Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 12.–15. september 20142 Fréttir 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods ESB: Stefna enn að afturköllun n Árni Páll: „Þjóðin gerði hana afturreka síðast“ n Minntust ekki á ESB R íkisstjórnin stefnir enn að því að afturkalla aðildarum- sókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Í málaskrá hennar kemur fram að þingsálykt- unartillaga um slíkt verði lögð fram á þessu þingi. Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingarinnar, upplýsti um þetta í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra á miðvikudag og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega. „Þjóðin gerði hana afturreka síðast þegar hún gerði tilraun til að leggja slíka tillögu fram. Það er mikilvægt að við stöndum saman um að hrinda á nýjan leik atlögu af þeim toga að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar,“ sagði hann. Gjaldeyrishöft í EES Hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson minntust orði á stöðu Íslands gagnvart Evrópusam- bandinu í stefnuræðum sínum. Um vandræðamál er að ræða, enda varð uppi fótur og fit þegar ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun umsóknarinnar í fyrra. Þúsundir manna söfnuðust saman á Austurvelli viku eftir viku svo ekkert varð úr áformum stjórnarliða. Enn virðist þó standa til að draga um- sóknina til baka, jafnvel þótt skoð- anakannanir bendi til þess að mikill meirihluti Íslendinga vilji kjósa um málið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun síðar í mánuðinum flytja greinargerð um stöðu afnáms gjaldeyrishafta. Þá kann að skýrast með hvaða hætti ríkisstjórnin hyggst halda í krónuna sem gjaldmiðil en um leið uppfylla ákvæði EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga. Mikið veltur á samningnum fyrir Ísland, enda veit- ir hann aðgang að innri markaði Evrópusambandsins þar sem um sjötíu prósent allra viðskipta Íslands við útlönd fara fram. „Láglaunaland með hæstu vexti í Evrópu“ „Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu gaf þjóðinni mikilvægt skjól til þess að fást við hrunið og það hefði verið skynsam- legt að halda áfram að vinna með Evrópuþjóðum að lausnum á gjald- eyrisvandamálinu,“ sagði Árni Páll á miðvikudag. „Öllum þeim tæki- færum sem aðildarumsóknin skap- aði hefur ríkisstjórnin klúðrað. Hjá henni virðist enn sem fyrr skipta mestu að tryggja aðstöðu þeirra for- réttindahópa sem að henni standa, þeirra sem vilja verja sig samkeppni erlendis frá og eiga kvótann sinn í friði um alla eilífð án endurgjalds og tryggja að Ísland verði áfram lág- launaland með hæstu vexti í Evrópu.“ Í sömu umræðum sakaði Gunn- ar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra stjórnarandstöðuna um van- trú á landi og þjóð. „Það eru þó til þeir sem ekki hafa trú á sjálfsbjörg íslensku þjóðarinnar og telja framtíð hennar betur komið í fangi annarra. Raddir þessara úrtölumanna munu fljótlega þagna vegna dugnaðar og útsjónarsemi Íslendinga,“ sagði hann og bætti við: „Nú þegar kastað hefur verið rekunum yfir umsókninni að Evrópusambandinu má líka velta fyrir sér hvort áherslumál stjórnar- andstöðunnar verði eingöngu þau að fikta í klukkunni og krefjast við- skiptabanns á útflutningsfyrirtæki Íslands.