Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttaSkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtaRSími aUglýSingaR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 12.–15. september 2014 Heilbrigðiskerfi sem pínir veikt fólk Málgagn réttvísinnar Þ egar ég var ungur maður, þá gerðist það einhverju sinni, að ég var á ferð í námunda við Húsafell með nokkrum vinum mínum. Með í för var einn ónefnd- ur þáverandi vinur minn sem bauð mér veðmál, sem innibar spurningu um það hvort ég þyrði að stökkva of- aní djúpan og ískaldan hyl. Ég hafði tekið veðmálinu og vissi að ég ætl- aði mér að láta mig falla á magann þar sem hylurinn var grynnstur. En þegar ég stóð þarna hjá hylnum í námunda við dýpið, klæðalaus og undirbúinn fyrir ætlunarverk mitt, þá sagði þessi ónefndi fyrrverandi vinur minn, að ég myndi ekki þora að stökkva og með þeim orðum hr- inti hann mér í hylinn, þannig að ég féll aftur á bak og sökk einsog steinn til botns. Þarna var dýpið allnokk- uð og kuldinn slíkur að ég gat mig hvergi hreyft. Þarna á botninum sá ég fyrir mér að ég myndi vera á leið yfir í annan heim. Ég heyrði fólkið á bakkanum tala saman. Þar var óttinn ríkjandi og engin lausn í sjónmáli. Skyndilega gerðist það að það var einsog stór krumla (sem þó var ekki af þessum heimi) greip í öxl mína og reif mig uppá við. Ég náði bakkanum og þegar tvær vinkonur höfðu hjálp- að mér og stutt mig að bíl og vafið mig teppum, þá titraði ég og skalf, um leið og mér var svo heitt að ég hélt að ég myndi hreinlega springa. Svo fór þó, að ég jafnaði mig. En ég hef aldrei getað litið á hinn ónefnda mann sem vin minn eftir þetta atvik. Og ég er náttúrlega með bros á vör þegar ég kalla þetta tilraun til mann- dráps af gáleysi. En samtímis veit ég í hjarta mínu að ég reyndi oftsinnis að fyrirgefa ónefnda manninum þenn- an grikk, jafnvel þótt hann sýndi mér aldrei það lítillæti að biðjast afsökun- ar. Og hvers vegna segi ég þessa sögu hér? Og hvers vegna nefni ég mann- inn ekki á nafn? Jú, það er vegna þess, að réttur minn til tjáningar nær akkúrat hingað. Ég er að skrifa í blað, sem ég hef nú þegar leyft að birta 360 pistla; einn pistil í viku hverri í bráð- um 7 ár. Og ég birti þessa sögu, vegna þess að ég geri mér grein fyrir því að til er gráðugt, frekt og siðlaust fólk sem telur sig geta ráðskast með líf okkar hinna, vegna þess eins að það hefur óheft aðgengi að peningum, afskriftum og klíkudýrum kerfisins. Hingað til hef ég talið mig vera að rita pistla fyrir málgagn réttvísinnar, málgagn sem fer eins langt og kostur er, þegar kemur að tjáningarfrelsi. En nú er mér sagt að ég geti hugsanlega verið innan um þankalausar blek- mellur og uppdubbað þöggunarþý, ef ég held áfram að rita pistla fyrir málgagnið. n Þeim hörmungar fylgja sem hugsa fátt þótt hlegið og dansað þeir auðvitað geti svo rata þeir aldrei í rétta átt frá raunum sem byggja á andlegri leti. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Ríka fólkið mun bjarga þér S varthöfði er hrikalega ánægð- ur með ríkisstjórn Íslands sem virðist líta til þeirrar ver- aldar sem Svarthöfði kemur frá, sem er byggð á vísinda- skáldskap. Þannig birtist í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar sci-fi- áætlun sem snýst í grófum dráttum um það að ef við lækkum skatt á flat- skjáum en hækkum skatt á mat, þá munu allir hafa það á endanum betra í krafti ósýnilegu handarinnar. Þetta er náttúrlega algjör