Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 12.–15. september 2014 Fólk Viðtal 33 „Þetta var djöfull að bera“ mjög slepjulegur. Mér fannst hann búa yfir þeim hæfileika að geta talað sig inn á alla. Hann virtist vera voðalega kammó og liðlegur í öllu, hann var alltaf tilbúinn og bros- andi. Þetta var gríma. Hann var mjög flinkur í að fela fyrir almúg- anum hvað í raun og veru gekk á þarna inni. Ég var nokkuð lunkinn við að koma mér undan honum þegar ég var í vinnunni; hann náði mér sjaldan einum en þegar það gerðist þá var voðinn vís. Þeir lentu hins vegar nokkrir verr í því en ég.“ Tók enginn eftir neinu? Henry segist ekki vita það. „Það var ekki hægt að láta okkur strákana standa endalaust upp á endann; ég átti að standa við dyrnar í ákveðinn tíma og svo var farið að sækja mig og ég látinn vera í lobbíinu þar sem aðr- ir starfsmenn voru. Ég var alltaf geymdur svolítið þar og þar var ég alltaf eitthvað að stússast.“ Þögn. „Er það vegna þess að fólk vissi eða grunaði hvað var í gangi eða þótti ég vera skemmtilegur? Ég veit það ekki. Karl Vignir komst ekki í mig eftir að farið var að gera þetta; það er hægt að orða það þannig.“ Tilfinningarússíbani Nei, enginn virtist taka eftir svarta grjótinu sem Henry bar inni í sér og sagði ekki frá. Hann fann fyrir bæði skömm og hræðslu. „Þetta er svipað og hvað varð- ar aðstandendur alkóhólista. Þeir fara að taka þátt í feluleiknum. Ég tók allan tímann þátt í leikritinu á meðan ég var ekki tilbúinn til að segja frá þessu. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem ég ræddi um þetta og gerði mér grein fyr- ir að þetta hefði ekki verið mér að kenna.“ Hann segir að sálarlífið hafi verið vægast sagt skrautlegt þetta sumar. „Það var allur þessi tilfinn- ingarússíbanapakki. Þessi feluleik- ur við Karl Vigni, kvíði við að fara í vinnuna og hvernig ég ætti að koma mér undan honum, hvort hann væri að fylgjast með mér; þetta var algjör eltingaleikur kattar við mús. Ég held ég hafi stundum óhlýðnast til að koma mér ekki í þá aðstöðu að hann gæti misnotað mig. Ég var mjög glaður þegar ég hætti. Mjög glaður,“ segir hann með áherslu. „Það var eins og þungu fargi hafi verið af mér létt.“ Á röngum stað á röngum tíma Það var eins og mesta farginu hafi verið lyft en það var hins vegar ekki búið að lyfta því að öllu leyti. Langt í frá. „Þetta er eitthvað sem ég úti- lokaði en þetta er geymt en ekki gleymt. Ég hafði kannski ekki þroska eða áhuga á að taka á þessu og eflaust hefur þetta poppað upp einstaka sinnum næstu árin. Ég upplifði til dæmis vanlíðan þegar ég fór á Hótel Sögu þar sem pabbi, Ragnar Bjarnason söngvari, vann. Það var mjög blendin tilfinning að koma þangað. Ég myndi til að mynda ekki fara að skemmta mér á Hótel Sögu en það merkilega er samt að við fórum þangað út að borða eftir brúðkaupið mitt og þá var það í lagi. Það var gleðistund. Þá var ég búinn að segja frá og það breytti öllu. Þá kúplaðist þetta frá staðnum yfir á persónuna Karl Vigni.