Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 12.–15. september 201434 Fólk Viðtal„Þetta er erfitt en þetta er ekki óyfirstíganlegt ljósi, hvort það yrði horft furðulega á mig og hvort mér yrði útskúfað af þjóðfélaginu. Ég fór í gegnum allar þessa vangaveltur. Ég talaði um þetta við konuna mína, fjölskyldu og vini og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri í raun og veru ekki að gera þetta fyrir mig; ekkert af þessu sem ég hef verið að gera í tengslum við þetta er fyr- ir mig. Drifkraftur minn hefur ver- ið að hjálpa öðrum og láta vita að það er líf eftir slysin. Þetta er náttúr- lega algjör viðbjóður í alla staði en það sést til sólar einn daginn. Líf- ið er svo dásamlegt að þótt maður lendi í einhverju slæmu þá kemur eitthvað gott á móti. Maður verður bara að vera með opinn huga fyr- ir því. Maður verður að taka lífinu eins og það er. Ég lenti í þessu. Ein- hver annar lendir í hjólastól eftir bílslys og lamast frá hálsi og niður. Aðrir eru blindir eða heyrnarlausir. „Shit happens to people“. Við erum svo gjörn á að fyllast sjálfsvorkunn og það er eðlilegt. Ég persónu- lega og prívat verð mjög foj yfir því að hafa beðið svona lengi með að segja frá þessu og leita mér hjálpar. En svo er spurning hvort ég hafi ver- ið tilbúinn til að takast á við þetta þá. Núna eru allt aðrar tilfinningar í gangi hjá mér. Ég vil segja fólki að þetta er ömurlegt í alla staði en það er ljós. Ljósið kemur. Ég segi líka að fólk verður að segja frá vegna þess að þá er það að gera öðrum greiða því þá er frekar hægt að stoppa við- komandi af.“ Mikil viðbrögð Það tók á að ætla að fara í Kastljós- viðtalið. „Ég var svo hræddur um að all- ir myndu dæma mig í drasl. Ég svaf lítið fyrir upptökuna. Ég hafði mikl- ar áhyggjur. Ég hafði líka áhyggj- ur af því að ég myndi virka feitur í sjónvarpinu.“ Hann hlær. Verður svo aftur alvarlegur. „Ég hafði mikl- ar áhyggjur en mér leið vel eftir við- talið. Svo fór þetta í loftið og öll fjöl- skyldan var að horfa; mamma og pabbi og tengdaforeldrarnir frá Am- eríku. Hjartað í mér hamaðist eins og enginn væri morgundagurinn. Svo kláraðist viðtalið og viðbrögð allra voru mjög jákvæð en ég hafði ekki búist við öðru frá fjölskyldunni. Það liðu ekki fimm mínútur áður en Facebook-síðan mín trylltist og tölvupósthólfið nánast fylltist. Og síminn stoppaði ekki. Það fylltist allt af baráttukveðjum og það hringdi í mig fólk sem ég vissi ekki einu sinni hvert var og sem ég hafði ekki heyrt um. Það sagði meðal annars að ég væri æðislegur og hetja. Auðvitað upplifði ég mig ekkert sem hetju. Viðbrögðin voru ekki svona bara þetta kvöld heldur næstu daga. Ég fékk endalaust skilaboð í tölvu- pósti og á Facebook og það var mik- ið hringt í mig. Ég bara trúði þessu ekki.“ Tveir af þeim sem höfðu ver- ið misnotaðir á Hótel Sögu á sama tíma hringdu í Henry. „Þetta segir mér bara eitt og það er að það er engin ástæða til að vera hræddur við að tala; þótt ég hafi fundið fyrir þeirri hræðslu. Ég get lofað því að það er einhver þarna úti sem hristir hausinn á meðan hann er að lesa þetta og finnst að ég hefði ekki átt að segja frá þessu. En veistu hvað, það er allt í lagi. Það skiptir engu máli. Ég bý ekki með því fólki og ég á engin samskipti við það. Það er í lagi ef það vill vera með bund- ið fyrir augun. Það er bara þeirra ákvörðun. En málið er að það lagar ekki vandamálið ef fólk er með bundið fyrir augun. Þetta vandamál er til staðar.“ Nauðsynlegt að segja frá Henry ráðleggur þeim sem hafa verið misnotaðir kynferðislega að segja strax frá. Hann nefnir tvær forsendur. „Í fyrsta lagi er það til að viðkom- andi byrji að takast á við raunina. Þetta er hroðalegur atburður; það lentu margir í þessu áður en ég lenti í þessu og því miður líka margir á eftir mér. Það er það sem ég er að reyna að koma í veg fyrir. Því meiri umfjöllun og því opnara sem þetta verður því erfiðara er það fyrir ger- endurna vegna þess að þá verður talað um þá. Þá verða svo miklar lík- ur á að þeir náist.