Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 12.–15. september 201442 Sport Býst við sigri City á Emirates Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður tippar á leiki helgarinnar. Ingólfur, sem er stuðningsmaður Liverpool, býst við öruggum sigri sinna manna og að Gylfi Þór Sigurðsson skori gegn Chelsea. Arsenal – Manchester City 1–3 City-menn rífa sig upp eftir óvæntan tapleik gegn Stoke og ganga á lagið á Em- irates. Þeir eru einfaldlega of sterkir til þess að tapa tveimur leikjum í röð. Jovetic verð- ur líflegur í sóknarleik þeirra bláklæddu, skorar eitt og leggur upp annað. Ég vona síðan Arsenal vegna að Wenger fari að átta sig á því að þú spilar ekki Mesut Özil, besta sóknartengilið heims, út úr stöðu. Chelsea – Swansea 2–1 Sjálfstraust Gylfa eykst með hverri sekúndu spilaðri sem veit á gott. Hann mun koma Swansea yfir snemma leiks en lærisveinar Mourinhos líta út fyrir að vera of sterkir til þess að tapa fótboltaleik og munu þeir innbyrða sigurinn að lokum, þó að það verði tæpt. Swansea tapar þar með fyrstu stigunum sínum í ár. Crystal Palace – Burnley 3–1 Tvö neðstu lið deildarinnar eigast við og vonast bæði til að ná fyrsta sigrinum. Heimamenn verða ívið sterkari og munu þeir skilja Burnley eftir í botnsæti deildar- innar. Southampton – Newcastle 3–0 Liðið sem missti nánast heilt byrjunarlið hefur farið ágætlega af stað, mörgum til mikillar furðu. Vængmaðurinn Dusan Tadic heldur áfram að kæta stuðningsmenn Southampton með flottum töktum og mun verða arkitektinn að mörkum liðsins í öruggum heimasigri. Stoke City – Leicester City 1–2 Þrátt fyrir að vera eitt leiðinlegasta lið síðari ára í ensku úrvalsdeildinni er Stoke alls ekki svo slæmt í ár. Þeir eru með marga fína leikmenn en þrátt fyrir það mun Leicester City koma öllum að óvörum og hirða stigin þrjú á útivelli. Sunderland – Tottenham 0–1 Lykilmenn Tottenham verða seinir í gang enda nýkomnir úr landsleikjatörn og þess utan var liðið niðurlægt af Liverpool í síðustu umferð. Leikurinn verður lítið fyrir augað en Tottenham mun, á seiglunni einni saman, taka stigin þrjú með sér til London. West Bromwich Albion – Everton 2–2 Maður bjóst við betri byrjun hjá lærisvein- um eins athyglisverðasta stjóra deildarinn- ar, Roberto Martinez. Everton á enn eftir að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu og hann mun ekki koma um þessa helgi. Sanngjarnt jafntefli í bráðfjörugum leik. Liverpool – Aston Villa 4–1 Stuðningsmenn Liverpool bíða í ofvæni eftir fyrsta heimaleik Marios Balotelli. Hann verður í aðalhlutverki í einum af þessum ótrúlegu heimaleikjum hjá Liver- pool, þar sem liðið kjöldregur andstæðinga sína í upphafi leiks. Áfram verður sett spurningarmerki við varnarleik Liverpool því í síðari hálfleik mun liðið fá á sig mark, þvert gegn gangi leiksins. Manchester United – Queens Park Rangers 3–0 Fyrsti sigur Rauðu djöflanna verður aldrei í hættu. Þeir eru komnir með ansi myndar- legan hóp fram á við og nýju mennirnir koma með ferskan andblæ í leik liðsins. Di María, sem gerði grín að heimsmeisturum Þjóðverja á dögunum, mun skora sitt fyrsta mark fyrir félagið á meðan Harry Red- knapp klórar sér í hausnum á hliðarlínunni, ráðalaus yfir slakri spilamennsku QPR. Hull City – West Ham 1–2 West Ham heldur áfram að tapa og vinna til skiptis. Sam Allardyce veit hvað þarf til að klára lið Hull City sem reynir að koma nýju mönnunum inn í hlutina. Toppslagurinn á Stamford Bridge n Liðin í 1. og 2. sæti mætast á laugardag n Arsenal tekur á móti Manchester City A ðdáendur enska boltans geta tekið gleði sína á ný því um helgina fer fram heil umferð í úrvalsdeildinni. Umferðin hefst með látum strax í hádeginu á laugardag þegar Arsenal tekur á móti Manchester