um leyfi líka. Að mínu mati kemur það skýrt fram í fyrstu greininni að leiga í eigin þágu er undanþegin,“ segir Guðmar. Hann segir þó rétt að vissulega megi líta svo á að leigan sé í atvinnu- rekstri, þar sem þriðji aðilinn hagn- ast á leigunni. Ekki hefur þó komið til tals að breyta skilmálum á þann veg að fyrirtæki starfi eins og hefðbund- in bílaleiga. „Við erum í mjög lifandi umhverfi og þetta er allt í skoðun. Í nýja frumvarpinu eru alls kyns pæl- ingar um að banna svona framleigu og það er ekki einu sinni rökstuðning- ur í greinargerðinni af hverju það á að banna það. Ég veit ekki alveg á hvaða vegferð frumvarpið var þegar það var sett inn. Í starfshópnum sem vann frumvarpið er framkvæmdastjóri Hölds, sem er stærsta bílaleiga á Ís- landi,“ segir Guðmar og ýjar þar að því að einn tilgangur frumvarpsins sé sá að gera út af við fyrirtækin sem hér um ræðir. Breyttu skilmálum Hin tvö fyrirtækin sem vilja fara aðra leið eru Caritas og Rentit. Í tilfelli Car- itas var upphaflega farin sama leið n Ný lög banna leigu á einkabílum n Löglegt samkvæmt núgildandi lögum n Telja stóru bílaleigurnar á móti einkabílaleigu Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Vilja stofna samtök Vignir, Janus og Þengill eru eigendur Caritas. Þeir hafa lagt á sig talsverða vinnu til að eigendur einkabíla geti leigt sína bíla löglega og breyttu skilmálum sínum nýverið. Fyrirtækið er í raun hefðbundin bílaleiga í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.