Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 2
Helgarblað 12.–15. september 20142 Fréttir 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods ESB: Stefna enn að afturköllun n Árni Páll: „Þjóðin gerði hana afturreka síðast“ n Minntust ekki á ESB R íkisstjórnin stefnir enn að því að afturkalla aðildarum- sókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Í málaskrá hennar kemur fram að þingsálykt- unartillaga um slíkt verði lögð fram á þessu þingi. Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingarinnar, upplýsti um þetta í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra á miðvikudag og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega. „Þjóðin gerði hana afturreka síðast þegar hún gerði tilraun til að leggja slíka tillögu fram. Það er mikilvægt að við stöndum saman um að hrinda á nýjan leik atlögu af þeim toga að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar,“ sagði hann. Gjaldeyrishöft í EES Hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson minntust orði á stöðu Íslands gagnvart Evrópusam- bandinu í stefnuræðum sínum. Um vandræðamál er að ræða, enda varð uppi fótur og fit þegar ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun umsóknarinnar í fyrra. Þúsundir manna söfnuðust saman á Austurvelli viku eftir viku svo ekkert varð úr áformum stjórnarliða. Enn virðist þó standa til að draga um- sóknina til baka, jafnvel þótt skoð- anakannanir bendi til þess að mikill meirihluti Íslendinga vilji kjósa um málið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun síðar í mánuðinum flytja greinargerð um stöðu afnáms gjaldeyrishafta. Þá kann að skýrast með hvaða hætti ríkisstjórnin hyggst halda í krónuna sem gjaldmiðil en um leið uppfylla ákvæði EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga. Mikið veltur á samningnum fyrir Ísland, enda veit- ir hann aðgang að innri markaði Evrópusambandsins þar sem um sjötíu prósent allra viðskipta Íslands við útlönd fara fram. „Láglaunaland með hæstu vexti í Evrópu“ „Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu gaf þjóðinni mikilvægt skjól til þess að fást við hrunið og það hefði verið skynsam- legt að halda áfram að vinna með Evrópuþjóðum að lausnum á gjald- eyrisvandamálinu,“ sagði Árni Páll á miðvikudag. „Öllum þeim tæki- færum sem aðildarumsóknin skap- aði hefur ríkisstjórnin klúðrað. Hjá henni virðist enn sem fyrr skipta mestu að tryggja aðstöðu þeirra for- réttindahópa sem að henni standa, þeirra sem vilja verja sig samkeppni erlendis frá og eiga kvótann sinn í friði um alla eilífð án endurgjalds og tryggja að Ísland verði áfram lág- launaland með hæstu vexti í Evrópu.“ Í sömu umræðum sakaði Gunn- ar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra stjórnarandstöðuna um van- trú á landi og þjóð. „Það eru þó til þeir sem ekki hafa trú á sjálfsbjörg íslensku þjóðarinnar og telja framtíð hennar betur komið í fangi annarra. Raddir þessara úrtölumanna munu fljótlega þagna vegna dugnaðar og útsjónarsemi Íslendinga,“ sagði hann og bætti við: „Nú þegar kastað hefur verið rekunum yfir umsókninni að Evrópusambandinu má líka velta fyrir sér hvort áherslumál stjórnar- andstöðunnar verði eingöngu þau að fikta í klukkunni og krefjast við- skiptabanns á útflutningsfyrirtæki Íslands.