Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Side 56
Helgarblað 12.–15. september 2014 71. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Höldum okkur bara við komma! Vinstri grænn Muscleboy n Egill Einarssonar, betur þekktur sem Gillz eða DJ Muscle- boy, tilkynnti það formlega á dögunum á Facebook að hann hafi skráð sig í Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. Tilefnið var að skólayfirvöld í Flens- borgarskóla lögðust gegn því að hann spilaði á nýnemaballi þar sem hann þótti ekki samræm- ast hugmynda- fræði skólans. „Kominn tími til maður. Ég er hérna á flokks- skrifstofunni að skála í líf- rænum engi- hjallagambra,“ sagði Erpur Ey- vindarson sem fenginn var til að spila í stað Egils. Þekkir sósíalista langar leiðir n Alþingismanninum Brynjari Níelssyni voru „vinstrisósíalist- ar“ hugleiknir líkt og fyrri daginn á Facebook-síðu sinni á fimmtu- dag. „Og hafi einhver verið í vafa um að forystumaður Pírata væri róttækur vinstrisósíalisti hvarf sá efi í umræðunum í gær“, skrif- aði Brynjar. Sævar nokkur spurði í athugasemdum hvað hann ætti við með „vinstrisósíalista“. „Ég þekki þá langar leiðir, Sæv- ar minn. Veit að vísu að margir þeirra eru að reyna að endur- skilgreina hug- takið eftir hrun hinna sósíalísku ríkja“, svaraði Brynjar. Af Austurstræti á netið n Skáldið Bjarna Bernharð Bjarna- son, sem landsmenn þekkja með- al annars fyrir sölu ljóða í Austur- stræti, hefur tekið skrefið inn í 21. öld og hefur hafið söfnun fyrir nýrri ljóðabók á Karolina fund. Markmið Bjarna er að geta safnað 1.200 evr- um, eða rúmlega 180 þúsund krón- um, svo hann geti prentað bókina Tímasprengjuna. „Ég stend frammi fyrir því mikla verkefni að hleypa af stokkunum 232 blaðsíðna ljóðaúrvali, myndskreytt með málverk- um mínum. Ég hef lagt mig í líma við að standa vel að verkinu, velja ljóð og myndir af kostgæfni,“ segir Bjarni. Hraustastur á Mr. Gay World Troy Michael Jónsson var Íslandi til sóma í Róm Þ etta var ótrúleg lífsreynsla og núna á ég vini úti um allan heim,“ segir hinn 27 ára gamli Troy Michael Jónsson sem er nýkominn frá Róm á Ítalíu þar sem hin sögufræga keppni Mr. Gay World fór fram. Keppendur komu hvaðanæva að úr heiminum og þrátt fyrir að Troy Michael hafi ekki sigrað þá er þetta í fyrsta sinn sem keppandi á vegum Íslands endar í efstu tíu sætunum. Þetta er hins vegar í fyrsta skiptið sem Ísland sigrar í „íþróttakeppn- inni“ á vegum Mr. Gay World. Keppt var í crossfit en þar var Troy Micha- el á heimavelli en hann æfir crossfit í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir að keppninni sé lokið þá er nóg um að vera hjá Troy Mich- ael sem hyggur á að gefa út plötu á næsta ári. „Já, ég ætla að einbeita mér meira að tónlistarferlinum mínum og er að vonast til þess að félagar mínir, Páll Óskar og Steinar, komi við sögu á fyrstu plötunni sem ég gef út.“ Troy Michael, sem eitt sinn tók þátt í bandarísku sjónvarpsþáttun- um „America‘s Next Top Gay“, úti- lokar það ekki að láta reyna á sjón- varpsþáttagerð hér á landi: „Það hefur ekki verið mikið um íslenskt raunveruleikasjónvarp. Hver veit nema ég helli mér út í það. Ef þeir myndu fylgja mér út um allt þá er ég viss um að það yrði vinsælasti sjón- varpsþátturinn á Íslandi,“ segir Troy Michael og hlær. „Ég er ekkert að skafa utan af hlutunum. Ég ber virðingu fyrir fólki og skoðunum annarra en á sama tíma er mér skítsama um hvað fólki finnst um mig. Ég er ég og það er það eina sem ég verð nokkurn tímann. Ég er fátækur og umdeildur strák- ur sem hefur fengið sína 15 mínútna frægð. Ég er samt ekki hættur. Ég ætla að breyta heiminum.“ n atli@dv.is Táknaði Ísland Ólafur Helgi Móberg hannaði „þjóðbúning“ Íslands en hann tákn- aði eldgos og vakti mikla athygli í Róm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.