“ Henry segir að hann hafi farið að finna fyrir gremju þegar hann var 18 ára. „Þá varð ég fúll þar sem ég hafði ekki gert neitt í mál- inu sem er mjög óraunhæft – 13 ára strákur bregst ekkert öðruvísi við en ég gerði. Ég var þó auðvitað mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég gerði samt ekkert í málinu. Mað- ur er alltaf vitur eftir á eins og sagt er en ég er samt þakklátur fyrir að hafa þó gert eitthvað í mínum mál- um þótt það hafi verið seint.“ Sagði frá Tíminn leið og Henry fann sína leið í lífinu. Hann er sprenglærður; er smiður, flugmaður og flugrekstr- arfræðingur. Hann kynntist eigin- konu sinni, Kristbjörgu, þegar hann var 23 ára. Faðir hans hafði veikst í New York þar sem hann hafði verið að syngja fyrir Íslendinga í borginni og Henry fór út. „Hann fór á spít- ala og „med det samme“ rauk ég til Ameríku til að passa upp á hann.“ Þar hafði samband við hann nokkrum dögum síðar íslensk kona sem var formaður Íslendingafé- lagsins í New York og spurði hann hvort hann hefði áhuga á að hitta Íslendinga í borginni. Dóttir henn- ar, Kristbjörg, fékk það hlutverk að ná í Henry og fara með hann á bar þar sem Íslendingar voru saman komnir. Þannig hófst ævintýri þeirra. „Við hittumst, fórum að spjalla og fórum út að borða og í leikhús daginn eftir. Ég var voða séntilmað- ur. Hún hafði eitthvað að bera sem kitlaði drenginn.“ „Málið er að ég vissi að þetta yrði alvarlegt á milli okkar og ég vildi ekki fara inn í sambandið með leyndarmál. Ég tók af skarið og lét gamminn geisa. Ég sé ekk- ert eftir því og ég er rosalega feginn að hafa tekið þessa ákvörðun. Ég hefði sennilega ekki unnið úr þessu máli ef ég hefði ekki gert það. Ég hefði ekki komið í Kastljós í fyrra, ég hefði ekki hvatt aðra til að segja frá sínum málum og ég væri ekki í þessu viðtali en ég tel mig hafa hjálpað einhverjum í sömu spor- um. Fólk – fórnarlömb – hefur hr- ingt í mig og því þykir þægilegt að tala við mig vegna þess að ég veit hvað það er að tala um. Það sem ég hef kannski fram yfir aðra er að ég er búinn að vinna úr málinu. Ég hef heyrt að það er eins og ég hafi opn- að einhverjar dyr fyrir þetta fólk svo það gæti hafið sína göngu.“ Hver voru viðbrögð Krist- bjargar? „Við getum orðað það þannig að hún er ekki indæl fyrir ekki neitt. Hún tók þessu með stökustu ró. Hún hvatti mig til að hugsa málið – hvort það væri ekki okkur í hag að vinna úr málinu, að minnsta kosti að komast að því ef það væri hægt að gera eitthvað þótt þessi tími væri liðinn og það gerði ég með þess- um frábæru afleiðingum. Ég sagði henni ekki frá neinum smáatrið- um; það er einn aðili sem veit smá- atriðin en það er rannsóknarlög- regla ríkisins.“ Ákvað að kæra „Ég sagði pabba og mömmu frá þessu. Mamma var voðalega róleg yfir þessu og tók þessu með stök- ustu ró en það er það sem þarf að gera þegar fólk lendir í þessu. Pabba var heitara í hamsi og hann spurði mig hvort ég vildi ekki kæra. Ég ákvað að gera það og við fórum saman á lögreglustöðina þar sem ég sagði söguna í um hálftíma og var mér síðan þakkað kærlega fyr- ir komuna. Ég spurði hvað yrði úr málinu. Viðkomandi sagðist ekki vita hvað yrði mikið úr því en að þau vissu þó allavega af Karli Vigni. Með það fór ég. Svo heyrði ég aldrei neitt frá þeim. Ég vissi ekki hvort það hafi verið talað við hann eða þessu fylgt eftir.