Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 12.–15. september 2014 Nýr veruleiki NATO n Andi kalda stríðsins svífur yfir Evrópu n Nýjar viðbragðssveitir myndaðar Á þessum óróatímum verð- ur NATO að vera tilbú- ið til þess að bregðast við með alhliða aðgerðum til þess að vernda aðildarríkin gegn öllum mögulegum ógnum. Þetta er til vitnis um staðfestu okk- ar og samhug.“ Þessi orð lét hinn danski And- ers Fogh Rasmussen, aðalritari varnarbandalagsins NATO, falla á leiðtogafundi þess, sem haldinn var í Wales í síðustu viku. Fundur leiðtoganna, sem með- al annars Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sótti, er haldinn í skugga hins mjög svo ótrygga ástands í Úkraínu. Þar berjast rússneskir hermenn við hlið að- skilnaðarsinna, sem stefna að því að austurhluti Úkraínu sameinist Rússlandi. Vert er að minnast þess að fyrr á þessu ári innlimaði forseti Rússlands, Vladimír Pútín, Krím- skaga í Rússland. Rússnesk innrás Á síðustu vikum hafði her Úkra- ínu gengið vel í baráttu sinni við aðskilnaðarsinna, sem virtust vera að láta undan síga. En skyndilega snerist taflið við og þá bárust með- al annars fréttir af rússneskum skriðdrekum og brynvörðum bíl- um inni á úkraínsku landsvæði. Þá bárust einnig fréttir af því að þús- undir rússneskra hermanna væru inni í Úkraínu. NATO birti með- al annars í lok ágúst loftmyndir af rússneskum stríðstólum í Úkraínu, máli sínu til stuðnings. Það má því segja að Rússland hafi gert innrás í Úkraínu. Samskipti Rússlands og Vestur- veldanna og NATO hafa stigversn- að eftir því sem á árið hefur liðið og átökin í Úkraínu hafa færst í aukana. Í þeim hafa tæplega 3.000 manns fallið og mikill fjöldi fólks lagt á flótta inni í Úkraínu eða yfir til Rússlands. NATO er varnarbandalag vest- rænna þjóða og var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt þeirra ríkja sem stofnaði NATO. Þegar Ís- land gekk í NATO kom til mjög alvarlegra átaka við Alþingi Ís- lands á Austurvelli og var kylf- um og táragasi beitt af lögreglu í fyrsta sinn gegn mótmælend- um. Er þessi atburður einn merk- asti stjórnmálaatburður í lýðveld- issögunni. Aðildin að NATO hefur frá upphafi verið mikið deilumál í íslenskum stjórnmálum og er enn umdeild. Alls eru 28 aðildarríki í NATO (jafn mörg og aðildarríki ESB), og af þeim eru 25 Evrópuríki. Síðan bætast við Bandaríkin og Kanada og Tyrkland. Þrjú aðildarríki eru kjarnorkuveldi; Bretland, Frakk- land og Bandaríkin. Bitlausar viðskiptaþvinganir? Í því stríði sem geisar í Úkra- ínu og væri réttast að kalla borg- arastríð, hafa Vesturveldin ver- ið gagnrýnd fyrir linkind. Til að mynda hefur mátt heyra harða gagnrýni frá hægri væng banda- rískra stjórnmála, sem hafa ásak- að Barack Obama um skort á leið- togahæfileikum í sambandi við Úkraínu. Einnig hefur verið deilt á David Cameron, forsætisráðherra Breta, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Þykja viðbrögð þeirra ekki hafa verið nógu hörð. Þá hafa komið fram gagnrýnisraddir á við- skiptaþvinganir þær sem settar hafa verið í gang og segja gagn- rýnendur að þær „bíti“ ekki sem skyldi. Einnig hefur verið á það bent að Cameron hafi ekki vilj- að styggja sterka rússneska hags- munaaðila og rússneska auðmenn í London og Bretlandi. Harðari tónn Þó hefur tónninn í Cameron harðnað síðustu daga og á leið- togafundi NATO í Wales sagði Cameron: „Úkraína hefur rétt til þess að taka sínar eigin ákvarð- anir og við stöndum þétt að baki Úkraínu. Við látum ekki Pútín og rússneska skriðdreka, sem rúlla yfir landamærin, stjórna því sem gerist í Úkraínu.