Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 12.–15. september 201412 Fréttir Leynd hvílir yfir laugardagsfundi n Lítið um svör í bréfi Hönnu n Neitar að upplýsa um fundinn sem hún boðaði Stefán á H anna Birna Kristjánsdótt- ir innanríkisráðherra kem- ur sér hjá því að svara ýmsum spurningum um- boðsmanns í þriðja svar- bréfi sínu, sem birtist á þriðju- daginn. Þannig svarar hún því til að mynda ekki hvort Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, hafi greint rétt frá samskiptum þeirra í símtölum og á fundum. Þess í stað sakar hún um- boðsmann um að „draga upp“ mynd af samskiptum sínum við Stefán sem ekki samræmist hennar eigin upp- lifun og rekur í löngu máli það sem hún telur vera meginatriði málsins. Ráðherra neitar að upplýsa um- boðsmann Alþingis nánar um til- efni og boðun laugardagsfundarins sem hann átti með Stefáni daginn eftir að dómsúrskurðir héraðsdóms og Hæstaréttar voru birtir. Fundur- inn fór fram í húsakynnum innan- ríkisráðuneytisins hinn 3. maí og engin fundargerð rituð. Í samtali við umboðsmann Alþingis sagði Stefán að Hanna Birna hefði hringt í hann þennan laugardag og boðað hann á sinn fund. Þetta hafi gerst í kjölfar annars símtals þar sem hún hefði talið sig hafa farið yfir strikið í gagn- rýni sinni á framgöngu lögreglunnar. DV greindi meðal annars frá því í forsíðufrétt hinn 29. júlí að Hanna Birna hefði hringt í Stefán, reiðst honum og boðað hann á fund sinn vegna rannsóknarinnar. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram í viðtölum og í svörum til umboðs- manns að hún og Stefán hafi ákveðið samskiptin „í sameiningu“. Stef- án hefur hins vegar lýst því hvern- ig hann forðaðist samskipti við ráð- herrann meðan á rannsókninni stóð. Að frumkvæði ráðherra Í þriðja bréfi umboðsmanns til Hönnu Birnu biður hann ráðherr- ann sérstaklega um að gera nánar grein fyrir tilefni og boðun laugar- dagsfundarins. Í svari sínu segist Hanna Birna þegar hafa veitt um- boðsmanni upplýsingar um þetta og vísar til fyrra svars þar sem fram kom að fundurinn hefði verið ákveðinn „í sameiningu“ af þeim Stefáni í þeim tilgangi að upplýsa hana „almennt um löggæslu- og öryggismál og stöðu ýmissa verkefna á því sviði“. Af lýsingu Stefáns að dæma var fund- urinn hins vegar að frumkvæði ráð- herra og efni hans rannsókn lög- reglunnar á lekamálinu: „Í einu af þeim samtölum þá er hún mjög ósátt við framgöngu lög- reglu og rannsóknir og annað í þeim dúr, og ég tek bara við því, en hr- ingir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim til- gangi – það var þá á laugardegi sem hún bað mig um að koma og hitta sig … til þess að undirstrika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rannsókn málsins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurningum. Og ég held að hún hafi upplifað það þannig að hún hafi farið yfir strikið, já. a.m.k. faglega og líklega bara svona í persónulegum samskipum, og viljað einhvern veg- inn slétta það út. Við áttum þarna örugglega klukkutímafund í ráðu- neytinu þar sem ég var eiginlega að svara sömu spurningum og áður í tengslum við þetta.“ Ítrekar fyrra svar Umboðsmaður spurði Hönnu Birnu hvernig skýringar hennar um að til- efni fundarins hafi verið að upplýsa hana „almennt um löggæslu- og ör- yggismál“ samrýmdist fyrrgreindri lýsingu lögreglustjórans. Ráðherra svarar því ekki að öðru leyti en því að ítreka fyrra svar: „Í samtölum mínum við L var rætt um löggæslu- og öryggismál almennt.“ Sú leynd sem hvílir yfir laugardagsfundin- um er áhugaverð í ljósi þess að úr- skurður Hæstaréttar sýndi hve alvar- legum augum lögreglan leit málið. Í málatilbúnaði saksóknara kom meðal annars fram að það varðaði almannahagsmuni að málið yrði upplýst og að starfsmaður ráðuneyt- isins væri með réttarstöðu grunaðs manns. Nokkru síðar kom í ljós að báðir aðstoðarmenn ráðherra voru með réttarstöðu grunaðs. Sú staðfasta afstaða Hönnu Birnu að þau Stefán hafi ákveðið fundinn í sameiningu er áhugaverð í ljósi þess að Stefán upplýsti í samtali sínu við umboðsmann að hann hefði forðast að eiga samskipti við ráðherra að fyrra bragði og leit svo á að hann gæti ekki óskað eftir fundum með Hönnu Birnu meðan á rannsókninni stóð. Í bréfi umboðsmanns Alþingis segir meðal annars: „Þannig að ég leit svo á að frá upphafi og ég gerði ríkissaksóknara grein fyrir því að ég þyrfti að halda að mér höndum hvað þetta varðaði, þessi samskipti við ráðuneytið, með- an sú staða væri uppi að við værum að rannsaka ráðherra og samstarfsmenn hennar vegna gruns um brot á hegn- ingarlögum.