City í stórleik helgarinnar. Þá munu augu margra beinast að Manche- ster United, þá sérstaklega Rada- mel Falcao, Marcos Rojo og Daley Blind sem gætu spilað sinn fyrsta leik. United tekur á móti QPR í eina leik sunnudagsins. Fleiri athyglis- verðir leikir eru á dagskránni; Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea heimsækja Chelsea. Þá tekur Liver- pool á móti Aston Villa í síðdeg- isleiknum á laugardag. Taplausir í 19 leikjum Það verður spennandi að sjá hvort Englandsmeisturum Manchester City takist að komast á sigurbraut að nýju eftir óvænt tap á heimavelli gegn Stoke í síðustu umferð, 1–0. Að heimsækja Emirates, heima- völl Arsenal, er ekkert grín enda eru lærisveinar Arsene Wenger tap- lausir í síðustu 19 deildarleikjum á heimavelli. Stuðningsmenn City geta huggað sig við það að liðinu hefur gengið vel á Emirates í síðustu leikjum liðanna. Arsenal hefur að- eins unnið einn af síðustu sex leikj- um liðanna á heimavelli, þrír hafa endað með jafntefli en City hefur unnið tvo. City er í 4. sæti deildar- innar sem stendur með 6 stig en Arsenal í því sjöunda með 5 stig. Fyrsti toppslagurinn Swansea hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi móts og deilir topp- sætinu með Chelsea. Bæði lið eru með fullt hús stiga, níu stig. Þessi lið mætast á Stamford Bridge á laugar- dag í fyrsta toppslag tímabilsins. Þó að Swansea hafi farið vel af stað bú- ast flestir við öruggum sigri Chelsea enda hefur liðið leikið óaðfinnan- lega í fyrstu leikjunum. Hvað gerir Falcao? Manchester United er enn án sig- urs í deildinni að loknum fyrstu þremur umferðunum. Félagið fór hamförum á lokadegi félagaskipta- gluggans og fékk til sín tvo öfluga leikmenn, þá Daley Blind frá Ajax og Radamel Falcao sem kom á láns- samningi frá Monaco. Liðið tekur á móti QPR í eina leik sunnudags- ins og þarf United nauðsynlega að komast á sigurbraut ætli liðið sér að halda í við toppliðin. United er með tvö stig í 14. sæti deildarinnar en nýliðar QPR eru með 3 stig í 12. sætinu. Aston Villa í 3. sæti Liverpool, sem vann sannfærandi 3–0 sigur á Tottenham í síðustu um- ferð, tekur á móti Aston Villa á An- field síðdegis á laugardag. Villa hef- ur komið nokkuð á óvart í upphafi leiktíðar, unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Á sama tíma hefur Liver- pool farið ágætlega af stað. Liðið er með sex stig í 5. sæti deildarinnar. n Vissir þú … … að enginn leikmaður Tottenham hefur fengið gult spjald í fyrstu þremur leikjum liðsins í deildinni í haust. Einn hefur hins vegar fengið rautt spjald. … að Aston Villa er eina lið deildarinnar sem er með fleiri stig (7) en skot liðsins að marki andstæðinganna (5). … að Radamel Falcao skoraði í fyrstu sjö deildarleikjum sínum fyrir Porto og Monaco á sínum tíma. … að frá tímabilinu 2009/2010 hefur Falcao skorað 104 mörk í 139 leikjum fyrir Porto, Atletico Madrid og Monaco. … að aðeins Robin van Persie og Mikael Silvestre hafa spilað bæði fyrir Arsenal og Manchester United frá stofnun úrvalsdeildar- innar. Nú bætist Danny Welbeck í hópinn. … að Arsenal keypti fæsta leikmenn allra liða í ensku úrvalsdeildinni í sumar, eða fjóra. … að aðeins Darren Anderton (67) og Teddy Sheringham (44) hafa lagt upp fleiri mörk en Aaron Lennon (43) fyrir Totten- ham frá stofnun úrvalsdeildarinnar. … að Mesut Özil hefur aðeins lagt upp eitt mark fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni í síðustu tíu leikjum liðsins. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Sterkir Chelsea-liðið virkar ógnarsterkt og hafa Cesc Fabregas og André Schurrle spilað vel í upphafi móts. Spekingur Ingólfur reiknar með öruggum sigri sinna manna gegn Aston VIlla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.