“ Henry upplifði gremju, vonsku og feluleik í mörg ár. „Ég var búinn að gleyma hvern- ig Karl Vignir leit út. Ég hafði ekki hugmynd um það þangað til ég sá mynd af honum í tengslum við um- fjöllun Kastljóss. Ég var búinn að blokkera hann út úr lífinu sem var æðislegt.“ Áhrif á sjálfstraustið Jú, þetta var áfall. Sjokk. „Unglingsárin eru viðkvæm ár. Ég tel að þetta hafi haft áhrif á skólagöngu mína og að þetta hafi eyðilagt fyrir mér sjálfstraustið. Ég er alveg með það á hreinu vegna þess að mér fór að líða öðruvísi þegar ég fór að vinna úr þessum hlutum. Ég varð kjarkmeiri.“ Þögn. Henry horfir á mannlífið og lífið öðrum augum en ella. „Ég er mjög var um mig gagn- vart mínum eigin börnum og ég hef talað við þau um þetta. Allir foreldr- ar eiga að gera það. Það hafa gaur- ar verið að reyna að lokka krakka upp í bíla með sælgæti og öðru. Við búum ekkert í vernduðu landi. Við þurfum að fá krakkana til að skilja að ef einhver gerir svona hluti þá á að láta vita af því. Það er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir eitthvað af þessum tilfellum ef þetta er brýnt fyrir börnunum. Stundum kemur upp sú tilfinn- ing að ég eigi inni en það er þegar maður er fúll út í lífið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir máli að börnin mín komist áfram og standi sig í því sem þau vilja gera og verði ánægð. Það hefur pirrað mig að það var aldrei haft samband við mig frá Hótel Sögu; að enginn hafi hringt fyrir hönd félagsins til að biðja mig og hina strákana fyrirgefningar – þótt það væri ekki nema að hringja í okkur; hvað þá að bjóða okkur einhverjar bætur sem væru sára- bót. Það myndi ekki leysa neitt en sýna að fólki sé ekki sama. Það má ekki gleyma einu – við vorum flestir krakkar og auðvitað vorum við und- ir þeirra verndarvæng.“ Hjálp í neyð Henry fær sér enn einn sopann af kolsvörtu kaffinu í hvíta bollan- um. Nokkur ský slást við sólina sem virðist ætla að hafa betur í þeirri viðureign. Nokkrir bílar blasa við út um gluggann. Henry líkir því sem hann gekk í gegnum við bílslys. „Fólk fær sjokk og þarf áfallahjálp. Raunveruleikinn er að það er í sjálfu sér ekki gerandinn sem er aðalvandamálið. Það er raunverulega maður sjálfur vegna þess að maður finnur fyrir vissri skömm eins og ég hef sagt. Það hef- ur alltaf verið tabú að tala mikið um kynlíf. Þetta er voðalega klént allt saman; sérstaklega á þessum árum.“ Henry segir að þótt vel hafi verið tekið á móti honum hjá Stígamót- um þá finnist honum líka vera þörf fyrir félag sem taki á kynferðisbrota- málum á annan hátt. Hann nefnir félagasamtök sem gætu heitið Hjálp í neyð. „Ég þurfti til dæmis að finna allt út sjálfur. Það fór aldrei neitt batterí í gang; ég hef það á tilfinningunni að það fari ekki neitt merkilegt í gang eins og eftir að fólk lendir í bílslysi. Ég tek sem dæmi tvo einstaklinga. Það er keyrt á annan en hinum er nauðgað. Það er samstundis kallað á lögregluna og hringt á sjúkrabíl vegna einstaklingsins sem keyrt var á. Þar er hlúð að honum og far- ið með hann á sjúkrahús þar sem er teymi fólks sem tekur við honum og þar fær hann alla þá þjónustu sem hann þarf án þess að taka krónu upp úr vasanum. Svo er eftirfylgni með honum þar til hann er búinn að ná sér eftir slysið. Svo fær hann slysabætur í kjölfarið. Það kemur enginn ef einstak- lingi er nauðgað. Hann er hins vegar boðaður í skýrslutöku ef hann segir frá nauðguninni eða misnotk- uninni og honum bent á að fara á sjúkrahús til að hægt sé að taka sýni og mælt með því að viðkomandi tali við einhvern hjá Stígamótum. Mað- ur þarf hins vegar sjálfur að gera alla þessa hluti. Mér finnst að teymi eigi að fara af stað eins og þegar einstaklingur lendir í bílslysi. Mér finnst að ef einhverjum er nauðgað ætti hjálpin að koma til viðkomandi og ætti hún öll að vera á einum stað svo sem læknis- skoðun, áfallahjálp og sálfræði- aðstoð; viðkomandi ætti hugsan- lega að vera lagður inn ef hann er í þannig ástandi vegna áfalls.