Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 12.–15. september 2014 Nýr veruleiki NATO n Andi kalda stríðsins svífur yfir Evrópu n Nýjar viðbragðssveitir myndaðar Á þessum óróatímum verð- ur NATO að vera tilbú- ið til þess að bregðast við með alhliða aðgerðum til þess að vernda aðildarríkin gegn öllum mögulegum ógnum. Þetta er til vitnis um staðfestu okk- ar og samhug.“ Þessi orð lét hinn danski And- ers Fogh Rasmussen, aðalritari varnarbandalagsins NATO, falla á leiðtogafundi þess, sem haldinn var í Wales í síðustu viku. Fundur leiðtoganna, sem með- al annars Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sótti, er haldinn í skugga hins mjög svo ótrygga ástands í Úkraínu. Þar berjast rússneskir hermenn við hlið að- skilnaðarsinna, sem stefna að því að austurhluti Úkraínu sameinist Rússlandi. Vert er að minnast þess að fyrr á þessu ári innlimaði forseti Rússlands, Vladimír Pútín, Krím- skaga í Rússland. Rússnesk innrás Á síðustu vikum hafði her Úkra- ínu gengið vel í baráttu sinni við aðskilnaðarsinna, sem virtust vera að láta undan síga. En skyndilega snerist taflið við og þá bárust með- al annars fréttir af rússneskum skriðdrekum og brynvörðum bíl- um inni á úkraínsku landsvæði. Þá bárust einnig fréttir af því að þús- undir rússneskra hermanna væru inni í Úkraínu. NATO birti með- al annars í lok ágúst loftmyndir af rússneskum stríðstólum í Úkraínu, máli sínu til stuðnings. Það má því segja að Rússland hafi gert innrás í Úkraínu. Samskipti Rússlands og Vestur- veldanna og NATO hafa stigversn- að eftir því sem á árið hefur liðið og átökin í Úkraínu hafa færst í aukana. Í þeim hafa tæplega 3.000 manns fallið og mikill fjöldi fólks lagt á flótta inni í Úkraínu eða yfir til Rússlands. NATO er varnarbandalag vest- rænna þjóða og var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt þeirra ríkja sem stofnaði NATO. Þegar Ís- land gekk í NATO kom til mjög alvarlegra átaka við Alþingi Ís- lands á Austurvelli og var kylf- um og táragasi beitt af lögreglu í fyrsta sinn gegn mótmælend- um. Er þessi atburður einn merk- asti stjórnmálaatburður í lýðveld- issögunni. Aðildin að NATO hefur frá upphafi verið mikið deilumál í íslenskum stjórnmálum og er enn umdeild. Alls eru 28 aðildarríki í NATO (jafn mörg og aðildarríki ESB), og af þeim eru 25 Evrópuríki. Síðan bætast við Bandaríkin og Kanada og Tyrkland. Þrjú aðildarríki eru kjarnorkuveldi; Bretland, Frakk- land og Bandaríkin. Bitlausar viðskiptaþvinganir? Í því stríði sem geisar í Úkra- ínu og væri réttast að kalla borg- arastríð, hafa Vesturveldin ver- ið gagnrýnd fyrir linkind. Til að mynda hefur mátt heyra harða gagnrýni frá hægri væng banda- rískra stjórnmála, sem hafa ásak- að Barack Obama um skort á leið- togahæfileikum í sambandi við Úkraínu. Einnig hefur verið deilt á David Cameron, forsætisráðherra Breta, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Þykja viðbrögð þeirra ekki hafa verið nógu hörð. Þá hafa komið fram gagnrýnisraddir á við- skiptaþvinganir þær sem settar hafa verið í gang og segja gagn- rýnendur að þær „bíti“ ekki sem skyldi. Einnig hefur verið á það bent að Cameron hafi ekki vilj- að styggja sterka rússneska hags- munaaðila og rússneska auðmenn í London og Bretlandi. Harðari tónn Þó hefur tónninn í Cameron harðnað síðustu daga og á leið- togafundi NATO í Wales sagði Cameron: „Úkraína hefur rétt til þess að taka sínar eigin ákvarð- anir og við stöndum þétt að baki Úkraínu. Við látum ekki Pútín og rússneska skriðdreka, sem rúlla yfir landamærin, stjórna því sem gerist í Úkraínu.