Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 12.–15. september 201430 Fólk Viðtal inu. Eftir að ég fór að setja lífið í for- gang þá fór áfengið alltaf að skipta minna og minna máli. Löngunin sem ég hafði í áfengi fór í að gera aðra hluti og í dag er ég að uppskera af því,“ seg- ir Jonni og á þar við listina. Hundurinn sem fékk ekki brottfararleyfi Fyrir nokkrum árum kynntist Jonni sænskri konu, Ásu Karlottu, sem búið hefur á Selfossi hér á landi um hríð. Til stóð að hún myndi flytja út til Berlín- ar til Jonna árið 2011 en örlögin gripu í taumana. Hún á nefnilega tvo hunda og annar þeirra er hjartveikur. Viku fyrir brottför kom í ljós að sá veiki fengi ekki brottfararleyfi og þess vegna ákvað Jonni að snúa aftur heim til Ís- lands, eftir tíu ára veru í Þýskalandi, og flytja á Selfoss. „Það var þá sem ég sneri mér að myndlistinni á ný enda var hún það sem ég ætlaði mér alltaf að einbeita mér að í lífinu,“ segir Jonni. Ása átti hins vegar ekki nógu gott rúm, að mati Jonna, og ætlaði hann því að kaupa betra rúm er þau voru að hefja búskap. „Ég hafði hins vegar lengi verið með þá hugmynd í hausn- um að hanna sjálfur húsgögn. Ég fór því í timburverslun, keypti smá timb- ur og ætlaði að smíða hillur. Svo fór ég velta fyrir mér hvað það væri sem vantaði helst inn á litla heimilið okkar og það var gott rúm. Þannig ég ákvað í staðinn að smíða rúm. Þannig byrj- aði þetta.“ Hirti gamla bryggjudrumba Eitt sinn kom Jonni heim til sín á Sel- fossi, kveikti á sjónvarpinu og sá í fréttum að verið væri að rífa gamla bryggjudrumba úr Reykjavíkurhöfn. Drumbarnir voru sagðir ónýtir og til stóð að henda þeim. „Þessi frétt gerjaðist í höfðinu á mér allt sumarið og um haustið tók ég mig til, hringdi nokkur símtöl og fann út hvar drumb- arnir væru. Ég fékk leyfi til að taka planka úr þeim sem ég þurrkaði og heflaði. Í ljós kom að þetta er eitt besta timbur sem til er á Ís- landi,“ segir Jonni en hann hóf að smíða húsgögn úr drumbunum. Afraksturinn sýndi hann á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á síðasta ári í samstarfi við Bókmenntaborg UNESCO. Í kjölfarið var honum boðið að sýna húsgögnin, skrif- borð, hægindastól og rúm, víða um heim – meðal annars á Satchi Gallery í London sem er eitt af tíu virtustu einkagalleríum í heimin- um. Að auki voru hægindastóll- inn og skrifborðið valin á alþjóð- lega hönnunarkeppni í Mílanó og fengu bæði eftirsótta viðurkenn- ingu og verðlaun í flokki húsgagna. „Þá fór ég að átta mig á því að ég væri að vinna með minjar,“ seg- ir Jonni og í framhaldinu kviknaði hugmyndin að Miðbaugs-minja- verkefninu. Mannskepnan getur verið grimm Hugmyndin vatt upp á sig. Jonni byrj- aði á því að hafa samband við vinkonu sína í Berlín og bað hana um að út- vega sér símanúmer hjá einhverjum sem sæi um Hamborgarhöfn en hann hafði hug á því að vinna húsgögn úr þeirri sögufrægu höfn sem varð 825 ára á árinu. Einnig bað hann um símanúmer hjá einhverjum sem sæi um Deutsche Bahn, eða þýska lesta- kerfið, því honum datt í hug að vinna nytjahluti úr gömlum lestarteinum frá Berlín. „Á sýningunni í Satchi Gall- ery í London lenti ég á tali við nokkra þýska listamenn og viðraði við þá hug- myndina um hvað ég hygðist gera í framhaldinu. Þeir sögðu að það væri alveg ómögulegt að vinna eitthvað úr teinunum en upp úr samtalinu kvikn- aði ný hugmynd – Berlínarmúrinn.“ Aftur hafði Jonni samband við þýsku vinkonuna sem útvegaði hon- um símanúmer hjá listamönnum sem hafa unnið mikið með múrinn en þeir eru hluti af Miðbaugs- minjaverk- efninu í dag. Jonni fékk að auki átta drumba úr Hamborgarhöfn í verk- efnið. Þá hefur hann einnig fengið vil- yrði fyrir að fá steina úr þakinu á dóm- kirkjunni í Hiroshima í Japan, en að fá eitthvað úr Hiroshima ku vera í fyrsta skipti í sögunni. Í rauninni þá erum við að endurnýta söguna í listaverk og búa til nýja sögu fyrir gömlu söguna sem er engin smá saga í sögu heims- ins. Einnig er í vinnslu að fá minjar frá franska þorpinu Oradour-sur-Glane sem staðið hefur óhreyft síðan 10. júní árið 1944 þegar SS-sveit nasista kom og drap alla bæjarbúa og lagði þorp- ið í rúst. Í kjölfarið var fyrirskipað af Charles de Gaulle Frakklandsforseta að þarna yrði minnisvarði um fórn- arlömbin í þorpinu og hræðilegar af- leiðingar stríðsins. „Ég fór og skoð- aði þorpið,“ segir Jonni með trega í röddinni. „Það er ótrúlegt hvað sum mannskepnan getur verið grimm.