Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 12.–15. september 2014 Lífsstíll 41 Auka líkur á elliglöpum Langtímanotkun á pillum við kvíða og svefnvandamálum gæti orsakað Alzheimer, samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsókn á eldri borgurum í Kanada leiddi í ljós að þriggja mánaða eða lengri notkun á benzódíazepín-lyfjum gæti auk- ið líkur á elliglöpum um 51%. Vísindamaðurinn Sophie Billioti de Gage við háskólann í Bordeaux-leiddi rannsóknina. Hún segir að þótt að rannsókn- in hafi sýnt fram á tengsl milli lyfjanna og Alzheimer þá sé ekki vitað hvernig þessi tengsl séu til komin. Fjallað var um rannsóknina í læknaritinu BMJ. Minni líkur á astma Nýburar sem sofa á ull af dýrum fyrstu mánuði lífs síns eru ólík- legri til að þróa með sér astma og ofnæmi seinna á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem fjallað er um í Time. Rannsóknin var framkvæmd í Þýskalandi en þar í landi voru ullarteppi í vöggum ungbarna al- geng í kringum 1990. Í ljós kom að börn sem sváfu á ull voru 79% ólíklegri til að hafa þróað með sér astma þegar þau náðu sex ára aldri og 41% ólík- legri þegar þau náðu tíu ára aldri. Hreinsandi „after sex“-drykkur Skiptu reyknum út fyrir vatn L angar þig í eitthvað alveg sér- stakt eftir sjóðheitan ástarleik með ástinni þinni? Gleymdu sígarettunni og fagnaðu með þessu hreinsandi vatni. Best er að fjárfesta í hjartalög- uðum klakaboxum og nota endur- nærandi piparmintuolíu til að kæla sig niður eftir átökin. Og, ef ást- arleikurinn var ekki upp á marga fiska, þá er þessi drykkur tilvalinn fyrir þig líka. n ritstjorn@dv.is n 1 bolli af jarðarberjum, pilluð og skorin í tvennt n 2 bollar af hjartalöguðum ísmolum n 3 bollar vatn n 3–5 dropar af ætri piparmintu-ilmkjarnaolíu Allt sett saman í tvær krukkur og geymt í frysti þar til rétti tíminn er kominn. Svo þegar vatnið klárast úr krukkunni gefurðu ástinni þinni jarðarberin að borða. Og töfrarnir hefjast að nýju. Hreinsandi drykkur Ískaldur og hreinsandi drykkur sem kemur ykkur í stuðið aftur. Hreinsandi drykkur fyrir tvo Afbrigðilegir eru heilbrigðari Þeir sem stunda það sem oft er kallað „afbrigðilegt“ kynlíf gætu verið sálfræðilega heilbrigðari en aðrir. Þetta kom fram í rannsókn sem birtist í fagritinu Journal of Sexual Medicine. Sálfræðingurinn Andreas Wis- meijer við Nyenrode-viðskipta- háskólann í Hollandi og félagar unnu að rannsókninni. Þeir komust að því að einstaklingar sem eru fyrir BDSM, bindileiki, kvalalosta og masókisma skor- uðu hærra á prófi sem mældi andlega heilsu en þeir sem höfðu ekki áhuga á neinu „afbrigðilegu“ í svefnherberginu. Til að mynda mældust þeir sem stunda BDSM minna kvíðnir, opnari, meðvit- aðri, viðkvæmari fyrir höfnun og öruggari í samböndum sínum auk þess að vera yfirhöfuð í meira andlegu jafnvægi en aðrir. Lofts endurgerður Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar beitir sér fyrir bætttum aðbúnaði útigangsfólks Hermannajakki O kkur einfaldlega blöskrar aðbúnaðurinn fyrir þetta fólk. Maður hefði aldrei trúað þessu fyrr en mað- ur sér þetta með eigin aug- um,“ segir Brandur Gunnarsson, bróðir Lofts Gunnarssonar, en Loft- ur hefði orðið 35 ára í vikunni hefði hann lifað. Sjúskaður og rifinn Fjölskylda og vinir Lofts hafa stofnað minningarsjóð í hans nafni í þeim tilgangi að bæta aðbúnað útigangs- fólks. Sjóðurinn ætlar að endurgera hinn fræga hermannajakka sem Loftur sást í síðustu árin. Gunnar Hilmarsson fatahönnuður er mágur Lofts. „Þetta er afar sérstakur jakki sem fylgdi Lofti lengi og eins og ger- ist með flík sem þú notar mikið var hann sjúskaður, rifinn og bættur. Nonni í Dead var góður vinur Lofts og hafði prentað á hann hauskúp- una, sem reyndar var á öllum jökk- um Lofts,“ segir Gunnar og bætir við að peningarnir sem safnist með sölu jakkans verði notaðir til að kaupa rúm í karlaskýlið á Njálsgötu. Safna fyrir rúmum „Sjóðurinn hefur keypt rúm, sæng- ur og kodda fyrir Konukot og Gisti- skýlið í Þingholtsstræti en nú er komið að körlunum á Njálsgötu. Ég man þegar ég kom inn á gistiskýlið við Þingholtsstræti og var að heim- sækja Loft. Sængin og rúmið voru þannig að enginn okkar hefði lyst á að leggjast þar. Fólk er samt að gera sitt besta en með svona lítið af pen- ingum er lítið hægt að gera. Eina leiðin er að safna og það ætlum við að gera; í krafti fólks sem vill leggja sitt af mörkum.“ Handgerðir jakkar Hermannajakkinn verður bæði í karla- og kvenstærðum. Þeir sem vilja tryggja sér jakka er bent á Karolina Fund eða vefsíðuna loftur- gunnarsson.com. „Aðalmálið er að við erum að safna fyrir framleiðsl- unni og annaðhvort náum við því eða ekki. Fólk verður að kaupa jakka svo það sé hægt. Svo þegar jakkarn- ir koma og einhverjir verða auka þá fara þeir í sölu á góðum stað. Jakkinn mun kosta 25 þúsund sem er ekki dýrt en samt fær sjóðurinn ágætis upphæð út úr hverjum jakka. Reynt verður að nálgast upprunalega jakk- ann eins vel og hægt er og því verður allt á jakkanum handgert.“ „Effortless“ kúl Loftur lést í janúar 2012 og hef- ur síðan verið einhvers konar and- lit baráttunnar fyrir bættum kjörum útigangsfólks. „Andlát hans hefur vakið athygli á slæmum aðbúnaði þessa hóps sem er súrsætt fyrir þá sem stóðu honum næst. Nafn hans hefur verið notað í þessari baráttu, sem er frábært þótt það rífi nátt- úrlega stanslaust upp erfiða tíma. Loftur var bara þessi góði gaur og sannaði að útigangsfólk er bara eins og allir aðrir. Það er sjaldnast þörf á að taka stóran sveig. Þess vegna minnast hans svona margir. Hann var spes týpa og mikill töffari, svo „effortless“ kúl. Þrátt fyrir þennan lífsstíl þýddi ekkert að gefa honum föt. Ef hann fílaði þau ekki fór hann aldrei í þau, þrátt fyrir að eiga ekk- ert.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Hermannajakkinn frægi Þeir sem vilja styrkja málstaðinn og eignast jakkann er bent á Karolina Fund. Loftur Gunnarsson Loftur hefði orðið 35 ára í vikunni ef hann hefði lifað en hann lést fyrir tveimur árum. Mynd MattHíaS KrIStInSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.