Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 12.–15. september 2014 71. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Höldum okkur bara við komma! Vinstri grænn Muscleboy n Egill Einarssonar, betur þekktur sem Gillz eða DJ Muscle- boy, tilkynnti það formlega á dögunum á Facebook að hann hafi skráð sig í Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. Tilefnið var að skólayfirvöld í Flens- borgarskóla lögðust gegn því að hann spilaði á nýnemaballi þar sem hann þótti ekki samræm- ast hugmynda- fræði skólans. „Kominn tími til maður. Ég er hérna á flokks- skrifstofunni að skála í líf- rænum engi- hjallagambra,“ sagði Erpur Ey- vindarson sem fenginn var til að spila í stað Egils. Þekkir sósíalista langar leiðir n Alþingismanninum Brynjari Níelssyni voru „vinstrisósíalist- ar“ hugleiknir líkt og fyrri daginn á Facebook-síðu sinni á fimmtu- dag. „Og hafi einhver verið í vafa um að forystumaður Pírata væri róttækur vinstrisósíalisti hvarf sá efi í umræðunum í gær“, skrif- aði Brynjar. Sævar nokkur spurði í athugasemdum hvað hann ætti við með „vinstrisósíalista“. „Ég þekki þá langar leiðir, Sæv- ar minn. Veit að vísu að margir þeirra eru að reyna að endur- skilgreina hug- takið eftir hrun hinna sósíalísku ríkja“, svaraði Brynjar. Af Austurstræti á netið n Skáldið Bjarna Bernharð Bjarna- son, sem landsmenn þekkja með- al annars fyrir sölu ljóða í Austur- stræti, hefur tekið skrefið inn í 21. öld og hefur hafið söfnun fyrir nýrri ljóðabók á Karolina fund. Markmið Bjarna er að geta safnað 1.200 evr- um, eða rúmlega 180 þúsund krón- um, svo hann geti prentað bókina Tímasprengjuna. „Ég stend frammi fyrir því mikla verkefni að hleypa af stokkunum 232 blaðsíðna ljóðaúrvali, myndskreytt með málverk- um mínum. Ég hef lagt mig í líma við að standa vel að verkinu, velja ljóð og myndir af kostgæfni,“ segir Bjarni. Hraustastur á Mr. Gay World Troy Michael Jónsson var Íslandi til sóma í Róm Þ etta var ótrúleg lífsreynsla og núna á ég vini úti um allan heim,“ segir hinn 27 ára gamli Troy Michael Jónsson sem er nýkominn frá Róm á Ítalíu þar sem hin sögufræga keppni Mr. Gay World fór fram. Keppendur komu hvaðanæva að úr heiminum og þrátt fyrir að Troy Michael hafi ekki sigrað þá er þetta í fyrsta sinn sem keppandi á vegum Íslands endar í efstu tíu sætunum. Þetta er hins vegar í fyrsta skiptið sem Ísland sigrar í „íþróttakeppn- inni“ á vegum Mr. Gay World. Keppt var í crossfit en þar var Troy Micha- el á heimavelli en hann æfir crossfit í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir að keppninni sé lokið þá er nóg um að vera hjá Troy Mich- ael sem hyggur á að gefa út plötu á næsta ári. „Já, ég ætla að einbeita mér meira að tónlistarferlinum mínum og er að vonast til þess að félagar mínir, Páll Óskar og Steinar, komi við sögu á fyrstu plötunni sem ég gef út.“ Troy Michael, sem eitt sinn tók þátt í bandarísku sjónvarpsþáttun- um „America‘s Next Top Gay“, úti- lokar það ekki að láta reyna á sjón- varpsþáttagerð hér á landi: „Það hefur ekki verið mikið um íslenskt raunveruleikasjónvarp. Hver veit nema ég helli mér út í það. Ef þeir myndu fylgja mér út um allt þá er ég viss um að það yrði vinsælasti sjón- varpsþátturinn á Íslandi,“ segir Troy Michael og hlær. „Ég er ekkert að skafa utan af hlutunum. Ég ber virðingu fyrir fólki og skoðunum annarra en á sama tíma er mér skítsama um hvað fólki finnst um mig. Ég er ég og það er það eina sem ég verð nokkurn tímann. Ég er fátækur og umdeildur strák- ur sem hefur fengið sína 15 mínútna frægð. Ég er samt ekki hættur. Ég ætla að breyta heiminum.“ n atli@dv.is Táknaði Ísland Ólafur Helgi Móberg hannaði „þjóðbúning“ Íslands en hann tákn- aði eldgos og vakti mikla athygli í Róm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.