“ n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „Raddir þessara úrtölumanna munu fljótlega þagna vegna dugnaðar og útsjónarsemi Íslendinga. Vilja afturkalla Enn stefnir ríkisstjórnin að algjörum viðræðuslitum og afturköllun á umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Bjartsýnn og þjóðrækinn Segir stjórnarandstöðuna skorta trú á landi og þjóð. Mynd SiGtryGGur Ari A ðalmeðferð í máli nímenn- inganna, sem ákærðir voru fyrir að óhlýðnast lögreglu í Gálgahrauni hinn 21. október síðastliðinn, hófst á fimmtudag. Níu einstaklingar, tveir karlar og sjö kon- ur, hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu þegar þau mót- mæltu vegagerð í Gálgahrauni hinn 21. október síðastliðinn. Tugir manns voru handteknir í hrauninu og færðir í einangrun, en einungis hluti hóps- ins var ákærður. Aðgerðir lögreglu voru viðamiklar en Álftanesvegin- um var meðal annars lokað á meðan sérstök aðgerðarsveit lögreglunnar – um fjörutíu lögreglumenn – handtók mótmælendur og færði þá í fanga- geymslur lögreglu. Mótmæli Hraunavina voru frið- samleg og fólust að mestu leyti í því að sitja í hrauninu og færa sig ekki úr stað þrátt fyrir fyrirskipanir lögreglu. Hluti þeirra var af þeim sökum borinn burtu úr hrauninu með valdi. Lögreglan vís- aði til þess að fólkið væri að trufla framkvæmdir inni á vinnusvæði en mótmælendur bentu á að lögreglan hefði skilgreint mörk vinnusvæðis- ins eftir á. Þannig hafi borðar sem áttu að skilgreina vinnusvæðið verið færðir til af lögreglumönnum og inn á svæðið þar sem mótmælendur sátu. Ómar Ragnarsson og Eiður Guðnason þurftu að fara úr dómsal á fimmtudag vegna þess að þeir voru vitni í málinu, auk fleiri vitna sem höfðu tekið sér sæti. Fjölmargir þeirra sem tóku þátt í mótmælunum voru á miðjum aldri eða eldri og neituðu flestir að færa sig um set þegar lögregla krafðist þess. n Réttað yfir nímenningum Tugir voru handteknir, aðeins níu ákærðir Voru ákærð Nímenningarnir mættu allir fyrir dóm á fimmtudag. Hlaupa 6.500 kílómetra Starfsmenn Marels á Íslandi ætla að hlaupa samtals 6.500 kílómetra á einum sólarhring um helgina. Þetta ætla starfs- mennirnir að gera til að safna áheitum til styrktar börnum í SOS-þorpinu í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni. 6.500 kíló- metrar eru einmitt vegalengd- in milli Íslands og Fílabeins- strandarinnar. „Vissulega er þetta löng vegalengd en hlaup- inn verður 5 kílómetra hringur í Heiðmörk. Alls þarf að ná 1.300 hringjum til að ná takmarkinu en ræst verður í hlaupið klukkan 11 í dag, föstudag, og stendur það yfir í sólarhring. Á milli klukkan 16 og 18 verður svo fjölskylduhátíð í gangi í Austurhrauninu þar sem mikið verður um að vera en auk þess sem hlaupið verður í fullum gangi verður einnig 800 metra krakkahlaup sem telur upp í vegalengdina,“ segir í tilkynningu frá Marel. Kári Steinn Karlsson ofurhlaupari ætlar að leggja ver- kefninu lið og hlaupa með okk- ur nokkra hringi á föstudaginn. „Samhliða þessu markmiði söfn- um við áheitum og það gerum við inn á www.tourdemarel.com. Í fyrra söfnuðum við 11,5 millj- ónum króna sem notaður voru til að byggja nýjan grunnskóla fyr- ir börnin í Yamoussoukro og í ár ætlum við að safna fyrir rekstri skólans og tryggja þannig þeim 210 börnum sem stunda nám við skólann gæðamenntun. Skólinn verður opnaður núna 15. sept- ember næstkomandi og gjörbylt- ir aðstæðum þessara barna til náms.“ Meiri afgangur í Kópavogi Rekstrarafgangur Kópavogs- bæjar er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en hann skilar 452 milljóna afgangi. Gert var ráð fyrir 667 milljóna afgangi fyrir allt árið í fjárhagsáætl- un bæjarins, en nú þegar sex mánuðir voru liðnir af árinu hafi afgangur verið 452 millj- ónir króna. Ármann Kr. Ólafs- son bæjarstjóri segir enn þurfa að gæta aðhalds í rekstri, en segist vonast til að geta haldið áfram að lækka skuldir bæjar- ins sem eru umtalsverðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.