“ n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „Raddir þessara úrtölumanna munu fljótlega þagna vegna dugnaðar og útsjónarsemi Íslendinga. Vilja afturkalla Enn stefnir ríkisstjórnin að algjörum viðræðuslitum og afturköllun á umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Bjartsýnn og þjóðrækinn Segir stjórnarandstöðuna skorta trú á landi og þjóð. Mynd SiGtryGGur Ari A ðalmeðferð í máli nímenn- inganna, sem ákærðir voru fyrir að óhlýðnast lögreglu í Gálgahrauni hinn 21. október síðastliðinn, hófst á fimmtudag. Níu einstaklingar, tveir karlar og sjö kon- ur, hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu þegar þau mót- mæltu vegagerð í Gálgahrauni hinn 21. október síðastliðinn. Tugir manns voru handteknir í hrauninu og færðir í einangrun, en einungis hluti hóps- ins var ákærður. Aðgerðir lögreglu voru viðamiklar en Álftanesvegin- um var meðal annars lokað á meðan sérstök aðgerðarsveit lögreglunnar – um fjörutíu lögreglumenn – handtók mótmælendur og færði þá í fanga- geymslur lögreglu. Mótmæli Hraunavina voru frið- samleg og fólust að mestu leyti í því að sitja í hrauninu og færa sig ekki úr stað þrátt fyrir fyrirskipanir lögreglu. Hluti þeirra var af þeim sökum borinn burtu úr hrauninu með valdi. Lögreglan vís- aði til þess að fólkið væri að trufla framkvæmdir inni á vinnusvæði en mótmælendur bentu á að lögreglan hefði skilgreint mörk vinnusvæðis- ins eftir á. Þannig hafi borðar sem áttu að skilgreina vinnusvæðið verið færðir til af lögreglumönnum og inn á svæðið þar sem mótmælendur sátu. Ómar Ragnarsson og Eiður Guðnason þurftu að fara úr dómsal á fimmtudag vegna þess að þeir voru vitni í málinu, auk fleiri vitna sem höfðu tekið sér sæti. Fjölmargir þeirra sem tóku þátt í mótmælunum voru á miðjum aldri eða eldri og neituðu flestir að færa sig um set þegar lögregla krafðist þess. n Réttað yfir nímenningum Tugir voru handteknir, aðeins níu ákærðir Voru ákærð Nímenningarnir mættu allir fyrir dóm á fimmtudag. Hlaupa 6.500 kílómetra Starfsmenn Marels á Íslandi ætla að hlaupa samtals 6.500 kílómetra á einum sólarhring um helgina. Þetta ætla starfs- mennirnir að gera til að safna áheitum til styrktar börnum í SOS-þorpinu í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni. 6.500 kíló- metrar eru einmitt vegalengd- in milli Íslands og Fílabeins- strandarinnar. „Vissulega er þetta löng vegalengd en hlaup- inn verður 5 kílómetra hringur í Heiðmörk. Alls þarf að ná 1.300 hringjum til að ná takmarkinu en ræst verður í hlaupið klukkan 11 í dag, föstudag, og stendur það yfir í sólarhring. Á milli klukkan 16 og 18 verður svo fjölskylduhátíð í gangi í Austurhrauninu þar sem mikið verður um að vera en auk þess sem hlaupið verður í fullum gangi verður einnig 800 metra krakkahlaup sem telur upp í vegalengdina,“ segir í tilkynningu frá Marel. Kári Steinn Karlsson ofurhlaupari ætlar að leggja ver- kefninu lið og hlaupa með okk- ur nokkra hringi á föstudaginn. „Samhliða þessu markmiði söfn- um við áheitum og það gerum við inn á www.tourdemarel.com. Í fyrra söfnuðum við 11,5 millj- ónum króna sem notaður voru til að byggja nýjan grunnskóla fyr- ir börnin í Yamoussoukro og í ár ætlum við að safna fyrir rekstri skólans og tryggja þannig þeim 210 börnum sem stunda nám við skólann gæðamenntun. Skólinn verður opnaður núna 15. sept- ember næstkomandi og gjörbylt- ir aðstæðum þessara barna til náms.“ Meiri afgangur í Kópavogi Rekstrarafgangur Kópavogs- bæjar er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en hann skilar 452 milljóna afgangi. Gert var ráð fyrir 667 milljóna afgangi fyrir allt árið í fjárhagsáætl- un bæjarins, en nú þegar sex mánuðir voru liðnir af árinu hafi afgangur verið 452 millj- ónir króna. Ármann Kr. Ólafs- son bæjarstjóri segir enn þurfa að gæta aðhalds í rekstri, en segist vonast til að geta haldið áfram að lækka skuldir bæjar- ins sem eru umtalsverðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.