“ Hann sagði einnig að Rússar gætu með engu móti varið aðgerðir sínar í Úkra- ínu og að NATO og Vesturveldin myndu styðja Úkraínu með ráðum og dáð. Hann nefndi sem dæmi fjárhagslegan stuðning og að- stoð við að byggja upp fjarskipta- kerfi og þess háttar. Mikil „kalda- stríðslykt“ var af ræðu Camerons og notaði hann hugtök á borð við „austur-vænginn“ og svo framveg- is. Þá benti hann einnig á þetta: „Rússland þarf meira á Evrópu og Bandaríkjunum að halda en öf- ugt. Rússneskur efnahagur dregst nú saman, rúblan hefur fall- ið og hlutabréfaverð sömuleið- is.“ Kannski má lesa út úr þessum orðum Camerons þá staðreynd að þegar illa gengur heima fyr- ir (í Rússlandi), hvað er þá betra en vinsælt stríð? Er það kannski þannig sem Pútín er að hugsa? Félagsskapur fyrir frið Úkraína hefur verið aðili að sér- stöku samstarfi NATO-ríkjanna og ríkjanna sem losnuðu undan oki kommúnismans, þegar hann hrundi í lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda á síðustu öld. Úkraína lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 og gekk í áðurnefnt samstarf (Partnership for Peace, PFP), þegar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson „Við látum ekki Pútín og rússneska skriðdreka, sem rúlla yfir landamærin, stjórna því sem gerist í Úkraínu.“ David Cameron Glaðbeittir Anders Fogh Rasmussen, fráfarandi aðal- ritari NATO, er hér ásamt David Cameron og Barack Obama á leiðtogafundinum í Brussel í síðustu viku. Cameron hefur ekki útilokað loftárásir vegna stríðsins í Úkraínu. Fangi líflátinn Yfirvöld í Texas tóku Willie Trottie, 45 ára fanga á dauða- deild, af lífi á fimmtudag. Hann var sakfelldur fyrir að drepa fyrr- verandi kærustu sína og bróður hennar árið 1993. Verjendur Trotties reyndu hvað þeir gátu að fá dauðadómn- um breytt í lífstíðarfangelsi en síðustu áfrýjunartilraun þeirra var hafnað. Sjálfur sagði hann fyrir dómi að hann hefði skotið kærustu sína og bróður hennar í sjálfsvörn og því væri dauðarefs- ing of harður dómur. Saksóknarar héldu því fram að Trottie hefði hótað að drepa kærustu sína eftir að hún fór frá honum. Hafði hún með- al annars fengið nálgunarbann gegn honum. Trottie er áttundi fanginn sem tekinn er af lífi í Texas á árinu. Mannlaus flutningaskip Vísindamenn í Noregi telja að innan tíu ára muni flutninga- skip búa yfir þeirri tækni að hægt verður að sigla þeim án þess að nokkur verði um borð, hvorki skipstjóri né áhöfn. Norska fyrir- tækið Marintek vinnur að þessari byltingarkenndu nýjung sem gæti orðið að veruleika á næstu tíu til tuttugu árum. Þetta myndi eðli- lega spara skipafélögum stórfé en einnig auka öryggi á sjó þar sem 75 prósent allra slysa á sjó verða vegna mannlegra mistaka, að sögn ScienceNordic.com. Taka ekki þátt í árásum Frank-Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra Þýskalands, seg- ir að Þjóðverjar muni ekki taka þátt í fyrirhugðum loftárásum Bandaríkjahers í Sýrlandi. Barack Obama Bandaríkja- forseti tilkynnti aðfaranótt fimmtudags að Bandaríkja- menn myndu gera árásir með það að markmiði að veikja upp- reisnarmenn Íslamska ríkisins. „Það hefur enginn beðið okkur um að taka þátt og við mun- um hvort sem er ekki gera það,“ sagði Steinmeier á fimmtu- dag eftir fund sinn með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands. Hammond tók undir með Steinmeier og sagði að Bretar myndu heldur ekki gera árásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.