“ Henry fór líka í Stígamót á þess- um tíma. „Þá var ekkert talað um að karl- ar mættu í Stígamót. Konurnar þar voru voðalega indælar og tóku vel á móti mér svo sem en mér fannst þær ekki geta hjálpað mér. Þá var fókus- inn á kvenfólkið en það hefur breyst aðeins sem betur fer. Ég fór síðan til sálfræðings sem gat ekkert aðstoð- að mig. Ég meira að segja gekk út frá honum í vonsku; ég var búinn að hitta hann í þrjú eða fjögur skipti og hann spurði mig ekki einnar spurn- ingar. Sat bara og þagði á meðan ég talaði við hann. Ég gafst upp á hon- um og frétti stuttu seinna af ungri konu sem er sálfræðingur og hún var snillingur allra snillinga. Ég var spurður í drasl miðað við hvernig hinn var sem var engin hjálp. Hún var algjör engill. Hún teiknaði upp alls konar tengingar – hún var með töflu sem hún skrifaði á hitt og þetta og tengdi ýmislegt saman. Það var eins og það hefði verið hellt úr skál- um. Hún sagði að ég væri mjög móttækilegur fyrir þetta prógramm og afgreiddi málið.“ Sjálfsníð Henry fær sér kaffisopa. Kolsvart kaffi í hvítum bolla. Það er auðheyrt að hann fær smáútrás við að segja þessa sögu. „Sko, ferlið er svona: Númer eitt þá lenti ég í þessu. Ég fékk sjokk og upplifði gremju og sjálfsníð. Ég held að enginn, sem lendir í svona, sé undanskilinn sjálfsníði; að rakka sjálfan sig niður í forina. Svo kom að því að sætta mig við þetta. Að gleyma þessu. Að vera ekki að gera Karli Vigni þann greiða að hugsa um þetta. Það var samt ekki lausn á málinu. Ég var ekkert búinn að laga málið – ég setti það bara í frost. Svo kom þessi gullna ákvörðun sem skiptir öllu máli – að vera trúr sjálfum sér og segja frá því sem kom fyrir. Regla númer eitt, tvö og þrjú: Hafðu engar áhyggjur af því hvað öðrum finnst vegna þess að ég ef- ast stórlega um að það sem maður heldur að eigi eftir að gerast gerist ekki í 99% tilfella. Aðalatriðið er að taka sjálfan sig í sátt, hætta að gagnrýna sjálfan sig og segja frá þessu. Aðalatriðið er líka að segja einhverjum frá þessu. Ég veit ekki betur en að Stígamót séu best fyrir utan rannsóknarlög- regluna. Það fyrsta er að vera ekki hræddur við umhverfið og láta bara vaða.“ Henry lét vaða – fyrir framan al- þjóð. Boltinn fór að rúlla í fyrra. „Starfsmaður Kastljóss hringdi í pabba og fór að tala við hann um þetta mál.“ Henry samþykkti að fara í viðtal og segja sögu sína. Kastljósviðtal „Þegar pabbi sagði að Ríkissjón- varpið hefði áhuga á að taka þetta fyrir af því að Kastljós væri að gera mál út af Karli Vigni þá voru fyrstu viðbrögð mín „yes“; „loksins“ vegna þess að það var ekkert búið að ger- ast í 30 ár. Sama sem ekki neitt. Það er nefnilega það merkilega – ef ekki hefði verið út af Kastljósi þá vær- um við ekki að tala saman í dag. Þá vissu eiginlega engir af þessu. Ég hafði áhyggjur af því að ég er sonur Ragga Bjarna. Ég hafði áhyggjur af því hvað öðrum myndi finnast um pabba. Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta hefði á börnin mín. Ég hafði áhyggjur af öllu. Það skipti engu máli hvað það var. Ég velti líka fyrir mér hvort ég fengi ekki vinnu af því að ég hefði komið fram í Kast- „Það hefur pirrað mig að það var aldrei haft samband við mig frá Hótel Sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.