“ Hann sagði einnig að Rússar gætu með engu móti varið aðgerðir sínar í Úkra- ínu og að NATO og Vesturveldin myndu styðja Úkraínu með ráðum og dáð. Hann nefndi sem dæmi fjárhagslegan stuðning og að- stoð við að byggja upp fjarskipta- kerfi og þess háttar. Mikil „kalda- stríðslykt“ var af ræðu Camerons og notaði hann hugtök á borð við „austur-vænginn“ og svo framveg- is. Þá benti hann einnig á þetta: „Rússland þarf meira á Evrópu og Bandaríkjunum að halda en öf- ugt. Rússneskur efnahagur dregst nú saman, rúblan hefur fall- ið og hlutabréfaverð sömuleið- is.“ Kannski má lesa út úr þessum orðum Camerons þá staðreynd að þegar illa gengur heima fyr- ir (í Rússlandi), hvað er þá betra en vinsælt stríð? Er það kannski þannig sem Pútín er að hugsa? Félagsskapur fyrir frið Úkraína hefur verið aðili að sér- stöku samstarfi NATO-ríkjanna og ríkjanna sem losnuðu undan oki kommúnismans, þegar hann hrundi í lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda á síðustu öld. Úkraína lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 og gekk í áðurnefnt samstarf (Partnership for Peace, PFP), þegar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson „Við látum ekki Pútín og rússneska skriðdreka, sem rúlla yfir landamærin, stjórna því sem gerist í Úkraínu.“ David Cameron Glaðbeittir Anders Fogh Rasmussen, fráfarandi aðal- ritari NATO, er hér ásamt David Cameron og Barack Obama á leiðtogafundinum í Brussel í síðustu viku. Cameron hefur ekki útilokað loftárásir vegna stríðsins í Úkraínu. Fangi líflátinn Yfirvöld í Texas tóku Willie Trottie, 45 ára fanga á dauða- deild, af lífi á fimmtudag. Hann var sakfelldur fyrir að drepa fyrr- verandi kærustu sína og bróður hennar árið 1993. Verjendur Trotties reyndu hvað þeir gátu að fá dauðadómn- um breytt í lífstíðarfangelsi en síðustu áfrýjunartilraun þeirra var hafnað. Sjálfur sagði hann fyrir dómi að hann hefði skotið kærustu sína og bróður hennar í sjálfsvörn og því væri dauðarefs- ing of harður dómur. Saksóknarar héldu því fram að Trottie hefði hótað að drepa kærustu sína eftir að hún fór frá honum. Hafði hún með- al annars fengið nálgunarbann gegn honum. Trottie er áttundi fanginn sem tekinn er af lífi í Texas á árinu. Mannlaus flutningaskip Vísindamenn í Noregi telja að innan tíu ára muni flutninga- skip búa yfir þeirri tækni að hægt verður að sigla þeim án þess að nokkur verði um borð, hvorki skipstjóri né áhöfn. Norska fyrir- tækið Marintek vinnur að þessari byltingarkenndu nýjung sem gæti orðið að veruleika á næstu tíu til tuttugu árum. Þetta myndi eðli- lega spara skipafélögum stórfé en einnig auka öryggi á sjó þar sem 75 prósent allra slysa á sjó verða vegna mannlegra mistaka, að sögn ScienceNordic.com. Taka ekki þátt í árásum Frank-Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra Þýskalands, seg- ir að Þjóðverjar muni ekki taka þátt í fyrirhugðum loftárásum Bandaríkjahers í Sýrlandi. Barack Obama Bandaríkja- forseti tilkynnti aðfaranótt fimmtudags að Bandaríkja- menn myndu gera árásir með það að markmiði að veikja upp- reisnarmenn Íslamska ríkisins. „Það hefur enginn beðið okkur um að taka þátt og við mun- um hvort sem er ekki gera það,“ sagði Steinmeier á fimmtu- dag eftir fund sinn með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands. Hammond tók undir með Steinmeier og sagði að Bretar myndu heldur ekki gera árásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.