“ L segist hafa lýst því „… margoft við ráðherrann að þessi staða væri algjörlega ómöguleg“. Ólík upplifun Í samtali sínu við umboðsmann fyrr í sumar sagði Stefán ráðherra meðal annars hafa „ýtt á eftir“ lögreglunni, sett á hana tímapressu, hellt yfir sig „dágóðri gusu af gagnrýni“, kvartað undan umfangi rannsóknarinnar, deilt á einstakar rannsóknarathafn- ir lögreglu, gagnrýnt lögregluna fyrir að taka og rannsaka tölvu aðstoðar- manns hennar, beðið um að flýta yf- irheyrslum og lýst því yfir að rann- saka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara. Umboðsmaður óskaði sérstak- lega eftir afstöðu Hönnu Birnu til þess hvort þarna hefði verið rétt greint frá því sem þeim fór á milli. Hanna Birna svarar þessu ekki og vís- ar til þess að hún geti ekki haft orðrétt eftir samskipti hennar við embættis- menn, „en ég get hins vegar fullyrt að upplifun mín af þessum samtölum var ekki í samræmi við þá mynd sem þér dragið upp í bréfi yðar“. „Sé ekki ástæðu til að nefna nöfn“ Hanna Birna neitar að afhenda um- boðsmanni Alþingis upplýsingar um lögfræðiráðgjöf sem hún hefur margsinnis sagst hafa fengið inn- an úr ráðuneytinu vegna samskipta sinna við Stefán. DV hefur kallað ár- angurslaust eftir sömu upplýsing- um í allt sumar en engin svör fengið. Þeir lögfræðingar ráðuneytisins sem DV hefur rætt við kannast ekki við umrædda ráðgjöf. Einn þeirra segir það hafa komið mörgum í ráðuneytinu, ekki síst lögfræðing- um, á óvart þegar upplýst var um ítrekuð samskipti Hönnu Birnu við lögreglustjórann. Í bréfi umboðsmanns er Hanna Birna beðin um að upplýsa hvaða lögfræðingar innanríkisráðuneytis- ins hafi ráðlagt henni að ræða við Stefán með þeim hætti sem hún gerði. Hanna Birna sér ekki ástæðu til að svara þessu: „Ég sé ekki ástæðu til að nefna nöfn þeirra sér- staklega enda er ábyrgðin mín sem ráðherra.“ Grundvallarmisskilningur Hanna Birna fullyrðir ítrekað í svar- bréfi sínu að embætti lögreglustjór- ans á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki borið ábyrgð á rannsókninni né far- ið með yfirstjórn hennar. „Sam- kvæmt því geta ekki verið forsendur til að fylgja athugun þessari frekar eftir,“ fullyrðir ráðherra. Á vef rík- issaksóknara segir orðrétt hinn 20. júní: „Lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins samkvæmt fyr- irmælum ríkissaksóknara.“ Stefán Eiríksson var lögreglustjóri meðan rannsóknin fór fram. Fréttastofa Rúv fjallaði um þetta atriði á miðvikudag en þar var haft eftir ríkissaksóknara að lögreglu- stjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði farið með framkvæmd rann- sóknarinnar á lekamálinu. Rík- issaksóknari hafi gefið ákveðin fyrirmæli. Þá var haft eftir lögspek- ingum að afstaða innanríkisráð- herra sem komið hefði fram í bréfi hennar byggðist á grundvallarmis- skilningi í sakamálarétti. Þá kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag að þessi skoðun ráðherrans gengi í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lög- reglustjóra í sömu lögum. Þegar fjölmiðlar kölluðu eftir viðbrögð- um Stefáns við bréfi Hönnu Birnu á þriðjudag vísaði hann í fyrri orð sín en vildi ekki tjá sig frekar. n „En ég get hins vegar fullyrt að upplifun mín af þessum samtölum var ekki í sam- ræmi við þá mynd sem þér dragið upp í bréfi yðar. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Spyr um laugardagsfund Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, spyr Hönnu Birnu meðal annars nánar út í laugar- dagsfundinn en fær engin svör. Í kjölfar reiðisímtals Stefán Eiríksson lýsir því í samtali við umboðsmann Alþingis hvernig Hanna Birna hringdi í hann daginn eftir að dómsúrskurðir voru birtir og boðaði hann á fund. Neitar að svara Hanna Birna neitar að svara ýmsum spurningum umboðs- manns Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.