“ Stríð ekki til neins Miðbaugs-minjaverkefnið er farand- verkefni listamanna sem nær yfir fjór- ar heimsálfur. Jonni hefur leitt saman listamenn frá hinum ýmsu löndum til þess að vinna listaverk og nytjahluti úr sögulegum minjum á borð við þær sem hér hafa verið nefndar. „Þetta hefur aldrei verið gert áður,“ seg- ir hann. Og hugsa sér að þetta stóra verkefni hafi byrjað með nokkrum gömlum drumbum í Reykjavíkur- höfn. „Þessir bryggjudrumbar geyma hundrað ára sögu Reykjavíkurhafn- ar, borgar og sögu nær allra íslenskra sjómanna,“ segir Jonni og bætir við að drumbarnir hafi einnig lifað tvær heimsstyrjaldir. Þar sem minjarnar tengjast margar stríði vildi Jonni einnig nota verk- efnið til þess að vekja athygli á friði. Hann hefur til að mynda hug á því að fá hluta úr aðskilnaðarmúrnum í Palestínu í verkið. „Stríð eru náttúr- lega ekki til neins. Fólk sem er hvatt í herinn er saklaust fólk og það fer í stríð við annað saklaust fólk og drep- ur saklaust fólk í nafni trúar, pólitíkur eða peninga. Þegar Júgóslavía gamla liðaðist í sundur, sem dæmi, þá voru kannski vinir allt í einu orðnir óvinir og börðust hvorir á móti öðrum. Til- gangurinn með verkefn- inu er því meðal annars að opna augu almennings fyrir tilgangsleysi stríðs og gefa þessum stríðsminjum nýja sögu,“ segir hann. Verkin verða sýnd á alþjóðleg- um listasýningum og seld á uppboði í lok hverrar sýningar. Hluti af hverju seldu verki mun renna í sjóð til að styrkja góð málefni á heimsvísu. Í dag er verkefnið með alþjóðlega vott- un frá UNESCO og fyrirhuguð er sýn- ing á verkum þess í höfuðstöðvum UNESCO í París í komandi framtíð. Önnur sýning verður haldin í Hörpu 8. desember árið 2016 í samvinnu við japanska sendiráðið en þá verða sex- tíu ár liðin frá því Ísland hóf stjórn- málasamstarf við Japan. Þess má geta að verið er að gera heimildamynd um verkefnið í framleiðslu Friðriks Þórs Friðrikssonar og í leikstjórn Stein- gríms Karlssonar. Kvikmyndagerð ofmetin En er Jonni þá hættur í kvikmynda- gerð og alfarið búinn að snúa sér að myndlist og hönnun? „Nei, ég er ekki hættur í kvikmyndum. Ég á til dæmis einhver þrjú kvikmyndahandrit sem ég á eftir að gera,“ svarar hann og bæt- ir við: „En eftir að hafa verið á mörg- um kvikmyndahátíðum í gegnum tíð- ina sá ég að þetta höfðar ekki beint til mín. Ég var alltaf meiri listamaður heldur en kvikmyndagerðarmaður og ég verð að viðurkenna að það er voða- lega erfitt að finna listræna kvikmynd í dag. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum var heimurinn öðruvísi. Heimurinn er búinn að markaðsvæða kvikmyndina. Í dag fer allt eftir því hvað stóru kvik- myndaverin í Bandaríkjunum vilja framleiða. Í myndlistinni þarftu ekki að skríða fyrir neinum og þetta er ekki eins mikið skrifræði. Kvikmynda- gerð er of háð einhverjum sjóðum og peningum að mínu mati og þetta eru stanslaus bið eftir peningum. Kvik- myndagerð er ofmetin. Þú sérð það þegar þú ferð á þessar kvikmynda- hátíðir og sérð alla þessa atvinnu- lausu leikara og tökulið að leita sér að vinnu. Ég lifði fyrir þetta í tugi ára, en þegar ég fattaði að ég ætti að taka mér eitthvað annað fyrir hendur fór mér að líða betur. Nú skiptir kvikmynda- gerð mig ekki eins miklu máli, enda hef ég aðra atvinnu.“ Fara í bunkann Eins og sjá má hefur Jonni átt á köfl- um stormasama ævi. Hann seg- ist nota uppsafnaða lífsreynslu í verkum sínum í stað þess að forð- ast hana. „Þótt þú sért með hrúgu af einhverjum blöðum fyrir fram- an þig þá þýðir ekkert að gefast upp, hrúga blöðunum saman og setja þau ofan í skúffu. Þú verður kannski með hreint borð fyrir framan þig en þú veist alltaf af blöðunum í skúffunni. Þú átt bara að fara í bunkann og laga til. Það er ekkert svo mikið mál,“ seg- ir Jonni að lokum og við kveðjumst. Að þessu sinni rétti ég fram vinstri höndina og úr verður bæði hlýlegt og traust handaband. n Friðarboðskapur Jonni í franska þorpinu Oradour-sur-Glane sem staðið hefur óhreyft síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Bryggjudrumbar Gömlu bryggju- drumbarnir úr Reykjavíkurhöfn reyndust eitt besta timbur landsins. Varð fyrir fólsku- legri árás „Þá steig þessi rumur út úr bílnum og öskraði: „Drullaðu þér frá!“ Mynd Sigtryggur Ari „Heimurinn er búinn að markaðsvæða kvikmyndina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.