“ Hann segir að það breyti því ekki hvort honum hafi verið nauðgað hálftíma fyrr eða fyrir nokkrum árum. „Sjokkið er alltaf til staðar. Þegar viðkomandi byrjar að tala um þetta þá skiptir það ekki máli; viðbrögð- in eru kannski ekki eins dramatísk ef lengra er liðið en þau eru samt til staðar. Og tilfinningarnar eru alltaf til staðar.“ Alveg hrár Henry segir að þegar viðkomandi sé búinn að taka þá ákvörðun að segja frá þá sé hann eins og bert hold. „Hann er í raun og veru al- veg hrár. Það þarf að hlúa að hon- um og passa upp á hann. Ef fólk þarf lyf þá fær það lyf. Ef viðkom- andi þarf sálfræðiaðstoð – en það er pottþétt að fólk sem hefur ver- ið misnotað þarf einhvers konar ráðleggingu – þá á hún að vera til staðar. Mér finnst að viðkomandi ætti að vera inni á stofnun – hvort sem það er á Landspítalanum eða annars staðar – þar sem hann væri með aðgang að allri aðstoð. Mér finnst til dæmis að viðkomandi eigi ekki að þurfa að rífa upp peninga. Ég er þakklátur fyrir að sálfræðiað- stoðin var ekki lengri vegna þess að ég hefði ekki haft efni á því. Fólk sem lendir í þessu fær áfall og mér finnst að þetta eigi að vera inni í okkar sköttum og að viðkomandi sé inni í verndarhring þangað til hann treystir sér til þess að fara út aftur og fái þá sálfræðiaðstoð sem væri honum að kostnaðarlausu. Þetta er slys. Fólk lendir í and- legu slysi. Mér finnst að það eigi ekki að vera neinn munur á mann- eskju sem lendir í bílslysi eða þessu.“ Erfitt en ekki óyfirstíganlegt Henry er búinn að fyrirgefa Karli Vigni. „Það var ekki auðvelt í fyrstu en þegar á tímann leið og með réttri hjálp þá kom það allt saman. Það sem ég hef lært af þessu er að það er hægt að yfirstíga allan andskotann. Það kemur betri dagur á morgun. Það er það sem ég hef lært. Þetta var ekki mér að kenna og þetta hafði ekki með mig að gera,“ segir hann með áherslu, „nema að því leyti að ég var á röngum stað á röngum tíma. Ég var virkilega á röngum stað á röngum tíma. “ Þögn. „Þetta er erfitt en þetta er ekki óyfirstíganlegt. Það er fólk þarna úti til að hjálpa manni þótt það megi vera meira. Samstaða skiptir miklu máli. Þeir sem lenda í þessu verða að standa saman. Ég hef lært að líf- ið er yndislegt og jú, „shit happ- ens“. Það kemur sól. Þótt maður geti á tímabili ekki ímyndað sér að það birti til þá gerist það. Þetta verður hins vegar alltaf með mér engu að síður. Ég hugsa þó í raun og veru aldrei um þetta,“ segir Henry með áherslu. „Þetta er ekki eitthvað sem ég hef löngun til að hugsa um. Ég er í raun og veru löngu búinn að vinna úr þessu vegna þess að ég tók ákvörðun um að vinna úr þessu á sömu forsendum og ef ég hefði lent í bílslysi. Ég var á röngum stað á röng- um tíma. Það er ekkert við þessu að gera. Það verður að halda áfram af því að lífið er svo indælt. Það hefur upp á ýmislegt annað að bjóða en þetta atvik. Það er það sem er svo dásamlegt við þetta allt saman.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því martröðin hófst. Henry hef- ur þroskast og lært mikið en það var ekki fyrr en hann sagði fólkinu sínu frá því sem hann gekk í gegnum sem hann fór að feta réttu leiðina. Hann kveðjur jafn brosandi og hann hafði heilsað. Brosið nær til augnanna. n Svava Jónsdóttir Hjálpar öðrum Henry ráðleggur þeim sem hafa verið misnotaðir kynferðislega að segja strax frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.