snilld. Svarthöfði hafði séð fram á mögur ár þar sem hann gat ekki leyft sér að kaupa sér nýjan flatskjá, af einskærum ótta við að vera þjakaður samviskubiti yfir því að hafa aukið verðbólgu því sem nemur flatskjánum. Núna get- ur hann með góðri samvisku farið út í næstu raftækjaverslun og hent í tvö, þrjú stykki af flatskjáum og þannig munu samlegðaráhrifin gera það að verkum að staða þeirra sem hafa það verst mun vænkast. Þess vegna skalt þú, kæri lesandi, ekki hafa áhyggjur af hækkandi mat- arverði. Við ríka fólkið munum bjarga þér með því að kaupa eins marga flat- skjái og við getum borið, allt í nafni mannúðar. Brauðmolakenningin í allri sinni dýrð og allir munu hafa í sig og á. Nú þarf bara að flatskjáv- æða Afríkulöndin og uppræta þessa hungursneyð sem þar ríkir í eitt skipti fyrir öll. n Svarthöfði „Nú þarf bara að flatskjávæða Afríkulöndin og uppræta þessa hungursneyð sem þar ríkir í eitt skipti fyrir öll. Mynd ReuteRs Hér er um eitthvert vandræðamál að ræða Arnþór Helgason, formaður KÍM, um hvarf kínversks sendiherra. – DV Þetta frumvarp boðar nýja frjáls- hyggjutilraun í íslenskum stjórnmálum Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um nýtt fjárlagafrumvarp. – Alþingi Enginn barlómur í fátæktinni Ólafur darri Ólafsson leikari kynnti sér starfsemi UNICEF á Madagaskar. -DV A ndstyggilegasta birtingar- mynd illa rekins og illa fjár- magnaðs heilbrigðiskerfis á Íslandi er mannvonskan sem birtist í því að fólk sem greinist með krabbamein eða aðra lífs- hættulega sjúkdóma stendur skyndi- lega í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að stefna fjárhagslegu öryggi sínu í tví- sýnu til að hafa efni á lækniskostnað- inum sem er dembt á það í kerfinu. Það er með hreinum ólíkindum að það hafi þurft að stofna fyrr á þessu ári sérstakan neyðarsjóð innan stuðn- ingsfélagsins Krafts til að hjálpa fólki í að takast á við það fjárhagslega áfall sem nú fylgir því að verða krabba- meinssjúklingur á Íslandi. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur þeirra. Hvað varð eigin- lega um þá grundvallarhugmynd að sameiginlegi neyðarsjóðurinn okkar í svona tilfellum sé ríkissjóður? Eða hvernig má það vera að heilbrigð- iskerfi sem hefur beinlínis þann til- gang að hjálpa og bjarga fólki í neyð sé þannig skipulagt og fjármagnað að það beinlínis auki neyðina hjá fjölda fólks? Öllum þykir þetta alveg ferlegt, al- veg fráleitt. Allir eru sammála um að þetta eigi ekkert að vera svona. Því má meira að segja hæglega halda fram að þetta sé bannað með lögum. Lög um sjúkratryggingar kveða á um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En þetta er haft svona samt. Og það er skammarlegt. Þetta er ekki svona í mörgum ná- grannalandanna. Eftir því sem sam- gangur okkar við þau eykst heyrir maður sífellt oftar lýsingar af heilbrigð- iskerfum sem virka eins og maður hélt að okkar kerfi ætti að virka. Heilbrigð- istryggingin þar virðist virka og þjón- ustan er ókeypis þegar hún er veitt. Þar fyrir utan þekkist ekki að þegar fólk veikist þá þurfi það að standa í flókn- um reddingum með ótal hlaupum með vottorð og eyðublöð milli ósam- hæfðra stofnana: Tryggingastofnunar, vinnuveitanda, lífeyrissjóða og lækna. Í fréttum Stöðvar 2 þessa vikuna voru rakin nokkur grátleg dæmi um kostnað fólks við það að fá krabba- mein á Íslandi. Meðal annars var sögð saga af 27 ára gömlum manni sem hef- ur þurft að borga eina og hálfa milljón króna vegna lækninga á krabbameini sem hann greindist með fyrir tveimur árum. Í DV í dag eru rakin fleiri dæmi um aukinn kostnað sem hleðst á veikt fólk vegna aukinnar greiðsluþátttöku í fjársveltu heilbrigðiskerfi. Verði fjár- lagafrumvarpið samþykkt í núverandi mynd mun greiðsluþátttaka sjúklinga í lyfjakostnaði aukast til muna og í fyrsta skipti munu sjúklingar þurfa að bera hluta kostnaðar af svokölluðum S-merktum og leyfisskyldum lyfjum. Um er að ræða sértæk lyf sem gjarn- an eru mjög dýr, allt upp í að ársmeð- ferð kosti um 100 milljónir króna, en jafnframt lífsnauðsynleg. Sjúklingar munu þó aðeins taka þátt í kostnaði vegna S-lyfja sem ávísað er til notk- unar utan sjúkrahúsa, en ekki á með- an sjúkrahúsdvöl stendur. Um er að ræða gigtarlyf til dæmis sem sjúk- lingar á dagdeildum geta sjálfir tekið heima hjá sér. Lækkunin á fjárheim- ild til Sjúkratrygginga Íslands vegna þessara aðhaldsaðgerða er 305 millj- ónir króna. Getum við virkilega ekki fund- ið peninga til þess að hætta þessum píningum gagnvart veikum sam- borgurum? n „Hvað varð eiginlega um þá grundvallarhugmynd að sameiginlegi neyðarsjóð- urinn okkar í svona tilfellum sé ríkissjóður? Leiðari Hallgrímur thorsteinsson hallgrimur@dv.is sigmundur lúffar Mikilvægustu pólitísku tíðindi vikunnar komu ekki í stefnuræðu forsætisráðherrans, sem kyrjaði rislágan fósturjarðarbrag. Og jú, tók reyndar líka stórmerkilegt flikkflakk á matarskattinum. Fjár- lög Bjarna Benediktssonar voru heldur ekki aðalmálið. Nei, pólitísku tíðindin eru um þau vatnaskil sem nú eru orðin í því, hvor þeirra sigmundar og Bjarna ræður ferðinni í stærstu málum, sérstaklega í afnámi gjaldeyrishaftanna. Það felast í því ákveðin vatnaskil, að þverpólitískur samráðs- fundur þungaviktarmanna allra flokka sem haldinn var í gær með framkvæmdanefndinni um losun haftanna, var á forsend- um Bjarna og þeirrar stefnu sem hann hefur markað í málinu. Frumkvæðið er komið til hans á afgerandi hátt. Breyttur tónn Sig- mundar Davíðs í hvernig hann fjallaði um haftamálið í stefnu- ræðunni var augljós, hann var að gefa eftir leifarnar af forystu sinni í málinu yfir til Bjarna. Hann var að lúffa. Fundurinn í gær snerist um það hvernig nálguninni við kröf- uhafa hefur miðað og hver næstu skref verða en efnislegt innihald tillagnanna frá fram- kvæmdanefndinni mun ekki liggja fyrir fyrr en í október. End- anlegt uppgjör um raunveru- lega forystu og hugmyndafræði þessarar ríkisstjórnar mun fara fram þá. Og þá verður prófraunin á það hvort haglabyssa sé verkfæri sem þessi íslenski forsætisráðherra ætti yfirleitt eitthvað að vera að fikta við. Hún er varla eitthvað sem menn mundu hafa með sér í flikkflakk til dæmis. Vond könnun? Ekkert bólar á niðurstöðum úr skoðanakönnun um stöðu Hönnu Birnu sem Gallup fram- kvæmdi um miðja síðustu viku. Þar var að finna loðna spurn- ingu um það hvort hún ætti að „hætta afskiptum af stjórnmál- um“ fyrir fullt og allt. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja tve- ir þriðju Íslendinga ráðherrann burt. Ekki er víst að svo margir séu á því að banna eigi Hönnu Birnu að koma nærri stjórnmál- um í nokkurri mynd. Sögusagn- ir eru á kreiki um að stuðnings- menn ráðherrans hafi staðið að könnuninni í þeirri von að lappa upp á ónýtt orðsporið. Sú töf sem hefur orðið á birtingu niðurstaðna bendir til þess að það hafi ekki tekist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.